Morgunblaðið - 11.04.2011, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2011
H
a
u
ku
r
0
3
.1
1
Guðni Halldórsson
viðskiptalögfræðingur,
gudni@kontakt.is
Arnór H. Arnórsson
rekstrarhagfræðingur,
arnor@kontakt.is
Brynhildur Bergþórsdóttir
rekstrarhagfræðingur,
lögg. verðbr.- og fasteignasali,
brynhildur@kontakt.is
Gunnar Svavarsson
viðskiptafræðingur,
gunnar@kontakt.is
Jens Ingólfsson
rekstrarhagfræðingur,
jens@kontakt.is
Sigurður A.
Þóroddsson hrl.
sigurdur@kontakt.is
Forgangslisti er nýjung fyrir kaupendur og fjárfesta.
Skráning á www.kontakt.is
Hlynur Rafn Guðjónsson
viðskiptafræðingur
hlynur@kontakt.is
• Skráðu þig á forgangslista og við sendum þér reglulega upplýsingar í
tölvupósti um tækifæri sem við getum ekki sett í auglýsingar.
Upplýsingar og skráning á www.kontakt.is.
• Framleiðslufyrirtæki í vaxandi atvinnugrein. Hentar vel til flutnings út á land.
Þarf a.m.k. 600 fm húsnæði með lágmark 8 metra lofthæð.
• Lítið innflutnings- og framleiðslufyrirtæki. Ársvelta 50 mkr.
Hentar vel tveimur handlögnum. Auðveld kaup.
• Rógróið fjölskyldufyrirtæki með innflutning á þekktri gæðavöru fyrir
nýbyggingar og viðhald fasteigna. Ársvelta 140 mkr.
• Lítil heildverslun með kerti, servéttur og einnota vörur. Ársvelta 50 mkr.
• Eitt besta bakarí borgarinnar. Ársvelta 70 mkr. Gott tækifæri fyrir duglega
bakara sem vilja eignast eigin rekstur.
• Fyrirtæki með þekktar "franchise" fataverslanir í Kringlunni og Smáralind.
EBITDA 20 mkr.
• Rótgróið innflutningsfyrirtæki með vörur fyrir sjávarútveg. EBITDA 50 mkr.
• Meðeigandi/fjárfestir óskast að traustu framleiðslu- og þjónustufyrirtæki til að
nýta vaxtamöguleika. Núverandi ársvelta um 150 mkr. Mjög góð ávöxtun
fyrirsjáanleg.
• Heildverslun með prjónagarn. Góð umboð.
• Rótgróið gistihús í miðbænum. 40 herbergi.
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Það er eins og góðar fréttir komi á
færibandi frá Marel. Hver ársfjórð-
ungurinn á fætur öðrum virðist skila
prýðilegum hagnaði og allt í lukk-
unnar velstandi. „Verkefnastaðan
hefur verið mjög góð og um áramót
voru t.d. yfir sex mánuðir af verk-
efnum fyrirliggjandi,“ segir Guðjón
Stefánsson, sölustjóri hjá Marel, að-
spurður um uppganginn hjá fyrir-
tækinu.
Velgengnin segir hann að skýrist
meðal annars af mjög aukinni eftir-
spurn eftir tækjum Marels fyrir
kjúklingaiðnað. „Mjög mörg verk-
efni hafa komið inn vegna samruna
við Stork sem mætir þörfum kjúk-
lingakjötsframleiðslu. Án þess að
dregið hafi úr hlut tækjaframleiðslu
fyrir sjávarútveginn hefur kjöt- og
kjúklingatækjasalan aukist svo
mjög að lausnir fyrir fiskiðnaðinn
eru aðeins 15% af heildarsölunni.“
Fyrir fiskiðnaðinn hefur Marel
t.d. þróað lausnir fyrir vinnslu á
hvítfiski og svo laxi. Hvítfiskiðn-
aðurinn segir Guðjón að virðist í dag
standa nokkuð í stað en hins vegar
sé mikil uppsveifla í laxeldi. „Okkar
sérstaða á þeim markaði liggur m.a.
í því að við getum boðið upp á
heildarlausn sem spannar allt frá
því að laxinum er slátrað og þar til
hann er kominn í pakkningar tilbú-
inn fyrir dreifingu.“
Nær alfarið selt til útlanda
Markaðurinn er nær allur erlend-
is og bendir Guðjón á til glöggvunar
að bara í Noregi séu á hverju ári
framleidd um milljón tonn af eld-
islaxi, á meðan t.d. heildarafli þorsks
á Íslandsmiðum er 140 þús. tonn,
enda koma um og yfir 99% af
tekjum Marels erlendis frá. „Þar
með er ekki sagt að umsvifin séu lítil
sem snúa að innlenda markaðnum,
en skoða verður þessar tölur með
það í huga að heildarsalan á Íslandi
er á bilinu 3-4 milljónir evra ár
hvert.“
Fjárfesting í nýrri tækni hefur
minnkað verulega í íslenska sjávar-
útveginum. Guðjón segir þó tekið of
djúpt í árinni að segja að innlendi
markaðurinn sé alveg óvirkur. „Við
sjáum t.d. markaðinn kalla eftir nýj-
um lausnum fyrir saltfiskvinnslu,
m.a. til að bregðast við nýjum
reglum um notkun fjölfosfata.
