Morgunblaðið - 11.04.2011, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2011
✝ Þórir NíelsJónsson, bóndi
og tamn-
ingamaður, var
fæddur á Óslandi í
Skagafirði 13.
apríl 1965. Hann
lést á krabba-
meinsdeild Land-
spítalans 31. mars
2011 eftir stutta
baráttu við
krabbamein. For-
eldrar hans eru Jón Guð-
mundsson f. 6.4.1931 og Þóra
Sigrún Kristjánsdóttir f. 11.9.
1936 frá Óslandi. Systkini Þór-
is eru: 1) Ingibjörg Kristín f.
1958, 2) Kristján f. 1959, 3)
Ásta Ólöf f. 1960, 4) Guð-
mundur f. 1962, 5) Ásgeir
Ingvi f. 1966, 6) Oddur Gunn-
ar f. 1969.
Þórir kvæntist þann 27.3.
2011 eftirlifandi eiginkonu
sinni Áslaugu Fjólu Guð-
mundsdóttur f. 4.4. 1976. Þór-
ir og Áslaug bjuggu mestalla
haldsskólanemi í Skövde í Sví-
þjóð og Kristín Líf Þórisdóttir
Linder f. 27.1. 1995 grunn-
skólanemi í Skövde í Svíþjóð.
Þórir ólst upp á Óslandi í
Skagafirði í stórum hópi
systkina, frændsystkina og fé-
laga, og var hann búsettur þar
meira og minna til ársins
2003. Frá árinu 1994 bjó hann
þar félagsbúi með Guðmundi
bróður sínum. Þórir gekk í
grunnskóla á Hofsósi og lauk
þaðan prófi 1981. Að því loknu
stundaði hann nám við Bænda-
skólann á Hólum í Hjaltadal
og lauk þaðan búfræðiprófi
1984. Starfsævi Þóris var
helguð hrossarækt og tamn-
ingum. Þórir keppti á fjöl-
mörgum hestamótum og vann
til fjölda verðlauna. Einnig
sinnti hann dómstörfum sem
gæðingadómari til margra
ára. Hestamennska átti hug
hans allan og dvaldi hann m.a.
í Svíþjóð við tamningar og
reiðkennslu. Þórir var einkar
handlaginn og liðtækur bóndi,
og farnaðist honum það starf
einkar vel.
Útför Þóris fer fram frá
Hóladómkirkju, Hólum í
Hjaltadal, 11. apríl 2011 og
hefst athöfnin klukkan 14.
sína búskapartíð á
Efra-Seli í Stokks-
eyrarhreppi og
stunduðu þar
hrossarækt og
tamningar sem
var atvinna og
helsta áhugamál
þeirra beggja.
Samhliða hesta-
mennsku fengust
þau við sauð-
fjárrækt.
Foreldrar Áslaugar Fjólu
eru Hrefna Sóley Kjart-
ansdóttir f. 1948 og Guð-
mundur Júlíus Þórðarson f.
1947. Systkini Áslaugar Fjólu
eru Erna Svala Gunnarsdóttir
f. 1968, Elísabet Gunnarsdóttir
f. 1970, Þórður Finnbogi Guð-
mundsson f. 1986 og Ólöf Guð-
mundsdóttir f. 1987. Börn Þór-
is með fyrrverandi
sambýliskonu sinni, Carolinu
Linder (Tullan) f. 11.1. 1964,
eru Ingrid Saga Þórisdóttir
Linder f. 16.12. 1992, fram-
Ástkæri eiginmaður minn,
Þórir Níels Jónsson. Fráfall
Þóris sem bar svo skjótt að
minnir mann á hverfulleika lífs-
ins og mikilvægi þess að nota
vel þann tíma sem maður fær
til umráða. Þetta gerðist allt
svo hratt og enginn tími til að
hugsa um neitt sem okkur lang-
aði að gera seinna það eina sem
var hægt að gera var að nota
tímann og vera saman og ég
var hjá honum allan tímann á
spítalanum þar til yfir lauk og
er sá tími mjög dýrmætur fyrir
mig að hafa átt með honum.
Eitt er víst að ég mun alltaf
geyma Þóris í huga mínum sem
eins stórbrotnasta manns og
besta ástvinar sem ég hef átt.
Ég má til með að minnast á
mína fyrstu minningu um Þóri
minn, en það var á Vindheima-
melum árið 1993 þegar hann
sýndi Gáskasoninn Trygg frá
Óslandi og ég heillaðist mjög af
þessum gráskjótta fasmikla
gæðingi og hugsaði mikið um
að undir hann mundi ég halda
einhverri hryssu í framtíðinni.
