Morgunblaðið - 26.04.2011, Page 13

Morgunblaðið - 26.04.2011, Page 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 2011 ERU EINS Engir tve ir einsta klingar e ru nákvæ mlega e ins. Þett a skiljum við hjá V erði og þ ess vegn a viljum við kynn ast viðskipta vinum o kkar bet ur. Við læ rum að þ ekkja þá svo að þ eir fái ör ugglega þá þjónu stu sem þeim he ntar. Við viljum sjá til þe ss að þú sért með réttu try ggingarn ar, hvort sem um er að ræ ða líf- og heilsutry ggingu, trygging u fyrir h úsið, bíl inn eða fyrirtæki ð. VIÐ VILJ UM KYN NAST ÞÉ R BETUR Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Þetta tókst framúrskarandi vel. Það er erfitt að áætla nákvæmlega hversu margir sóttu Ísafjörð heim vegna há- tíðarinnar. Maður hefur hins vegar heyrt að íbúafjöldi Ísafjarðarbæjar hafi tvöfaldast,“ segir Guðmundur M. Kristjánsson, einn aðstandenda tón- listarhátíðarinnar Aldrei fór ég suð- ur, um hátíðina í ár. Íbúar Ísafjarðar eru um 3.500 og voru gestir því á fjórða þúsund að þessu sinni, reynist mat manna rétt. Fiskisúpa og plokkfiskur – Hvað með fjárhagshliðina? „Við höfum miðað við að styrkir og önnur fjáröflun dugi fyrir helm- ingnum af kostnaðinum. Það kostar um 5 milljónir að halda rokkhátíð al- þýðunnar. Afganginn sækjum við í sölu varnings og minjagripa. Svo selj- um við fiskisúpu og plokkfisk en báðir réttir njóta mikilla vinsælda.“ – Hafið þið upp í kostnaðinn? „Já. Síðustu ár höfum við verið réttum megin við núllið. Megin- markmið félagsskaparins sem að þessu stendur er að græða ekki pen- inga. Þetta er allt gert í sjálfboða- vinnu. Tónlistarhúsið fáum við frítt. Það var uppbókað á hótel allt til Þing- eyrar og verslunin afar blómleg.“ – Forláta lopapeysa sem Mugison klæddist var boðin upp til styrktar hátíðinni. Á hvað var hún slegin? „Hæsta boð var 150.000 kr. Kaup- andinn var Ísólfur Haraldsson.“ Slegist um sviðsljósið – Voru einhverjir til vandræða? „Lögreglan segir okkur að allt hafi farið friðsamlega fram sem að hátíð- inni sneri. Það fylgir þessu þó fylliríi eins og gengur og gerist. En það var enginn með leiðindi,“ segir Guð- mundur og svarar því síðan til að 15 erlendir blaðamenn hafi sótt hátíðina sem hófst á skírdag og lauk á laug- ardag. Um 30 bönd tróðu upp en 150 bönd sóttu um að fá að spila. „Hvert band fær 20 mínútur á sviðinu, hvort sem það er frægt eða ekki. Þau slást um að fá að spila.“ Íbúafjöldi Ísafjarðar tvöfaldaðist á rokkhátíð Ljósmynd/Sigurjón J. Sigurðsson Stuð Á laugardagskvöldið Páll Óskar hélt uppi stuðinu á rokkhátíðinni. Mikil stemning og fjölmenni á Aldrei fór ég suður í ár Frítt fyrir alla » Enginn aðgangseyrir er á tónleika hátíðarinnar. » Þrátt fyrir vaxandi aðsókn segir Guðmundur M. Krist- jánsson, einn aðstandenda hátíðarinnar, að ekki komi til greina að breyta því. Heimsmeistaramót unglinga í sam- kvæmisdönsum fór fram í Barce- lona á Spáni um páskana. Fyrir hönd Íslands kepptu Birkir Örn Karlsson, 14 ára, og Perla Stein- grímsdóttir, 13 ára, og urðu þau í 16. sæti af 35 keppendum á mótinu. Er þetta að sögn kunnugra ein- stakur árangur á heimsmeist- aramóti hjá íslensku danspari en aðeins eitt par frá hverju landi hef- ur keppnisrétt, eða það par sem er í fremstu röð í sínu heimalandi. Er því um mjög sterka keppni að ræða. Birkir Örn og Perla hafa dansað saman í eitt ár og eiga framtíðina fyrir sér í dansinum. Samkvæmisdansar Perla Steingrímsdóttir og Birkir Örn Karlsson dansa á HM á Spáni um páskana, þar sem þau urðu í 16. sæti af 35 mögulegum. Í 16. sæti á HM unglinga í dansi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.