Morgunblaðið - 11.04.2011, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2011
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís-
lands, talaði í fyrirsögnum þegar
hann ræddi Icesave-deiluna og þá
ákvörðun sína að fela þjóðinni að
segja hug sinn um málið í þjóðar-
atkvæðagreiðslu á blaðamannafundi
á Bessastöðum síðdegis í gær.
Forsetinn fór yfir víðan völl og
skaut föstum skotum í margar áttir í
málsvörn fyrir synjununum tveimur.
Hann kveðst ekki hafa tekið
möguleg pólitísk áhrif með í reikn-
inginn þegar hann ákvað að vísa nýja
samningnum til þjóðarinnar.
„Nei. Þetta mál er eins og það lá
fyrir,“ sagði forsetinn við Morgun-
blaðið að fundinum loknum.
Óbreytt kerfi ekki valkostur
Hann svaraði því síðan aðspurður
til að hann hefði endurmetið afstöðu
sína til fjármálalífsins í ljósi efna-
hagshrunsins og Icesave-deilunnar.
„Ég hef auðvitað eins og fjölmarg-
ir aðrir á undanförnum misserum
verið að endurskoða afstöðu mína til
fjármálalífsins, bæði á alþjóðavett-
vangi og hér heima … Ég er ekki að
segja að ég sé kominn að niðurstöðu
um hvernig hlutirnir eiga að vera en
það er alveg ljóst að það er hvergi
ríkjandi sú skoðun að það þurfi ekki
að endurskoða í veigamiklum atrið-
um, bæði fjármálakerfið í einstökum
löndum og ekki síður alþjóðlegt sam-
spil fjármálastofnana í einstökum
löndum,“ sagði forsetinn.
Spurt var um áhrif Icesave-kosn-
inganna á ESB-umsóknina og svar-
aði forsetinn því þá til að ESB „verði
að horfast í augu við“ að hafa „farið í
þann leiðangur“ að hafa stutt samn-
inginn sem var felldur í þjóðarat-
kvæðagreiðslu 6. mars í fyrra. Bret-
ar og Hollendinga hefðu stillt Íslandi
upp við vegg og ESB-ríkin stutt
„ósanngjarnar kröfur“ sem myndu
með tíð og tíma fá „harðan dóm“.
Forsetinn vék einnig að umræðu
um neikvæð áhrif fyrri synjunarinn-
ar á aðgang Íslendinga að lánsfé er-
lendis og vísaði þeim málflutningi al-
farið á bug, meðal annars með vísan
til 60 milljarða króna láns til álvers-
uppbyggingar Rio Tinto í fyrra. Þá
átaldi hann forystufólk í þjóðlífinu
fyrir að „tala atvinnulífið niður“.
Umræða um að lokað væri fyrir er-
lent lánsfé væri „alröng“ og „stór-
hættuleg“ fyrir þjóðina.
Ekki samviskulaust fólk
Ólafur Ragnar vísaði einnig alfar-
ið á bug að útkoma þjóðaratkvæða-
greiðslunnar sýndi að Íslendingar
væru „samviskulaust fólk“, enda
ættu Bretar og Hollendingar
„örugga í sinni hendi“ um 7 til 9
milljarða bandaríkjadala úr þrotabúi
Landsbankans sem gengju upp í Ice-
save-kröfuna, eða sem svarar 788 til
1.013 milljörðum króna.
„Þá lítur málstaður Íslands hvað
fjármál snertir töluvert öðruvísi út
heldur en reynt hefur verið að setja
fram, bæði hérlendis og erlendis.“
Ólafur Ragnar varði þá synjanirn-
ar tvær og sagði þjóðaratkvæða-
greiðslurnar hafa gert þjóðinni kleift
að „endurheimta lýðræðislegt sjálfs-
traust“. Þá lýsti hann því yfir að nú
þyrfti að halda vel á málstað Íslands
erlendis, án þess að nefna nein nöfn.
Forsetinn íhugaði ekki
pólitísk áhrif synjunar
Gagnrýnir ESB harðlega fyrir stuðning við fyrri Icesave-samninginn Fordæmir svartagallsraus
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vígfimur Forsetinn fór yfir ýmsar hliðar málsins. Hann upplýsti ekki hvernig hann kaus á laugardaginn var.
kvæðagreiðslunnar ekki hafa nein
áhrif á stöðu ríkisstjórnarinnar.
