Morgunblaðið - 19.04.2011, Síða 29

Morgunblaðið - 19.04.2011, Síða 29
Það var sérkennileg stemn-ing í Háskólabíói sl.fimmtudagskvöld á síð-ustu tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands þar á bæ áður en haldið yrði í Hörpuna. Eftirvæntingin lá í loftinu, ef til vill blandin örlitlum trega í hugum margra en fyrst og fremst ríkti mikil gleði yfir því að langþráður draumur skyldi vera að rætast. Heiti tónleika kvöldsins hjá Sinfóníuhljómsveitinni var „Mozart og Brahms“ en sveitin hóf samt sem áður með forleiknum úr óp- erunni Oberon eftir Carl Maria von Weber og var það ef til vill lýsandi fyrir vægi tónlistar hans í þessu samhengi. Verkið getur ekki talist átakamikil tónsmíð, óperan sjálf hefur þótt gallagripur en þessi flétta fjörugra og ljóðrænna stefja verksins hefur notið mun meiri vinsælda í tónleikasölum heims. Hljómsveitin skilaði verkinu með sóma og bjó sig þannig undir tónlist stórmeistaranna, sem á eftir fylgdu. Fiðlukonsert kvöldsins var sá fimmti sem Mozart samdi á aðeins átta mánaða tímabili árið 1775 og mega það teljast ótrúleg afköst af nítján ár pilti. Mozart er einnig nýjungagjarn og kryddar tónlist sína með þvi að fara á svig við hefðirnar af og til. Svokölluð Tyrkjatónlist var í tísku í Vín- arborg á þessum árum og þau áhrif stinga upp kollinum á skemmtilegan máta í lokakafla konsertsins. Gréta Guðnadóttir, einleikari kvöldsins, er leiðari annarrar fiðlu sveitarinnar og þrautreyndur fiðlu- leikari til fjölda ára. Þó gætti nokk- urrar spennu í flutningi hennar framan af, sem kom niður á „in- tónasjón“ og hendingamótun en Gréta spilaði úr sér hrollinn. Tónn- inn var nokkuð grannur en hlýr, hendingar fallega mótaðar og loka- kaflinn var fluttur af glæsileik. Hljómsveitin spilaði prýðilega en þó fannst mér vanta upp á þá snerpu og glitrandi tærleika, sem einkennir tónlist Mozart. Hljóm- sveitin er að vísu mjög fáliðuð í þessu verki frá hendi Mozart, ef til vill var Dworzynski of varfærinn í hraðavali sínu og túlkun eða var það kannski hljómun hússins, sem dempaði stemninguna? Sem betur fer reynir ekki frekar á slíkt eftir vistaskiptin langþráðu. Eftir hlé var síðan komið fyrstu sinfóníu Brahms, sem gefin var út árið 1876, þegar tónskáldið var 43 ára að aldri og hafði verkið þá ver- ið í smíðum í hartnær 15 ár. Brahms var sporgöngumaður sjálfs Beethovens og sú ábyrgð að halda uppi sinfóníuhefðinni í skugga slíks risa hefur verið þrúgandi en sin- fónía kvöldsins hlaut þó frá upphafi glæsilegar viðtökur. Brahms spegl- ar sig hér í fimmtu sinfóníu Beethovens en þó á nýstárlegan og frumlegan máta. Flutningur kvöldsins var stórglæsilegur undir styrkri stjórn Dworsynski. Hvergi var veikan blett að finna og öllum hinum breiða tilfinningaskala Brahms komið óaðfinnanlega til skila. Dásamleg kvöldstund sem lofar góðu um framhaldið á nýjum slóðum. Háskólabíó kvatt Háskólabíó Sinfóníuhljómsveit Íslandsbbbnn Carl Maria von Weber: Oberon forleikur (1826), W.A. Mozart: Fiðlukonsert nr. 5 í A-dúr K. 219 (1775), Johannes Brahms: Sinfónía nr. 1 í c-moll op. 68. Gréta Guðnadóttir fiðla; Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi: Michal Dworzynski. Fimmtudaginn 14. apríl kl. 19.30. SNORRI VALSSON TÓNLIST Morgunblaðið/Ómar Fiðluleikarinn Gréta Guðnadóttir á æfingu með S.