Morgunblaðið - 10.06.2011, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 10.06.2011, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2011 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. María Elísabet Pallé Kristján Jónsson Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Landsbankans gegn þrotabúi Mót- ormax. Deilt var um lán, sem Lands- bankinn taldi að fæli í sér skuldbind- ingu í erlendri mynt. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að lánið væri í íslenskum krónum en geng- istryggt og þar með ólöglegt. „Ég er bara alveg í skýjunum fyrir hönd félagsmanna,“ segir Örn Páls- son, framkvæmdastjóri Landssam- bands smábátaeigenda, um dóminn í gærkvöldi. Telur Örn að þessi dómur þýði að ekki verði hægt að mismuna fyrirtækjum eftir því hversu skuld- sett þau eru. „Þessi dómur tekur af allan vafa að það er enginn greinarmunur gerður á lánum til einstaklinga og til fyrirtækja,“ segir Örn og telur að menn geti loks farið að leysa skulda- mál sín. Telur hann að allir bank- arnir hafi verið með sömu skilmála í lánum sínum. Hins vegar er Örn undrandi á því að dómurinn hafi ver- ið klofinn að þessu sinni ólíkt því sem áður hefur verið. Skoða hvert tilfelli fyrir sig Guðjón Rúnarsson, framkvæmda- stjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, segir of snemmt að átta sig á heildar- áhrifum dómsins á fjármálafyrirtæki landsins sökum þess hve skammur tími er liðinn. Sá banki sem þetta mál sneri að hefur sent frá sér yf- irlýsingu en önnur fjármálafyrirtæki þurfa að nota næstu daga til að fara yfir áhrif dómsins á þau. Guðjón tel- ur að niðurstaðan sé áhugaverð þar sem dómurinn hafi verið klofinn. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins, telur að dómurinn muni hafa mikið fordæmisgildi og að bankarnir hafi að öllum líkindum gert ráð fyrir að þetta gæti orðið niðurstaðan. Vil- hjálmur telur þó dóminn ekki munu hafa úrslitaáhrif á stöðu fyrirtækj- anna heldur spili mjög margir aðrir þættir í stöðuna. Hver áhrifin verða svo í framhaldinu sé háð þeim leiðum sem bankarnir hafa farið í lausn á skuldavanda fyrirtækjanna. Sjö hæstaréttardómarar dæmdu í málinu og klofnaði dómurinn. Fjórir dómarar, Ingibjörg Benediktsdóttir, Árni Kolbeinsson, Gunnlaugur Cla- essen og Viðar Már Matthíasson, vildu staðfesta héraðsdóm. Þrír dómarar, Garðar Gíslason, Jón Steinar Gunnlaugsson og Markús Sigurbjörnsson, töldu að um væri að ræða lán í erlendri mynt. Því félli það ekki undir heimildir til verðtrygg- ingar lánsfjár í íslenskum krónum og væri því löglegt. Landsbankinn segir í yfirlýsingu að mikil vinna sé fram- undan við endurútreikning lána sem falli undir dóm Hæstaréttar í Mót- ormax-málinu og megi búast við að sú vinna taki talsverðan tíma. Sér- stök gjaldfærsla, sem nam 18,1 millj- arði króna, var í reikningum bank- ans fyrir síðasta ár til að mæta áhrifum dóma á árinu 2010 og snemma árs 2011. Fram kom í úttekt Morgunblaðs- ins í apríl að ef Hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms gæti svo farið að ís- lensku bankarnir yrðu að endur- reikna nær öll erlend lán en lengi hefði verið talið að aðeins þyrfti að endurreikna gengisbundin lán til einstaklinga. Um áramót voru um 835 milljarðar af gengisbundnum lánum á efnahagsreikningum ís- lenskra banka. „Ég er bara alveg í skýjunum fyrir hönd félagsmanna“ Algengir samningar » Ljóst