Morgunblaðið - 11.04.2011, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2011
SVIÐSLJÓS
Sunna Ósk Logadóttir
sunna@mbl.is
Misnotkun á lyfseðilsskyldum lyfjum
er orðin stórt vandamál í Bandaríkj-
unum og nú eru alvarlegustu auka-
verkanirnar að koma í ljós: Nýfædd
börn mæðra sem notað hafa slík lyf
óhóflega á meðgöngu, fyrst og fremst
verkjalyf, fara í mikil fráhvörf nokkr-
um stundum eftir að þau draga and-
ann í fyrsta sinn og þurfa í kjölfarið á
afeitrun að halda.
Í umfjöllun dagblaðsins New
York Times um helgina kemur fram
að á sjúkrahúsi í Maine sé börnunum
t.d. gefið meþadón, lyf sem er gefið
heróínsjúklingum í fráhvörfum. Eng-
ar opinberar, viðurkenndar leiðbein-
ingar eru hins vegar til um meðferð
kvennanna á meðgöngu eða nýfæddra
barna þeirra. Af þessum sökum hika
læknar við að sinna barnshafandi
konum sem háðar eru verkjalyfjum.
Þá er enn lítið vitað um langtímaáhrif
á börn sem nú fæðast háð verkjalyfj-
um.
Þeir læknar sem taka að sér að
sinna barnshafandi konum háðum lyf-
seðilssskyldum lyfjum, standa
frammi fyrir erfiðum siðferðislegum
spurningum þar sem fáar rannsóknir
hafa verið gerðar á áhrifum lyfjanna á
fóstur.
Í grein NYT er viðtal við Tonyu
sem notaði óhóflega lyfseðilsskyld
verkjalyf fyrstu vikur meðgöngunnar.
Á tólftu viku meðgöngunnar hætti
hún einn daginn að taka lyfin. Fóstrið
fékk krampa í kjölfarið og móðirin var
samkvæmt læknisráði sett á meþa-
dón. Þegar barnið kom í heiminn grét
það stanslaust, útlimirnir voru stífir,
barnið fékk niðurgang og glímdi við
önnur sársaukafull vandamál.
Engar leiðbeiningar til staðar
„Lyfsalar hafa hringt í mig og
spurt mig hvers vegna ég sé að ávísa
lyfjum á barnshafandi konur,“ segir
Craig Smith, læknir í Brighton í
Maine. „En vitandi hversu skelfilegar
afleiðingar fráhvörf geta haft, kemst
maður að þeirri niðurstöðu að slíkt
ástand getur varla verið fóstrinu fyrir
bestu.“
Engar leiðbeiningar hafa verið
gefnar út um hvernig taka eigi á frá-
hvörfum ungbarna síðan árið 1998.
„Það er í raun ótrúlegt hversu lítið við
vitum um áhrif lyfseðilsskyldra lyfja á
fóstur,“ segir læknirinn Nora D. Vol-
kow, yfirmaður stofnunar sem fæst
við lyfjamisnotkun. Því er misjafnt
eftir sjúkrahúsum hvernig tekið er á
fráhvörfum barnanna við fæðingu.
Ungbörn háð verkjalyfjum við fæðingu
Reuters
Grátur Börn geta fæðst háð verkjalyfjum og þurfa á meðferð að halda.
Misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja eykst í Bandaríkjunum en fáar rannsóknir eru til um áhrif á fóstur
Nýfæddum börnum gefið meþadón á sjúkrahúsum til að lina sárustu fráhvarseinkennin
Undanfarna daga hefur dádýr staðið vörð um
gæsahreiður í kirkjugarði í borginni Buffalo í
New York-ríki í Bandaríkjunum. Gæsin gerði
sér hreiður og verpti í vatnsfont í garðinum.
Starfsfólk garðsins áttaði sig á hlutverki dádýrs-
ins er dýrið, sem er tarfur, kom sér ákveðið fyrir
milli þess og gæsarinnar. Hegðun dádýrsins hef-
ur vakið töluverða athygli enda samvinna sem
þessi milli ólíkra dýrategunda fyrst og fremst
þekkt úr Disney-ævintýrum.
Mikill fjöldi gæsa heldur til í garðinum og hef-
ur starfsfólkið þurft að veiða þær í net eða reka
þær í burtu vegna óþrifnaðar.
En gæsin í vatnsfontinum liggur örugg á sín-
um eggjum. sunna@mbl.is
Reuters
Dádýr gætir gæsahreiðurs
Engar opinberar tölur eru til í
Bandaríkjunum um umfang mis-
notkunar lyfseðilsskyldra
verkjalyfja, en vísbendingar eru
um að vandinn hafi stóraukist,
sérstaklega á dreifbýlli svæð-
um.
