Morgunblaðið - 11.04.2011, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2011
15% afsláttur
Fæst án lyfseðils
N J Ó T U M Þ E S S A Ð H R E Y F A O K K U R
Nýtt lok!
Auðvelt að opn
a
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti
vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is
Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Meira en þúsund farþegar þurftu að
bíða fastir í tíu flugvélum á
Keflavíkurflugvelli í nokkra klukku-
tíma meðan veðrið gekk yfir.
Sjö af vélunum voru frá Ice-
landair.
Að sögn Hjördísar Guðmunds-
dóttur, upplýsingafulltrúa Isavia,
var snarvitlaust veður á flugvell-
inum. Hlutir fuku við flugstöðina og
því var ekki hægt að koma vélunum
upp að landgangi án þess að taka
áhættu af því að skemmdir yrðu á
vélunum. Skemmdir urðu á rönum
flugstöðvarinnar í óveðrinu. Vél-
arnar voru látnar standa í svo-
nefndri „rokstöðu“ úti á vellinum.
Allar vélar Icelandair sem voru á
leið til Íslands í eftirmiðdaginn lentu
áður en vindurinn náði hámarki, að
sögn Guðjóns Arngrímssonar upp-
lýsingafulltrúa. Þetta þýddi engu að
síður að sex vélar félagsins sem
halda áttu áfram yfir hafið lentu í
seinkunum.
Þurftu að
bíða í flug-
vélunum
Flugvélarnar komust
ekki að flugstöðinni
Jónas Guðmundsson hjá Slysa-
varnafélaginu Landsbjörg segir að
fleiri beiðnir um hjálp vegna brot-
inna rúðna í svalahurðum, úti-
hurðum og þess háttar hafi borist í
óveðrinu í gær en vanalega í veðrum
sem þessum. Hann hafði ekki heyrt
af neinum teljandi meiðslum vegna
óveðursins. Þó meiddist maður lít-
illega þegar grindverk fauk á hann á
Skólavörðuholtinu.
Þrátt fyrir að veðrið hafi verið
einna verst á Suðurnesjum bárust
einnig beiðnir um aðstoð frá höfuð-
borgarsvæðinu, Akranesi, Borgar-
nesi og víðar. Víða fuku þakplötur.
Með vaxandi trjágróðri kemur
aukið skjól en trén gefa sig líka
stundum. Slökkvilið höfuðborgar-
svæðisins þurfti m.a. að aðstoða hús-
eiganda við Túngötu þar sem tré
brotnuðu. Björgunarsveitin Ársæll
þurfti að saga og fjarlægja fallið tré
á Vitastíg, til að opna götuna aftur
fyrir umferð.
Grindverk
fauk á mann
Ljósmynd/Valdimar Axelsson
Tjón Borð fauk í gegnum bílrúðu í
Rjúpnasölum í Kópavogi.
Stórt gat kom á flugskýli Icelandair
við Keflavíkurflugvöll þegar óveður
gekk yfir landið í gær. Einna verst
var veðrið á Suðurnesjum, en 300-
400 tilkynningar bárust til lögreglu,
þar af um 140 á Suðurnesjum. Kalla
þurfti til björgunarsveitir utan svæð-
isins til að ráða við ástandið, en um
200 björgunarsveitarmenn voru að
störfum í gær.
Málmplötur rifnuðu utan af flug-
skýlinu og myndaðist lóðrétt gat á
húsinu.
Lögreglan í Borgarnesi lokaði
Borgarfjarðarbrúnni um hádegisbil í
gær eftir að bílar lentu í grjóthríð á
brúnni. Rúður brotnuðu í a.m.k. fjór-
um bílum. „Það kom hrikaleg hviða
með grjóti og öllu,“ sagði Pétur Dav-
íðsson frá Grund í Skorradal. Hann
var á heimleið með fjölskyldu sína,
konu og þrjú börn, þegar grjóti tók
að rigna yfir bílinn. „Maður sá varla í
næstu stiku og er stutt á milli þeirra á
brúnni,“ sagði Pétur.