Kosningin hafi ekki snúist um
stjórnina, hún hafi þingmeirihluta og
ekkert bendi til þess að hún sé að
tapa honum. Er líklegt að fram komi
vantrauststillaga?
Engar kröfur um afsögn
,,Innan stjórnarandstöðunnar
hafa ekki komið fram kröfur um að
ríkisstjórnin fari frá og boðað verði
til kosninga,“ segir Össur. ,,Hreyf-
ingin hefur ítrekað sagt að það sé
ekki tímabært. Formaður Fram-
sóknarflokksins hefur sagt að það
fari eftir viðbrögðum ríkisstjórnar-
innar og hvernig hún nái að tala fyrir
hagsmunum þjóðarinnar. En ekki út
af Icesave, það sagði hann skýrt.
Meðan ríkisstjórn hefur meiri-
hluta til að koma fram málum sínum
er heilbrigðisástand hennar gott.
Það er bara einn maður sem hefur
sett fram kröfur um kosningar og
það er formaður Sjálfstæðisflokks-
ins og ég held að það tengist hans
eigin pólitíska heilbrigði. Enginn
hefur jafn mikla þörf fyrir að komast
í kosningar til að breiða yfir innan-
flokksátök eins og formaður Sjálf-
stæðisflokksins. Ég vildi óska að
Sjálfstæðisflokkurinn hefði kjark til
að leggja fram vantrauststillögu á
ríkisstjórnina. En hann þorir það
ekki.“
Guðbjartur Hannesson velferðar-
ráðherra segist ekki geta metið það
hver áhrif úrslit þjóðaratkvæða-
greiðslunnar um Icesave verði á
kjarasamningana, það verði fulltrú-
ar Alþýðusambandsins og Samtaka
atvinnulífsins að gera.
„Ríkisstjórnin hefur komið að
þessum málum með eins konar lof-
orðalista í sambandi við aðgerðir
samhliða kjarasamningunum,“ sagði
ráðherra. „Markmiðið verður eftir
sem áður að leitast við að ná þriggja
ára samningi. En það eru auðvitað
þeir aðilar vinnumarkaðarins sem
hafa verið við borðið sem ráða því
hvort það tekst.“
Guðbjartur er spurður hvort hann
viti hvort Ögmundur Jónasson og
Jón Bjarnason hafi greitt atkvæði
með samningnum en fullyrt var sjón-
varpsumræðum að þeir hefðu ekki
gert það. „Ég hef ekkert verið að
velta mér upp úr þessu,“ svarar
hann. „Þeir greiddu atkvæði með
málinu og komu því með okkur í
ákveðinn farveg, hafa stutt málið.
Ég hef enga ástæðu til að ætla annað
en að þeir hafi gert það til enda.“
Ögmundur Jónasson innanríkis-
ráðherra segir að kosningin á laug-
ardag hafi í reynd snúist um prin-
sippið ríkisábyrgð á greiðslunum,
ábyrgð skattborgara. Aldrei hefði
verið vefengt af okkar hálfu að
greiða ætti eftir íslenskum lögum og
reglum bæði úr þrotabúinu og fé úr
tryggingasjóðnum. En greiddi hann
sjálfur þá atkvæði með samningnum
á laugardag?
„Ég hef allan tímann unnið að því
að gera stöðu Íslands eins hagfellda
og nokkur kostur væri og tekið þátt í
ýmsum tilraunum til þess að stuðla
að þverpólitískri nálgun. Það hefur
verið mín afstaða og afstaða Íslands í
reynd að við vildum láta á það reyna
frammi fyrir dómstólum hvort um
væri að ræða einhverjar umfram-
kvaðir, aðrar en þær sem tækju til
þrotabúsins og tryggingasjóðsins.
