Morgunblaðið - 11.04.2011, Blaðsíða 17
17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2011
Skoðanakönnun sem Stöð tvö
gerði nokkrum dögum fyrir þjóð-
aratkvæðagreiðsluna benti til að um
75% sjálfstæðismanna ætluðu að
segja nei. Með hliðsjón af því að
kannanir benda til þess að Sjálf-
stæðisflokkurinn sé stærsti flokkur
þjóðarinnar má segja að þessi mikla
andstaða við málið meðal sjálf-
stæðismanna hafi ráðið úrslitum um
að samningnum var hafnað.
Sú spurning hlýtur að vakna
hvort afstaða Bjarna í Icesave-
málinu hefur áhrif á pólitíska stöðu
hans innan Sjálfstæðisflokksins.
Margir flokksmenn voru honum
reiðir fyrir að taka þessa afstöðu.
Spurningin núna er kannski hvernig
þessi óánægja brýst út?
„Það segir manni oft mikið
hvernig menn bregðast við í sigri
sínum frekari en ósigri,“ sagði
einn stuðningsmanna Bjarna þeg-
ar hann var spurður hvernig
hann héldi að þeir sem börðust
harðast gegn samningnum
myndu bregðast við. Hann
sagðist hins vegar telja
stöðu Bjarna trausta
og segist ekki sjá
hver í þingflokki
Sjálfstæðisflokks-
ins eða í forystu-
sveit hans ætti að
geta ógnað hon-
um.
Fylgdu ekki Bjarna
Þorri sjálfstæðismanna sagði nei við
Icesave-samningnum í kosningunum
Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins
hefur enga ákvörðun tekið hve-
nær næsti landsfundur flokks-
ins verður haldinn. Haldinn var
aukalandsfundur á síðasta ári,
en í lögum flokksins segir að
halda skuli landsfund að jafn-
aði á tveggja ára festi. Dæmi
eru um að þrjú ár hafi liðið milli
landsfunda. Sennilegast er að
næsti landsfundur verði hald-
inn í haust eða næsta vor.
Á síðasta landsfundi bauð
Pétur H. Blöndal alþingismaður
sig fram á móti Bjarna í for-
mannskjöri, en Bjarni sigr-
aði nokkuð örugglega.
Pétur taldi nauðsynlegt
að það færi fram mæl-
ing á styrk formanns-
ins og það væri best
gert með kosningu. Al-
gengast er hins vegar
að formaður
Sjálfstæðis-
flokksins fá ekki
mótframboð á
landsfundi.
Landsfundur
næsta vetur
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN
Bjarni
Benediktsson
fór það á nýtt stig, í þjóðaratkvæða-
greiðslu og þá ákvað ég að draga mig
út úr opinberri umræðu um málið
enda innanríkisráðherra og átti því
að gæta hlutleysis í kosningunni.
Ég stóð við það og mun standa við
það. Það breytir því ekki að ég hef
verið gríðarlega gagnrýninn á allt
þetta Icesave-ferli og bent á að Ís-
lendingar hafi nánast allan tímann
verið með hnífinn á barkanum, af
hálfu Breta og Hollendinga og síðar
alls alþjóðabatterísins. Evrópusam-
bandið beitti sér, Alþjóðagjaldeyris-
sjóðurinn og meira að segja Norð-
urlandaþjóðirnar að Færeyingum
undanskildum,“ sagði Ögmundur.
„Ég held að ríkisstjórnin muni
sitja áfram, einhverja mánuði eða
misseri i viðbót,“ segir Atli Gíslason
sem nýlega sagði sig úr þingflokki
VG ásamt Lilju Mósesdóttur en
bæði eru áfram í flokknum. „En ef
umsóknin að ESB strandar þá hryn-
ur stjórnin. Eina keppikefli Sam-
fylkingarinnar í þessu ríkisstjórnar-
samstarfi er ESB, mikill meirihluti
mála sem kemur á borð ríkisstjórn-
arinnar og Alþingis snýr að ESB-
aðildinni.
Ég hef sagt um Icesave að það sé
rándýr aðgöngumiði að ESB. Og það
er mikið umhugsunarefni fyrir VG
eftir þessa kosningu hvort það eigi
að halda þessu umsóknarferli til
streitu eða staldra við.“
Morgunblaðið / Sigmundur Sigurgeirsson
Neyð Margt getur gerst í kosningum, lyklar að kjörkassa geta t.d. týnst.
Hér fórna þeir Heiðar Bjarndal Jónsson, lögregluvarðstjóri á Selfossi og
Sigurður Ingi Andrésson, fulltrúi í yfirkjörstjórn, lás fyrir lýðræðið.
FRÉTTASKÝRING
Egill Ólafsson
egol@mbl.is
Það mun skýrast á næstu vikum og
mánuðum hvort kosningin um Ice-
save hefur einhverjar pólitískar af-
leiðingar innan Sjálfstæðisflokksins.
Fyrir liggur að mikill meirihluti
sjálfstæðismanna átti ekki samleið
með Bjarna Benediktssyni, for-
manni Sjálfstæðisflokksins, í málinu.
„Ef það er hægt að draga ein-
hverja ályktun af þessari niðurstöðu
er það þá helst að menn eiga ekki að
fara gegn samþykktum lands-
fundar,“ sagði Unnur Brá Konráðs-
dóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks í
Suðurkjördæmi, þegar hún var
spurð hvaða lærdóm sjálfstæðis-
menn gætu dregið af niðurstöðunni.
