Morgunblaðið - 11.04.2011, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2011
P.s. Það ískrar sko ekkert í
bílhurðinni minni.
Kveðja,
þín afastelpa,
Guðrún Bergmann.
Elsku klukkuafi.
Okkur fannst svo gaman að
koma í klukkubúðina og sjá
kúkú-klukkuna. Það var svo
gaman að fá ókeypis úr, bláa úrið
með boltunum, það var svo flott.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Mikael Skúli
og Sindri Rafn.
Afi Kalli.
Elsku besta brosið þitt bjarta,
situr eftir í okkar litla hjarta.
Við fórum margar ferðir í sund,
nei, þá var sko ekkert dund.
Skellt sér í bíl og brunað af stað,
held þig gruni hve mikið það gaf.
Þú varst heilmikill nammigrís,
og neitaðir okkur aldrei um ís.
Við skunduðum í sjoppuna glöð á
brá
Já, það var sko gaman með þér
þá.
Komum í búðina oft að fikta,
skoða kú-kú klukku og lykta,
af öllum efnum sem voru þar,
já, svona eins og vera bar.
Þú varst í búðinni þinni í sjötíu ár,
að hugsa til þín myndast mörg tár.
En þú gafst okkur líka gleði og
létta lund,
og nú er því miður komið að þeirri
stund,
sem við kveðjum fallega brosið
þitt bjarta,
elsku afi, þú verður ávallt í okkar
hjarta.
Carl Andreas, María
Rún og Viktoría Ýr.
Sómamaður er genginn, Carl
Andreas Bergmann, og hugur-
inn fyllist angan ljúfra minninga.
Þó langt sé umliðið og samveru-
stundirnar fáar síðustu árin og
einhverja áratugina jafnvel, þá
lifa undursamlegar minningar
æsku- og unglingsára þar sem
Kalli Bergmann lék mikilvægt
hlutverk í lífi ungs drengs. Þar
var Kalli alltaf til staðar, alltaf
hlýr, alltaf áhugasamur. Við
Skólavörðustíginn leit Kalli
brosmildur upp úr úrverkinu á
meðan ég eða við strákarnir lit-
um inn og dáðumst að þessu
klukkuverki öllu, sem í smæð
sinni og stórleik rúmaði allan
heiminn og öll hans margvíslegu
tækniundur meðtalin. Á Skrið-
ustekknum var Kalli uppi á þaki,
úti í garði eða ofan í kjallara að
byggja og bralla, þar var Kalli
maðurinn sem þessi snáði miðaði
allt við. Kalli kunni allt, Kalli gat
allt og Kalli gerði allt. Þeir voru
sannarlega öfundsverðir mínir
kæru frændur og vinir að eiga
annan eins pabba.
Já, það var glatt á hjalla á
Skriðustekknum þar sem Kalli
og Gunna Stína höfðu endalausa
þolinmæði og kímnigáfu til að
halda uppi heilum herskörum
krakka við leik og kræsingar.
Mikið var þetta gaman og enn
meira skildi það eftir af lærdómi
og vinarþeli sem hvorki tíminn
né fjarlægð fær unnið á. Carl
Bergmann, hafðu þökk fyrir all-
an þinn ljúflingsleik, vináttu og
gleði.
Kæru vinir og fjölskylda
Kalla, minningin um góðan
dreng lifir.
Jóakim Hlynur Reynisson.
Árið 1959 var ég nemi í úr-
smíði hjá Kalla frænda sem þá
rak verslun og verkstæði á
Njálsgötunni. Ég man eftir hon-
um sitjandi með lúppuna á öðru
auga, rífandi armbandsúr í tætl-
ur til að láta í hreinsivélina. Ég
sat hins vegar og gerði við gamla
vekjaraklukku með slitna fjöður.
Engar rafhlöður, allt trekkt upp
með krónu og uppdráttarás.
Alltaf stillt á Kanann. Rokk,
kántrýtónlist og blús.