Á tveimur stærstu sjúkra-
húsum í Maine-ríki, þar sem
vandinn hefur aukist hvað mest,
hefur fjöldi barna sem fara í frá-
hvörf stuttu eftir fæðingu auk-
ist úr 70 árið 2005 og 276 á síð-
asta ári. Gera má ráð fyrir að
mörg tilfelli séu aldrei skráð þar
sem greiningu er ábótavant.
Tölur frá sjúkrahúsum í Flór-
ída og Ohio sýna sambærilega
þróun.
Vandinn eykst
TÖLFRÆÐIN
Lögmenn Alassane Ouattara, rétt-
mætt kjörins forseta Fílabeins-
strandarinnar, fóru í gær fram á það
við Sameinuðu þjóðirnar og Frakka
að vopnaðir stuðningsmenn Laurents
Gbagbo, sem neitar að fara af forseta-
stóli, verði teknir úr umferð og að for-
setinn þaulsætni verði sóttur til saka.
Segja lögmennirnir að herir Gbagbo
séu ólöglegir og starfi án alls umboðs.
Herir beggja fylkinga berjast nú
harkalega í höfuðborginni Abidjan og
hafa gert frá því í byrjun mánaðarins.
Einnig er barist á Cocody, á svæði
þar sem Gbagbo heldur sig í neðan-
jarðarbyrgi einnar forsetahallarinn-
ar. Það svæði er enn á valdi forsetans
fyrrverandi sem hefur neitað að láta
af embætti í samræmi við úrslit kosn-
inga í nóvember síðastliðnum.
Talsmenn beggja fylkinga neita að
bera ábyrgð á öflugum árásum á hótel
á svæðinu á laugardag.
Hundruð manna hafa fallið í bar-
dögum undanfarna mánuði og þúsund
hafa flúið heimili sín.
Morð og nauðganir
Lögmenn Ouattara segja ályktanir
öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna
þverbrotnar og að öryggi almennra
borgara í Abidjan sé ógnað. Sveitir
Sameinuðu þjóðanna og Frakka verði
að grípa inn í af fullum krafti eigi að
brjóta uppreisn manna Gbagbo á bak
aftur.
Mannréttindasamtökin Human
Rights Watch segja hermenn Gbagbo
hafa nauðgað og myrt hundruð
manna og brennt heilu þorpin til
kaldra kola.
Víða er rafmagns- og vatnslaust á
Fílabeinsströndinni og vara stofnanir
Sameinuðu þjóðanna við hættunni á
smitsjúkdómafaröldrum.
Gbagbo verði tekinn úr umferð
Fyrrverandi forseti Fílabeinsstrandarinnar fer hvergi Þúsundir hafa flúið
heimili sín vegna átakanna í landinu Hætta á smitsjúkdómafaraldri eykst
Reuters
Vopnaðir Hermenn Ouattara for-
seta gráir fyrir járnum.
Bandaríkja-
maðurinn
Ryan
Stephens á
að mæta í
dómhúsið
21. apríl
næstkom-
andi fyrir
að hafa
strítt lög-
regluhund-
inum Tim-
ber. Lögreglumaðurinn Bradley
Walker kom að umferðarslysi
ásamt hundinum Timber sem fór
strax að gelta er Stephens nálgaðist
lögreglubílinn. Hann segir Steph-
ens hafa hvæst og gelt á hundinn en
spurður út í hegðun sína sagði
Stephens: „Hundurinn byrjaði.
Hann var að áreita mig.“
Lögreglumaðurinn taldi háttar-
lag Stephens frekar eiga rætur að
rekja til áfengisdrykkju og nú hef-
ur hann verið ákærður fyrir að
stríða hundinum. Hættulegt getur
verið að ögra hundum sem eru lok-
aðir inni í bílum. Þeir reyna þá með
öllum ráðum að komast út úr bíln-
um til að verja sig.
Kærður fyrir að
gelta á hund
BANDARÍKIN
Sagan sýnir að trygglyndi er ekki
helsta dyggð bresku konungsfjöl-
skyldunnar. Því þótti Englands-
kirkju skynsamlegt að biðja sér-
staklega fyrir Vilhjálmi prins og
heitkonu hans, Kötu. Bænin gengur
út á að biðja almættið að styrkja
þau og hjálpa þeim að vera trú
hvort öðru allt til dauðadags. Prest-
ar kirkjunnar munu flytja bænina í
kirkjum landsins þar til brúðkaupið
fer fram, 29. apríl nk.
Foreldrar Vilhjálms, Karl Breta-
prins og Díana prinsessa, játuðu
bæði í fjölmiðlum á sínum tíma að
hafa verið hvort öðru ótrú í hjóna-
bandinu.
Reuters
Góði Guð, hjálpaðu
Kötu og Vilhjálmi
BRETLAND
Skannaðu kóðann
til að lesa nýjustu
fréttir frá Fíla-
beinsströndinni.