Morgunblaðið - 11.04.2011, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2011
Heimsferðir bjóða frábæra 9 nátta ferð til Costa del Sol í vor. Í boði
er frábært sértilboð á Aguamarina íbúðarhótelinu með hálfu fæði,
sem var mjög vinsælt meðal farþega Heimsferða í fyrra. Ath. mjög
takmarkaður fjöldi íbúða í boði á
þessum kjörum.
Gríptu þetta frábæra tækifæri og
njóttu lífsins í vor á Costa del Sol á
ótrúlegum kjörum.
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til
leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Costa del Sol
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
- með hálfu fæði -
6. maí í 9 nætur
frá kr. 99.900
Verð kr. 99.900
Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli
í 9 nætur í studio íbúð með hálfu
fæði á Aguamarina ***.
Gunnþórunn Jónsdóttir
gunnthorunn@mbl.is
27 Íslendingar skelltu sér í helgar-
ferð til Rotterdam til þess að taka
þátt í maraþoni sem fór þar fram í
gær. Fyrstur í mark af Íslending-
unum var Ragnar Bjarni Egilsson,
en hann hljóp á rúmlega tveimur
tímum og 46 mínútum. Hann var að
hlaupa sitt annað maraþon. „Þetta
gekk vel. Veðrið var fínt þegar við
fórum af stað, en það fór reyndar
upp í svona 15 gráður og glamp-
andi sól þarna seinni partinn, sem
er ekkert voðalega gott fyrir Ís-
lendinga,“ sagði Ragnar hress og
bætti við að Íslendingar væru nú
ekki vanir glampandi sól enda búið
að vera frekar leiðinlegt veður í
marsmánuði.
„Æfingaprógrammið er búið að
standa yfir síðan um áramótin, en
ég hef verið að undirbúa mig aðeins
lengur,“ sagði Ragnar.
Um 22.000 manns tóku þátt í
maraþoninu og um 900.000 áhorf-
endur stóðu meðfram hlaupabraut-
inni í Rotterdam sem lá frá stærstu
götu borgarinnar, Coolsingel, það-
an yfir brúna Eramus og yfir á
vinstri árbakka Nieuwe Mass. Í
fyrra hlupu sex af tíu bestu mara-
þonhlaupurum heims í sama mara-
þoni en hlaupabrautin er á algjöru
flatlendi og því gott að ná góðum
tíma.
Morgunblaðið náði tali af Ragn-
ari þegar Íslendingarnir sátu sam-
an við kvöldverðinn og voru allir
ánægðir með hlaupið.
Íslendingar ekki
vanir glampandi
sól í maraþoni
Stór hópur Íslendinga tók þátt í
maraþoni í Rotterdam um helgina
Vaskur Hér hleypur Ragnar Bjarni
í miðnæturmaraþoninu 2008.
Gunnþórunn Jónsdóttir
gunnthorunn@mbl.is
Án efa verða margir námsmenn at-
vinnulausir í sumar. Ef námsmenn ná
ekki að finna sér vinnu eiga þeir ekki
rétt á atvinnuleysisbótum. „Það er
náttúrlega bara eins og atvinnu-
ástandið er,“ segir Lilja Dögg Jóns-
dóttir, formaður stúdentaráðs Há-
skóla Íslands.
Í byrjun mars samþykkti ríkis-
stjórnin frumvarp velferðarráðherra
um fjölgun sumarstarfa fyrir náms-
menn og aðra atvinnuleitendur.
Verkefninu er stjórnað af Vinnu-
málastofnun og er samvinnuverkefni
stofnana ríkisins og sveitarfélaga.
Með átakinu skapast um 900 sumar-
störf. Fyrirtæki á vegum ríkisins
geta sótt um að bjóða upp á störf en
búist er við því að í seinni hluta apríl
liggi fyrir fjöldi starfa og frá hvaða
stofnunum.
„Í fyrra var þetta fjölbreytt vinna
hjá ýmsum ríkisstofnunum,“ segir
Lilja. Aftur á móti náðist ekki að fylla
í öll störfin þá. „Þetta er kjörið fyrir
þá sem fá ekki vinnu annarsstaðar“.
Þrýsta á Vinnumálastofnun
Að sögn Lilju hefur stúdentaráð
hvatt Vinnumálastofnun til að af-
greiða þessi mál skjótt. „Við höfum
verið í sambandi við Vinnumálastofn-
un, sem stjórnar þessu verkefni og
hvatt til þess að hafðar séu hraðar
hendur svo hægt sé að auglýsa þetta
tímanlega,“ segir hún. „Við höfum
einnig hvatt til þess að búið sé svo um
hnútana að fólk hafi færi á að sækja
um í annað sinn fái það ekki þau störf
sem það upphaflega óskaði eftir“.
Með þessu móti geta því vonandi sem
flestir fengið störf í gegnum velferð-
arráðuneytið, þar sem ekki náðist að
fylla í öll störfin síðasta sumar.
Sumarprófin ákveðin úrræði
Stúdentaráð hefur undanfarin ár
barist fyrir því að Háskóli Íslands
bjóði upp á sumarannir. Hins vegar
er nú búið að loka fyrir þann valkost
og segir Lilja það svekkjandi.
