Morgunblaðið - 11.04.2011, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.04.2011, Blaðsíða 40
MÁNUDAGUR 11. APRÍL 101. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. „Þetta eru ekki góðar fréttir“ 2. Banaslys á Möðrudalsöræfum 3. Afgerandi nei við Icesave 4. Treystu ekki fólkinu í landinu »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Mondial forlagið í New York hefur gefið út esperantoþýðingu Baldurs Ragnarssonar á Egils sögu. „Allar mínar bækur hafa verið gefnar út er- lendis,“ segir Baldur sem hefur unnið í áratugi við að þýða íslensk verk á esperanto. »34 Morgunblaðið/Ómar Egils saga gefin út á esperanto  Bob Dylan, sem naut mikilla vin- sælda meðal and- stæðinga Víet- namstríðsins, hélt fyrstu tónleika sína í landinu í gær. Tónleikarnir voru haldnir í Ho Chi Minh-borg, sem hét áður Saigon, og yfirvöld í kommúnistaríkinu þurftu að sam- þykkja lagaval hans fyrirfram. Dylan er orðinn 69 ára. Bob Dylan í fyrsta skipti í Víetnam  Bandaríski leikstjórinn Sidney Lumet lést úr eitilfrumukrabbameini á heimili sínu í New York á laugardag. Hann var 86 ára að aldri. Sidney Lumet leikstýrði fjölmörgum þekktum kvikmyndum, þar á meðal Serpico, Dog Day Afternoon, The Verdict, Net- work og að sjálfsögðu 12 Angry Men. Leikstjórinn Sidney Lumet látinn Á þriðjudag Suðvestanátt, yfirleitt 8-15 m/s og skúrir eða él, en þurrt og bjart veður á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 0 til 5 stig. Á miðvikudag Sunnan 8-13 m/s og rigning, en úrkomulítið norð- austantil á landinu. Hiti 3 til 9 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 8-15 m/s og skúrir eða slydduél, en þurrt austanlands. Hiti 1 til 5 stig. VEÐUR Jakob Jóhann Sveinsson lét ekki veikindi stöðva sig og hirti alla bikara sem í boði voru á Íslandsmeistara- mótinu í sundi sem lauk í gær. Hann og Erla Dögg Haraldsdóttir fengu afreks- verðlaun mótsins. „Ég er alltaf að keppa við sjálfan mig og stundum of mikið. Þjálfarinn minn biður mig oft að slaka á hvað það varðar,“ sagði Jakob Jó- hann. »4-5 Þjálfarinn biður mig oft að slaka á Valskonur eru komnar með undir- tökin í einvíginu við Fram um Íslands- meistaratitil kvenna í handbolta. Staðan er 2:0 eftir sigur þeirra í Safamýri í gær. Jenný Ásmundsdóttir átti aftur stórleik í marki Vals. „Við erum ekki í neitt betri stöðu þótt við höfum unnið báða leikina því eins og allir vita eru fjölmörg dæmi um að lið vinni fyrstu tvo en tapi síðan þrem- ur,“ sagði Jenný við Morgunblaðið en Valur getur orðið meistari á mið- vikudagskvöld. »2 Valur einum sigri frá Ís- landsmeistaratitlinum „Við gátum eiginlega ekki beðið um þetta betra. Sérstaklega í ljósi þess að við erum án fyrirliðans okkar og Guð- nýjar Bjarkar. Þetta var frábær byrj- un,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir sem skoraði tvö mörk í 5:0 sigri Kristi- anstad á Dalsjöfors í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar. Fimm ís- lenskar landsliðskonur þreyttu frum- raun sína um helgina. »1 Við gátum ekki beðið um þetta betra ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Dagur Sigurðsson, tvítugur nem- andi Tækniskólans, fór með sigur af hólmi í Söngkeppni framhalds- skólanna í keppni 31 skóla sem fram fór í Íþróttahöllinni á Akur- eyri á laugardagskvöldið. „Þetta var ólýsanleg upplifun. Ég bjóst ekkert við þessu,“ segir Dag- ur, sem söng lagið „Vitskert vera“, íslenska útgáfu af Bítlalaginu fræga „Helter Skelter“. Varðandi lagavalið segist hann löngum hafa hlustað mikið á lagið. „Mig langaði að syngja það og ákvað að láta slag standa,“ segir Dagur sem sjálfur íslenskaði text- ann. „Þannig hefur maður betri til- finningu fyrir textanum og veit ná- kvæmlega hvað maður er að segja.