Breytingin virðist vera á þá leið að
gera meira af fersku hráefni. Síðan
eru makrílveiðar að eflast og kalla á
ákveðna tækni, og við höfum þróað
ferli sem lausfrystir makrílinn í 20
kg kassa, það nær að frysta fiskinn á
mun styttri tíma en aðrar aðferðir.“
Enn að samþætta deildir
Fyrirtækið er orðið í dag stórt og
stöndugt, sama hvaða mælikvarði er
notaður. Guðjón segir að þar með sé
Marel ekki búið að taka út fullan
þroska. „Við vinnum til dæmis enn
að því að straumlínulaga reksturinn
og samþætta betur ólíkar deildir og
undirfyrirtæki. Á undanförnum ár-
um hefur Marel keypt fjölda smærri
fyirtækja inn í reksturinn og alltaf
ákveðið ferli að skapa góðan sam-
hljóm. Þannig var t.d. ákveðið að
nota Innova-hugbúnað frá Marel á
Íslandi fyrir öll tæki sem sam-
steypan framleiðir, og það kallar svo
á ákveðna aðlögun en skapar um leið
mikla möguleika.“
Kjöt og kjúklingur fær
aukið vægi hjá Marel
Lausnir fyrir fiskiðnað aðeins 15% af heildarsölu Marels
Góður hagnaður skýrist m.a. af aukningu í sölu tækja fyrir
kjúklingaiðnað 99% af tekjum Marels koma að utan
Morgunblaðið/Sigurgeir S
Vöxtur „Án þess að dregið hafi úr hlut tækjaframleiðslu fyrir sjávarútveginn hefur kjöt- og kjúklingatækjasalan
aukist svo mjög að lausnir fyrir fiskiðnaðinn eru aðeins 15% af heildarsölunni, “ segir Guðjón Stefánsson.
Allir þekkja Marel fyrir vandaðan
vélbúnað en færri vita að hjá
fyrirtækinu er starfandi eitt
stærsta hugbúnaðarhús lands-
ins. „Þetta fer ekki hátt í um-
ræðunni en hugbúnaðarhliðin
skiptir ekki minna máli en sjálfar
vélarnar. Oftar en ekki eru það
einmitt gæði og notkunarmögu-
leikar hugbúnaðarins sem ná að
innsigla söluna.“
Markaðurinn kallar líka stöð-
ugt eftir betri hugbúnaði og sem
nákvæmustu utanumhaldi um
alla framleiðsluna og rekjanleika
afurða í matvælaiðnaðinum. „Á
þessu sviði er Marel tvímæla-
laust með sterka stöðu, og
örugglega með þeim öflugustu á
markaðinum.“
Hugbúnaðarforskot
HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ MAREL
Því er ekki hægt að neita að
veikt gengi krónunnar kemur sér
vel fyrir framleiðslufyrirtæki
eins og Marel. „Verðlisti og bók-
hald fyrirtækisins er í evrum og
vitaskuld breytir það verulega
öllum grundvelli rekstrarins þeg-
ar gengi krónunnar sveiflast frá
því að vera 80 kr. á evru upp í
160 kr. Ég er ekki að segja að við
séum orðin einskonar Pólland,
en kostnaðurinn við vinnuaflið er
mun hagstæðari nú en oft áður,
mælt í evrum,“ segir Guðjón. „Á
móti kemur að gengið hefur í för
með sér ákveðin vandamál hvað
snýr að markaðinum hér heima.“
Guðjón er heldur ekki frá því
að heimamarkaðurinn gæti verið
virkari, en líði fyrir ýmsar
ákvarðanir og aðgerðir stjórn-
valda. „Peningar held ég að séu
til, en mér finnst einhvern veginn
eins og þeir séu ekki að skila sér
inn í hagkerfið.“
Hvar eru
peningarnir?
EVRUR OG KRÓNUR
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Eina einangrunin sem ræða má um
stafar af tilraunum breskra og hol-
lenskra stjórnvalda til að einangra Ís-
land og koma í veg fyrir aðild Íslands
að Evrópusambandinu,“ segir Alex
Jurshevski, sérfræðingur í skulda-
uppgjöri hjá kanadíska fjármálafyrir-
tækinu Recovery Partners, en hann
hefur komið gagngert til Íslands til
að kynna sér skuldavanda landsins.
Tilefnið er þau ummæli Jóns Daní-
elssonar, hagfræðings hjá London
School of Economics, í samtali við
BBC, að Íslands bíði frekari einangr-
un í efnahagslegu tilliti vegna útkomu
Icesave-kosningarinnar á laugardag.
Jurshevski er þessu ósammála og
spyr nokkurra spurninga.
Munu ekki sniðganga fiskinn
„Eru Bretar líklegir til að snið-
ganga íslenskan sjávarútveg? Það er
ólíklegt enda tengjast 60.000 bresk
störf honum með
beinum hætti.
Eru fyrirtæki
síður áhugasöm
um að fjárfesta á
Íslandi? Varla,“
segir Jurshevski
og heldur áfram:
„Að frátöldum
gjaldeyrishöftun-
um virðast einu
hindranirnar í
vegi beinnar erlendrar fjárfestingar
á Íslandi fremur tengjast mótmæl-
um innanlands gegn erlendri fjár-
festingu og andstöðu heimafyrir
gegn því að opna fyrir erlenda fjár-
festingu í vissum geirum. Þetta hef-
ur ekkert með Icesave-deiluna að
gera.“
Þá er Jurshevski ósammála Jóni
um að lánshæfismatið muni lækka.
Þvert á móti muni útkoma kosning-
anna létta á efnahagslegum byrðum
stjórnvalda og líklega greiða fyrir
betra lánshæfismati síðar.
Hafnar tali um
einangrun Íslands
Kanadískur sérfræðingur um Icesave
Alex
Jurshevski