Morgunblaðið - 11.04.2011, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.04.2011, Blaðsíða 34
34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2011 Esperanto er tungumál sem bú- ið var til af L.L. Zamenhof, sem var pólskur augnlæknir, en hann vildi leysa tungumálavanda heimsbyggðarinnar. Málfræðin í esperanto er einföld og án und- antekninga og orðstofnar eru fáir. Þetta gerir að verkum að esperanto er auðlært. Ekki er vitað með vissu hversu margir tala esperanto en talið er að 2 milljónir sé nokkuð nálægt sanni. Íslenska esperanto- sambandið var stofnað árið 1950. Markmið sambandsins eru meðal annars að vinna að útbreiðslu esperanto á Íslandi, vera samstarfsvettvangur þeirra sem lagt hafa stund á málið, vinna með alþjóðlegum esperantosamtökum, veita margskonar þjónustu og kynna Ísland og íslenska menningu er- lendis. Nokkuð er til af íslenskum bókum um esperanto, til dæmis Alþjóðamál og málleysur eftir Þórberg Þórðarson, en hann var mikill áhugamaður um esper- anto, og Esperanto. Mál, saga, bókmenntir eftir Baldur Ragn- arsson. Esperanto á Íslandi TUNGUMÁLIÐ Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Í áratugi hefur Baldur Ragn- arsson kennari unnið við að þýða íslensk verk á esperanto. Fyrir tveimur mánuðum kom út esper- antoþýðing hans á Egils sögu. „Allar mínar bækur á esperanto hafa verið gefnar út erlendis,“ segir Baldur. „Egils saga er gefin út af Mondial forlaginu í New York. Hún, eins og fyrri þýðingar mínar, fer vítt og breitt í dreif- ingu, er til sölu á Amazon og for- lagið sendir bækurnar til Al- þjóðaesperanto-sambandsins sem sér um mikla bókasölu. Esperant- istar eru í öllum löndum heims, enginn veit nákvæmlega hversu margir þeir eru, en sumir giska á 2 milljónir. Ég fæ iðulega við- brögð frá esperantistum frá hinum ýmsu löndum við bókum mínum.“ Fjölbreyttar þýðingar Fyrsta þýðing Baldurs á esper- anto var á tveimur ljóðabókum eftir Þorstein frá Hamri sem komu út 1963 með teikningum eft- ir Ástu Sigurðardóttur. Af forn- bókmenntunum var Hrafnkels saga Freysgoða fyrst og nokkrir Íslendingaþættir sem komu út í sérstakri bók árið 1964, en hún nefnist á íslensku Íslenskar forn- raddir. Njáls saga kom út á esper- anto árið 2003, Sjálfstætt fólk eft- ir Halldór Laxness árið 2007 og Snorra-Edda árið 2008. Þrjár ljóðabækur Gerðar Kristnýjar, Ís- frétt, Launkofi og Höggstaður komu svo út í einni bók hjá Mon- tier forlaginu sem hefur verið iðið við að gefa út þýðingar Baldurs. Egils saga Skallagrímssonar er svo nýjasta viðbótin. Baldur hefur svo þýtt ljóð og skrifað ritgerðir um íslenskar bókmenntir, menn- ingu og fleiri efni sem birst hafa í tímaritum og safnritum esperant- ista. Meðal ljóða sem hann hefur þýtt á esperanto eru Gunn- arshólmi Jónasar Hallgrímssonar og Útsær eftir Einar Benedikts- son Baldur hefur ort ljóð á esper- anto. „Fyrsta bókin mín á esper- anto var frumsamin ljóðabók sem nefnist á íslensku Nafnlaus þrep og var gefin út árið 1959 af forlagi sem var þá á Kanaríeyjum,“ segir hann. „Önnur ljóðabók, Rann- sóknir, kom út hjá sama forlagi. Heildarútgáfa á frumsömdum verkum mínum á esperanto kom út árið 2007 og er 800 blaðsíðna bók. Eftir það hafa komið tvær ljóðabækur á esperanto árið 2008 og 2010 sem Mondial forlagið í New York gefur út.“ Búinn að þýða Eddukvæði En hvenær vaknaði áhugi hans á esperanto? „Ég er orðinn átt- ræður og lærði esperanto fyrir 60 árum. Ég komst yfir kennslubók í esperanto eftir Þorstein Þor- steinsson sem var hagstofustjóri í áratugi og mikill esperantisti. Sú bók kom út 1909 og ég lærði upp úr henni, var þá í vegavinnu og las hana á kvöldin inni í tjaldinu. Sama haust var ég byrjaður að skrifast á við erlenda esperantista. Esperanto er sérstaklega þjált mál til að nota við bókmennta- sköpun.“ Baldur hefur verið afar virkur í starfsemi esperantista. Hann var um árabil forseti Íslenska Esper- antosambandsins og varaforseti Alþjóðaesperantosambandsins í eitt kjörtímabil. Hann er með- limur í Akademio di Esperanto sem í sitja nokkrir helstu sérfræð- ingar í esperanto innan heims- hreyfingarinnar. Baldur starfaði lengi sem kenn- ari. „Ég byrjaði sem kennari í gagnfræðaskóla og var í nokkur ár í skólarannsóknardeild hjá menntamálaráðuneytinu við að endurskipuleggja kennslu á móðurmálinu í grunnskólum. Síð- an fór ég að kenna íslensku við Menntaskólann í Hamrahlíð og hætti kennslu þegar ég var sjö- tugur fyrir tíu árum.“ Hann skrif- aði fjölda kennslubóka fyrir skóla, meðal annars um málnotkun, rit- leikni og íslenska hljóðfræði. Hann skrifaði einnig mikið um skólamál. Baldur hefur ort tvær ljóðabækur á íslensku. Þegar hann er spurður um uppáhalds- bókmenntir sínar segir hann: „Ís- lendingasögurnar eru mér mjög kærar. Sigfús Daðason hefur svo verið mitt uppáhaldsskáld.“ Baldur er sannarlega ekki hætt- ur esperantoþýðingum sínum. „Ég á í handriti öll Eddukvæðin á esperanto og þau koma kannski út einhvern tímann og Völsunga sögu lauk ég við að þýða fyrir nokkru og ýmislegt fleira á ég í fórum mínum,“ segir hann. Morgunblaðið/Ómar Baldur Kristjánsson „Ég á í handriti öll Eddukvæðin á esperanto og þau koma kannski út einhvern tímann og Völsunga sögu lauk ég við að þýða fyrir nokkru.“ Egill Skallagrímsson á esperanto  Baldur Ragnarsson hefur í áratugi þýtt íslensk verk yfir á esperanto  Bókunum dreift víða um heim  Bæði fornbókmenntir og nútímaskáldskapur  Eddukvæði og Völsunga saga bíða prentunar Morgunblaðið/Brynjar Gauti Þýdd á esperanto Þorsteinn frá Hamri og Gerður Kristný. Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.