En það var svo mörgum árum
seinna sem leiðir okkar liggja
saman og höfum við nánast ver-
ið saman öllum stundum síðan.
Ég vil segja að ég hef verið
lánsöm að hafa lent í Skagafirði
á sínum tíma og að hann Þórir
fann mig og ég hann. Það, að
hafa kynnst Þóri mínum og að
hafa átt þessi yndislegu ár með
honum, er það besta sem hefur
hent mig í lífinu. Þau eru mér
svo dýrmæt og munu vera um
ókomna tíð. Þegar við svo fund-
um stað fyrir okkur á Efra-Seli
2004 var kominn fastur punktur
hjá okkur og hvað var oft haft á
orði hvernig hann gæti verið
búsettur á Suðurlandi, búinn að
vera öll þessi ár í Skagafirði.
Þá var alltaf sama svarið hjá
honum „ég er ánægður, ham-
ingjusamur og líður vel þar
sem ég er“. Einnig sagði hann
oft við mig þegar við ræddum
saman „bara að ég sé með þér
og hjá þér, ástin mín, þá líður
mér vel“. Bara það að vera
hamingjusamur þá leið honum
vel og skipti hann ekki máli
hvar það var. Það sem reyndist
honum erfiðast var að vera ekki
nær stelpunum sínum, Sögu og
Kristínu Líf, en þær voru samt
mikið hjá okkur og hugsa ég
um þær sem mínar stelpur og
mun gera alltaf. Þegar um þær
var rætt eins og svo oft þá tal-
aði Þórir alltaf um „stelpurnar
okkar“. Ef ég sagði á þessa leið
„stelpurnar þínar eða stelpurn-
ar hans Þóris“ þá leiðrétti hann
mig alltaf og sagði „þær eru
stelpurnar okkar“. Svona var
það alltaf. Þetta get ég líka
sagt um mig, ég var bara
ánægð að vera með honum og
kringum hann, staðsetning
skipi ekki máli, þó megi segja
að sveitin og það að hafa hest-
ana hjá okkur hafi verið mikið
atriði hjá okkur báðum. Við
fengumst við sauðfjárrækt og
áhuginn hjá okkur báðum var
mikill. En hestarnir áttu þó
hug okkar allan og fléttuðust
svo saman okkar ræktunar-
hross sem við höfum verið að
byggja upp þessi ár okkar sam-
an.
Þetta er hluti úr lagi sem
okkur var kært.
„Þú ert mér allt sem ég á
hvar sem ég fer
hvert sem þú leiðir mig
þar vil ég vera
þar vil ég vera með þér.“
Elsku Þórir minn, ég mun
sakna þín sárt og hugsa alltaf
til þín, ástin mín, og veit ég að
þú munt vaka yfir mér og veita
mér styrk í öllu því sem fram-
undan er.
Þín ástkæra eiginkona,
Áslaug Fjóla
Guðmundsdóttir.
Að morgni 31. mars sl. sagðir
þú við mig, kæri bróðir: „Já,
svona er það.“ Þetta voru þínu
síðustu orð við mig og var þar
orðið ljóst að ekki væri langt
eftir hjá þér. Stríðið sem þú
háðir var hart en þú augljós-
lega gafst ekki strax eftir þótt
við ofureflið væri að etja enda
ekki þekktur fyrir uppgjöf.
Þegar þú sagðir mér þann 11.
mars sl. að þú værir með
krabbamein brá mér mikið og
gat ég varla skilið hvað væri í
gangi. Í framhaldi af því rak
hverja slæmu fréttina af ann-
arri sem endaði svo seinnipart-
inn 31. mars. Eitt átti ég mjög
erfitt með að skilja í þinni bar-
áttu en það var hversu rólegur
og yfirvegaður þú gast verið
allan tímann, en þannig varst
þú allt þitt líf. Léttleikinn og
hláturinn var þitt einkenni.
