Morgunblaðið - 11.04.2011, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2011
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Þjóðin stóðaf sér at-löguna.
Það var stórvirki.
Ríkisstjórnin og
aukinn þing-
meirihluti sótti að henni.
Baugsmiðlarnir, 365 og
Fréttablaðið og RÚV höm-
uðust með ríkisstjórninni
gegn þjóðinni. Samtök fjár-
málafyrirtækja settu stórar
fjárhæðir til jámanna. Aðilar
á vinnumarkaði, Samtök at-
vinnulífsins og ASÍ höfðu í
hótunum við almenning um
þróun kjarasamninga og
Seðlabankinn, sem á þó að
vera sjálfstæð stofnun, end-
urnýtti hluta af hræðslu-
áróðrinum sem hann hafði
farið með við atkvæða-
greiðslu um Icesave II.
„Fræðasamfélag“ Háskól-
ans brást ekki heldur. Virðu-
legir og ágætir fyrrverandi
ráðherrar vitnuðu um af-
stöðu sína í auglýsingum já-
hópsins og þannig mætti
lengi áfram telja. Meira að
segja hæstlaunuðu lögfræð-
ingar landsins, sem hafa
haldið svo vel utan um gömlu
útrásarvíkingana, létu til sín
taka. Samkvæmt öllum við-
miðunum og lögmálum hefði
þetta átt að vera ofurefli liðs
og ósigrandi. En fólkið í
landinu lét hvorki hótanir né
hátignir rugla sig. Það sýndi
þá staðfestu sem leiðtoga
þess skorti svo hrapallega.
Nærri 60 prósent kjósenda
sagði nei í þjóðaratkvæða-
greiðslunni.
Ríkisstjórnin hefur sagt
að Icesave-málið og samn-
ingar hennar um það sé
mikilvægasta málið fyrir ís-
lenska endurreisn. Þjóðin
hefur í tvígang beinlínis
hafnað leiðsögn ríkisstjórn-
arinnar í þessu stórmáli.
Ríkisstjórnin hefði auðvitað
átt að segja þegar af sér eft-
ir fyrsta rassskellinn. En þá
var afsökunin sú að hún
hefði ekki tekið virkan þátt í
baráttunni heldur setið í fýlu
heima á meðan þjóðin
greiddi atkvæði. Því var ekki
til að dreifa þegar ríkis-
stjórnin var flengd í annað
sinn. Það er fullkomlega sið-
blind ríkisstjórn sem ætlar
að rembast við að sitja eftir
jafn afgerandi afgreiðslu
þjóðar á meginverkefni
hennar eins og nú hefur
gerst. Hún mun fljótlega
átta sig á að henni verður
ekki sætt að
óbreyttu.
Nú gera stjórn-
völd því skóna að
reynt verði að
misnota stofnanir
í Evrópu, ESA og EFTA-
dómstól, gegn Íslendingum.
Ríkisstjórnin hefur andmælt
röksemdum þjóðarinnar í
tvö ár en þykist samt vera
besti kosturinn til að gæta
hagsmuna Íslands. Þeirri
skoðun deilir enginn með
ríkisstjórninni. Efnahags-
ráðherrann var kominn í
sjónvarpsviðtal á kosninga-
nótt til að ítreka að hann
myndi þegar taka til við að
flýta málarekstrinum gegn
Íslandi. Í hvað liði er sá
maður eiginlega?
Og ekki var björgulegt
það sem Sky-fréttastofan
hefur eftir Jóhönnu
Sigurðardóttur: „The Ice-
landic Prime Minister Jo-
hanna Sigurdardottir has
predicted „political and
economic chaos as a result of
this outcome“, but did not
say if the government would
resign.“ (Íslenski forsætis-
ráðherrann hefur gefið sér
að „stjórnmálalegt og efna-
hagslegt öngþveiti muni
leiða af þessari niðurstöðu“
en upplýsti ekki hvort ríkis-
stjórnin myndi biðjast lausn-
ar.) Og ekki var djarflegra
upplitið á Steingrími J.
Sigfússyni fjármálaráðherra
í BBC.
Augljóst er að þessir tveir
sitjandi forystumenn ríkis-
stjórnarinnar annaðhvort
geta ekki eða vilja ekki tala
máli Íslands, hvorki inn á við
né út á við. Það er ömurleg
staðreynd. Allt önnur mynd
var á blaðamannafundi for-
setans á Bessastöðum. Þar
fann hann að auki að fram-
göngu talsmanna atvinnu-
lífsins, sem væru úrtölu-
menn og töluðu ekki máli
sinnar eigin greinar. Því
miður verður að taka undir
þessi sjónarmið forsetans.
Hinu er þó ekki hægt að
neita að jafnógeðfelldar sem
hótanir aðila vinnumarkað-
arins í garð launamanna
voru hefur sennilega ekkert
eitt atriði tryggt að Nei yrði
svo afgerandi niðurstaða
sem raun varð á eins og það.
Það er sjálfsagt að þakka
þótt tilgangurinn með fram-
takinu hafi sjálfsagt verið
annar.
