Morgunblaðið - 26.04.2011, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.04.2011, Blaðsíða 11
Sælleg Benedikta á ströndinni í Ástralíu. Hún segist una sér best við sól og sjó til að hlaða á orkubirgðirnar. in með erfðabreyttum efnum. Allt slíkt eigi fólk að sniðganga og hún hvetur fólk til að gefa sér tíma til að kynna sér betur hættuna á bak við erfðabreytt matvæli. Þessu tengt segist hún oft nota skemmtilegt mál- tæki sem hljóði þannig að plati maður móður náttúru þá hefni hún sín seinna. „Það er staðreynd að við verð- um að taka inn steinefni og vítamín því fæðan í dag dugar ekki til. En helsti skortur bætiefna í dag er D- vítamín- og magnesíumskortur. Sjór- inn og sólin er mitt uppáhald til að hlaða á birgðirnar og þegar ég fer ut- an elska ég að fara niður á baðströnd og vera þar. Þá tek ég astazanthin frá Now áður til að byggja húðina upp og vernda hana fyrir sólargeislunum. Ég er farin að læra mikið á bætiefnin og innsæið segir mér ef skortur er á ein- hverju. Svo hef ég það fyrir mottó að eyða ekki í neitt nema bensín og bæti- efni. Ég hef verið svo heppin að fjöl- skyldan hefur gefið mér gjafakort fyrir ferðalögunum sem ég hef farið í. Á öðru veraldlegu þarf ég ekki að halda enda getur maður alltaf gert eitthvað úr því sem maður hefur,“ segir Benedikta. Bannað að vakna fúll Það er einmitt þetta sem Bene- dikta kennir á námskeiðinu Æv- intýralíf. Þar hvetur hún fólk til að mikla hlutina ekki fyrir sér heldur drífa í þeim og þora að lenda í æv- intýrum. Hún segir sjálfsagt að vera varfærinn en ekki þannig að hræðslan stjórni lífi fólks. „Ég kalla þetta Ævintýralíf því ég vil að lífið sé eins skemmtilegt og mögu- legt er. Við verðum öll fyrir áföllum, mismiklum, en þetta er bara spurn- ing um hvernig við tökum á því. Það hjálpar ekkert að velta sér upp úr einhverju sem maður getur ekki breytt.“ En hvað á maður að gera við erfiðu dagana? „Þá platar maður undirmeðvitundina. Ég mæli með að byrja á að segja góðan brandara og ef maður getur ekki brosað að honum þá bara að segja annan alveg þangað til maður nær að brosa. Auðvitað er þetta öðruvísi ef fólk verður fyrir áfalli en bara að vakna fúll það er al- veg bannað,“ segir Benedikta og hlær. Hún segir hræðslu og afsakanir fyrst og fremst stoppa fólk í mörgu. Fólk sé meira að segja hrætt við að spyrja um hluti af ótta við höfnun. Hún segir líka bannað að nota orðið mistök og frekar eigi að tala um lær- dóm. „Það er ástundun að vera ham- ingjusamur og bjartsýnn. Maður á að hugsa í plúsum en ekki mínusum og nota jákvæðnina. Tækifærin eru úti um allt sama hvort það er hér eða er- lendis. Ef maður hefur ekki neitt get- ur maður alla vega alltaf haft pappír og penna til að skrifa og plana. Það er mikilvægt að plana til að hlutirnir gerist og draumarnir rætist,“ segir Benedikta og bætir við að hún sé ánægð með hvað fyrirlestrarnir hafi haft ótrúleg áhrif á marga sem hafi látið drauma sína rætast í kjölfarið. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 2011 Vormaraþon Félags maraþonhlaupara fer fram laugardaginn 30. apríl næst- komandi. Hlaupið verður ræst við stokkinn í Elliðaárdal og hefst keppni í heilu maraþoni klukkan 8.00 en hálfu maraþoni klukkan 10.00. Mik- ilvægt er að mæta tímanlega. Líkt og undanfarin ár liggur leiðin sem hlaupin verður í gegnum Elliðaárdal- Fossvog-Skerjafjörð og niður á Æg- isíðu. Drykkjarstöðvar eru við mark, í Nauthólsvík og á snúningspunkti. Tveir hringir fyrir heilt maraþon en einn fyrir hálft. Tilvalið hlaup til að hefja nýtt hlaupavor og -sumar. Áhugasamir geta nálgast upplýsingar um skráningu í hlaupið á vefsíðunni www.hlaup.is Endilega … Ljósmynd/Guðmundur Rúnar Guðmundsson Vormaraþon Það er fínt að hefja vorið á hressandi hlaupi. … takið þátt í vormaraþoni Læknar mæla með annars konar meðferð fyrir sjúklinga sína en þeir myndu velja fyrir sjálfa sig. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem greint er frá í vísindaritinu Archives of Internal Medicine. Um þúsund bandarískir læknar voru beðnir að sjá fyrir sér tvenns konar aðstæður; annars vegar að þeir sjálfir væru með krabbamein í þörm- um og hins vegar að einn af sjúkling- um þeirra hefði sömu sjúkdóms- greiningu. Í fyrra tilfellinu, þegar dregin var upp mynd af þeirra eigin veikindum, völdu 40 prósent læknanna meðferð þar sem dánartíðni var hærri en al- menna meðferðin en hafði litlar aukaverkanir þegar hún virkaði. Þeg- ar um annan sjúkling var að ræða valdi aðeins fjórðungur læknanna sömu meðferð. Niðurstöður vísindamannanna eru að læknarnir höfðu tilhneigingu til að velja meðferð fyrir sjúklinga sína sem gaf þeim mestu lífslíkurnar óháð lífs- gæðunum sem þeir myndu njóta á eftir. Heilsa Læknaráð Ekki nokkur vafi að þessi hópur myndi velja einhver óhefðbund- in úrræði fyrir sig og sjúklinga sína. Læknar fylgja ekki eigin ráðum Bragðefni: Ekki þarf að merkja bragðefni með heiti, nema þegar um er að ræða kínín eða koffín. Reglugerðir um merkingar mat- væla má finna á vef Matvælastofn- unar, www.mast.is. Hafi neytendur athugasemdir við merkingu matvæla er þeim bent á að hafa samband við ábyrgðaraðila (fyr- irtækið sem er merkt á vöruna), Heil- brigðiseftirlitið eða Matvælastofnun. Matvælastofnun heldur fræðslufund um merkingar matvæla miðvikudag- inn 27. apríl 2011 kl. 15-16 í umdæm- isskrifstofu stofnunarinnar í Reykja- vík á Stórhöfða 23 þar sem fjallað verður um þær kröfur sem gerðar eru til matvælaframleiðenda um inn- haldslýsingu á umbúðum matvæla. Jónína Þ. Stefánsdóttir, matvælafræðingur hjá Matvælastofnun. Merking Mikilvægt er að merkja öll matvæli vel og vandlega. Fyrir þá sem eru að hefja leið- ina að hollara mataræði mælir Benedikta með að fólk spjalli við fólkið sem starfi í heilsu- búðunum og lesi sér líka til. Svo er að nota heilbrigða skynsemi og prófa allt á sjálf- um sér. Enda hentar ekki öllum það sama. Spurð um kostn- aðinn við það að kaupa lífrænt segist Benedikta ekki kaupa eingöngu lífrænt grænmeti og ávexti og þessu megi blanda saman. Sumt verði þó að vera lífrænt eins og epli og gulræt- ur. Hún segir verðið því miður hafa hækkað eftir hrun og hvetur fólk til að rækta meira sjálft, setja t.d. tómat- og paprikuplöntur út í stofu- glugga. Lífræn epli og gulrætur HOLLARA MATARÆÐI Rannsóknir og atvinnusköpun í erfðatækni Dagskrá: Upphaf erfðatækninnar Guðmundur Eggertsson, Háskóla Íslands Plöntukynbætur í fortíð, nútíð og framtíð Áslaug Helgadóttir, Landbúnaðarháskóli Íslands Erfðatækni í matvælaframleiðslu Helga M. Pálsdóttir, Matvælastofnun Erfðatækni í lyfjaframleiðslu Einar Mäntylä, ORF Líftækni Erfðatækni sem rannsóknatæki Ólafur S. Andrésson, Háskóla Íslands Erfðatækni og umhverfi Arnar Pálsson, Háskóla Íslands Pallborð Fundarstjóri: Þorsteinn G. Gunnarsson, KOM almannatengsl Fundurinn er opinn og aðgangur ókeypis. Skráning á www.si.is Samtök íslenskra líftæknifyrirtækja og Samtök iðnaðarins efna til málstofu um erfðatækni, notagildi og möguleika til atvinnusköpunar Grand Hótel Reykjavík 27. apríl kl. 9.00 – 12.00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.