„Þó það hafi verið stigin góð skref
fyrir nemendur er það svekkjandi að
sumarannir séu ekki í boði lengur.
Það er eflaust eitthvað sem margir
nemendur hefðu hugsað sér sem ein-
hversskonar úrræði ef enga vinnu
væri að fá. En ég held að fagna megi
því sem vel er gert og bæði störfin frá
velferðarráðuneytinu og viðbótar-
framlagið í nýsköpunarsjóð er mjög
flott“.
Segir það sárt að missa sumarannir
Allt að 900 störf skapast fyrir námsmenn með samvinnuverkefni stofnana ríkisins og sveitarfélaga
Sumarannir hefðu getað verið ákveðin úrræði fyrir þá nemendur sem ekki fá vinnu yfir sumarið
Framsóknarflokkurinn telur hag
lands og þjóðar best borgið utan Evr-
ópusambandsins. Svo segir í ályktun
sem samþykkt var með miklum
meirihluta á flokksþingi Framsóknar-
flokksins, sem fram fór um helgina.
Er þetta áherslubreyting frá þinginu
2009 þegar flokkurinn studdi aðildar-
viðræður við ESB, þó með skilyrðum.
Hins vegar var tillaga um að aðild-
arviðræðum við Evrópusambandið og
aðlögunarferli yrði hætt nú þegar
felld með 169 atkvæðum gegn 164.
Önnur breytingartillaga, um að þjóð-
in eigi að taka upplýsta ákvörðun um
stöðu Íslands í Evrópu, að undan-
gengnum aðildarviðræðum var einnig
felld með 213 atkvæðum gegn 112.
„Framsóknarflokkurinn telur hag
lands og þjóðar best borgið utan Evr-
ópusambandsins. Nú sem fyrr standa
auðlindir þjóðarinnar undir velferð
hennar og fullt og óskorað forræði á
þeim er forsenda farsældar til fram-
tíðar. Framsóknarflokkurinn telur að
þjóðin skuli ætíð eiga beina aðkomu
með þjóðaratkvæðagreiðslu að
ákvörðunum um stórmál eins og aðild
að Evrópusambandinu og mun berj-
ast fyrir þeim rétti.“
Framsóknarflokkurinn hafnar
fyrningarleiðinni sem fiskveiðistjórn-
unartæki og segir í endanlegri álykt-
un þingsins að tryggja verði sameign
þjóðarinnar á sjávarauðlindinni.
Í ályktun þingsins um innanríkis-
mál segir að Framsóknarflokkurinn
vilji „raunverulegan aðskilnað fram-
kvæmdavalds og löggjafarvalds.
Styrkja þarf stöðu Alþingis gagnvart
framkvæmdavaldinu þannig að sjálf-
stæði Alþingis sé raunverulegt.“
Styður kirkju og kristni
Framsóknarflokkurinn vill styðja
við kirkju og kristni. „Við viljum að
áfram verði stutt við öflugt starf þjóð-
kirkjunnar og annarra trúfélaga,“
segir í ályktun.
Framsóknarflokkurinn telur að all-
ir íbúar landsins eigi að hafa aðgang
að fullkomnasta heilbrigðiskerfi sem
völ er á. Þá vill flokkurinn að tann-
vernd barna verði hluti af almenna
heilbrigðiskerfinu. Þetta kemur fram
í ályktun flokksins um heilbrigðismál.
Jafnframt segir í ályktuninni að
samvera fjölskyldunnar sé mikilvæg
og tryggja þurfi „betra jafnvægi milli
atvinnu og fjölskyldulífs svo foreldrar
og börn verji meiri tíma saman, t.d.
með því að stytta vinnuvikuna í 35
stundir“. ingarun@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Endurkjörnir Sigmundur Davíð og Birkir Jón voru endurkjörnir á þinginu sem formaður og varaformaður.
Best borgið utan
Evrópusambandsins
Hafna fyrningarleiðinni í stjórnkerfi fiskveiða
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var endurkjörinn formaður Framsókn-
arflokksins á flokksþinginu sl. laugardag með 355 atkvæðum, sem jafn-
gildir 92,2% fylgi. Alls greiddu 385 atkvæði í kjörinu. Guðmundur Stein-
grímsson fékk sjö atkvæði, Siv Friðleifsdóttir sex atkvæði og fimm aðrir
fengu eitt til tvö atkvæði hver. Birkir Jón Jónsson var sömuleiðis endur-
kjörinn varaformaður með 303 atkvæðum eða 77,3% greiddra atkvæða.
Vigdís Hauksdóttir fékk 47 atkvæði en hún hafði lýst yfir að hún sæktist
ekki eftir embættinu. Sturla Jónsson, sem lýsti því yfir um hádegisbil á
laugardag að hann sæktist eftir embættinu, fékk níu atkvæði og Sigur-
geir Sindri Sigurgeirsson sex. Jafnframt var Eygló Harðardóttir endur-
kjörin ritari flokksins. Hún fékk 329 atkvæði eða 89%. Vigdís Hauks-
dóttir fékk tuttugu atkvæði og tíu aðrir fengu einnig atkvæði.
Sigmundur Davíð með 92,2%
FORYSTA FRAMSÓKNAR ENDURKJÖRIN