Hún vísar þar til afdráttarlausrar
andstöðu landsfundarins við „lög-
lausar kröfur Breta og Hollendinga í
Icesave-málinu“.
Bjarni stóð að því með öðrum
stjórnmálaleiðtogum að gerð yrði ný
tilraun til að ná samningum við
Breta og Hollendinga og þegar nið-
urstaðan lá fyrir og málið var lagt
fyrir Alþingi lýsti hann sig sam-
þykkan samningnum. Það sama
gerðu 10 aðrir þingmenn flokksins,
fjórir greiddu atkvæði gegn lög-
unum og einn sat hjá.
Önundur Ragnarsson og
Egill Ólafsson
Þingflokkur VG kaus í gær Árna
Þór Sigurðsson formann þingflokks-
ins, en hann hefur verið varafor-
maður meðan Guðfríður Lilja Grét-
arsdóttir var í fæðingarorlofi. Þessi
ákvörðun kom Guðfríði Lilju á
óvart, en Árni Þór segir að kosn-
ingin fari fram nú vegna þess að
henni hafi verið frestað í haust að
beiðni Guðfríðar Lilju.
Þingflokksfundurinn í gær var
fyrsti fundurinn sem Guðfríður Lilja
mætti á eftir að hún kom úr fæðing-
arorlofi. Árni Þór var kjörinn for-
maður með átta atkvæðum gegn
fjórum, en einn skilaði auðu.
Heimildir Morgunblaðsins herma
að Ögmundur Jónasson, Jón
Bjarnason og Ásmundur Einar
Daðason hafi verið þeir þingmenn
sem studdu Guðfríði Lilju til áfram-
haldandi setu á formannsstóli.
„Þetta kom mér á óvart,“ segir
Guðfríður Lilja um niðurstöðuna.
Hún hafi verið formaður þing-
flokks þegar hún fór í fæðingarorlof
og öllum venjum samkvæmt og í
anda fæðingarorlofslaga þá eigi
manneskja sem fer í fæðingarorlof
að ganga aftur inn í sína fyrri stöðu
þegar hún kemur aftur til starfa.
„VG er jú hreyfing sem kennir sig
við femínisma og kvenfrelsi og fer
mikinn oft í þeim efnum. Þetta er
ekki í anda fæðingarorlofslaga eða
siða, skulum við segja. Þá hefur VG
verið tíðrætt um kynjahlutföll í rík-
isstjórn, á þingi og í ábyrgðar-
störfum, hér er ekki beinlínis verið
að bæta stöðu kvenna sem koma úr
fæðingarorlofi í því samhengi. Það
hefði verið eðlilegra fyrir fem-
ínistaflokkinn, fyrst það lá svona á
að ég færi frá, að velja sér aðra
konu. En veruleikinn er sá að Árni
Þór Sigurðsson sem gegnt hefur
þessu embætti í minni fjarveru lagði
mikla áherslu á að gegna þessu emb-
ætti áfram. Og þingflokkurinn varð
við því.“
Árni Þór segir að ákvörðun um að
láta fara fram kosningu um formann
þingflokksins í gær hafi verið tekin í
október sl. þegar kosningu stjórnar
þingflokksins var frestað að beiðni
Guðfríðar Lilju.
„Það var ákveðið í október sl. að
gera þetta með þessum hætti núna.
Það stafar af því að í þingflokki VG
eru sérstakar samþykktir sem segja
að stjórnin skuli kosin á aðalfundi
þingflokksins sem skal vera haldinn
í upphafi þings á hverju ári, þ.e. frá
1. október til jafnlengdar að ári,“
sagði Árni Þór.
„Á aðalfundi okkar um mán-
aðamótin september/október í haust
kom að því að kjósa stjórn og þá var
Guðfríður Lilja farin í fæðingarorlof.
Hún kom á fundinn og óskaði eftir
því að það færi ekki fram kosning
stjórnar meðan hún væri í fæðing-
arorlofi og á það var fallist. Það var
bókað að kosningu stjórnar yrði
frestað þangað til hún kæmi úr fæð-
ingarorlofi, samkvæmt hennar ósk.“
Guðfríður Lilja kom úr fæðingar-
orlofi á föstudaginn og í dag var boð-
aður þingflokksfundur til að ræða
um Icesave.
Árni Þór var spurður hvers vegna
hefði verið talin ástæða til að skipta
um formann í þingflokknum. „Það er
þannig að ég hef gegnt þessari stöðu
allt þetta þing. Ég hef unnið alla
vinnuna og borið alla ábyrgð á þing-
flokknum og skipulagt starf hans allt
þetta þing og það eru aðeins tveir
mánuðir eftir af þinginu. Mörgum
fannst eðlilegt að ég kláraði þetta
þing og síðan verður kosið aftur í
haust eins og lög gera ráð fyrir.“
Guðfríður sett af sem formaður
Árni Þór Sigurðsson segir að kosningu formanns þingflokks VG hafi verið frestað í haust
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir segir þetta ekki í anda laganna um fæðingarorlof
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þingflokkfundur Guðfríður Lilja Grétarsdóttir mætir á þingflokksfund hjá Vinstri grænum og Jón Bjarnason les fréttablaðið Feyki með athygli.
„Furðuleg ákvörðun“
» Heimildarmaður úr þing-
flokki VG segir tillöguna um
Árna Þór hafa komið mönnum í
opna skjöldu.
» „Þetta er furðuleg ákvörð-
un, að efna til illinda á jafn við-
kvæmum tíma. Guðfríður Lilja
hefur auk þess staðið sig mjög
vel,“ sagði heimildarmaðurinn.