Íslendingar nánast allan tím-
ann „með hnífinn á barkanum“
Ég tók þátt í atkvæðagreiðslu á
Alþingi og studdi málið þar. En síðan
„Öll rök nýtt til þrautar“
Össur álítur ekki að Icesave-atkvæðagreiðslan hafi áhrif á ESB-umsóknina Ögmundur segist hafa
átt að gæta hlutleysis gagnvart atkvæðagreiðslunni sem innanríkisráðherra og hann hafi gert það
Ríkisstjórnin sendi í gær frá sér
tilkynningu vegna Icesave-
atkvæðagreiðslunnar og þar seg-
ir m.a.: „Að fenginni þessari
niðurstöðu munu stjórnvöld
svara áminningarbréfi frá Eft-
irlitsstofnun EFTA frá 26. maí
sl., að höfðu samráði við utan-
ríkismálanefnd Alþingis. Af hálfu
íslenskra stjórnvalda verður lögð
áhersla á að meðferð málsins
verði hraðað eins og kostur er
þar sem óvissa um lyktir máls-
ins er engum í hag.“
Góðar líkur væru á því að
eignir þrotabús Landsbanka Ís-
lands hf. myndu að langmestu
eða öllu leyti duga fyrir for-
gangskröfum vegna Icesave.
„Engu að síður er ljóst að nið-
urstaða þjóðaratkvæðagreiðsl-
unnar kallar á visst endurmat á
forsendum ríkisfjármála og efna-
hagsmála. Það endurmat mun
liggja fyrir í fyrri hluta maímán-
aðar.“
Endurmat liggur fyrir í maí
TILKYNNING RÍKISSTJÓRNARINNAR
Ummæli fulltrúa ESA, eftirlits-
stofnunar EFTA, um Icesave-
deiluna voru hans „einkaskoð-
anir“, að mati Ólafs Ragnars en
þetta verður ekki skilið á annan
veg en að rætt sé um Per Sand-
erud, forseta ESA. „Svo liggur
heldur ekkert fyrir að málið fari
endilega fyrir dómstól … Það á
eftir að koma í ljós.“
Spurður hvort hann teldi að
ESB myndi grípa til refsiað-
gerða gagnvart Íslandi vegna
hnútsins í Icesave-deilunni taldi
forsetinn það ekki inni í mynd-
inni. Sagði forsetinn málstað Ís-
lands njóta „víðtæks stuðn-
ings“ og vísaði þar með á bug
fullyrðingum um neikvæð áhrif
deilunnar á ímynd Íslands.Vel
þyrfti að halda á lofti málstað
þjóðarinnar og „flytja sterk rök
einum rómi“. Þá benti hann á að
stjórnlagaráð leggi til að undir-
skriftir 15% kjósenda dugi til að
kalla fram þjóðaratkvæða-
greiðslu, þ.e. færri en í Icesave.
Á undanhaldi
SNEIÐ TIL FORSETA ESA
Þjóðaratkvæði
Skannaðu kóðann
til að sjá mynd-
skeiðin.
FRÉTTASKÝRING
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Össur Skarphéðinsson utanríkisráð-
herra segir að tíminn verði að leiða í
ljós hvort niðurstaðan í þjóðarat-
kvæðagreiðslunni hafi einhver áhrif
á umsóknina um aðild að Evrópu-
sambandinu. Málið fari nú í hefð-
bundið ferli ágreiningsmála af þessu
tagi sem notuð séu til að leiða mál til
lykta, jafnan séu mörg slík mál í
gangi hjá sambandinu. Hann telji því
ekki að niðurstaðan eigi að hafa áhrif
á umsóknarferlið enda hafi bæði
talsmenn Evrópusambandsins og
Breta tekið fram að um tvö aðskilin
mál væri að ræða.
En nú þurfi Íslendingar að setja
saman „harðsnúið lögfræðinga-
teymi“ og það verði að vera gert
þannig að allir séu sáttir. Einnig
þurfi að fá aðstoð erlendra lögfræð-
inga með reynslu af málarekstri fyr-
ir EFTA-dómstólnum.
„Þar verða að vera menn með öll
möguleg rök í málinu, það er komið
fram mikið vopnabúr raka í málinu á
síðustu vikum,“ segir utanríkisráð-
herra. „Það verða öll þessi rök nýtt
til þrautar.“
Hann segir niðurstöðu Icesave-at-