Þjóðarnauðsyn og
forgangsmál að
ríkisstjórnin fari frá}
Þjóðin fór með
sigur af hólmi
É
g var á veitingastað á laugardags-
kvöld þegar fyrstu tölur bárust. Á
næsta borði sá ég mann seilast í
farsímann sinn og fletta upp úr-
slitunum. Svo réð hann ekki við
sig, sló í glasið, stóð upp og sagði yfir salinn: „Ég
veit að þið bíðið eftir því, að vita hvernig Icesave
fór.“ En viðbrögðin voru ólík því sem hann bjóst
við, fólk brást reitt við og hrópaði á hann að
þegja. Það vildi fá að borða í friði.
Ég hef heyrt marga kvarta undan því, að það
skyldi hafa verið lagt á þjóðina að greiða atvæði
um Icesave. Og er rökstuðningurinn oft sá, að
þingmenn hafi verið kjörnir til þess að sinna slík-
um málum, fólk hafi um nóg annað að hugsa. –
Það vill fá að borða í friði.
En fyrir margra hluta sakir tel ég afar æski-
legt, að veigamikil mál séu sett í dóm þjóð-
arinnar, að minnsta kosti í meira mæli en tíðkast hefur.
Ein ástæðan er, að stuðningur við mál á Alþingi fylgir
gjarnan flokkslínum, fremur en að þingmenn fylgi sannfær-
ingu sinni. Fyrir vikið getur niðurstaðan orðið ólýðræðisleg.
Skýrt dæmi um það var þegar annar Icesave-samningurinn
var samþykktur á Alþingi í árslok 2009. Það var opinbert
leyndarmál, að ekki var meirihluti fyrir samningnum, en
„heimavarnarliðið“ innan Vinstri grænna kaus að verja rík-
isstjórnina falli. Sömuleiðis var felld tillaga um þjóð-
aratkvæðagreiðslu, þrátt fyrir að í atkvæðaskýringum
kæmi fram að meirihlutinn vildi vísa málinu í dóm þjóð-
arinnar. Hvers virði eru ákvarðanir sem teknar eru með
slíkum hætti?
Önnur ástæða er, að ég tel gott fyrir lýðræðið
í landinu að þjóðin taki virkan þátt í ákvörð-
unum, jafnvel þó að það leggist þungt á suma.
Með því að setja sig inn í mál verður fólk upplýst
um það samfélag sem það tilheyrir og síður frá-
hverft afskiptum af stjórnmálum, sem eru þrátt
fyrir allt sá lifandi vefur sem lýðræðið er ofið úr.
Þriðja ástæðan er, að það veitir stjórnmála-
mönnum aðhald, ef hægt er að „áfrýja“ ákvörð-
unum og fara fram á þjóðaratkvæðagreiðslu. En
auðvitað þarf að tryggja að það gerist með
gagnsæjum og lýðræðislegum hætti. Ég hef áð-
ur gagnrýnt, hvernig undirskriftum var safnað
til að hnekkja fjölmiðlafrumvarpinu á sínum
tíma, en aldrei kom fram hverjir skráðu sig á
listann og ekki var ráðist í áreiðanleikakönnun
af neinu tagi.
Fjórða ástæðan er, að ég tel sennilegra að
sátt náist um erfiðar ákvarðanir ef þær eru teknar af þjóð-
inni – ekkert er líklegra til að brúa gjána á milli þings og
þjóðar. Nú hafa farið fram tvær sögulegar þjóðaratkvæða-
greiðslur um Icesave á skömmum tíma. Tíminn leiðir í ljós
hversu farsæl ákvörðunin reynist sem tekin var á laugardag.
Ef hún leiðir til þjóðarsáttar, þá er það áfangi út af fyrir sig.
Það er umhugsunarefni, að innan skamms stöndum við
frammi fyrir þriðju þjóðaratkvæðagreiðslunni og mun hún
snúast um aðild að ESB. Ómældum fjármunum er eytt í um-
sóknarferlið, þrátt fyrir að kannanir sýni að þjóðin sé andvíg
aðild og annar stjórnarflokkanna muni síðan berjast gegn
samningnum!
Hvernig skyldi sú þjóðaratkvæðagreiðsla fara?
Eftir Pétur
Blöndal
Pistill
Atkvæði þjóðarinnar
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Þ
úsundir atvinnulausra
einstaklinga hafa ekki
lokið framhaldsskóla-
menntun. Fólk á aldr-
inum 20 til 34 ára mynd-
ar stærsta hóp atvinnulausra eða
rúmlega 45%.
Verði samkomulag aðila vinnu-
markaðarins og stjórnvalda um
samhent átak til að koma sem flest-
um til náms, að veruleika á næstu
vikum, gætu verið í uppsiglingu um-
talsverð þáttaskil í menntamálum.
Markmiðið er að opna framhalds-
skóla fyrir öllum sem áhuga hafa á
starfsnámi, listnámi og bóknámi.