Óreglumaður kom í heimsókn
í búðina til að spjalla, blandaði
Portúgal í flösku og var vel tekið
enda gamall Frammari þar á
ferð. Reyndar var stöðugur
straumur knattspyrnumanna úr
öllum félögum allan daginn.
Kalli móðurbróðir minn hafði
einstaka þjónustulund enda
komu viðskiptavinirnir alltaf aft-
ur og hafa örugglega mælt með
honum við aðra. Í kaffitímanum
var keypt Waver-súkkulaðikex
og Póló-gosdrykkir. Blómarósin
Guðrún Skúladóttir frá Hnífsdal
sem starfaði í næstu búð og varð
seinna eiginkona Kalla kom iðu-
lega yfir til að spjalla. Rúmlega
fjögur sagði Kalli: Eigum við
ekki að skreppa í fimmbíó,
Tommi minn? Þá var fyrirtæk-
inu lokað og haldið af stað í
Laugarásbíó. Eins bauð hann
mér mjög oft með sér og félög-
unum í silungsveiði og á gamla
Melavöllinn þrátt fyrir að ég
væri 19 árum yngri en hann.
Kalli hafði þann góða eigin-
leika að kunna að hlusta á annað
fólk af áhuga. Fólk var alltaf vel-
komið í spjall í búðina til hans.
Hann var barngóður og alltaf til í
hasar og ærslagang með krökk-
unum. Hann var líka einstaklega
skapprúður og ekki man ég til
þess að hann hafi nokkurn tím-
ann sagt styggðaryrði við mig.
Kantmannsins úr Fram er
sárt saknað. Fjölskyldu hans,
Gunnu og krökkunum votta ég
innilega samúð mína.
Tómas Bergmann og
fjölskylda.
Nú hefur meistari minn kvatt
eftir farsælt líf og starf. Carl
lærði og starfaði á stóru úr-
smíðaverkstæði í Reykjavík, hjá
Magnúsi Benjamínssyni. Þar
kom saman mikil kunnátta og
fagþekking sem Carl safnaði í
sarpinn fyrir lífstíð. Ég var svo
lánsamur að komast í úrsmíð-
anám hjá honum, þá var ég á
sextánda ári. Hann var nýfluttur
með verslun sína og verkstæði á
Skólavörðustíg þegar nám mitt
hófst. Mikið var að gera í versl-
uninni og ekki síður á verkstæð-
inu og var ánægjulegt fyrir mig
og lærdómsríkt að kynnast sam-
skiptum hans og þjónustu við
viðskiptavini og mátti margt af
því læra.
Carl var góður og vandvirkur
fagmaður í úrsmíði og mikill
áhugamaður um fagið. Hann var
sístarfandi meðan heilsan leyfði
og áhuginn var alltaf samur
hvort sem það snerti fagið eða
nýjungar. Hann tileinkaði sér
t.d. seinni árin að skera og slípa
gler í úr sem aðrir úrsmiðir nutu
góðs af. Segja má að viðskipta-
vinir hans hafi haldið ævilangri
tryggð við hann. Oft kom í ljós að
þegar viðskiptavinur kom með
úr til hans í viðgerð þá hafði
Kalli gert við úr allra ættingja
viðkomandi. Fólk leit á hann sem
úrsmið ættarinnar.
Í námi mínu hjá honum reynd-
ist hann mér góð fyrirmynd bæði
sem fagmaður og manneskja og
eftir á að hyggja sé ég að hann
var mjög föðurlegur við mig.
Handverkið og tæknilegu úr-
lausnirnar sem hann kenndi mér
hafa nýst mér vel alla tíð. Það
var skemmtilegt að umgangast
ljúflinginn Carl. Hann var glað-
sinna og bóngóður, kvikur í
hreyfingum enda fótboltamaður
mikill.
Ég kveð góðan læriföður og
sendi Gunnu og börnunum
þeirra og fjölskyldum samúðar-
kveðjur frá okkur Stefaníu.
Axel Eiríksson.
Fleiri minningargreinar
um Carl A. Bergmann bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
✝ Ólafur ÓskarHalldórsson
fæddist í Vest-
mannaeyjum 15.
júlí 1944. Hann lést
að heimili sínu í
Reykjavík 30. mars
2011.
