Morgunblaðið - 19.04.2011, Side 15

Morgunblaðið - 19.04.2011, Side 15
FRÉTTASKÝRING Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Útlit er fyrir mjög erfiðar viðræður um myndun næstu ríkisstjórnar Finnlands eftir stórsigur Sannra Finna sem nær fimmfölduðu fylgi sitt í þingkosningunum á sunnudag- inn var. Í kosningabaráttunni lögðu Sannir Finnar áherslu á andstöðu sína við þátttöku Finnlands í efna- hagsaðstoð við Portúgal til að bjarga evrunni og sigur flokksins skapar því mikla óvissu um frekari aðstoð við evruríki sem leita eftir neyðarlánum frá Evrópusambandinu. Sannir Finnar fengu aðeins 4% at- kvæðanna árið 2007 en juku fylgi sitt í 19% í kosningunum á sunnudag og urðu þriðji stærsti flokkurinn, með 39 þingsæti. Sameiningarflokkurinn, sem er hægriflokkur, missti sex þingsæti en varð samt stærsti flokkur landsins í fyrsta skipti í sögunni. Jafnaðar- mannaflokkurinn, sem er í stjórnar- andstöðu, missti þrjú sæti, fékk 42. Miðflokkurinn galt hins vegar af- hroð, missti 16 þingsæti og er nú fjórði stærsti flokkurinn, en var stærstur í síðustu kosningum. Enginn einn flokkur hefur haft mikla yfirburði í finnskum stjórn- málum og Jafnaðarmannaflokkur- inn, Miðflokkurinn og Sameiningar- flokkurinn hafa yfirleitt fengið um það bil fimmtung atkvæðanna. Venjulega hafa tveir þeirra myndað ríkisstjórn eftir kosningar með ein- um eða fleiri smáflokkum. Þetta „þriggja turna kerfi“ hefur nú riðlast með stórsigri Sannra Finna og fréttaskýrendur finnskra blaða telja að stjórnarmyndunarviðræðurnar verði óvenju erfiðar. Þurfa að gefa eftir Dagblaðið Helsingin Sanomat tel- ur líklegt að Sameiningarflokkurinn og Jafnaðarmannaflokkurinn taki höndum saman eftir kosningarnar. Báðir flokkarnir eru hlynntir Evr- ópusambandinu og evrunni. Í kosn- ingabaráttunni varði Sameiningar- flokkurinn þátttöku Finnlands í aðstoðinni til að bjarga evrunni en jafnaðarmenn hvöttu til breytinga á neyðarlánunum. Sannir Finnar vilja hins vegar leggja niður evruna og eru algerlega andvígir því að pen- ingar finnskra skattborgara verði notaðir til að bjarga „eyðsluseggj- um“ á evru-svæðinu. Timo Soini, leiðtogi Sannra Finna, ítrekaði þetta í gær og sagði að kosn- ingarnar hefðu verið „þjóðaratkvæði um stefnuna í ESB-málum“. „Ég tel að finnska kýrin eigi að vera mjólkuð í Finnlandi og við eigum ekki að senda mjólkina í góðgerðarskyni til annarra landa.“ Helsingin Sanomot sagði að sem sigurvegarar kosninganna ættu Sannir Finnar eflaust rétt á því að eiga aðild að næstu ríkisstjórn en deila þeirra við Sameiningarflokkinn um aðstoðina við Portúgal gæti orðið til þess að Sannir Finnar yrðu utan stjórnar. Blaðið Turun Sanomat sagði að mjög erfitt yrði að mynda starfhæfa meirihlutastjórn ef allir flokkarnir stæðu við það sem þeir sögðu í kosn- ingabaráttunni, a.m.k. einn þeirra yrði að ganga á bak orða sinna. Blað- ið Ilta-Sanomat telur að erfitt verði fyrir Soini að halda flokki sínum saman ef hann gefur of mikið eftir í stjórnarmyndunarviðræðunum. Blaðið Aamulehti sagði að til að hægt yrði að mynda ríkisstjórn þyrftu leiðtogar Sameiningarflokks- ins, jafnaðarmanna og Sannra Finna að semja um málamiðlunarlausn í deilunni. Blaðið varpar einnig fram þeirri spurningu hvort jafnaðar- menn og Sannir Finnar myndu reyna að mynda ríkisstjórn með ein- hverjum öðrum flokkum ef Samein- ingarflokkurinn gefur ekki eftir. Finnska blaðið Kaleva segir að til að mynda meirihlutastjórn þurfi allir flokkarnir að gefa eitthvað eftir. Getur hindrað aðstoðina Ólíkt öðrum aðildarríkjum ESB er það ekki aðeins ríkisstjórnin sem ákveður stefnu Finnlands í málefn- um Evrópusambandsins, heldur einnig þjóðþingið. Finnska þingið samþykkti neyðarlánin til Grikk- lands og Írlands fyrir kosningarnar en þingið sem kosið var á sunnudag getur hindrað aðstoð við Portúgal og hugsanlega fleiri lönd á evrusvæð- inu. Ilkka Ruostetsaari, prófessor í stjórnmálafræði við Tampere-há- skóla, segir að sigur Sannra Finna stefni aðstoð ESB við evruríki í mikla hættu og mjög erfitt verði fyr- ir flokkinn að vinna með ESB-sinn- unum í Sameiningarflokknum. Einn forystumanna Sameiningar- flokksins, Jan Vapavuori húsnæðis- málaráðherra, kvaðst í gær telja að Sannir Finnar myndu samþykkja að hindra ekki aðstoðina við Portúgal, t.a.m. með því að greiða ekki atkvæði gegn henni á þinginu. Jyrki Katai- nen, leiðtogi Sameiningarflokksins, sagði að Finnar myndu ekki valda vandræðum á evrusvæðinu. „Finn- land hefur alltaf leitast við að leysa vandamálin með ábyrgum hætti, ekki valdið vandamálum.