“ Stuðningur úr salnum Hann er ánægður með alla um- gjörð í kringum keppnina. „Þetta var frábært og vel að þessu staðið,“ segir hann og vill líka hrósa hús- bandinu sem spilaði undir í keppn- inni. „Það voru svo margir frábærir keppendur og magnaðir áhorf- endur. Keppnin er búin að stækka með árunum og umgjörðin í kring- um þetta er til fyrirmyndar.“ Honum fannst hvetjandi að finna fyrir stuðningi úr salnum. „Ég fann svo mikinn stuðning úr salnum. Það var mjög gaman því það voru mjög fáir úr mínum skóla á staðnum.“ Dagur er nemandi á upplýsinga- og fjölmiðlabraut í Tækniskólanum og fer síðan næsta haust í nám í grafískri miðlun við sama skóla. Hann kann vel við námið. „Það er rosalega fínt. Maður er þarna til þess að læra.“ Þó að Dagur sé iðinn við námið á söngurinn stóran hluta hjarta hans. „Ef ég er ekki í skólanum þá er ég að syngja.“ Hann hefur alla tíð verið mikið fyrir rokkið, allt frá því hann byrj- aði að syngja. „Ég byrjaði í aðeins harðara rokki en róaði mig svo nið- ur. Ég hef verið í mörgum bílskúrs- böndum. Röddin er komin þaðan, þetta eru öskur úr bílskúr. Ég reyni að syngja eins mikið og ég get, það er það skemmtilegasta sem ég geri.“ Fann sína leið En skyldi Dagur vera tónlistar- menntaður? „Ég reyndi að læra á einhver hljóðfæri, eins og trompet og trommur en það gekk ekki. Svo lærði ég á gítar, fór að syngja með og fann mína leið.“ Dagur ætlar ekki að hætta hér. „Mark- miðið er að stofna band og taka jafnvel upp plötu, það er draumurinn. Núna er allavega búið að starta þessu aðeins,“ segir hann með sanni en fyrir utan athyglina sem sigurinn færir honum er hljóðvers- tími á meðal fjölmargra veglegra verðlauna sem hann hlýtur. Vinn- ingshafinn fær nefnilega tvo daga í Stúdíó Sýrlandi, eða þann tíma sem það tekur að fullklára lag. Dagur var enn staddur á Akur- eyri þegar Morgunblaðið ræddi við hann og er að vonum ánægður með ferðina. „Það er búið að vera stapp- að í bænum,“ segir hann en til við- bótar við Söngkeppnina fór fram tónlistar- og snjóbrettahátíðin AK Extreme í bænum um helgina. Fleiri myndir frá Söngkeppni framhaldsskólanna eru inni í blaðinu í dag. »36 Ljósmynd/Stefán Erlingsson Kraftmikill „Þetta var ólýsanleg upplifun. Ég bjóst ekkert við þessu,“ segir hinn rokkaði söngvari Dagur. Þetta eru öskur úr bílskúr  Tækniskólinn vann Söngkeppni framhaldsskólanna sem fram fór á Akureyri  Dagur Sigurðsson söng til sigurs með íslenskri útgáfu af Helter Skelter Dagur hefur sérstaklega kraft- mikla rödd og því ætti ekki að koma á óvart að ein helsta fyrir- mynd hans sé Robert Plant. Plant gerði garðinn frægan með Led Zeppelin seint á sjöunda áratugnum og þeim áttunda og hefur líka átt farsælan sólóferil. Í myndbandi Moni- tors á Sjónvarpi Mbl.is heyr- ist að Degi tekst vel upp í að herma eftir goðinu sjálfu. Plantaður söngvari FYRIRMYND ÚR FORTÍÐ Robert Plant árið 2002.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.