Þegar ég hugsa til baka heim
í Ósland þá flýgur hugurinn
fljótt í Skakkabæ sem við
bræðurnir ásamt krökkunum í
Brekkukoti byggðum með svo
eftirminnilegum hætti. Þar sá
maður fyrst að þú kunnir
lausnir við öllum hlutum þegar
kom að uppbyggingu og end-
urbótum og naut ég þess ávallt
þegar ég hef verið að breyta og
bæta mitt heimili. Alltaf var
hægt að fá ráð til að leysa mál-
in og ekki stóð á hjálpinni held-
ur við það og ber girðingin í
garðinum hjá mér þess glöggt
merki. Þar mættir þú til mín og
við tókum dag í að klára hana
eins og oft hefur verið haft á
orði í okkar fjölskyldu. Best
finnst mér að lýsa hversu ráða-
góður þú varst þegar þið
stærstu krakkarnir sem byggð-
uð Skakkabæ voruð farin að
reka höfuðið í loftið, þá kom
lausnin. Sótt var skófla og haf-
ist handa við að moka innan úr
bænum til að allir gætu staðið
uppréttir. Ég er þess nokkuð
viss að í framtíðinni getum við
ásamt öðrum hönnuðum
Skakkabæjar skemmt okkur yf-
ir fornleifafræðingum framtíð-
arinnar þegar þeir spá í bygg-
ingarstílinn og frá hvaða tímum
hann var.
Þær eru margar minningarn-
ar sem hellast yfir mann þegar
maður hugsar til baka og fá
engin orð því lýst hvað ég er
þakklátur fyrir að hafa haft þig
sem bróðir. Þakka ég þér alla
þá hjálp sem þú hefur veitt mér
og fjölskyldu minni í gegnum
árin. Þín verður sárt saknað og
munu næstu áramót verða ein-
kennileg og munu þau síðustu
seint gleymast. Ég kveð þig
með orðunum sem við notuðum
ávallt er leiðir skildi: „Við
sjáumst.“
Votta ég Áslaugu, Sögu og
Kristínu mína dýpstu samúð,
en missir ykkar er mikill og
annarra er kynntust Þóri.
Oddur Gunnar Jónsson.
Skjótt skipast veður í lofti.
Fráfall Þóris minnir okkur á
hverfulleika lífsins og mikil-
vægi þess að nota vel þann
tíma sem maður fær til umráða.
Ljúfur og góður drengur er
fallinn frá og við söknum hans
mikið. Okkur var mjög brugðið
þegar við fréttum af veikindum
Þóris og vonuðum að hann
myndi ná sér og trúðum í raun
ekki öðru.
Við kynntumst Þóri þegar
þau Áslaug okkar fóru að draga
sig saman fyrir tæpum áratug.
Kynnin við Þóri urðu nánari og
við fórum að hittast oftar í af-
mælisboðum, kvöldverðum og
af ýmsum öðrum tilefnum. Það
kom fljótt á daginn að Þórir
hafði einstaklega góða nær-
veru. Rólyndur, yfirvegaður,
hógvær, ljúfur og traustur. Við
hann var gott að tala og hann
fylgdist vel með þjóðfélagsmál-
um. Þórir var einstaklega barn-
góður og gaf hann sér alltaf
góðan tíma með börnum okkar
enda löðuðust þau að honum og
sóttust eftir að fá að heimsækja
hann og Áslaugu í sveitina.
Þórir var af góðu fólki kom-
inn og hafði fengið gott uppeldi
í foreldrahúsum í stórum systk-
inahópi. Þórir mótaðist af því
umhverfi sem hann ólst upp í
og hafði sterkar taugar til
æskustöðva sinna.
Hestamennska var hans ævi-
starf og þar naut hann sín vel.
Þórir og Áslaug voru einstak-
lega samhent í því sem þau
tóku sér fyrir hendur og á milli
þeirra var sterkur strengur
hlýju og kærleika. Allir voru
hjartanlega velkomnir að njóta
gestrisni þeirra á Efra-Seli og
máttu dvelja hjá þeim svo lengi
sem þá lysti því húsráðendur
voru gæddir þeirri rósemi hug-
ans sem of marga skortir í
þjóðfélagi hraða og efnis-
hyggju.
Þóris verður minnst í hugum
þeirra sem urðu þeirrar gæfu
aðnjótandi að kynnast honum
og hans innra manni. Eitt er
víst að við munum alltaf geyma
Þóri í huga okkar sem einn
besta vin sem við höfum átt.
Við kveðjum Þóri með þökkum
fyrir allar góðu stundirnar sem
við áttum með honum.
Minning hans mun lifa alla
tíð í hjörtum okkar.
Elsku Áslaug Fjóla, Ingrid
Saga, Kristín Líf, fjölskylda,
ættingjar og vinir. Vottum ykk-
ur okkar dýpstu samúð og biðj-
um góðan Guð að styrkja ykkur
í sorginni.
