Morgunblaðið - 19.04.2011, Side 11

Morgunblaðið - 19.04.2011, Side 11
Evgenia er fædd í Rússlandi árið 1983 en flutti hingað til lands þegar hún var tíu ára og á ís- lenskan stjúpföður. Að loknu doktorsnámi í eldfjallafræði fékk Evgenia vinnu sem eld- fjallafræðingur á Veðurstofu Ís- lands þar sem hún hefur starfað síðan í febrúar. Eftir sjö ár í Bretlandi segir hún gott að vera komin heim og finnst frábært að búa rétt hjá Fossvoginum þar sem hún geti hlaupið og hjólað laus við umferð. Gott að vera komin heim EVGENIA Alvara Úrvals róðraliðin æfa mörgum sinnum í viku og keppni milli háskólanna í Oxford og Cambridge er þekkt. skrifast og það var ekki fyrr en í kringum 1960 að hlutirnir fóru að breytast bæði í náminu og íþrótt- unum. Konurnar fóru þá að keppa fyrir alvöru og gátu farið úr kjól- unum og reynt á sig. Áður fyrr þótti ekki kvenlegt að reyna á sig á þennan hátt. Á leið í Járnkarlinn Evgenia játar því að hafa kom- ist í gott form á þessum tíma og eins segist hún búa að því að vera vön að hreyfa sig. Henni finnist hún verða að gera eitthvað á hverjum degi. Hún hjólar nú og syndir og þjálf- ar sig þannig fyrir hálfan Járnkarl sem keppt verður í í sumar. „Margir sem hafa æft róður fara að hjóla og síð- an kannski að stunda þríþraut. Ég fór ein- mitt þá leið og byrj- aði að hjóla. Síðan langaði mig að prófa þrí- þraut svo ég ákvað að nýta mér góða sundaðstöðu hér til að læra að synda vel og hratt og verða keppnishæf í því. Ég stefni á það í sumar að taka þátt í hálfum járnkarli og dreymir um að taka þátt í heilum Járnkarli á næstu ár- um. Þetta krefst mikils tíma og undirbúnings og ég stefni á að klára þetta á innan við sex tímum. Helsta breytingin eftir að ég kom hingað aftur er sú að nú æfi ég ekki í liði og er ekki í jafn nánum hópi og ég var úti. Það eru góðar og slæmar hliðar á því. Það góða við hóp er að maður veit að maður heldur sig frekar við efnið en mér finnst líka ágætt að vera ekki undir þannig pressu og geta stjórnað mér meira sjálf. Gera þetta á mínum eigin tíma og setja mér mín eigin takmörk,“ segir Evgenia. Sigur Mikilvægt er að vera andlega sterkur þegar sigur hefst ekki. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 2011 Powerademótaröðin 2011 er nú að hefjast. Þetta er þriðja árið í röð sem frjálsíþróttafélögin í Reykjavík, Reykjavíkurmaraþon og Powerade standa saman að mótaröð sumar- hlaupa í Reykjavík. Fyrsta hlaupið á mótaröðinni, Víða- vangshlaup ÍR, fer fram á sumardag- inn fyrsta 21. apríl og verður ræst kl. 12:00. Hlaupið er 5 km langt en það hefst fyrir framan Ráðhúsið í Reykja- vík. Forskráning fer fram á hlaup.is og er opin til kl. 23:30 miðvikudaginn 20. apríl. Einnig verður hægt að skrá sig í Iðnó frá kl. 10:30 á hlaupdag. Þátttökugjald er kr. 1.500 fyrir full- orðna og 500 kr. fyrir börn 15 ára og yngri. Hlaupin fimm sem mynda Powerademótaröðina 2011 eru: Víða- vangshlaup ÍR sumardaginn fyrsta hinn 21. apríl, Fjölnishlaupið 19. maí, Miðnæturhlaup Powerade 23. júní, Ármannshlaupið 12. júlí og loks Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka hinn 20. ágúst. Til mikils er að vinna en gjafabréf í flug með ferðaskrif- stofunni VITA er í boði fyrir flest stig samanlagt í hlaupunum fimm í karla- og kvennaflokki. Auk þess eru veitt verðlaun fyrir bestan árangur í fimm aldursflokkum karla og kvenna. Í öll- um hlaupunum verða Powerade- drykkjarstöðvar, verðlaun og að- göngumiðar í sund. Hlaup Hlaup Mótaröðinni lýkur með Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst. Powerade-mótaröðin hefst Stofnfundur Geit- fjársseturs mun fara fram klukkan 17:30 í dag í Friðarhúsinu, Njálsgötu. Setrinu er ætlað að skapa tekjur í kring- um geitina og hug- sjónakonuna Jó- hönnu. á Háafelli. Hún hefur staðið að mestu ein í að varðveita og efla geitastofninn á landinu sem er sá elsti sem finnst í Evr- ópu. Slow Food skráði á sínum tíma íslensku geitina í Bragðaörkina (Ark of Taste) til að vekja athygli á henni og hefur það að einhverju leyti heppnast því stofninn hefur þó eflst. En betur má ef duga skal og standa nú nokkrir einstaklingar að stofnun setursins til að tryggja geitunum og Jóhönnu örugga fram- tíð. Matvæli Morgunblaðið/Ómar Fjör Geitunum á Háafelli skal nú tryggð örugg framtíð. Geitunum tryggð örugg framtíð Ljósmynd/Þór Gíslason Hópmynd Alls hlupu 118 kepp- endur lengstu vegalengdina frá Dettifossi, 32,7 km. Skemmtilegar hugmyndir fyrir fermingar- veisluborðið á www.gottimatinn.is fermingar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.