Morgunblaðið - 19.04.2011, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 2011
Audi Q7
Árgerð 2007, ekinn 95.000 km
sjálfskiptur, dísel, ásett verð 7.990.00,-
Tilboð 7.290.000,-
HEKLA
NOTAÐIR
BÍLAR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti
vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is
Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Álftin fræga, Svandís, er ein þeirra sem eru allt árið á Íslandi. Hún er nú
lögst á en hún og makinn halda sig í manngerða hólmanum á Bakkatjörn á
Seltjarnarnesi. Þetta er 17. ár Svandísar og fjölskyldu á tjörninni.
Morgunblaðið/Ómar
Þolinmóð í hólmanum
Svandís er staðráðin í að fjölga sér enn á ný
Starfsmaður íhaldshóps Norð-
urlandaráðs sem grunaður er um
að hafa dregið sér mikið fé af
reikningum ráðsins er kominn í
leitirnar. Sagt hafði verið frá því að
hann hefði horfið í New York og
var utanríkisráðuneytið beðið að
aðstoða við að hafa uppi á honum.
Málið hefur verið kært til efna-
hagsbrotadeildar ríkislög-
reglustjóra.
Starfsmaður íhalds-
hóps kom í leitirnar
Lögreglan á Egilsstöðum stöðvaði
ökumann á hraðferð um Fellabæ
síðdegis í gær. Var hann á 105 km
hraða en hámarkshraði á þessum
vegi er 50 km/klst. Var maðurinn
sviptur ökuleyfi á staðnum og á yfir
höfði sér háa sekt.
Að sögn lögreglunnar var öku-
maðurinn á miðjum aldri og gaf
þær skýringar að hann hefði verið
að flýta sér.
Þurfti að flýta sér og
ók á 105 km hraða
Um 2.400 manns höfðu í gærkvöldi
skráð sig á undirskriftalista á vef-
síðunni fjolmidlalog.is, þar sem
skorað er á forseta Íslands að vísa
fyrirliggjandi fjölmiðlafrumvarpi
til þjóðaratkvæðagreiðslu.
Segir m.a. á síðunni að frum-
varpið sé alvarleg atlaga gegn
sjálfstæði frjálsra fjölmiðla á Ís-
landi og gangi í berhögg við EES-
samninginn.
Fjölmiðlalögum verði
vísað til þjóðarinnar
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
„Þetta er eiginlega bara sorgardag-
ur, ef þetta verður samþykkt í borg-
arstjórn,“ segir Björk Óttarsdóttir,
leikskólastjóri og stjórnarmeðlimur
Félags stjórnenda leikskóla, en í dag
verður lögð fyrir borgarstjórn til um-
ræðu og samþykktar tillaga borgar-
stjóra um sameiningar leikskóla,
grunnskóla og frístundaheimila.
Tillagan var samþykkt á fundi
borgarráðs í gær en sameiningar-
hugmyndirnar hafa mætt mikilli and-
stöðu meðal foreldra, kennara og
skólastjórnenda. „Það er engin fag-
leg hugsun á bak við þetta, það er
bara peningurinn sem talar,“ segir
Björk.
Hún gagnrýnir harðlega að ekkert
samráð hafi verið haft við þá leik-
skólastjórnendur sem nú missi vinn-
una, þegar 24 leikskólar verða sam-
einaðir í 11. „Það hefði átt að hafa
samráð við þessa stjórnendur frá
upphafi og gefa þeim kost á að segja
sína skoðun á þessu,“ segir hún. Sum-
ar hugmyndirnar séu ekki alslæmar
en fleiri og betri hefðu fengist með
samráði við foreldra og starfsfólk.
Afleit tímasetning
Samþykkt tillögunnar í borgarráði
í gær vakti víða hörð viðbrögð en þó
ekki síður að borgarráð samþykkti
einnig að hefja undirbúning að sam-
einingu leikskólasviðs og mennta-
sviðs en yfir á nýtt svið munu einnig
flytjast verkefni skrifstofu tóm-
stundamála, sem nú tilheyra íþrótta-
og tómstundasviði.
„Nýr sviðsstjóri sameinaðs sviðs
tekur til starfa 1. júlí, sama dag og
sameina á 24 leikskóla í borginni,“
segir Rósa Steingrímsdóttir, formað-
ur Barnanna okkar, samtaka for-
eldra leikskólabarna.
Hún segir engu líkara en það
skorti skilning á því að sameiningarn-
ar kalli á mikinn faglegan stuðning.
„Við erum ekki að mótmæla stjórn-
kerfisbreytingunni,“ segir hún, „en
tímasetningin er afleit.“
Frekari niðurskurður 2012
Rósa segir það einnig áhyggjuefni
að í umsögn menntaráðs hafi verið
lagt til að fara í viðræður við foreldra
og nærsamfélagið um frekari niður-
skurð árið 2012; ekkert sé eftir til að
skera niður í menntakerfinu. „En á
sama tíma eru samþykkt fjárútlát í
verkefni eins og sjópott í Laugardals-
laug og gufubað á Ylströndinni,“ seg-
ir hún.