virðist af niðurstöð- unni í gær að Hæstiréttur álíti svonefnd fjölmyntalán ólögleg. » Heimildir Morgunblaðsins herma að lánasamningar á borð við Mótormax-samning- inn séu mjög algengir í lána- safni Landsbankans. » Dómur Hæstaréttar var klof- inn þar sem fjórir dæmdu lánin ólögleg á móti þrem. Þessir kátu unglingar létu ekki kuldann á sig fá á þessum fyrsta vinnudegi Vinnuskólans í Reykjavík þegar ljósmyndara bar að garði. Hreinsunarstarf er hafið á beðum umferðar- eyja í Hlíðahverfinu í Reykjavík. Á veturna taka um 100 nemendur þátt í atvinnutengdu námi en á sumrin vinna um 3.500 nemendur í hópum vítt og breitt um borgina en líka í Heiðmörk, Blá- fjöllum, á Hólmsheiði og Kjalarnesi. Unglingar gleðjast á fyrsta vinnudegi sumarsins Morgunblaðið/Ernir Hæstiréttur hefur dæmt 41 árs gamla þýska konu, Elenu Neumann, í 8 ára fangelsi fyrir að flytja inn tæpa 20 lítra af amfetamínbasa til landsins á síðasta ári. Staðfesti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Önnur kona var sýknuð Neumann kom til landsins með ferjunni Norrænu í júní í fyrra en amfetamínið fannst í bensíngeymi bílsins. Önnur þýsk kona, 32 ára, sem var með henni í ferðinni og sætti ákæru í sama máli, var sýknuð þegar héraðsdómur fjallaði um mál- ið í vetur og var þeim dómi ekki áfrýjað. Talið var að úr amfetamínbasan- um væri hægt að búa til rúmlega 264 kg af amfetamíni, sem svarar til næstum allrar ársneyslu á Íslandi. Grunur leikur á, að Lithái, sem dæmdur var hér árið 2006 í 4 ára fangelsi fyrir að flytja inn amfeta- mínvökva og brennisteinssýru, teng- ist málinu. Óskaði lögreglan hér á landi eftir því við lögregluna í Lithá- en að maðurinn yrði handtekinn og yfirheyrður en ekki tókst að hafa uppi á honum. Í dómi héraðsdóms kom fram, að Elena hefði gert sér af fremsta megni far um að afvegaleiða rannsókn málsins og breytt fram- burði sínum hjá lögreglu við rann- sókn málsins og lítið sem ekkert upplýst að fyrra bragði. Skýrar vísbendingar væru um, að konan hefði verið virkur þátttakandi í brotinu og hefði með ósannindum, röngum og misvísandi framburði reynt að hindra lögreglu í að upp- lýsa um brotið og afvegaleiða rann- sóknina eftir fremsta megni. Í dómi Hæstaréttar segir, að kon- unni hafi ekki getað dulist, að veru- legu magni fíkniefna hafi verið kom- ið fyrir í eldsneytistanki bílsins sem hún kom með á skipi til landsins. Dæmd í átta ára fangelsi fyrir smygl á fíkniefnum Morgunblaðið/Júlíus Eitur Efni fannst í Norrænu í fyrra. Ríkissáttasemj- ari frestaði um kvöldmatarleytið í gær sáttafundi flugvirkja og Ice- landair sem hafði staðið yfir frá kl. hálfþrjú. Boðaði hann til annars fundar klukkan tvö í dag. Hafa flugvirkjar boðað vinnustöðvun í dag, þriðja daginn í röð, frá klukkan 6 til 10. Því næst er boðuð sólar- hringsvinnustöðvun 20. júní og ótímabundið verkfall 4. júlí ef samn- ingar hafa ekki náðst. Guðjón Arngrímsson upplýsinga- fulltrúi segir að menn vilji halda áfram viðræðum. Það sé góðs viti en fjögurra tíma vinnustöðvun í þrjá daga mun hafa valdið óþægindum tugþúsunda ferðamanna. Samninga- nefndir flugvirkja og atvinnurek- enda hafa fundað síðastliðna fjóra mánuði án árangurs til þessa. Sættir reyndar áfram Flug Seinkun á flugi verður fram eftir degi í dag. Vinnustöðvun veldur seinkunum enn á ný RISASÓFI 199.900.- verd adeins

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.