Við innritun á haustönn í fyrra
var um 800 umsóknum hafnað. Stór
hópur sem hefur ekki fengið inni í
skólum er án vinnu og gengur um á
atvinnuleysisbótum. Umsóknum um
200 atvinnuleitenda hefur verið vís-
að frá framhaldsskólum á hverju
hausti undanfarin tvö ár. Eins og
greint var frá í Morgunblaðinu 17.
mars hafa verið útfærðar tillögur í
tengslum við gerð kjarasamninga
um átak við að koma ungu atvinnu-
lausu fólki inn í framhaldsskólana
og að Atvinnuleysistryggingasjóður
standi straum af kennslukostnaði
næsta haust vegna þeirra sem hafa
verið atvinnulausir í meira en 6
mánuði.
Fyrir viku náðu aðilar vinnu-
markaðarins og stjórnvöld að ljúka í
öllum aðalatriðum samkomulags-
pakka um þetta menntunarátak. Til-
lögur samráðshóps um vinnumark-
aðsmál eru grunnurinn en hópurinn
skilaði af sér um seinustu mán-
aðamót til sérstakrar ráðherra-
nefndar. Enn er verið að skoða
kostnaðarskiptinguna og útfærslur
en svo mikil samstaða er um átakið
að taldar eru góðar líkur á að því
yrði hrint í framkvæmd ef tekst að
sigla kjaraviðræðunum í höfn.
Meginmarkmið átaksins „Í nám
og til vinnu“ eru að framhalds-
skólum verði næsta haust gert kleift
að taka inn alla umsækjendur undir
25 ára aldri sem uppfylla skilyrði.
Sama gildi um þá sem hafa lokið
svonefndu raunfærnimati í vor.
Móta á námsúrræði fyrir innritun í
framhaldsskólana til að koma til
móts við þarfir ólíkra hópa. Þeim
sem eru 25 ára eða eldri verði gef-
inn kostur á náms- og starfsráðgjöf
og heildstætt nám í fjarkennslu
verði í boði á framhaldsskólastiginu
næsta skólaár ef þetta gengur eftir.
Skapa á námstækifæri fyrir allt
að 1.000 atvinnuleitendur strax
næsta haust í framhaldsskólum,
frumgreinadeildum í háskólum eða
námsúrræði innan framhalds-
fræðslu.
Auka á framboð á verklegu námi.
Fjölga þarf kennurum
Berglind Rós Magnúsdóttir, ráð-
gjafi mennta- og menningarmála-
ráðherra, segir það ráðast af hvort
fjármagn fæst hvernig átakinu reið-
ir af. Ljóst er að fjölga þarf kenn-
urum við framhaldskólana og vinna
að húsnæðismálum því skólarnir eru
misjanlega vel í stakk búnir til að
taka við stórauknum fjölda nem-
enda. Óvíst er t.d. hvort eftirsótt-
ustu skólarnir hafa bolmagn til að
taka inn eldri nemendur því 16-18
ára nemendur njóta forgangs.
Auk menntunarátaks á að gera
átak í starfsþjálfun; fyrirtæki bjóði
upp á reynsluráðningar í ákveðnum
starfsgreinum. Hluti af brottfalls-
vandanum er að verknámsnemar fá
ekki tækifæri til að ljúka sínu verk-
námi á vinnustöðum og útskrifast
því seint og um síðir.
Stofnaður hefur verið sérstakur
vinnustaðanámssjóður og í tillög-
unum er m.a. gert ráð fyrir að í boði
verði vinnustaðaþjálfun í fyrir-
tækjum.
Morgunblaðið/Golli
Til vinnu Tillögur, sem samkomulagið byggist á, gera m.a. ráð fyrir að at-
vinnulausum bjóðist reynsluráðning í fyrirtækjum og starfsþjálfun.
Fella hindranir og
opna skóla upp á gátt
Kostnaðurinn
» Kostnaður Atvinnuleysis-
tryggingasjóðs á einstakling á
bótum nemur að meðaltali
1.656.000 kr. á ári. Meðal-
kennslukostnaður í framhalds-
og háskólum er tæpar 800
þús. kr. á ári. Einnig ber ríkið
kostnað vegna niðurgreiðslu
námsmála að meðaltali um
600 þús. kr. á ári.
» Kannanir sem Vinnu-
málastofnun leggur fyrir at-
vinnuleitendur sýna að ungir
atvinnuleitendur hafa mestan
áhuga á námi tengdu listum,
upplýsingamennt, tölvum og
verknámsbrautum.
» Í tillögum starfshópsins er
gert ráð fyrir að einstaklingar
sem hefja nám í haust haldi
bótarétti til áramóta en fari
að því loknu á námslán eigi
þeir rétt til slíks.
» Markmið stjórnvalda er að
árið 2020 hafi hlutfall fólks á
vinnumarkaði sem ekki er
með framhaldsskólamenntun
lækkað úr 30% í 10%.
» Gert er ráð fyrir sparnaði í
útgreiðslum Atvinnuleysis-
tryggingasjóðs vegna átaks-
ins.