“ Fari svo að Sannir Finnar gefi eft- ir í deilunni væri það ekki í fyrsta skipti sem stjórnarandstöðuflokkur breytti stefnu sinni þegar hann kæmist í stjórn. Þegar Finnland tók upp evruna var Miðflokkurinn í stjórnarandstöðu og andvígur evr- unni. Þegar flokkurinn komst til valda söðlaði hann um og barðist fyr- ir þátttöku Finna í aðgerðum til að bjarga evrunni. Sú afstaða mætti mikilli andstöðu meðal almennings og kom Miðflokknum í koll í kosning- unum. Líkur á erfiðri stjórnarmyndun Lehtikuva Sigurvegarinn Timo Soini, leiðtogi Sannra Finna, fagnar sigri flokksins í þingkosningunum á sunnudaginn var.  Stórsigur Sannra Finna skapar óvissu um aðstoð ESB við Portúgal „Firnamikill hvellur“ » Stjórnmálaskýrendur í Finn- landi telja að stjórnarmynd- unarviðræðurnar taki nokkrar vikur og verði mjög erfiðar vegna stórsigurs Sannra Finna. » „Það varð firnamikill hvellur í finnskum stjórnmálum,“ sagði Jan Sundberg, prófessor við Helsinki-háskóla, um úrslit kosninganna. „Þetta er mikil breyting. Þetta breytir inntaki finnskra stjórnmála.“ » Fréttaveitan AFP hefur eftir sérfræðingum að það geti haft mjög víðtækar afleiðingar fyrir evrusvæðið ef finnska þingið hafnar aðstoð Evrópusam- bandsins við Portúgal. ÚRSLIT KOSNINGANNA Í FINNLANDI Sænski þjóðarflokkurinn Græni flokkurinn Miðflokkurinn Sameiningarflokkurinn Jafnaðarmannaflokkurinn Sannir Finnar Vinstrabandalagið Kristilegir demókratar Aðrir Heimildir: Reuters, YLE 2011 ÞINGSÆTI FLOKKANNA 2007 200 9 15 51 50 45 17 7 1 5 StjórnarandstaðanStjórnarflokkarnir 200 9 6 10 35 44 42 39 14 1 StjórnarandstaðanStjórnarflokkarnir FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 2011 islandsstofa.is Borgartún 35 | 105 Reykjavík Viðskipta- heimsókn frá Slóveníu Forseti Slóveníu kemur til Íslands ásamt viðskiptasendinefnd Forseti Slóveníu, Dr. Danilo Türk, heimsækir Ísland 3. maí nk. og með forsetanum í för er fjölmenn sendinefnd 25 slóvenskra fyrirtækja. Í tilefni af heimsókninni boðar Íslandsstofa, í samvinnu við utanríkisráðuneyti Slóveníu, til fundar á Radisson Blu Hótel Sögu, miðvikudaginn 4. maí kl. 8:20–11:30. Meginmarkmið fundarins er að bjóða fulltrúum fyrirtækja á Íslandi til fundar við fulltrúa slóvensku fyrirtækjanna til að ræða mögulega sam- starfsfleti. Í upphafi fundar munu forseti Slóveníu og forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, flytja erindi. Þá verða kynningar á viðskipt- um og viðskiptaumhverfi í löndunum tveimur. Að því loknu gefst fyrirtækjunum tækifæri til að hittast og ræða mögulegt samstarf. Stór hluti sendinefndarinnar er hingað kominn til að kynna sér orkumál og nýtingu Íslendinga á endurnýjanlegum orkugjöfum. Einnig eru með í för fyrirtæki úr öðrum greinum, s.s. bankastarfsemi, heilbrigðisþjónustu, upplýsingatækni, málmtækni og fjarskiptum. Dagskrá og nánari upplýsingar um fyrirtækin eru á vef Íslandsstofu, www.islandsstofa.is. Þeir sem hafa áhuga á að sækja fundinn og/eða bóka fundi með full- trúum einstakra fyrirtækja eru vinsamlegast beðnir að hafa samband sem allra fyrst. Skráning fer fram í síma 511 4000 eða með tölvupósti, islandsstofa@islandsstofa.is. Nánari upplýsingar veita Brynja Bjarkadóttir, brynja@islandsstofa.is og Þorleifur Þór Jónsson, thorleifur@islandsstofa.is.Aðstoð til árangurs Búist er við að Jyrki Katainen, leiðtogi Sameiningarflokks- ins, verði næsti forsætisráðherra Finnlands eftir þing- kosningarnar á sunnudaginn var þegar hægriflokkurinn varð stærsti flokkur landsins í fyrsta skipti. Katainen er nú fjármálaráðherra og Financial Times lýsti honum sem besta fjármálaráðherra Evrópu árið 2008. Hann er 39 ára og varð leiðtogi Sameiningar- flokksins árið 2004, þegar hann var 33 ára. Finnskir fjöl- miðlar kölluðu hann þá „Jyrki-piltinn“ vegna aldurs hans og unglegs útlits. Sagður besti fjármálaráðherrann KATAINEN LÍKLEGUR FORSÆTISRÁÐHERRA Jyrki Katainen

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.