Foreldrar hans
voru Halldór Óskar
Ólafsson, loftsigl-
ingafræðingur, f.
19. nóvember 1923
að Brekku í Fljótsdal, látinn í
Reykjavík 25. nóvember 1985
og Helena Svanhvít Sigurð-
ardóttir, húsmóðir, fædd á Ak-
ureyri 18. febrúar 1924, látin í
Reykjavík 3. mars 1988. Systk-
ini Ólafs eru Sigurður Óskar,
flugstjóri, f. 23. nóvember 1942,
Sigríður, stuðningsfulltrúi, f.
rúnu Ásu Brandsdóttur, f. 10.
maí 1944. Þau skildu 2005.
Dóttir þeirra er Sylvía Kristín,
sérfræðingur hjá Amazon.com í
Lúxemborg, f. 15. desember
1980 í Reykjavík. Eiginmaður
hennar er Kjartan Bjarni
Björgvinsson. Fósturdóttir
Ólafs úr hjónabandi hans og
Guðrúnar Ásu er Ásrún Laila
Awad, markaðsráðsgjafi, f. 5.
október 1966 í Reykjavík.
Barnabörn Ólafs eru átta.
Ólafur lauk verslunarskóla-
prófi 1962 og fluttist skömmu
eftir það til Noregs þar sem
hann stundaði nám við Bergen
Revisorskole samhliða störfum
hjá Norsk Kollektiv Pensjon-
kasse. Eftir að Ólafur fluttist
aftur heim til Íslands 1970 vann
hann ýmis störf á sviði bók-
halds og endurskoðunar, lengst
af í sínu eigin fyrirtæki, Tölvu-
bókhaldi, sem hann stofnaði og
rak um þriggja áratuga skeið.
Ólafur verður jarðsunginn
frá Háteigskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
12. febrúar 1947,
Hrafnhildur Björk,
þjónustufulltrúi, f.
9. nóvember 1952
og Bjarni Óskar,
framkvæmdastjóri,
f. 23. september
1958.
Ólafur kvæntist
Margit Ingeborg
Vevle 1964. Þau
skildu 1972. Dætur
Ólafs og Margit
eru 1) Astrid Helene, sjúkra-
þjálfari, f. 22. nóvember 1964 í
Bergen. Eiginmaður hennar er
Lasse Eriksen. 2) Grete, starfs-
maður Trygvesta, fædd 2. júlí
1969 í Bergen, Noregi. Eig-
inmaður hennar er Stig Sjur-
sen.
Ólafur kvæntist 1977 Guð-
Elskulegur faðir okkar er
látinn langt fyrir aldur fram,
einungis 66 ára gamall. Það er
erfitt fyrir okkur að horfast í
augu við þá staðreynd, enda
trúðum við því að ættum öll eft-
ir að njóta samveru hans um
ókomin ár.
Ólafur skildi eftir sig djúp
spor hér í Noregi, þar sem
hann aflaði sér menntunar og
eignaðist tvær dætra sinna.
Vinnufélagar hans minnast
hans sem mikils dugnaðarforks
sem hafði næmt auga fyrir
spaugilegum hliðum mannlífs-
ins, ekki síst vandræðalegum
uppákomum sem tengdust byrj-
unarörðugleikum hans sjálfs
með norskuna. Ólafur tók sig
sannarlega ekki alltof alvarlega
og hann átti auðvelt með að
láta fólki líða vel í kringum sig.
Tengdaforeldrar hans í Noregi
tóku honum strax opnum örm-
um og sambandið þar á milli
var ætíð gott.
Eftir að Ólafur fluttist aftur
til Íslands lagði hann sig mjög
fram við að sýna okkur landið
sem hann var svo stoltur af.
Hann kunni margt fyrir sér og
var óþreytandi við að kenna
okkur nýja hluti. Jafnvel þótt
fjarlægðin væri mikil á köflum
þurftum við aldrei að velkjast í
vafa um ást hans til okkar.
