Morgunblaðið - 10.06.2011, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 10.06.2011, Qupperneq 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2011 ✝ Inga JóhannaBirgisdóttir fæddist í Reykja- vík 17. júní 1957. Hún lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 1. júní 2011. Foreldrar Ingu eru Birgir Jóhann Jóhannsson tann- læknir, f. 27. mars 1929 og Jóhanna Ásdís Jónasdóttir húsmóðir, f. 4. maí 1929, d. 20. maí 2005. Systkini Ingu eru Guðrún fjölmiðlafræðingur, f. 22. febrúar 1952, maki Chuck Mack, Jónas Birgir tannlæknir, f. 25. desember 1953, maki Stella Guðmundsdóttir, Sigrún kennari, f. 18. desember 1960, maki Óskar Baldursson, Hauk- ur framkvæmdastjóri, f. 5. október 1964, maki Áslaug María Magnúsdóttir. Þann 30. júlí 1982 giftist Inga eftirlifandi eiginmanni sínum, Halldóri Úlfarssyni full- trúa, f. 13. apríl 1952. For- eldrar Halldórs eru Úlfar Kristmundsson kennari, f. 30. ágúst 1929, d. 11. október 2001 og Þóra Viktorsdóttir hús- móðir, f. 30. apríl 1929. Systir Halldórs er Þóra, f. 22. júní 1960, hennar maki er Ásgeir Magnússon. Börn Ingu og Hall- dórs eru: 1) Ásdís háskólanemi, f. 5. nóvember 1979, maki Guð- mundur Finn- bogason rekstr- arstjóri, f. 4. maí 1978. Barn þeirra er Viktor Matti, f. 5. apríl 2006. 2) Úlfar Þór veit- ingamaður, f. 29. mars 1987, barn hans og Birnu Hólm Björnsdóttur er Björn Ómar, f. 15. október 2006. Inga lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamra- hlíð í desember árið 1977. Árið 1981 útskrifaðist Inga frá Kennaraháskóla Íslands og starfaði sem kennari í nokkur ár. 1986 lauk hún prófi í tann- fræði frá Tannlæknaháskól- anum í Árósum í Danmörku. Eftir námið vann Inga við fræðslustörf á vegum heil- brigðisráðuneytisins í skólum vítt og breitt um landið. Þá starfaði Inga jafnframt á tann- læknastofu föður síns. Á yngri árum var Inga afreksmann- eskja í íþróttum en síðustu ár hafði hún mikinn áhuga á yoga og stundaði það reglulega. Útför Ingu Jóhönnu fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 10. júní 2011, og hefst athöfnin kl. 15. Elskuleg systir mín er látin, langt fyrir aldur fram. Nú er hún laus við þjáningar sínar. Ég get varla lýst því með orðum hvað ég sakna hennar mikið. Allar fallegu minningarnar um systur sem var gleðigjafi allra og kvartaði aldrei. Það voru for- réttindi að fá að vera systir hennar og vinkona. Ferðirnar með henni upp í bústað eru ógleymanlegar. Ég hlakkaði alltaf til. Við töluðum og hlógum mikið saman. Við áttum okkar systralund á Skó- gaási þar sem við sátum á bekk umvafðar trjám og ræddum okkar trúnaðarmál. Hún vildi sjaldan ræða veikindi sín og þakkaði fyrir hvern dag. Fjölskylda hennar var alltaf í forgangi og ömmubörnin sér- stakir sólargeislar í lífi hennar. Inga var góð fyrirmynd. Hún gaf mér og öðrum svo margt og ég mun alltaf minnast hennar sem Ingu gleðigjafa, húmorista og fjörkálfs. Við fengum of stuttan en dýrmætan tíma með henni í þessu lífi og mér finnst stór hluti af mér farinn en minning hennar lifir í hjarta mínu. Inga málaði gullfallegar myndir. Hún var mikið fyrir engla og málaði meðal annars englamyndir. Nú er hún engill á himnum hjá mömmu. Inga mín, takk fyrir allt sem þú gafst mér og mínum. Við munum hittast á ný. Hvíl þú í friði. Elsku Dóri og fjölskylda, megi Guð gefa ykkur styrk í gegnum þessa erfiðu lífs- reynslu. Sigrún systir. Inga Jóhanna systir okkar var ekki bara falleg heldur líka góð og skemmtileg. Hún var yndisleg manneskja. Hún var húmoristi og gleðigjafi . Hún fæddist á þjóðhátíðardegi Ís- lendinga 17. júní og það hefur alltaf verið