Morgunblaðið - 19.04.2011, Síða 23

Morgunblaðið - 19.04.2011, Síða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 2011 ✝ GuðmundurHöskuldsson fæddist á Halls- stöðum í Naut- eyrarhreppi við Ísafjarðardjúp 18. júní 1919. Hann lést á Landspít- alanum við Foss- vog 9. apríl 2011. Foreldrar hans voru Höskuldur Kristinn Jónsson, f. 24.12. 1888, d. 14. 7. 1936, bóndi á Hallsstöðum og í Tungu í Nauteyrarhreppi, og Petra Guðmundsdóttir, f. 9.6. 1888, d. 7.6. 1958, húsfreyja og ljósmóðir. Systkini Guð- mundar eru: Ásgeir Höskulds- son, f.4.10. 1916, d. 21.8. 2002, maki Ingileif Guðbjörg Mark- úsdóttir, f. 23.4. 1918, d. 8.8. 1976; Jón Kristinn Höskulds- son, f. 24.3. 1918, d. 1.1. 1996, maki Kristrún Magnúsdóttir; Aðalsteinn Höskuldsson, f. 23.8. 1920, d. 17.4. 1987, fyrri Ríkisspítölunum, búsettur í Reykjavík, en kona hans er Hlíf Heiðarsdóttir og eiga þau tvö börn; Ásgeir Guðmunds- son, f. 11.1. 1954, kennari og tæknifræðingur við Vélskóla Íslands, búsettur í Reykjavík, en kona hans er Gróa Frið- geirsdóttir og eiga þau tvö börn auk þess sem Ásgeir á dóttur frá því áður; Ingibjörg Guðmundsdóttir, f. 10.5. 1962, tækniteiknari og grafískur hönnuður, búsett í Reykjavík, en maður hennar er Magnús Garðarsson og eiga þau einn son. Guðmundur flutti til Reykjavíkur 1939 og stundaði þar ýmis störf, m.a. við gerð Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni. Hann var vagn- stjóri hjá SVR á árunum1941- 66 og stundaði auk þess öku- kennslu um árabil. Þá fór hann á síld árin 1946, 1947 og 1954. Guðmundur hóf störf hjá Samvinnutryggingum 1966 og starfaði þar í tuttugu ár. Hann var þar lengst af við tjónaskoðun og uppgjör á tjónum. Útför Guðmundar fer fram frá Árbæjarkirkju í dag, 19. apríl, og hefst athöfnin kl. 15. maki Karólína Sigríður Jónas- dóttir, seinni maki Björk Frið- riksdóttir; Níels- ína Steinunn Höskuldsdóttir, f. 10.1. 1926, d. 29.5. 1928. Eftirlifandi eig- inkona Guð- mundar er Guðný Ásgeirsdóttir, f. 17.9. 1923, húsmóðir. Hún er dóttir Ásgeirs Andréssonar smiðs og Ingibjargar Jóns- dóttur, húsmóður. Börn Guð- mundar og Guðnýjar eru Höskuldur Guðmundsson, f. 27.11. 1944, forstjóri Hag- verks, búsettur í Reykjavík en kona hans er Margrét Jó- hannsdóttir og eiga þau þrjú börn: Bragi Guðmundsson, f. 23.1. 1948, húsasmiður í Kópavogi og á hann tvo syni; Guðmundur Guðmundsson, f. 30.12. 1952, verkstjóri hjá Afi Guðmundur var merkileg- ur maður. Hann kunni fleiri ljóð en nokkur annar sem ég hef kynnst. Ég man að einu sinni var ég að reyna að segja honum frá fallegu ljóði sem ég hafði lært í menntaskóla. Ég mundi þó ekki mikið úr því og minnir að ég hafi sagt þessa línu úr ljóðinu: Háa skilur hnetti him- ingeimur. Afi var sko ekki lengi að grípa setninguna og byrjaði ljóðið frá upphafi og hætti ekki fyrr en öll 11 erindin voru á enda. Þetta var þá ljóð Jónasar Hallgrímssonar, Ferðalok. Afi var ótrúlegur og jafn minnugan mann hef ég ekki hitt. Hann mundi ennþá núna fyrir jólin eftir atburðum sem höfðu átt sér stað fyrir meira en 70 ár- um. Hann var fyrir stuttu að segja mér frá merkilegu ferða- lagi sem hann fór í þegar hann gekk á gönguskíðum yfir Drangajökul, og þetta var