Í. degi fyrir tónleikana. MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 2011 Græna ljósið sýnir nú nýsjá-lenska fjölskyldumyndungs og efnilegs kvik-myndagerðarmanns, Taika Waititi. Boy er önnur frásagn- armynd hans í fullri lengd en hún segir af ellefu ára maori-strák sem reynir að henda reiður á brota- kenndri tilveru sinni og takast á við óvænta heimkomu óábyrgs föður eftir dágóða fangelsisvist. Myndin byggist á stuttmynd Waititi frá árinu 2003 sem tilnefnd var til Ósk- arsverðlauna. Boy var tekin upp á æskuslóðum leikstjórans á austur- strönd Nýja-Sjálands en hún er í senn áhugaverð þroskasaga og æv- intýraleg barnamynd. Myndin var útnefnd best í sínum flokki á kvik- myndahátíðinni í Berlín í fyrra og var sömuleiðis tilnefnd til að- alverðlauna á Sundance sama ár. Heima fyrir hefur hún slegið öll að- sóknarmet í kvikmyndahúsum og er orðin arðbærasta innlenda mynd allra tíma. Myndin gerist árið 1984 þegar frægðarsól Michael Jacksons skein einna skærast, jafnvel í smábæ á Nýja-Sjálandi. Boy býr á hrörlegum sveitabæ ásamt ömmu sinni, yngri bróður, nokkrum frændsystkinum og eftirminnilegri geit. Amman yf- irgefur býlið til að vera viðstödd jarðarför í nærliggjandi borg og fel- ur Boy að hafa umsjón með yngri börnunum. Skömmu síðar skýtur faðir Boys upp kollinum og Boy þarf að horfast í augu við að faðir hans er allt annað en sú hetja sem hann hafði gert sér í hugarlund. Hinn ellefu ára gamli James Rolleston fer á kostum í aðal- hlutverkinu og nær að túlka jafnt barnslega einlægni persónu sinnar og óvenjuþroskaða ábyrgðartilfinn- ingu. Kvikmyndagerðarmaðurinn Waititi fer með hlutverk aumk- unarverðs föðurins. Á undraverðan hátt nær hann að bjarga persónunni frá því að vera fyrirlitleg með því að gæða föðurinn hrífandi persónutöfr- um sem villa jafnt áhorfendum sem sonum hans sýn. Te Aho Aho Eke- tone-Whitu stelur svo næstum sen- unni í hlutverki yngri bróðurins, Rockys, sem telur sig vera gæddan yfirskilvitlegum kröftum. Hann er harmi sleginn enda sannfærður um að ofurkraftar hans hafi valdið því að móðir þeirra bræðra lést við fæð- ingu hans. Myndin er hæfileg blanda af gamni og trega en hún er einnig skreytt með áhugaverðri fantasíu. Á hrífandi máta fléttast dagdraumar og fjörugt ímyndunarafl bræðranna inn í frásögnina. Áhorfendur hörfa til dæmis með Boy inn í draumóra í hvert sinn sem faðir hans bregst væntingum eða hegðar sér ósæmi- lega. Þá birtist faðirinn á tjaldinu í vel útsettum og íburðarmikilum Michael Jackson-dansatriðum eða sem fim samúræ stríðshetja en þannig forðast Boy að horfast í augu við að faðir hans er ekki sá ómót- stæðilegi töffari og góða fyrirmynd sem hann hafði alla tíð ímyndað sér. Sjónræn umgjörð myndarinnar er í alla staði mjög falleg og flæðandi en frásögnin gefur einnig örlitla inn- sýn í maori-menningu. Hún er bund- in í tíma og sterklega lituð af áhrif- um af innrásar vestrænnar menningar á heimsbyggðina. Mic- heal Jackson er augljóslega átrún- aðargoð Boys en fleiri vísanir kitla hláturtaugar áhorfenda. Amerískur neysluvarningur lætur á