einhvern veginn við hæfi að það sé flaggað og fagn- að um allt land á afmælisdeg- inum hennar. Hún var rúmlega tvítug þegar hún greindist með MS-sjúkdóminn sem var mikið áfall fyrir okkur öll í fjölskyld- unni. Þrátt fyrir sjúkdóminn átti Inga systir okkar gott og gjöfult líf með Dóra og börn- unum sem þau eignuðust, Ás- dísi og Úlfari Þór og á síðustu árum var hún amma eins og best gerist í ömmumálum. Hún notaði menntun sína bæði kenn- aramenntunina og tannfræði- menntunina og vann bæði sem kennari og tannfræðingur. Það er gott að eiga góðar minningar þegar kemur að því að kveðja þá sem manni þykir vænt um.Í fimm systkina hópi eru minn- ingar margar og frá misjöfnum tímum sem svo einhvern vegin renna allar saman þegar full- orðinsárin taka við og allir komnir á svipaðan stað í lífinu. Samverustundir á gamla heim- ilinu okkar í Ásendanum þar sem alltaf var opið hús voru margar og oft var eitthvert okk- ar bara að kíkja við á leið heim úr vinnu en allt í einu var allt liðið mætt við eldhúsborðið. Þá á hvert okkar sínar minningar eins og sameiginlega áhugamál- ið yoga, náin samvinna bróður og systur á sama vinnustað, sameiginlegar ferðir systra í sumarbústaðinn í Flókadalnum, minningar yngri bróður þegar hann var tekinn með sem lukkudýr á handboltaleiki, Inga við eldhúsborðið í heimsókn og ósjaldan með einn góðan brand- ara sem maður gat svo aldrei munað áfram, alltaf hlæjandi, aldrei kvartandi. Minningarnar hrannast upp. Chuck mágur Ingu sagði þessa setningu: Inga was a dear soul. Næsta 17. júní mun Gurrý ekki hringja snemma morguns í Ingu og setja útvarpið að símtólinu á meðan lagið Hæ hó og jibbí og já það er kominn 17. júní fær að hljóma fyrir hana en það var orðið að hefð á þessum morgni en við munum hlusta á lagið og fagna deginum hennar. Við þökkum fyrir samfylgd- ina við kæra systur og biðjum góðan guð að vaka yfir Dóra, Ásdísi, Úlla og ömmustrákunum og pabba og allri fjölskyldunni okkar. Hvíli elskuleg systir okkar í friði. Guðrún, Jónas og Haukur. Þau verða ekki mörg kveðju- orðin mín hér til þín, elsku besta vinkonan mín. Þau geymi ég með mér og flyt þér þau í samtölunum sem ég mun eiga við þig um ókomna tíð á okkar tungumáli. Það er heldur ekki í þínum anda að bera á torg hrós og að- dáun annarra á þér. En ég sagði þér það svo oft hversu góð og hrein sál þú værir og mér finnst að allur heimurinn eigi að vita það. Hann er fátæk- ari án þín, þín sem varst svo andlega og fallega sinnuð, vildir öllum svo vel, hugsaðir alla hluti út frá kærleikanum sem þú varst svo rík að. Og svo fyllt- irðu öll herbergi af gleði og kát- ínu. Og sífellt að gleðja aðra með litlum smágjöfum og fal- legri framkomu og fölskva- lausri. En um leið með óborg- anlegan húmor og gamansemi sem eflaust átti stóran þátt í að þú náðir á einhvern undraverð- an hátt að lifa lífinu lifandi þrátt fyrir að vera sárlasin ár- um saman. Hafðir það alltaf „fínt“ þegar þú varst spurð um líðan þína. Þér var umhugað um að aðrir hefðu ekki áhyggjur af þér. Svo ótal margir hafa komið að máli við mig síðan þú kvadd- ir og nefna allir það sama: „Hún var svo gefandi, gjafmild á bæði veraldlega og ekki síður and- lega hluti og alltaf með sitt geislandi bros.