Hann var alltaf til staðar þegar
við hittumst og mjög áhuga-
samur um hvernig okkur vegn-
aði. Sylvía litla systir okkar
bættist síðan í hópinn, okkur
öllum til innilegrar gleði.
Fyrir nokkrum árum skipu-
lagði Ólafur allsherjarferðarlag
um Ísland fyrir okkur dæturn-
ar, tengdasyni og börn og leigði
til þess rútu fyrir alla hers-
inguna. Ferðin var okkur öllum
ógleymanleg og þaulskipulögð
dagskráin sýndi svo ekki varð
um villst hversu mikið hjartans
mál það var honum að allir í
fjölskyldunni skemmtu sér vel
og að það færi vel um alla.
Hann fór með okkur á alla fal-
legustu staði landsins og það er
sérstaklega minnisstætt hvað
hann lagði mikinn metnað í að
segja þannig frá hlutunum að
jafnt börn sem fullorðnir hefðu
gaman að.
Það er svo margt sem er
ósagt og ógert. Við héldum að
tíminn sem við hefðum til
stefnu væri svo miklu meiri og
missir hans er óskiljanlegur.
Lífið heldur áfram en pabba
okkar verður sárt saknað. Við
munum geyma vel allar góðu og
fallegu stundirnar sem við átt-
um saman. Takk fyrir að vera
eins og þú varst og fyrir allt
sem þú gafst okkur. Þú munt
alltaf eiga stað í hjörtum okkar.
Astrid, Gréta og fjölskyldur.
„Nú þurfum við að vera
sterk,“ sagðir þú oft og tókst
utan um mig þegar eitthvað
bjátaði á. Það var gott að tala
við þig. Þú varst mannþekkjari
og sást alltaf það góða í öllum.
Þú varst góðhjartaður og alltaf
mættur óumbeðinn að hjálpa ef
eitthvað stóð til. Þú naust þess
einfalda og að fara í göngutúr
með þér gat verið ævintýri.
Ég elskaði að hlusta á sög-
urnar þínar frá því að þú varst
lítill strákur í Laugarnesinu.
Þér leiddist líka ekki að segja
þær. Þú ljómaðir allur og byrj-
aðir gjarnan á sögunni um
skólatöskuna og þú kenndir
mér fullt af prakkarastrikum
sem komu að góðum notum.
Það átti vel við þig að grúska
í forritun og gastu setið stund-
unum saman og notið þín í því.
Þú varst líka flinkur í því. Þú
sendir mér líka oft stærðfræði-
þrautir í tölvupósti en okkar
bestu stundir saman voru þegar
þú hjálpaðir mér fyrir stærð-
fræðiprófin. Óþolinmæði minni
mættir þú með jafnmikilli þol-
inmæði. Ég man þegar við sát-
um yfir flóknum dæmum saman
og þegar þú fannst lausnina þá
tókstu upp greiðu og vatns-
greiddir þér til hliðar.
Það var gaman að heimsækja
þig á kontórinn, eins og þú kall-
aðir hann. Alltaf svolítið spenn-
andi og stundum þegar mikið
var að gera fékk ég að hjálpa
þér að raða nótum. Þér þótti
vænt um kúnnana og þrátt fyr-
ir að þú hafir verið endurskoð-
andi þá skildir þú vel mismik-
inn áhuga og hræðslu fólks við
að raða nótum eftir fánablöðum
í tímaröð í möppur. Það var
gaman að vinna fyrir þig því þú
komst alltaf í ákveðið stuð þeg-
ar mikið var að gera. Þegar þú
varst ánægður með afrakstur-
inn sagðir þú gjarnan „þetta er
sko ekkert Kolaport“.
Við áttum margar góðar
stundir saman, ferðuðumst,
tefldum, spiluðum fótbolta,
horfðum á Spaugstofuna, fórum
á skíði, í göngutúra, hlógum yf-
ir földum myndavélum, fórum í
sund og þó svo að þú hefðir
meira gaman af leynilögreglu-
og hasarmyndum þá gastu látið
mér líða eins og ég væri að
gera það fyrir þig að fara á
„Sleepless in Seattle“.
