Morgunblaðið - 26.04.2011, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 26.04.2011, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 2011 ENGIR TVEIR ÍS LE N SK A /S IA .I S /V O R 53 52 5 04 /1 1 BAKSVIÐ Kristján Jónsson kjon@mbl.is Engin áform eru að svo stöddu hjá umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar um að fresta á ný gildistöku umdeildrar 15 metra reglu við sorplosun í borginni, að sögn skrifstofustjóra sviðsins, Guðmundar B. Friðrikssonar. Aðalfundur Hús- eigendafélagsins samþykkti fyrir skömmu ályktun þar sem hvatt var til þess að horfið yrði frá breytingunni eða henni a.m.k. frestað um ár. Frá 1. maí verður innheimt sér- stakt gjald ef sorpílát eru meira en 15 metra frá götu. Forsendan er að meiri fjarlægð sé íþyngjandi fyrir sorphirðumenn og geri starf þeirra tímafrekara og dýrara en ella. Ásakanir um „gönuhlaup“ Húseigendafélagið segir að ekkert samráð hafi verið haft við borgarbúa og samtök þeirra, um „gönuhlaup“ sé að ræða og félagið telur að kanna þurfi hvort breytingin hafi lagastoð. Reynist svo vera þurfi að veita fólki meiri frest til að gera nauðsynlegar ráðstafanir, t.d. breyta staðsetningu sorpíláta. Er skorað á borgaryfirvöld „að taka sönsum og auka hvorki vanda sinn né borgarbúa frekar en orðið er með fyrirhyggjuskorti, hörku og óbilgirni í þessu viðkvæma máli“. Guðmundur B. Friðriksson segir að ekki hafi verið rætt í umhverfis- og samgönguráði hvort fresta beri gild- istökunni og hann segist ekki sjálfur sjá ástæðu til þess. En er það rétt hjá Húseigendafélaginu að afleiðingin af breytingunni geti orðið sóðaskapur vegna þess að sorpílát „í reiðileysi“ sem færð hafa verið nær götu geti olt- ið? Hver á að sjá um að hlutirnir séu alltaf í lagi? „Við erum að setja upp vinnuregl- ur um það hvernig þessi mál verða,“ segir Guðmundur. „Meðal annars er til skoðunar ef t.d. Veðurstofan gefur út stormviðvörun að í þeim tilfellum myndum við sækja tunnurnar og skila þeim, ekkert hefur verið ákveð- ið um þetta.“ Hver íbúi beri ábyrgð á sínum ílát- um og ef hann velji að borga ekki aukagjaldið geti hann ekki varpað allri ábyrgðinni á borgina. Guðmund- ur segir rétt að tekið geti tíma að fá leyfi byggingaryfirvalda til að breyta staðsetningu sorpgeymslna sem oft séu steyptar og teiknaðar sem hluti af húsinu. Mjög víða sé þó einfalt mál að reisa nýja geymslu nær götu. Hann segist skilja vel óánægju margra en breyting af þessum toga tíðkist víða erlendis til að draga úr óþarfa kostnaði. Sáu ekki ástæðu til samráðs - En er það rétt að ekki hafi verið haft neitt samráð við húseigendur og samtök þeirra? „Nei, það var ekkert samráð haft við Húseigendafélagið. Við höfum ekki lagt það fyrir Húseigendafélagið þegar við höfum gert breytingar á sorphirðu í Reykjavík hingað til. Það hefði eflaust ekki verið vitlaust en við sáum ekki ástæðu til þess á þeim tíma þegar þessi ákvörðun var tekin.“ Guðmundur segir að áætlað hafi verið að um helmingur íbúa þyrfti annaðhvort að breyta staðsetningu á geymslunni eða greiða aukagjaldið sem er 4.800 krónur árlega á hvert ílát ef ílátin eru of langt frá götu. Ef farin hefði verið sú leið að hækka sorphirðugjald á alla hefði ekki verið fyrir hendi nein hvatning í kerfinu fyrir borgarbúa til að draga úr kostn- aðinum. Slíkur sparnaður væri ávinn- ingur fyrir alla Reykvíkinga. Senn tekur 15 metra reglan gildi  Stendur ekki til að fresta gildistöku 15 metra sorphirðureglu í Reykjavík þrátt fyrir hávær mótmæli  Gert ráð fyrir að helmingur borgarbúa þurfi að breyta staðsetningu sorpíláta eða greiða aukagjaldið Morgunblaðið/Sigurgeir S. Sorphirða Mælingamaður frá Reykjavíkurborg að störfum við að kanna fjarlægð frá götu að sorpílátum. Í tilkynningu frá umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkur- borgar segir m.a. að til skoð- unar sé að gefa borgarbúum kost á að aðlagast þessari breytingu á sorphirðunni í maí- mánuði, til að nota tímann og leiðbeina íbúum sem enn hafi ekki brugðist við. Einnig er til skoðunar að starfsmenn Sorp- hirðu Reykjavíkur sæki tunnur lengra en 15 metra á dögum þegar veður er vont. Fara á yfir reglurnar á fundi umhverfis- og samgönguráðs í dag. Aðlögunar- tími í maí 15 METRA REGLAN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.