“ Og þannig varstu, elsku Ingan mín, auk þess að vera glæsileg, smekkleg og undurfalleg kona. Hafðu hjartans þökk, elsku hjartans vinkona mín, fyrir ógleymanlega samleið, takk fyr- ir allar dásamlegu stundirnar okkar í Stokkhólmi undangeng- in ár, takk fyrir að hafa verið vinkona mín í yfir 40 ár. Það hefur verið mér mikill skóli, þú hefur kennt mér allt það besta sem ég kann – margt af því var það sem þú lærðir í jóganu og deildir með mér Nú held ég áfram án þín, en samt með þér, þú verður ávallt hluti af mér og fylgir mér til enda. Það er mín huggun. Þú hefur nú sameinast svo mörgum sem á undan eru gengnir; Diddu mömmu þinni sem þú saknaðir svo sárt, Helgu Dagbjarts sem var þér svo kær og strákunum mínum sem þú elskaðir svo mikið og mörgum fleirum. Börnin mín og Aþena hafa átt með þér ógleymanlegar stundir í gegnum tíðina og sakna Ingu Pingu sinnar. Þau eru þakklát fyrir að mamma þeirra hafi átt þessa frábæru vinkonu og minnast allra gleði- stundanna með þér. Mamma og pabbi biðja fyrir kveðju, þau elskuðu þig eins og þú elskaðir þau. Hugurinn er hjá fólkinu þínu, elsku vinkona mín, Dóra þínum, sem vart hefur vikið frá þér síð- ustu mánuði. Hetjunum þínum, Ásdísi og Úlla sem þú varst svo óendanlega stolt af og litlu öm- mupjökkunum, Viktori Matta og Bjössa sem þú lifðir fyrir. Hugurinn leitar líka sterkt til elsku Bigga pabba þíns, systk- ina þinna sem hafa öll verið vakin og sofin yfir þér og fjöl- skyldna þeirra. Ég er svo þakk- lát fyrir að þau skuli hafa leyft mér að fylgja þér síðustu vik- urnar. Guð gefi ykkur öllum styrk, elsku vinir. Munum að við grát- um vegna þess sem var gleði okkar. Öllum þeim sem elskuðu þig bið ég blessunar. Nú hefur þú fundið ljósið ei- lífa, sem þér var svo hugleikið. Far þú í friði, Ingan mín, hetjan mín. Þín elskandi vinkona, Jóna Dóra. Inga var falleg innst sem yst; fallegasta manneskja sem ég hef kynnst. Einstök vinkona sem gerði mig að betri mann- eskju og líf mitt allt svo miklu skemmtilegra. Alla tíð; allt frá því við vorum að bralla á menntaskólaárunum og þar til fyrir fáum vikum, var alltaf hrikalega gaman hjá okkur, því annað var ekki hægt nálægt henni. Ógleymanleg var ferðin á rallkeppni á Húsavík þegar við misstum hljóðkútinn undan bílnum í Húnavatnssýslu og vorum vissar um að nytin myndi detta úr öllum kúm í sveitinni við hávaðann. Allar Sigtúnsferðirnar og líka þær sem aldrei voru farnar því það var svo gaman heima að við gleymdum að fara. Við gerð- umst „fóstsystur“ með tilheyr- andi blóðblöndun og minntumst þess dags árlega eftir það. Svo þegar hún hringdi og bað mig að passa Ásdísi og greiða sér af því að hún og Dóri ætluðu að gifta sig „á eftir“. Öll vídeókvöldin, bæði í Grundargerðinu og í Vestur- berginu, þegar hún hafði valið allra mestu hryllingsmyndirnar en þorði svo ekki að horfa þeg- ar á reyndi. Siglingin út í Flat- ey þegar hún var svo sjóveik að hún ætlaði aldrei að koma aftur á þennan vonlausa stað. Við hlógum rosalega oft að því seinna meir. Á Rhodos völdum við svo lé- legt hótel að þar var ólíft en samt var hægt að hlæja með henni að öllu saman. Ferðasjóð Júlla feita stofnuðum við til að fara saman í siglingu á Níl. Sú ferð var aldrei farin heldur margar aðrar en bara í Smára- lind eða Kringluna þar sem við nutum þess reglulega að tæma sjóðinn. Hún var hetja. Hún var frá- bær vinkona. Líf mitt verður ekki jafnskemmtilegt eftir að hún er farin og ég mun sakna hennar sárt. Ég bið góðan Guð að styrkja Dóra, Ásdísi og Úlla og sendi Birgi og systkinum Ingu mínar innilegustu samúð- arkveðjur. Vilborg. Alltaf stutt í brosið og dill- andi hláturinn. Hún lýsti upp umhverfi sitt hvar sem hún kom. Bláeygð, ljóshærð, grönn og glæsileg. Einlæg og blátt áfram. Snögg til svars og lét engan eiga neitt inni hjá sér. Oftast með gamanyrði á vör, en föst fyrir og alvörugefin ef til- efnið kallaði eftir því. Það var gott að vera í samskiptum við hana Ingu Jóhönnu Birgisdótt- ur. Og enn betra að eiga hana að vini, því