Blessuð sé minning Þóris
Níels Jónssonar.
Elísabet,
Helgi og börn.
Nú er komið að kveðjustund
og það allt of fljótt. Góður vin-
ur okkar, hann Þórir, hefur nú
kvatt þennan heim.
Þeir eru vandfundnir slíkir
vinir eins og hann var. Hann
vildi öllum vel og allt fyrir alla
gera, sama hvenær sólarhrings-
ins var. Svo hjálpfús og sannur
vinur.
Þær voru margar gleðistund-
irnar okkar saman og munum
við varðveita þær vel. Allt
hesta- og kindaáhugamálið okk-
ar og ekki eru nema nokkrar
vikur síðan hann og Áslaug
hjálpuðu okkur við að reka
heim hestana.
Oftar en ekki fékk Bjarkar
Þór sonur okkar að fara með
honum heim í ykkar sveit eins
og hann orðaði það, þá til að
hitta eða leika við hundana
ykkar. Þetta var auðsótt mál
fyrir hann, bara ein spurning
og var henni alltaf svarað ját-
andi. Þegar við sögðum honum
að Þórir væri dáinn þá svaraði
hann: Æ, það er hræðilegt.
Hann á eftir að sakna góðs vin-
ar.
Við kveðjum yndislegan vin
okkar, hann Þóri, með þökkum
fyrir allar góðu stundirnar sem
við áttum saman. Minning hans
mun lifa alla tíð í hjörtum okk-
ar.
Elsku Áslaug, Saga, Kristín
og aðrir aðstandendur, við vott-
um ykkur okkar dýpstu samúð.
Sigurfinnur, Guðrún
Jóna og börn, Tóftum.
Þórir Níels Jónsson er fall-
inn frá í blóma lífsins. Veik-
indin sem felldu hann bar
óvænt og snöggt að. Við sem
eftir lifum erum rækilega
minnt á hve lífið getur verið
fallvalt. Okkur setur hljóð.
Ég man fyrst eftir Þóri
frænda mínum í stórum barna-
hópi Þóru systur minnar og
Jóns Guðmundssonar mágs
míns heima á Óslandi í Skaga-
firði, en þangað fórum við fjöl-
skyldan frá Egilsstöðum í ár-
lega pílagrímsferð. Okkar börn
féllu vel inn í þennan hóp
frænda og frænkna og hreyfðu
sig lítið út af bæ eftir að þang-
að var komið. Þórir var efnileg-
ur og góður drengur. Hann
varð með árunum góður hesta-
maður og tamningamaður að
hætti Skagfirðinga. Það varð
hans ævistarf.
Eins og gengur í lífinu
dreifðist stóri barnahópurinn
frá Óslandi víða um land og er-
lendis á fullorðinsárum til ým-
issa verkefna. Annir hins dag-
lega lífs og búseta urðu þess
valdandi að leiðir okkar frænda
míns lágu ekki ýkja oft saman á
síðari árum. Allir voru önnum
kafnir í sínum verkefnum.
Nú er lífshlaupi hans lokið.
Það er óvænt og sárt fyrir fjöl-
skyldu hans, frændfólk og vini
sem eftir sitja höggdofa.
Þessar línur eru skrifaðar til
þess að flytja kveðjur frá okkur
Margréti, Viðari, Ásgerði Eddu
og Einari Kristjáni og fjöl-
skyldum okkar til ástvina Þóris
sem hafa misst svo mikið. Hug-
urinn leitar til Áslaugar konu
hans, dætranna Sögu og Krist-
ínar, Þóru systur minnar og
Jóns Guðmundssonar og allra
systkina Þóris. Missir þeirra er
þyngri en tárum taki. Guð
blessi ykkur öll.
Jón Kristjánsson.
Þórir Níels
Jónsson
Aðalsveitakeppni
Bridsfélags Reykjavíkur
Sparisjóður Siglufjarðar með nokkra forystu,
en alls ekki nóg.
Sparisjóður Siglufjarðar 163
Garðs Apótek 151
Málning 148
Lokaumferðirnar verða næstkomandi
þriðjudag.