Bæði SAMFOK, samtök foreldra
grunnskólabarna í Reykjavík, og
Börnin okkar sendu út tilkynningar
til fjölmiðla í gær þar sem ákvarðanir
borgarráðs voru harmaðar. Regnhlíf-
arsamtökin Börn.is og stjórnendur
þeirra leikskóla, sem stendur til að
sameina, sendu einnig frá sér til-
kynningar og leggja til að fallið
verði frá sameiningaráformum.
Segir m.a. í tilkynningu Börn.is að
verði sameiningarnar sam-
þykktar verði hugsanlega
gripið til lagalegra úrræða.
Óvinsælar sameiningar samþykktar
Borgarráð samþykkir að sameina leik- og grunnskóla Leikskóla- og mennta-
svið sameinuð Skorið niður í menntamálum en gufubað reist á Ylströndinni
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Breytingar Til stendur að sameina 24 leikskóla í Reykjavík af 76.
„Við fögnum því að fallið hafi
verið frá sameiningunum í Efra-
Breiðholti og í Vesturbænum,
og að það hafi verið sett í hend-
ur foreldranna að koma með til-
lögur,“ segir Guðrún Valdimars-
dóttir, formaður SAMFOK.
Hins vegar eigi að halda til-
lögum er varða sameiningu
Hvassaleitisskóla og Áltamýr-
arskóla til streitu og tillögum er
varða skólana í norðanverðum
Grafarvogi; eðlilegt hefði verið
að foreldrar þar hefðu fengið
sömu tækifæri og í hinum
hverfunum.
Guðrún segir enn vanta
rökstuðning fyrir ákvörð-
ununum en foreldrar séu
orðnir langþreyttir. „Fólk er
orðið vonlaust og fallast
hendur yfir þessu
bákni,“ segir hún.
Jafnræði
milli hverfa
GRUNNSKÓLARNIR
Guðrún
Valdimarsdóttir
Laugardagurinn var viðburðaríkur
dagur hjá Úlfari Andréssyni. Úlfar,
sem er nýorðinn 23 ára, var þá
heiðraður af heimabæ sínum Hvera-
gerði og tók jafnframt á móti brons-
verðlaunum með félögum sínum í ís-
hokkílandsliðinu í 2. deild heims-
meistaramótsins sem haldin var í
Zagreb í Króatíu. Úlfar hlaut um-
hverfisverðlaun Hveragerðisbæjar
árið 2011 fyrir ferðaþjónustufyrir-
tæki sitt Iceland Activities en þau
voru afhent af forseta Íslands, Ólafi
Ragnari Grímssyni, við hátíðlega at-
höfn í Landbúnaðarháskóla Íslands
á Reykjum.
Í máli Helgu Sigurðardóttur, for-
manns mannvirkja- og umhverfis-
nefndar, kom m.a. fram að „fyrir-
tækið leggur metnað sinn í að kynna
náttúruperlur Hveragerðis og ná-
grennis á heilsusamlegan og um-
hverfisvænan hátt með skipulögðum
göngu- og hjólreiðaferðum“.
„Ég er mjög stoltur“
Úlfar tjáði Morgunblaðinu að við-
urkenningin væri sér hvatning til
góðra verka. „Ég
er mjög stoltur af
þessu og það er
mikil viðurkenn-
ing að fá þessi
verðlaun. Ef ég
spila rétt úr þess-
um spilum get ég
notfært mér hana
til markaðs-
setningar enda
eru verðlaunin afhent af forseta Ís-
lands. Þetta gefur fyrirtækinu viss-
an gæðastimpil,“ sagði Úlfar og gat
ekki neitað því að laugardagurinn
hefði verið skemmtilegur dagur fyr-
ir sig. Úlfar hefur æft íshokkí frá sex
ára aldri og sótt æfingar í Reykja-
vík. „Ég byrjaði hjá SR en hef spilað
með Birninum síðustu sex árin og
aldrei misst úr æfingu,“ sagði Úlfar
en foreldrar hans skutluðu honum á
æfingar þar til hann fékk bílpróf.
Úlfar hyggst reyna fyrir sér erlendis
í íþróttinni næsta vetur en segist þá
koma heim á ný í apríl til að sinna
ferðamennskunni.
kris@mbl.is
Íshokkí og leiðsögn
Úlfar fékk umhverfisverðlaun Hvera-
gerðisbæjar og bronsverðlaun á HM
Úlfar Andrésson
Sígríður J. Frið-
jónsdóttir, sak-
sóknari Alþingis,
mun ekki senda
ákæru gegn Geir
H. Haarde, fyrr-
verandi forsætis-
ráðherra, til
landsdóms fyrr
en eftir páska.
Enn sé verið að
vinna í rannsókn-
argögnunum en vonandi muni sú
vinna klárast fljótlega eftir páska.
Kjörtímabil hluta dómara við
landsdóm rennur út 9. maí.
Málið fer til lands-
dóms eftir páska
Sigríður J.
Friðjónsdóttir