örugglega í kringum 1935. Afi hafði ekki verið mörg ár í skóla en það sem hann lærði í skól- anum man hann. Hann mundi t.a.m. öll ljóð bekkjarfélaga sinna sem þau höfðu samið sem verkefni í skólanum. Þá var hann líklega í kringum 15 ára aldurinn. Íslendingasögurnar held ég að hann hafi kunnað all- ar og ljóðin flest. Honum þótti ekki leiðinlegt að segja frá Ís- lendingasögunum eða að þylja upp ljóð og voru aðstæður oftar en ekki þær að afi fór með ljóð meðan ég og amma spjölluðum. Það verður skrítið í framtíðinni að spjalla við ömmu og enginn afi í bakgrunni að fara með ljóð. Afa fannst gaman að ferðast og áður en ég lagði upp í heims- reisu fyrir ekki svo löngu var afi yfir sig spenntur að segja mér sögur frá ferðum sínum um heiminn. Og þar voru öll smáat- riði með, meira að segja stein- unum í garði einhvers gestgjaf- ans í Englandi var lýst. Síðustu ár var afi óvenju upp- tekinn af holdafari okkar systk- ina. Hann spurði oftar en ekki hvort það væri svona gott að borða þar sem við værum eða hvort enga líkamsrækt væri að finna. Hann var nú örugglega bara að hugsa um heilsu okkar systkina og fór semsagt mjög pent í þetta. Afa verður minnst sem minn- ugasta manns fyrr og síðar. Ef hann væri af minni kynslóð er ég viss um að hann væri í ein- hverju stórkostlega merkilegu háskólanámi á góðri leið með að sigra heiminn. Ég veit allavega að ljóðið Ferðalok mun alltaf minna mig á hann og er ég ótrú- lega þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast honum og að hann hafi verið svona lengi á meðal vor. Hvíl í friði, elsku afi. Þín sonardóttir, Guðný Ásgeirsdóttir. Guðmundur Höskuldsson ✝ GuðmundurBjörn Sveins- son fæddist í Nes- kaupstað 11. jan- úar 1930. Hann lést 25. mars 2011. Foreldrar hans voru Sigurður Sveinn Sveinsson, f. 16. september 1900, d. 27. apríl 1941, og Herborg Anna Guðmunds- dóttir, f. 7. október 1896, d. 11. október 1979. Systkini Guðmundar eru: Sammæðra: Kristjana Ágústs- dóttir, f. 1920, hún er látin. Alsystkini: Sveinn Sverrir, f. 1924, dáinn, Arthúr, f. 1926, Inga Kristín, f. 1927, Guð- björg, f. 1928, dáin, Már, f. 1933, María, f. 1935, dáin, Sveina María, f. 1938. Guðmundur Björn kvæntist 27 janúar 1956 eftirlifandi konu sinni Esther Ósk Karls- dóttur, f. 5. janúar 1928. Börn þeirra eru: 1. Sævar Sveinn, f. 4. júní 1946, maki Chiraba Gudmundsson, f. 1945, þau skildu. Þeirra börn eru a) Siegfried, f. 1971, b) Sabina, f. 1973, c) Sarah, f. 1988. 2. El- ísabet Anna, f. 25. mars 1951, maki Bengt Wallin, f. 1950. Þeirra börn eru. a) Belinda, f. 1973, maki Nicklas Tolf, f. 1971. Þeirra dæt- ur eru Isabelle, f. 1998, Patricia, f. 2001, b) Nathalie, f. 1979, var í sam- búð með Trent Wilson, f. 1976. Þeirra sonur er Ozzy, f. 2009. c) Bengt Patric, f. 12. nóvember 1985, d. 13. febr- úar 1986, d) Phil- ip, f. 1987. 3. Auður Björk, f. 13. ágúst 1959. Guðmundur fór ungur að vinna sem messagutti á Esj- unni. Hann var lengi kokkur á togurunum Mars og Júpíter og á togaranum Karlsefni. Guðmundur var með og sótti Björgunarskipið Goðann frá Noregi og var þá kokkur á Goðanum í nokkur ár. Síðan bjó fjölskyldan í Svíþjóð og Bandaríkjunum til margra ára, þar til þau fluttu til Ís- lands 1994. Eftir að Guð- mundur kom heim var hann í Kolaportinu þar til hann veiktist um áramótin. Guð- mundur var mjög listrænn og eru margar myndir til eftir hann. Útför Guðmundar fer fram í Laugarneskirkju í dag, 19. apríl 2011, og hefst athöfnin kl. 15. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Hinsta kveðja frá eiginkonu. Esther. Hann stendur í fjörunni horfir á hafið, himinn tær og fagurblár. Allt er lífskrafti vorsins vafið, vonin í brjóstinu hrein og klár, vetrarins þunglyndi gleymt og grafið, geislandi fegurð um enni og brár. Minningar að honum stöðugt streyma, stormsöm ævi um hugann fer. Um liðna daga hann lætur sig dreyma þó líf’ans hafi nú borist á sker. Hann þráði og elskaði hafsins heima. Í hillingum allt þetta finnur og sér. Hér vildi hann ljúka langri ævi, leggjast til hvílu við sjávarnið. Bað þess hljóður að guð sér gæfi af gæsku sinni eilífan frið. Að mætti hann róa á sólgullnum sævi og sækja á gjöful fiskimið. (Valdimar Lárusson) Hvíldu í friði pabbi minn. Elísabet og fjölskylda. Elsku pabbi minn. Þá er kom- ið að kveðjustund, þú varst bú- inn að vera svo mikið veikur en samt hélt ég ekki að þú færir svona fljótt. Minningarnar eru margar og ég sakna þín mikið. Hvíldu í friði pabbi minn. Þín dóttir, Auður Björk. Við minnumst þín sem ein- staklings sem bar mikla orku og lífskraft með sér, með ákveðnar skoðanir á lífinu og gildi þess sem þér þótti verð- mætt. Þú varst einnig búinn kímnigáfu, oft bros á vör, þó einbeittur og viljasterkur og sást alltaf hið jákvæða í staðinn fyrir að einblína á það nei- kvæða. Alltaf að sjá ljósu hlið- ina var þinn persónulegi eigin- leiki gegnum lífið. Þrátt fyrir erfiðleika og vandamál sem aðr- ir hefðu látið aftra sér hélstu ótrauður áfram með þín mark- mið og hugsjónir, að gera það sem þú hafðir ásett þér. Þú varst einnig listrænn og næmur fyrir fegurð sem kom fram í myndum sem þú málaðir, fékkst áhrif frá þínu dulmagn- aða föðurlandi Íslandi, gjarnan þema frá goðsögunum, Óðinn og Þór, þú dvaldist í Vestur- heimi í mörg ár sem setti sitt mark á þig, stíl, klæðnað og bif- reiðar. Þú fékkst einnig inn- blástur frá menningu frum- byggja Bandaríkjanna, málaðir gjarnan töfratákn þeirra. Fyrir mér varst þú afi, faðir föður míns, og gafst mér örygg- istilfinningu þegar þú hélst á mér sem smástrák sem var rétt kominn í heiminn og til lífsins, minnist skeggbroddanna mót kinninni, við þekktumst í næst- um 40 ár, hittumst og töluðum saman mörgum sinnum en þó ekki nógu oft. Ég er þakklátur að hafa komið með föður mín- um, Sævari, og hitt þig í hinsta sinn því 14 dögum seinna varst þú allur. Á hátíðarstund þegar frænka mín, Elisabeth, varð 60 ára barst okkur fréttin um frá- fall þitt. Mér er minnisstætt að til hins hinsta andartaks varstu eins og alltaf, stoltur, sterkur eins og hetja sem nær sínum endaákvörðunarstað, hvíldu í friði í þinni Valhöll. Gleymi þér aldrei, afi minn Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Far í friði Guðmundur, Siegfried Christian Björn Guðmundsson. Guðmundur Björn Sveinsson ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför EBERHARDTS MARTEINSSONAR, Hvassaleiti 17, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Skógarbæjar fyrir góða umönnun. Marteinn Eberhardtsson, Steinunn Ragna Hauksdóttir, Einar Eberhardtsson, Hellen S. Helgadóttir, Karen Eberhardtsdóttir, Hilmar Eberhardtsson, barnabörn og langafabörn. ✝ Minn elskaði sonur, eiginmaður, faðir, tengda- faðir, afi og bróðir, RAGNAR J. RAGNARSSON, lést laugardaginn 9. apríl. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni miðviku- daginn 20. apríl kl. 13.00. Stasía Jóhannesson, Steinunn Magnúsdóttir, Ragnhildur Ragnarsdóttir, Birgir Ragnarsson, Hlíf Þorgeirsdóttir, Eyþór Ragnarsson, Torfhildur Sigurðardóttir, Dennis D. Jóhannesson, Hjördís Sigurgísladóttir, Linda Ragnarsd. Jóhannesson, Jónbjörn, Ragnar, Þórey, Irja, Rakel, Daníel Snær og Dagur Steinn. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, FINNBOGA HAFSTEINS ÓLAFSSONAR frá Kirkjuhól, síðast til heimilis Hraunbúðum, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hraunbúða fyrir hlýja og góða umönnun. Guðrún Sigríður Þorsteinsdóttir, Lilja Guðrún Finnbogadóttir, Gunnar M. Sveinbjörnsson, Þorsteinn Finnbogason, Hulda B. Skarphéðinsdóttir, Ingibjörg Finnbogadóttir, Jón Pétursson, barnabörn og langafabarn. ✝ Þökkum allar þær fallegu og hlýlegu kveðjur sem okkur bárust vegna andláts THORS VILHJÁLMSSONAR rithöfundar. Margrét Indriðadóttir, Örnólfur Thorsson, Margrét Þóra Gunnarsdóttir, Guðmundur Andri Thorsson, Ingibjörg Eyþórsdóttir, Margrét Edda Örnólfsdóttir, Þórgunnur Anna Örnólfsdóttir, Gunnar Thor Örnólfsson, Svandís Roshni Guðmundsdóttir, Sólrún Liza Guðmundsdóttir. Það er undarlegt þetta líf. Elskulegur frændi okkar, Bogi Eymundsson, er látinn, eftir hetjulega baráttu. Bogi var ljúfur maður, svo sterkur, svo bjartsýnn, svo æðru- laus, svo fallegur, svo ákveðinn í að sigra sjúkdóminn. Hann var hlaðinn jákvæðum eiginleikum. Við andlátsfregn þína, allt stöðvast í tímans ranni. Og sorgin mig grípur, en segja ég vil með sanni, að ósk mín um bata þinn, tjáð var í bænunum mínum, en Guð vildi fá þig, og hafa með englunum sínum. Við getum ei breytt því sem frelsarinn hefur að segja. Um hver fær að lifa, og hver á svo næstur að deyja. Bogi Eymundsson ✝ Bogi Eymunds-son fæddist á Akureyri 14. apríl 1963. Hann lést á Karolinska sjúkra- húsinu í Huddinge, Stokkhólmi, 30. mars 2011. Útför Boga fór fram frá Árbæj- arkirkju 12. apríl 2011. Þau örlög sem við höfum hlotið, það verður að skilja. Svo auðmjúk og hljóð, við lútum að frelsarans vilja. Þó sorgin sé sár, og erfitt er við hana að una. Við verðum að skilja, og alltaf við verðum að muna, að Guð hann er góður, og veit hvað er best fyrir sína. Því treysti ég nú, að hann geymi vel sálina þína. Þótt farin þú sért, og horfin ert burt þessum heimi. Ég minningu þína, þá ávallt í hjarta mér geymi. Ástvini þína, ég bið síðan Guð minn að styðja, og þerra burt tárin, ég ætíð skal fyrir þeim biðja. (Bryndís Halldóra Jónsdóttir) Elsku Magga, Mundi, Ey- mundur Þór, Sigurjón, Katrín, Eydi, Lára, Eydís og fjölskyldur, innilegar samúðarkveðjur, Guð gefi ykkur styrk og huggun í þessari miklu sorg. Með kærleikskveðju, Friðbjörg og synir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.