vandfundinn var traustari og heilli manneskja. Og nú er hún farin. Hún lést hinn 1. júní síðastliðinn, langt fyrir aldur fram. Hún Inga Birgis og Jóna Dóra kona mín voru trúnaðar- vinkonur áratugum saman. Aldrei bar þar skugga á. Þær voru eins og samstiga systur. Luku setningum hvor fyrir aðra, ræddu heima og geima, þung og erfið vandamál sem upp koma á lífsins vegi, en ekki síður hlógu þær saman. Þótt lönd og höf skildu þær að hin síðari ár leystu þær þann vanda með löngum símtölum á degi hverjum og síðan kom Inga reglulega hingað til Stokkhólms í góðar heimsóknir. Það voru miklir fagnaðarfundir. Ekki bara fyrir Jónu Dóru heldur ekki síður mig, því Inga var gleðigjafi og aufúsugestur. Elskulegur eiginmaður henn- ar, sá heilsteypti og skemmti- legi maður, Halldór Úlfarsson, varð einnig vinur minn. Því er stundum haldið fram, að það geti reynst eiginmönnum trún- aðarvinkvenna snúið, þegar þær láta gamminn geisa og við karl- arnir verðum nánast í hlutverki statista. En því var ekki að heilsa hjá okkur Dóra. Þegar þær stöllur, Jóna Dóra og Inga, fóru á flug, þá sagði Dóri gjarn- an: „Þær eru bara í sínu,“ og hló. Og við ræddum okkar mál í friði og spekt, enda Dóri frábær vinur og gegnumheill; ekki ósvipaður konu sinni í þeim efn- um. Hún Inga Birgis átti ekki bara ljúfa daga. Langt í frá. Það eru áratugir síðan hún greindist með þann erfiða sjúk- dóm, MS, og einkum hin síðari ár reyndi sjúkdómurinn á lík- amlegt atgervi hennar og hreyfigetu. En hún lét það ekki aftra sér frá því að taka fullan þátt í öllu því sem hugur henn- ar stóð til. Hún var sumpart kröftugri, jákvæðari og virkari en margir þeir sem fulla heilsu hafa. Það var aðdáunarvert að fylgjast með æðruleysi hennar og bjartsýni, þótt maður vissi að oft væri hún sárþjáð. En aldrei heyrði ég hana kvarta. Hún vildi ekki íþyngja sam- ferðafólki sínu – vildi lifa lífinu lifandi eins og nokkur kostur var. Ég mun sakna hennar Ingu og geyma minningu hennar í hugskoti um ókomna tíð. Eiginmaður hennar Halldór, sem hefur staðið þétt við hlið hennar í blíðu og stríðu, sér á eftir elskaðri eiginkonu. Börn þeirra, Ásdís og Úlfar, kveðja mömmu sem lagði allt í söl- urnar til að tryggja velsæld þeirra og hamingju. Og litlu barnabörnin, Vikor Matti og Bjössi, sem fara á mis við ömmu sína í framtíðinni, en fá vafalaust margar og fallegar frásagnir af ömmunni sem var svo stolt af þeim. Megi góður Guð sefa þeirra sáru sorg. Föður Ingu, Birgi Jóhanns- syni, systkinum hennar og stór- fjölskyldunni allri sendi ég mín- ar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Ingu Jó- hönnu Birgisdóttur. Guðmundur Árni Stefánsson. Inga eða Inga-pinga, eins og við og reyndar stundum hún sjálf kölluðum hana oftast, var allt frá því við kynntumst henni og Dóra merkisberi glaðværðar, gáska og stríðni. Við vissum fljótlega eftir að við kynntumst þeim hjónum, fyrir rúmum 30 árum, að Inga bæri sjúkdóm sem setti framtíð hennar í óvissu, en við skynjuðum það jafnframt að það skyldi ekki aftra henni þess að njóta lífsins til fulls og aldrei láta bugast, við það stóð hún svo sannar- lega. Það er engu logið þó að við segjum að samvistir okkar við þau Ingu og Dóra hafa fært okkur ómetanlega sýn á lífið. Lifðu lífinu lifandi, sjáðu spaugilegu hliðarnar á öllu og öllum, láttu ekki smámuni fara í taugarnar á þér og umfram allt gerðu það sem þú getur og vertu ekki að væla yfir því sem þú getur ekki. Það er alveg á hreinu að engin manneskja hef- ur valdið okkur jafnoft og inni- lega krampakenndum floga- hlátri yfir einhverri bölvaðri vitleysu eins og hún Inga-pinga. Hvort