Það er sárt að þurfa að
kveðja þig elsku pabbi. Nú
þurfum við að vera sterk. Ég
vildi óska þess að afastrákurinn
þinn hefði fengið að eiga fleiri
stundir með afa Óla sem kunni
svo vel á börn. Afa Óla sem
spyr hvort það sé fugl í mag-
anum, skammar borðið sem
dottið er á og spilar fótbolta
eins og alvöru Framari.
Þín elskandi dóttir,
Sylvía Kristín Ólafsdóttir.
Kæri bróðir, þú kvaddir há-
vaðalaust. Lagðist til hvílu að
kveldi og vaknaðir ekki aftur til
þessa lífs.
Það var ekki langt á milli
okkar í árum talið, ekki nema
eitt og hálft ár. Það sem okkur
var hugleikið voru minningar
úr Laugarnesinu þar sem við
slitum gúmmískónum. Var
margt brallað og samheldni
strákanna sem þarna ólust upp
með miklum ágætum. Það væri
kannski ráð og ekki seinna að
vænna að biðja flesta garðeig-
endur afsökunar á uppskeru-
bresti sem við bárum mikla
ábyrgð á. KFUM var stundað
af kappi enda sjónvarpið ekki
að trufla á þessum tíma. Fór
því vel á að syngja: „Áfram
Kristmenn Krossmenn“ eftir að
hafa gúffað í sig hinum for-
boðnu ávöxtum, rauðlitaðir í
framan af rifsberjasafa. Laug-
arnesið sannkallaður ævintýra-
heimur með gömlu laugarnar
sem einkasundlaug. Allir Fram-
arar af lífi og sál auk þess að
vera með einkafótboltafélagið
Svaninn sem keppti víða um
bæinn um helgar og á tyllidög-
um. Það var mótherjum mikið
áhyggjuefni þegar við bræður
birtumst í sama liði og fékk
margan mótherjann til að
skjálfa. Minntumst við oft á
frægan leik sem Svanurinn
vann 32-0, einhver hrikalegasta
markastaða sem við bræður
höfðum upplifað. Lífið var ekki
alltaf með svona hagstæða
markatöflu, það skiptust á skin
og skúrir.
Þú kynntist Margit fyrrver-
andi konu þinni í Noregi og þið
eignuðust þrjú börn, dæturnar
Grete og Astrid, nýfæddur son-
ur andaðist stuttu eftir fæð-
ingu. Það var mikill kærleikur
hjá ykkur Margit þegar þið
bjugguð í Bergen og gaman að
heimsækja ykkur. Þið flytjið til
Íslands og fann konan norska
sig aldrei hér þannig að mark-
astaðan fór að verða óhagstæð
sem endaði með tapi.
Þið skilduð, Margit og dætur
hurfu aftur til Noregs. Síðan
byrjaði kafli í þínu lífi sem mót-
aði þig alla tíð. Þú giftist Ásu
Brandsdóttur og eignuðust þið
dótturina Sylvíu sem varð
augasteinn þinn og systra
sinna. Fyrir átti Ása dótturina
Lailu sem þú gekkst í föður-
stað. Eftir að þið Ása skilduð
bjóst þú einn og náðir aldrei að
finna sjálfan þig. Boltinn var
oft týndur og allt of fá mörk
skoruð, kæri bróðir. Eftir situr
spurning hvort einn eða fleiri
leikmenn hafi brugðist í stoð-
sendingum? Húmornum týndir
þú aldrei, hroka þekktir þú
ekki og þitt viðmót gerði öllum
sem til þín leituðu gott að
kynnast þér og eiga þig að vini.
Það var með hálfgerðum kvíða
að ég bauðst til að sitja tíma úr
degi á skrifstofu þinni að hafa
samband við viðskiptavini þína
og afhenda gögn sem þar voru,
þetta er búið að reynast hin
mesta ánægja og stoð að hitta
fólk sem hefur komið og talar
svo vel um þig.