sér kræla. Til dæmis skýtur hinn framandlegi örbylgjuofn skökku við og sömuleið- is hjólaskautar í sveit þar sem ekk- ert malbik fyrirfinnst. Bróðir Boys heitir enn fremur Rocky og frænd- systur hans nefnast Dallas og Dynasty. Myndin er áhugaverð og hugljúf þroskasaga sem ætti að höfða jafnt til barna og foreldra. Hún nær aldrei að verða tilfinnanlega átakanleg þar sem iðulega er dregið úr drama- tískum þunga með fantasíu og glensi þannig að áhorfið verður helst til áreynslulaust þó hrífandi sé. Boy segir af ellefu ára maori- strák sem reynir að henda reiður á brotakennda tilveru sína og takast á við óvænta heimkomu óábyrgs föður eftir dágóða fangelsisvist. Skýjaborgir umkomulausra bræðra Bíó Paradís Boy bbbbn Leikstjórn og handrit: Taika Waititi. Að- alhlutverk: James Rolleston, Taika Wai- titi, Te Aho Aho Eketone-Whitu, Cohen Holloway og Pana Hema Taylor. 88 mín. Nýja-Sjáland, 2010. HJÖRDÍS STEFÁNSDÓTTIR KVIKMYNDIR Drengur Boy segir af ellefu ára maori-strák sem reynir að henda reiður á brotakenndri tilveru sinni og takast á við óvænta heimkomu óábyrgs föður eftir dágóða fangelsisvist. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ 551 1200 / leikhusid.is 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is NEI, RÁÐHERRA! (Stóra sviðið) Fös 29/4 kl. 19:00 Sun 8/5 kl. 20:00 Sun 29/5 kl. 20:00 Fös 29/4 kl. 22:00 aukasýn Fös 13/5 kl. 19:00 Fös 3/6 kl. 20:00 Lau 30/4 kl. 19:00 Fös 13/5 kl. 22:00 aukasýn Lau 4/6 kl. 20:00 Lau 30/4 kl. 22:00 Sun 15/5 kl. 20:00 Fös 10/6 kl. 20:00 Fim 5/5 kl. 20:00 Fim 19/5 kl. 20:00 Lau 11/6 kl. 20:00 Fös 6/5 kl. 19:00 aukasýn Fös 20/5 kl. 19:00 Lau 7/5 kl. 19:00 Lau 28/5 kl. 19:00 Tveggja tíma hláturskast...með hléi Strýhærði Pétur (Litla sviðið) Fim 28/4 kl. 20:00 8.k Lau 30/4 kl. 20:00 10.k Fös 6/5 kl. 20:00 Fös 29/4 kl. 20:00 9.k Fim 5/5 kl. 20:00 Lau 7/5 kl. 20:00 Krassandi ruslópera. Áhorfendur standa á sýningunni. Ekki við hæfi ungra barna. Húsmóðirin (Nýja sviðið) Mið 20/4 kl. 20:00 forsýn Sun 8/5 kl. 20:00 8.k Sun 29/5 kl. 20:00 17.k Þri 26/4 kl. 20:00 forsýn Fös 13/5 kl. 20:00 9.k Þri 31/5 kl. 20:00 18.k Mið 27/4 kl. 20:00 frumsýn Sun 15/5 kl. 20:00 10.k Mið 1/6 kl. 20:00 19.k Fim 28/4 kl. 20:00 2.k Þri 17/5 kl. 20:00 11.k Fim 2/6 kl. 20:00 20.k Fös 29/4 kl. 20:00 aukasýn Mið 18/5 kl. 20:00 12.k Fös 3/6 kl. 20:00 21.k Lau 30/4 kl. 20:00 3.k Fim 19/5 kl. 20:00 aukasýn Lau 4/6 kl. 20:00 22.k Þri 3/5 kl. 20:00 4.k Fös 20/5 kl. 20:00 13.k Sun 5/6 kl. 20:00 Mið 4/5 kl. 20:00 5.k Sun 22/5 kl. 20:00 14.k Þri 7/6 kl. 20:00 Fim 5/5 kl. 20:00 aukasýn Þri 24/5 kl. 20:00 15.k Mið 8/6 kl. 20:00 Fös 6/5 kl. 20:00 6.k Mið 25/5 kl. 20:00 16.k Lau 7/5 kl. 20:00 7.k Lau 28/5 kl. 20:00 aukasýn Samvinnuverkefni Borgarleikhússins og Vesturports Afinn (Stóra sviðið) Fim 28/4 kl. 20:00 Óumflýjanlegt framhald Pabbans Eldfærin (Stóra sviðið) Lau 30/4 kl. 13:00 Lau 7/5 kl. 13:00 Lau 14/5 kl. 13:00 Lau 30/4 kl. 14:30 Lau 7/5 kl. 14:30 Lau 14/5 kl. 14:30 Sun 1/5 kl. 13:00 Sun 8/5 kl. 13:00 Sun 1/5 kl. 14:30 Sun 8/5 kl. 14:30 Sögustund með öllum töfrum leikhússins Strýhærði Pétur – „Dásamleg upplifun“– S.A. TMM

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.