sem við vorum kolvillt í Lúxemborg, elt af hauslausum ökuföntum í Þýskalandi eða bara í heitum potti undir stjörnubjörtum þorrahimni var alltaf jafngaman að vera til þeg- ar Inga var í stuðinu sínu. Með lífi sínu hefur Inga skilið okkur eftir svo ríka arfleifð góðra minninga að jafnvel á sorgarstundum sem þessum er stutt í brosið á bak við tárin. Elsku Dóri, Ásdís, Úlli og fjölskyldur, ekki síst litlu ömm- ustrákarnir hennar sem hún elskaði svo mikið og var svo stolt af, ykkar missir er mikill og þungt er um hjartarætur en vonandi munu góðar minningar verða ykkur og okkur huggun er fram líða stundir. Ljúf minning lifir. Árni og Dröfn og stelpurnar. Inga vinkona okkar til 40 ára hefur kvatt þessa jarðvist. Ekk- ert fær lýst sorg okkar og sökn- uði við fráfall hennar. Við kynntumst á unglings- aldri í handboltanum í Val. Um tvítugsaldur mynduðum við saumaklúbbinn okkar sem hef- ur bundið okkur svo sterkum vináttuböndum. Minningarnar eru ótal marg- ar og svo óendanlega skemmti- legar allar götur frá handbolta- árunum okkar til dagsins í dag. Og á engan er hallað þó við full- yrðum að stærstan þátt átti Inga okkar í flestu því skemmtilegasta sem við nú minnumst. Hún var einstök sál, falleg að utan sem innan, alltaf að gefa af sér, gleðja aðra, hvort heldur sem var með ynd- islegu viðmóti eða einstökum húmor, svo mikill gleðigjafi hvar sem hún fór. Við minnumst allra utan- landsferðanna okkar saman. Fyrst í keppnisferðum með Val, en Inga stóð vaktina í markinu og með slíkum árangri að hún var kornung valin í unglinga- landsliðið. Síðar áttum við eftir að eiga saman ógleymanlegar ferðir vítt og breitt um heim og höf. Alltaf var Inga okkar hrók- ur alls fagnaðar með öllum þeim ótrúlegu uppátækjum sem henni einni var svo lagið að finna upp. Stríddi okkur linnu- lítið, leiddi okkur í allskyns gildrur, gerði gys að sjálfri sér og okkur og hló svo manna mest. Saman höfum við farið í gegnum sorgir og gleði þessa lífs. Alltaf hefur hún verið okk- ur hinum stuðningur, alltaf boð- in og búin að hjálpa, oft með litlar gjafir í farteskinu sem glöddu, sífellt með annarra hag að leiðarljósi. Inga kunni svo vel að finna til með öðrum og átti einhvern veginn alltaf réttu orðin. Hún var ómissandi bæði á gleði- og sorgarstundum. Hún hafði svo ríkan skilning á líðan annarra að engu líkara var en hún hefði sjálf reynt allar heimsins raunir. Hún var heimsins besta mamma og amma. Þess hafa Ásdís og Úlli börnin hennar notið svo ríkulega eins og litlu ömmustrákarnir. Inga lagði mikið upp úr því að vera vel tilhöfð. Hún var ein- staklega falleg kona sem elskaði að klæða sig fallega. Smekk- urinn gat verið í dýrari kant- inum og þá sjaldan hún festi kaup á merkjavöru, skyldi ekki fara fram hjá neinum hvað stæði á innkaupapokanum, sem helst þurfti að vera úr þykkum glanspappa. Svo hló hún að hé- gómanum í sjálfri sér. Þrátt fyrir MS-sjúkdóminn sem hrjáði Ingu árum saman lifði hún lífinu lifandi. Lét fátt aftra sér frá að taka þátt í lífs- ins glaumi. Hún gerði lítið úr líðan sinni, hafði meiri áhyggjur af okkur hinum. Þegar raunir þjaka mig þróttur andans dvínar þegar ég á aðeins þig einn með sorgir mínar. Gef mér kærleik, gef mér trú, gef mér skilning hér og nú. Ljúfi drottinn lýstu mér, Inga Jóhanna Birgisdóttir HINSTA KVEÐJA Nú vaki ég aleinn og komið er kvöld og kyrrð yfir heimilið mitt. Ég skrifa á himinsins heiðríkjutjöld í huganum nafnið þitt. (Friðrik Hansen) Pabbi. Elsku Inga amma mín. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Viktor Matti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.