Kæri bróðir: Þú verður bú-
inn að finna nýjan bolta þegar
ég kem, þá bætum við um betur
reynslunni ríkari og sláum met-
ið okkar.
Á grænum grundum
lætur hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
(Úr Davíðssálmum)
Hvíl í friði, kæri bróðir.
Sigurður Óskar Halldórsson
og fjölskylda.
Það er næstum því náttúru-
lögmál að feður hafa vantrú á
strákum sem tekist hefur að
telja dætrum þeirra trú um að
eitthvað sé í þá varið. Sennilega
er því fátt sem ungur maður
óskar sér fremur af tengdaföð-
ur en að hann sé nógu umburð-
arlyndur til að sætta sig við að
dóttir hans sjái mann í betra
ljósi en maður hugsanlega á
skilið.
Ég var svo heppinn eignast
tengdaföður sem var ótvírætt í
hópi umburðarlyndari og góð-
viljaðri manna. Sú reynsla er
langt í frá að vera einstaklings-
bundin upplifun mín sem lýst
er stuttri minningargrein.
Þvert á móti var þetta dagleg
reynsla fjölmargra sem leituðu
hjálpar hans með bókhald og
framtalsgerð og vissu að ekki
yrði endilega gengið fast eftir
greiðslu ef hart var í ári.
Eina atriðið sem ég skynjaði
nokkru sinni að tengdaföður
mínum þætti erfitt að umbera í
fari mínu var hollusta mín við
ónefnt knattspyrnufélag í vest-
urbæ Reykjavíkur. Óli var alla
tíð eindreginn stuðningsmaður
Fram og notaði hvert færi sem
gafst til að nudda mér upp úr
óförum minna manna þegar svo
bar undir.
Síðasta hálfa annað árið var
fátt meira rætt en hvernig
hann og dóttir hans gætu sam-
an forðað syni mínum frá villu
föður síns í þessum efnum. Óli
boðaði óspart að einkasonurinn
fengi Framtreyju í afmælisgjöf
frá afa sínum um leið og hann
hefði aldur og þroska til. Aldrei
hefði ég trúað því hvað ég
myndi sjá eftir því að geta ekki
tekið þennan slag við hann.
Ég heyrði síðast í Óla fyrir
nokkrum vikum þegar hann
spurði mig hvort hann ætti ekki
að sækja um skilafrest fyrir
mig hjá skattinum. Það var ár-
viss viðburður að sótt væri um
slíkan frest uns við báðir fengj-
um nægan tíma til að klára
þetta yfir hádegisverði. Var þá
yfirleitt haft að orði að dauðinn
og skattar væru það eina sem
enginn kæmist undan í lífinu.
Fylgdi þá jafnframt sögunni að
dauðinn hlyti að vera skárri þar
sem hann kæmi ekki á hverju
ári eins og skatturinn.
Í þessum samanburði yfir-
sást okkur þó að skatturinn
gerir alltaf boð á undan sér,
honum er hægt að fresta og
jafnvel kæra niðurstöðuna ef
hún er manni ekki að skapi.
Óli yfirgaf okkur óvænt og
fyrirvaralaust og sú brottför er
illu heilli endanleg. Blessuð sé
minning hans.
Kjartan Bjarni Björg-
vinsson.
Tilkynningin um dauða Óla
Halldórs kom eins og þruma úr
heiðskíru lofti og fyllti hjörtu
okkar hjónanna mikilli sorg.
Við höfðum misst einn af okkar
bestu vinum langt um aldur
fram en Guð gaf og Guð tók.
Ólafur var nýbúinn að vera
hjá okkur og var sannkallaður
heimilisvinur. Hann var mikið
ljúfmenni og drengur góður.
Stórt skarð hefur verið höggvið
í vinahópinn sem aldrei verður
bætt.
Elsku Óli, við kveðjum þig
með söknuði og vottum dætrum
þínum, systkinum og ættingjum
okkar dýpstu samúð.
María og Skúli.
Ólafur Óskar
Halldórsson