Morgunblaðið - 26.04.2011, Síða 8

Morgunblaðið - 26.04.2011, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 2011 Pólitískir krufningalæknar Evr-ópuvaktar hafa litið á innyflin í Samfylkingunni:    Síðsumar 2002 beitti vefsíðanKreml.is sem þá var haldið úti af hópi manna innan Samfylking- arinnar sér fyrir skoðanakönnun sem sýndi, að Sam- fylkingin ætti að fá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur til for- ystu í landsmálum, þótt hún hefði ný- lega náð kjöri sem borgarstjóri.    Össur Skarphéðinsson naut dvín-andi vinsælda sem formaður Samfylkingarinnar. Var talið að um „hannaða atburðarás“ væri að ræða til að velta honum úr sessi. Ingibjörgu Sólrúnu var ekki sætt sem borgarstjóra eftir þetta og hvarf úr Ráðhúsinu í ársbyrjun 2003 og varð forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar þá um vorið án þess að ná kjöri á þing. Hún fékk ekki sæti þar fyrr en Bryndís Hlöð- versdóttir sagði af sér þing- mennsku og hvarf að Bifröst í Borgarfirði.    Nú fetar hópur innan Samfylk-ingarinnar sem ræður yfir vefsíðunni Eyjunni í fótspor Kreml- .is, efnir til skoðanakönnunar sem sýnir „mjög afgerandi“ óánægju með störf Jóhönnu Sigurðardóttur sem forsætisráðherra. „Eyjan spurði viðhorfshóp sinn: „Ertu ánægð/ur með störf Jóhönnu Sigurðardóttur sem forsætisráð- herra?“ Alls greiddu 1.068 atkvæði. Af þeim sagði 291 já eða um 27 prósent. Nei sögðu 532 eða um helmingur. Aðrir voru ekki vissir eða vildu ekki svara spurning- unni.“    Samfylkingin er upptekin afarkitektum pólitískrar at- burðarásar. Nú hefur vefurinn hennar, Eyjan, tekið sér stöðu við teikniborðið. Jóhanna Sigurðardóttir Ydda teikniblýin STAKSTEINAR Veður víða um heim 25.4., kl. 18.00 Reykjavík 6 skúrir Bolungarvík 5 heiðskírt Akureyri 4 heiðskírt Egilsstaðir 7 skýjað Kirkjubæjarkl. 6 léttskýjað Nuuk -5 skýjað Þórshöfn 6 alskýjað Ósló 20 heiðskírt Kaupmannahöfn 17 heiðskírt Stokkhólmur 21 heiðskírt Helsinki 17 heiðskírt Lúxemborg 22 heiðskírt Brussel 22 heiðskírt Dublin 12 skýjað Glasgow 15 heiðskírt London 18 heiðskírt París 23 heiðskírt Amsterdam 22 heiðskírt Hamborg 18 heiðskírt Berlín 17 heiðskírt Vín 17 skýjað Moskva 17 heiðskírt Algarve 18 léttskýjað Madríd 18 skýjað Barcelona 17 léttskýjað Mallorca 18 léttskýjað Róm 17 skýjað Aþena 12 skýjað Winnipeg 11 léttskýjað Montreal 15 skýjað New York 16 alskýjað Chicago 8 skúrir Orlando 28 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 26. apríl Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:18 21:34 ÍSAFJÖRÐUR 5:09 21:53 SIGLUFJÖRÐUR 4:52 21:36 DJÚPIVOGUR 4:44 21:07 Sólskálar Smi›sbú› 10 | 210 Gar›abær Sími: 554 4300 | www.solskalar.is hf -sælureitur innan seilingar! Tölvunám á netinu: www.tolvunam.is - sími 552 2011 • Access • Excel • Outlook Námskeið á netinu í • Photoshop • Powepoint • Word verð frá 660 kr. á mánuði (binditími 12 mánuðir) „Þetta var skemmtilegt mót og spenna allt til loka,“ segir Héðinn Steingrímsson, sem á laugardag ávann sér titilinn Íslandsmeistari í skák öðru sinni á ævinni en hann hefur eingöngu keppt þrisvar á mótinu. Fyrra sinnið var fyrir 21 ári, þegar Héðinn varð Íslandsmeistari aðeins 15 ára gamall og stendur það aldursmet enn. Hann keppti líka ár- ið 2006 og varð þá í öðru sæti á eftir Hannesi Hlífari Stefánssyni. Alls tefldi Héðinn níu skákir nú og vann sex þeirra en gerði jafntefli í þremur og fór því taplaus út úr mótinu. Héðinn er menntaður tölvunar- fræðingur en er atvinnumaður í skák. Lið hans, Hansa Dortmund, hefur áunnið sér sæti í efstu deild þýsku deildakeppninnar í skák, Bun- desliga, sem er talin sú sterkasta í heimi ásamt þeirri rússnesku. „Þar keppir m.a. heimsmeistarinn, Visw- anathan Anand, og fleiri skákmenn svo það er dálítið spennandi. Ég hef yfirleitt teflt á fyrsta borði í liðinu mínu svo það verður í fyrsta sinn sem Íslendingur teflir á jafn háu borði í þeirri deild.“ Héðinn keppir reglulega á Íslandi, m.a. á Alþjóðlega opna Reykjavík- urmótinu. Það er sterkasta mótið sem haldið er hérlendis, en hann var sigurvegari þess móts árið 2009. Sömuleiðis hefur hann keppt með Fjölni á Íslandsmóti skákfélaga. Fær þátttökurétt á EM á næsta ári Með sigri í móti helgarinnar ávann Héðinn sér þátttökurétt í landsliði Íslands sem og þátt- tökurétt á Evrópumóti einstaklinga á næsta ári. „Ég hef haft mikinn áhuga á að keppa á því móti en EM er í rauninni undankeppnin um heimsmeistaratitilinn í skák. Þetta er sambærilegt mót og Jóhann Hjartarson keppti á, en hét þá milli- svæðamót. Í framhaldi af því tefldi hann við Kortsnoj og vann hann í einvígi en tapaði svo reyndar fyrir Karpov. Árangur hans á mótinu er örugglega eitt af helstu afrekum Ís- lendings á skáksviðinu.“ Því má bæta við að Héðinn er stigahæstur virkra skákmanna landsins í dag. ben@mbl.is Íslandsmeistari öðru sinni  Héðinn Steingrímsson tefldi til sigurs á Austurlandi um páskana Morgunblaðið/Ómar Skákmeistari Héðinn Steingrímsson með verðlaunin sem hann fékk. Morgunblaðið sigraði sameinað lið Stöðvar 2 og Vísis í úrslitum spurn- ingakeppni fjölmiðlanna sem send var út á Bylgjunni um páskana. Morgunblaðið fór með sigur af hólmi í æsispennandi bráðabana, en lokastaðan var 13-11. Lið Morgun- blaðsins skipuðu blaðamennirnir Arnar Eggert Thoroddsen og Anna Lilja Þórisdóttir. Stjórnandi keppn- innar var Logi Bergmann Eiðsson. Morgun- blaðið vann Arnar Eggert Anna Lilja

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.