Morgunblaðið - 26.04.2011, Síða 10

Morgunblaðið - 26.04.2011, Síða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 2011 María Ólafsdóttir maria@mbl.is Ég lifi eftir því sem ég erað predika. Það eina semég þyrfti að taka mig að-eins á með er svefninn, ég er nátthrafn og fer of seint að sofa. En það kemur að því að og þá verð ég orðin nokkuð góð því í mataræðinu er ég nokkurn veginn með hlutina á hreinu. Ég nota líka bara snyrtivörur án allra aukaefna svo og hreingern- ingarefni fyrir heimilið,“ segir Bene- dikta sem sett hefur saman tvö nám- skeið þar sem hún miðlar fólki af reynslu sinni og grúski er varðar bæði líkamlega og andlega heilsu. Benedikta starfar í dag hjá Maður lif- andi þar sem námskeiðin verða hald- in í byrjun maí. Orðnir meðvitaðri Í námskeiðinu Auðveld leið að heilbrigðum lífsstíl fjallar Benedikta um það hvernig fólk geti bætt mat- aræði sitt. Hún segir áhugann á hollu mataræði hafa kviknað þegar hún bjó um árabil í Svíþjóð en Svíar hafi þá verið mun meðvitaðri um slíkt en Ís- lendingar. Benedikta segir það líka haft áhrif á sig að vera fædd og upp- alin í sveit þar sem allur matur var heimagerður. „Ég er alltaf að læra meira og meira en fyrir um 12 árum þegar ég flutti heim til Íslands fór ég að vinna hjá heildsölunni Bio-vörum. Þá opnaðist fyrir mér nýr heimur þegar ég spjallaði við fólkið sem vann í heilsubúðunum þangað sem ég keyrði vörur. Upp úr þessu las ég bókina hennar Huldu Clark, Cure for the health diseases, sú bók hefur ver- ið mjög umdeild en skilaboð Huldu eru í raun mjög lógísk. Hún segir í raun aðeins tvennt gera okkur veik fyrir utan þetta andlega. Annars veg- ar mengandi efni fyrir líkamann og hins vegar sníkjudýr sem fylgja þá oft í kjölfarið. Þegar ótal mengandi efni sem geta verið í allt frá mat- vælum yfir í pípulagnir eru farin að fylla líkamann verður hann súr. Þá veikist ónæmiskerfi líkamans og ræður ekki jafn vel við sníkjudýrin sem eru alls staðar í umhverfinu. Það er þá sem vandamálin byrja en í kjöl- farið sýkist fólk af alls konar bakt- eríum, vírusum og sveppum. Maður getur snúið þessu öllu við ef maður er meðvitaður en það gerist ekki einn tveir og þrír. En ég tek alltaf fram að ég aðhyllist aðeins heildrænar að- ferðir til að halda líkamanum heil- brigðum og snúa við sjúkdómum. Ég er t.d. alls ekki hlynnt lyflækningum nema í sérstökum tilfellum. Lyfin virka yfirleitt þannig að þau deyfa allt þannig að fólk finnur ekki til en það þýðir ekki að einkennin eða sjúk- dómurinn séu að lagast. Ég sé hvað er auðvelt að setja fólk á lyf en ég tek engin lyf og læt heldur ekki bólusetja mig. Frekar nota ég ilmkjarna- olíurnar og bætiefni en lögin eru náttúrlega lyfjamegin svo maður get- ur ekki ráðlagt öðrum,“ segir Bene- dikta. Með bætiefni í vasanum Benedikta mælir persónulega með bætiefnum og gengur um með dagsskammtinn sinn í buxnavas- anum. Hins vegar segir hún ekki hægt að flokka bætiefnin öll undir einn hatt. Þau verði að vera úr nátt- úrulegu hráefni og ekki kemískt unn- Ástundun að vera hamingjusamur Benedikta Jónsdóttir, heilsu- og lífsstílsráðgjafi, aðhyllist heildrænar aðferðir við að halda líkamanum heilbrigðum. Hún segir ekki nóg að borða hollt og gott og vera síðan í fýlu. Bjartsýni hafi mikið að segja og fólk megi ekki láta óttann halda aftur af sér við að lifa ævintýralegu draumalífi. Heilbrigð