„Við ákváðum að snúa við og þá
sáum við að hliðarrúðurnar höfðu far-
ið úr þremur bílum og úr þeim fjórða
fóru bæði hliðarrúðurnar og afturrúð-
an út.“
Engar rúður brotnuðu hjá Pétri,
grjótið buldi á hlið jeppa fjölskyld-
unnar en náði ekki upp í rúðurnar.
Grjótregnið var hins vegar í rúðuhæð
fólksbíla. Pétur sagðist aldrei fyrr
hafa lent í svona grjóthríð. Hann er þó
ýmsu vanur og hefur verið skólabíl-
stjóri í Borgarfirði í 11 ár.
Að beiðni lögreglunnar í Borgar-
firði og Dölum opnaði Rauði krossinn
Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgar-
nesi fyrir ferðafólki. Yfirfullt var orðið
af fólki í Hyrnunni. Fólk beið einnig í
Hótel Brú sunnan við Borgarfjarðar-
brúna. Brúin var opnuð á ný í gær-
kvöldi.
Ljósmynd/Bergsveinn Norddahl
Flugvélar Veðrið var það slæmt að ekki var hægt að koma flugvélunum upp að flugstöðinni og því urðu farþegar að bíða í flugvélunum.
Gat kom á flugskýlið
300-400 tilkynningar um aðstoð bárust vegna óveðurs sem gekk yfir landið
Loka þurfti Borgarfjarðarbrú eftir að grjóti rigndi yfir bíla og rúður brotnuðu
Ljósmynd/Hilmar Bragi
Óveður Gat kom á flugskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli.
Aðeins brot af þeim fjölda erlendra
fjölmiðlamanna sem lögðu leið sína
til landsins í fyrra vegna þjóðar-
atkvæðagreiðslunnar um Icesave
kom til landsins vegna Icesave-
kosninganna á laugardaginn var.
Urður Gunnarsdóttir, upplýsinga-
fulltrúi utanríkisráðuneytisins, stað-
festi þetta en fyrir rúmu ári fylltu
erlendir fjölmiðlamenn 2. hæð í Iðnó
þegar kosið var 6. mars.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, upp-
lýsingafulltrúi fjármálaráðuneyt-
isins, var ekki með ýtarlegan lista
yfir heimsóknir erlendra fjölmiðla
við höndina þegar spurst var fyrir
um málið seint í gærkvöldi.
Hún staðfesti þó að fransk-þýski
fjölmiðillinn Arte, svissneska ríkis-
sjónvarpið, sjónvarpsstöðin Al Ja-
zeera, norska ríkisútvarpið NRK og
finnska og danska ríkisútvarpið
hefðu sent hingað blaðamenn.
Til viðbótar hefðu fréttastofurnar
AFP og Reuters fulltrúa á Íslandi,
ásamt því sem á annan tug fjölmiðla
hefðu haft samband að utan.
Þótt heimsóknirnar hafi ekki verið
margar ber að geta þess að helstu
fjölmiðlar heims gerðu Icesave-
málinu skil á vefjum sínum í gær.
Fáir erlendir fjölmiðlar
komu vegna Icesave
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Komu að utan Erlent fjölmiðlafólk
hlustar á fjármálaráðherra í gær.
Einn lést í bílslysi sem varð í Langa-
dal á Möðrudalsöræfum í gærmorg-
un. Lögreglu barst tilkynning um
slysið um kl. 6.45 í gærmorgun.
Tveir voru í bílnum og gat sá sem
lifði slysið af gert lögreglu viðvart.
Hinn var úrskurðaður látinn á slys-
stað. Bíllinn fór út af veginum. Óljóst
er hvað olli slysinu, að sögn lögreglu.
Ekki er hægt að greina frá nafni hins
látna að svo stöddu.
Lést í um-
ferðarslysi