Morgunblaðið - 11.04.2011, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.04.2011, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2011 Viðbrögð Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra kynnir viðbrögð stjórnarinnar við niðurstöðu þjóðaratkvæðisins um Icesave á fundi með fréttamönnum í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Árni Sæberg Allir þekkja um- ræðuna um end- urútreikning ólöglegra gengislána. Forsagan er þessi: Erlend lán voru nokkuð algeng á árunum fyrir hrun. Þegar gengi íslensku krónunnar féll var mik- ið af einstaklingum í miklum skuldavand- ræðum vegna erlendra lána sem flest voru til bifreiða- og húsnæðiskaupa. Dómur féll í Hæstarétti þar sem lánin voru dæmd ólögleg. Í kjölfarið flutti Árni Páll Árnason efnahags- og við- skiptaráðherra lagafrumvarp sem fjallaði um viðkomandi lán. Frum- varpið var afgreitt sem lög frá al- þingi í desember á síðasta ári. Skuldarar erlendra lána hafa verið að fá endurútreikning lánanna inn um lúguna hjá sér. Uppsetningin er flókin og erfitt að átta sig á for- sendum. Gunnlaugur Kristinsson endurskoðandi á Akureyri hefur rit- að grein í Fréttablaðið þar sem að hann útskýrir forsendur á bak við útreikningana og bendir á að út- reikningurinn er ekki neytendum í hag. Hvernig eru bílalánin reiknuð? Viðkomandi lánþegi greiddi eftir skilmálum „erlenda“ lánsins í góðri trú. Lánið er dæmt ólögmætt. Lána- fyrirtækin reikna út „nýja“ lánið eins og við- komandi hafi tekið ís- lenskt lán með vöxtum Seðlabankans. Lána- fyrirtækið tekur ekki tillit til þess að skuld- arinn greiddi niður höf- uðstólinn. Þess í stað taka þeir mismuninn á því sem „hefði“ átt að greiða og því sem greiðandinn greiddi. Skuldari lánsins tapar á því að þessi leið sé farin. En er það eðli- legt? Viðkomandi lánþegi er með kvittanir í höndunum þar sem fram kemur að hann hafi greitt af höf- uðstólnum. Greiðandinn gat ekki vit- að að hann væri að greiða af ólög- legu láni. Það hlýtur að vera á ábyrgð bankans. Hvernig getur þá bankinn sleppt því að taka tillit til greiðslna inn á höfuðstól í sínum út- reikningum? Hverju munar ef tekið er tillit til greiðslu höfuðstóls? Ég bað Gunnlaug að reikna raun- verulega samninga miðað við að tek- ið verði tillit til afborgana af höf- uðstól. Hverju munar að taka tillit til greiðslu af afborgunum? Ef tekið væri tillit til greiddra af- borgana í dæminu að ofan myndi höfuðstóllinn lækka um 140.000. Ekki verða 864.394 heldur 725.091, sjá dæmi. Hvernig eru húsnæðislánin reiknuð? Einhverra hluta vegna eru hús- næðislánin reiknuð með öðrum hætti en bílalánin. Þar taka bankar upp- runalegan höfuðstól og reikna vexti Seðlabankans á hann. Síðan leggja þeir vextina ofan á höfuðstólinn á 12 mánaða fresti. Þannig að 1.000 þús- und króna höfuðstóll með 20% vöxt- um verður 1.200 þúsund. Síðan eru reiknaðir vextir á uppreiknaðan höf- uðstól. Þetta má kalla vaxtavexti. Einnig taka þeir greiddar afborg- anir og vaxtareikna með sama hætti. Mismunurinn er nýr höfuðstóll. Þarna er heldur ekki tekið tillit til innborgana inn á höfðustól. Að auki þá eru vextirnir af höfðustólnum alltaf hærri en vextirnir af afborg- ununum þar sem að þeir eru reikn- aðir af hærri upphæð. Hverju munar ef tekið er tillit til greiðslu höfuðstóls? Hverju munar að taka tillit til greiðslu af afborgunum? Ef tekið væri tillit til greiddra af- borgana í dæminu að ofan myndi höf- uðstóllinn lækka um 2.020.977. Ekki verða 34.472.373 heldur 32.451.396, sjá dæmi. Mikilvæg álitaefni Af hverju koma greiðslur sem hafa verið greiddar af skuldara ekki til frá- dráttar höfuðstól? Greiðandinn var í góðri trú, hann gat ekki vitað að af- borgunin af höfuðstólnum væri ekki „raunveruleg“ afborgun. Þar af leið- andi gat hann ekki gripið til neinna aðgerða.  Af hverju er ekki sama regla fyrir bílalán og húsnæðislán? Hvað rétt- lætir mismunandi útreikninga eftir tegund lána?  Í Árna Páls-lögunum segir „Ráð- herra er heimilt að kveða nánar á um framsetningu útreiknings á uppgjöri vegna ólögmætra vaxta og/eða verð- tryggingar í reglugerð“  Af hverju var það ekki gert?· Heimila lögin að vaxtareikna vexti? Niðurstaða Því miður hefur enn og aftur kom- ið í ljós að ekki hefur verið vandað til verka við lagasetningu á þinginu. Þeir sem verða fyrir barðinu á því í þetta skiptið eru þeir sem hafa tekið erlend lán. Þeir sem hagnast á þess- um flumbrugangi eru eigendur bank- anna, nánar tiltekið erlendir kröfu- hafar og ríkið í tilviki Landsbankans. Ekkert réttlætir þennan framgang. Eftir Guðlaug Þór Þórðarson » Af hverju koma greiðslur sem hafa verið greiddar af skuld- ara ekki til frádráttar höfuðstól? Greiðandinn var í góðri trú. Guðlaugur Þór Þórðarson Höfundur er þingmaður Reykvíkinga. Óréttlætið í endurreikningi erlendra lána á mannamáli Dæmi um bílalán Lánsfjárhæð .............................. 1.232.999 Upphafsdagsetning .................. 21.6.2006 Viðmiðunardagsetning útreiknings.................................. 5.10.2010 Endurútreikningur samnings: Eftirstöðvar höfuðstóls ................ 422.665 Áfallnir vextir ................................ 302.426 725.091 Nýr höfuðstóll samkvæmt endurút- reikningi fjármálastofnunar ........ 864.394 Mismunur ofreiknað ................. 139.303 Dæmi um húsnæðislán Lánsfjárhæð ........................... 26.000.000 Upphafsdagsetning ................... 16.1.2007 Viðmiðunardagsetning útreiknings..................................... 1.3.2011 Endurútreikningur samnings: Eftirstöðvar höfuðstóls ............ 23.507.816 Áfallnir vextir ............................ 8.943.580 32.451.396 Nýr höfuðstóll samkvæmt endurút- reikningi fjármálastofnunar ... 34.472.373 Mismunur ofreiknað .............. 2.020.977 Lántaki hefur þegar greitt fjármálastofnun ........................ 7.069.562

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.