Benedikta segir mikilvægt að borða vel og vera bjartsýnn. Morgunblaðið/Sigurgeir Sigurðsson Vefsíðan hlaupahatid.is er ný vef- síða Hlaupahátíðarinnar á Vest- fjörðum. Hún er því góður vett- vangur til að fylgjast með nýjustu fréttum fyrir þá sem ætla að taka þátt í hátíðinni í sumar. Hlaupahá- tíðin á Vestfjörðum verður þá hald- in í þriðja sinn en hún varð til árið 2009 þegar Óshlíðin og Vest- urgatan voru hlaupnar á sömu helgi í fyrsta sinn. Í fyrra bættust hjólreiðar við og í ár verður einnig boðið upp á sjósund, lengri Vest- urgötu og þriggja daga þríþraut. Á vefsíðunni má nálgast dagskrá hlaupahátíðarinnar og lesa sér til um hlaupaleiðirnar og þær greinar sem við bætast. Þar verður einnig opið fyrir skráningu. Það er því um að gera að kíkja á þessa vefsíðu til að vera vel undirbúin/n og fá nýj- ustu fréttir. Vefsíðan www.hlaupahatid.is Hlauparar Það er ekki amalegt að hlaupa í jafn góðu veðri og þessu. Hlaupahátíðin á Vestfjörðum Ljósmynd/Davíð Davíðsson Merkingar matvæla eiga að gefa neytendum nægar upplýsingar til að velja á milli þeirra á grundvelli inni- halds. Þær geta einnig verið nauð- synlegar vegna matvælaöryggis, t.d. ofnæmis, rekjanleika, geymsluskil- yrða og annarra leiðbeininga. Merk- ingar mega ekki vera villandi, t.d. varðandi samsetningu, og það má ekki fullyrða eða gefa í skyn að mat- væli hafi áhrif eða eiginleika sem þau hafa ekki. Í þessum pistli verður farið yfir nokkur atriði varðandi innihalds- lýsingar. Innihaldsefni í röð eftir minnkandi magni Í innihaldslýsingu eiga að koma fram öll hráefni, aukefni og önnur efni (bragðefni, ensím) sem notuð eru í vöruna. Þessum efnum á að raða eft- ir magni þannig að fyrst kemur það hráefni sem mest er af og í lokin það sem minnst er af. Samsett innihaldsefni: Ef samsett innihaldsefni eru í vöru, t.d. smurostur í skinkuhornum, þá þarf innihald smurostsins að koma fram í innihaldslýsingu skinkuhorn- anna. Ofnæmis- eða óþolsvaldur: Ýmis algeng innihaldsefni, s.s. egg, geta valdið ofnæmi eða óþoli. Fjórtán algengustu ofnæmis- og óþolsvaldar eru taldir upp í reglugerð og er skylt að merkja þá og afurðir þeirra á skýran hátt. Stundum er það gert í sérramma á eftir innihaldslýsingu. Þegar matvælafyrirtæki telur sig ekki geta tryggt að ofnæmisvaldur sem notaður er í ákveðna vöru, berist ekki í aðrar vörur, er hægt að nota merkinguna „getur innihaldið …“ Magnmerking: Ef lögð er áhersla á ákveðið hrá- efni í heiti vöru, s.s. á jarðarber í jarðarberjajógúrt, eða ef myndir eru af hráefni t.d. jarðarberjum á umbúð- um er skylt að merkja magn þess í % við heiti vörunnar eða í innihaldslýs- ingu. Einnig þarf að merkja magn hráefnis sem er hefðbundið inni- haldsefni vörunnar, s.s. % mandlna í kransaköku, % kjöts í bjúgum, % tómata, jalapeno og chilipipars í taco- sósu. Aukefni: Merkja þarf aukefni með flokks- heiti sem lýsir tilgangi með notkun þess og síðan með heiti efnisins eða E-númeri. Dæmi: Rotvarnarefni (Natríumbensóat) eða rotvarnarefni (E-211). E-númerin hafa þann kost að þau eru eins á öllum tungumálum. Bókstafurinn E stendur fyrir Evrópu og aukefni fá ekki E-númer nema þau hafi verið samþykkt til notkunar að lokinni umfjöllun af hálfu Mat- vælaöryggisstofnunar Evrópu (EFSA). Örugg matvæli – allra hagur! Hvernig á að merkja matvæli á réttan hátt? Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.