Bridsdeild Félags eldri
borgara í Reykjavík
Tvímenningskeppni spiluð í Ásgarði, Stang-
arhyl 4, fimmtudaginn 7. apríl. Spilað var á 11
borðum. Meðalskor: 216 stig. Árangur N-S:
Friðrik Jónsson - Tómas Sigurjónss. 254 Siguróli Jó-
hannss. - Auðunn Helgason 245 Albert Þorsteinsson -
Bragi Björnss. 233 Björn Svavarss. - Jóhannes Guð-
mannss. 219
Árangur A-V:
Bergur Ingimundars. - Axel Lárusson 242 Helgi Hall-
grímss. - Ægir Ferdinandss. 239
Jón Þór Karlss. - Birgir Sigurðss. 236
Ólafur Kristinss. - Vilhj. Vilhjálmss. 225
Frá eldri borgurum
í Hafnarfirði
Föstudaginn 8. apríl var spilað á 18 borðum-
.Úrslit urðu þessi í N/S
Ragnar Björnsson – Pétur Antonsson 391
Sverrir Jónsson – Óli Gíslason 390
Jóhann Benediktss. – Erla Sigurjónsd. 383
Oliver Kristóferss. – Magnús Oddss. 353
A/V
Birgir Sigurðsson – Jón Svan Sigurðss. 386
Stefán Ólafsson – Jón Ól. Bjarnason 370
Ágúst Stefánsson – Helgi Einarsson 348
Þorvaldur Þorgrss. – Kristín Jóhannsd. 344
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
Afi var mikill öðlingur og við
eigum ótal góðar minningar um
hann.
Við eigum fallega mynd af
honum í huganum þar sem hann
situr við eldhúsborðið og sötrar
te og gæðir sér á brauði með hun-
angi. Það var gaman að rabba við
hann yfir tesopanum og heyra
skoðanir hans á málum málanna.
Það var líka alltaf gaman að kíkja
til hans í kjallarann og sjá lista-
verkin sem voru að verða til og
finna afalyktina.
Alls staðar þar sem afi kom
mátti sjá hann strjúka spýtum og
það eru ekki fá heimilin þar sem
Guðmundur
Sveinsson
✝ GuðmundurSveinsson
húsasmíðameistari
fæddist á Ósabakka
á Skeiðum 12. febr-
úar 1923. Hann
andaðist á Heil-
brigðisstofnun Suð-
urlands 3. apríl
2011.
Útför Guð-
mundar fór fram
frá Selfosskirkju 8.
apríl 2011.
sjá má fallegt hand-
bragð hans. Hann
var hins vegar mjög
hógvær og hreykti
sér ekki upp yfir
þessum miklu hæfi-
leikum. Hann var
mjög vinnusamur
og vann hvert verk
af alúð. Það eru
sennilega fáir sem
uppgötva ástríðu
sína í lífinu sjö ára
gamlir og fá að sinna henni dag
hvern af mikilli gleði langt fram á
níræðisaldur.
Það hefur verið yndislegur
hluti jólanna þegar afi kveikir
upp í arninum í Jórutúninu og sit-
ur svo og nuddar saman fótum.
Afi lifði tímana tvenna og fyrir
okkur er það stórmerkilegt að
einn maður hafi upplifað bæði
það að búa í torfbæ, slaka á í sól-
inni á Kanarí um miðjan íslensk-
an vetur og horfa á fréttirnar í
flatskjá. Okkur þótti líka yndis-
legt þegar við komumst að dálæti
afa á KFC-kjúklingi.
Í minningabankanum er líka
skautaferð á Hafravatn þar sem
afi var á skautum sem hann sjálf-
ur hafði búið sér til. Þar kom í ljós
að hann var í mjög góðu formi því
hann skautaði yfir vatnið þvert
og endilangt.
Við erum ákaflega stolt af hon-
um afa og í hvert skipti sem við
keyrum til Selfoss hugsum við
hreykin til þess að það var hann
sem byggði fallegu kirkjuna.
Í höndum þér, afi, varð tré með
tólum
að tærum og fögrum listaverkum.
Fram var oft tekið tréð á jólum
og tendruð smá kertin höndum
sterkum.
Úr timbrinu þínu varð fugl og fagur
fyrirmyndar renndur vasi.
Ávallt þú þóttir harla hagur
og hæglátur í ljúfu fasi.
Lést þig varða vísindi og málin
veraldar og okkar þjóðar.
Mörg hún átti við afa, sálin,
umræðurnar heitar, góðar.
Að kveðja er erfitt og enginn vafi;
við elskum þig áfram eins.
Við gleðjumst er minnumst þín
góði afi,
Guðmundur sonur Sveins.
(ihs)
Við erum ákaflega þakklát fyr-
ir þig elsku afi.
Guð geymi þig.
Þín barnabörn
Ingunn Huld, Valgerður
og Páll Cecil.