Morgunblaðið - 25.06.2011, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 25.06.2011, Qupperneq 23
FRÉTTIR 23Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2011 Nicotinell er samstarfsaðili Krabbameinsfélagsins Verðkönnunin var gerð í eftirtöldum apótekum daganna 5., 16.-19. og 26. maí: Lyfja, Apótekið, Lyf og heilsa, Apótekarinn, Skipholtsapótek, Lyfjaval, Lyfjaver, Garðs Apótek, Rima Apótek, Urðarapótek, Apótek Hafnarfjarðar, Reykjavíkur Apótek, Apótek Vesturlands og Akureyrar Apótek. Ath. að röðin á apótekunum er ekki sú sama og kemur fyrir í töflunum fyrir ofan. Samanlagt ná þessi apótek yfir 90% af markaðnum. Nicotinell Fruit - ódýrara! Verðkönnun á Nicotinell Fruit og Nicorette Fruitmint í maí 2011 A pó te k 1 A pó te k 2 A pó te k 3 A pó te k 4 A pó te k 5 A pó te k 6 A pó te k 7 A pó te k 8 A pó te k 9 A pó te k 10 A pó te k 11 A pó te k 12 A pó te k 13 A pó te k 14 -21% -30% -21% -21% -23% -21% -28% -23% -21% -22% -22% -21% -21% -22% -10% -18% -11% -11% -13% -11% -19% -12% -11% -11% -12% -11% -11% -14% -7% -10% -4% -4% -5% -4% -9% -4% -4% -4% -3% -4% -4% -6% -26% -27% -22% -22% -23% -22% -23% -24% -22% -22% -20% -22% -22% -22% -14% -17% -15% -15% -16% -15% -16% -15% -17% -16% -11% -15% -14% -12% -5% -10% -6% -6% -8% -6% -9% -9% -8% -7% -8% -6% -7% -7% Fruit 2 mg 24 Fruit 2 mg 96 Fruit 2 mg 204 Fruit 4 mg 24 Fruit 4 mg 96 Fruit 4 mg 204 Tegund mg Magn Tegund mg Magn Tegund mg Magn Tegund mg Magn Verðmunur pr. pakka Nicotinell Fruitmint 2 mg 30 Fruitmint 2 mg 105 Fruitmint 2 mg 210 Fruitmint 4 mg 30 Fruitmint 4 mg 105 Fruitmint 4 mg 210 Nicorette Fruit 2 mg 24 Fruit 2 mg 96 Fruit 2 mg 204 Fruit 4 mg 24 Fruit 4 mg 96 Fruit 4 mg 204 Nicotinell Fruitmint 2 mg 30 Fruitmint 2 mg 105 Fruitmint 2 mg 210 Fruitmint 4 mg 30 Fruitmint 4 mg 105 Fruitmint 4 mg 210 Nicorette A pó te k 1 A pó te k 2 A pó te k 3 A pó te k 4 A pó te k 5 A pó te k 6 A pó te k 7 A pó te k 8 A pó te k 9 A pó te k 10 A pó te k 11 A pó te k 12 A pó te k 13 A pó te k 14 -1% -12% -2% -2% -3% -1% -10% -4% -1% -2% -2% -2% -1% -2% -2% -10% -3% -3% -5% -3% -11% -4% -3% -3% -4% -3% -3% -6% -4% -8% -1% -1% -3% -1% -6% -1% -1% -1% -0.4% -1% -1% -3% -7% -9% -3% -2% -4% -3% -4% -5% -2% -2% -0.5% -3% -2% -3% -6% -9% -7% -7% -8% -7% -8% -7% -9% -8% -3% -7% -6% -4% -2% -8% -4% -4% -5% -4% -6% -7% -5% -4% -5% -4% -4% -4% Verðmunur pr. tyggjó Í þessari könnun voru verð pr. pakka og tyggjó borin saman og mismunurinn er sýndur sem prósentutala. Nicotinell Fruit var ódýrara í öllum 14 apótekunum þar sem verðkönnunin var gerð. Það er alveg sama hvernig verðin voru borin saman, pr. pakka eða pr. tyggjó, Nicotinell Fruit var alltaf ódýrara. Kristján Jónsson kjon@mbl.is Margvíslegar upplýsingar hafa fengist um Osama bin Laden í bréfum og öðrum gögnum sem fund- ust í bústað hans í Abottabad í Pakistan þar sem hann var felldur í maí. Margir nánustu félagar hans voru fallnir og hann taldi að al-Qaeda væri að tapa áróðursstríðinu vegna þess hve margir músl- ímar létu í lífið í tilræðum hryðjuverkamannanna, segir í Aftenposten. Nafnið al-Qaeda, stytting á fullu nafninu sem er al-Qaeda al-Jihad, gæfi vesturveldunum færi til að fullyrða að þau væru ekki neinu stríði gegn ísl- am, aðeins al-Qaeda. Taka bæri upp nýtt nafn og leggja meiri áherslu á upphaflegt markmiðið: heil- agt stríð (jihad] gegn óvinum íslams. Símanúmer liðsmanna íslamistahreyfingar sem notið hefur aðstoðar pakistönsku leyniþjón- ustunnar, ISI, um margra ára skeið, fundust í far- síma sérstaks sendimanns bin Ladens sem einnig féll í árás Bandaríkjamanna á bústaðinn. Þykir það benda sterklega til þess að bin Laden hafi not- ið aðstoðar ISI þótt Pakistanar þverneiti því. Var farinn að missa móðinn  Bin Laden taldi al-Qaeda vera að tapa áróðursstríðinu gegn vesturveldunum Harakat hafnar ásökunum » Íslamistasamtökin heita Harakat-ul- Mujahedeen og voru stofnuð fyrir 20 árum með hjálp ISI. Aðalvígi þeirra er í Abottabad þar sem bin Laden bjó. » Talsmaður Harakat vísaði í gær á bug frásögn New York Times um að samtökin hefðu aðstoðað bin Laden við að leynast. Danska þingið samþykkti í gær með miklum meirihluta atkvæða ný lög sem heimila yfirvöldum að reka úr landi útlendinga sem gerast sekir um glæpi. Í eldri lögum var heimild til að vísa þeim úr landi en framvegis verður það almenna reglan. Ef sannað þykir að brottvísun stangist á við alþjóðlegar skuldbind- ingar Dana og hefðir verður um að ræða skilorðsbundna brottvísun, að sögn Jyllandsposten. Ýmsir aðilar, þ.á m. Rauði kross- inn, Barnaheill og Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna, vöruðu við nýju lögunum sem gætu brotið gegn alþjóðalögum. Danir gætu verið dæmdir brotlegir hjá mannréttinda- dómstóli Evrópu í Strassborg. kjon@mbl.is Burt! Danir hafa hert með ýmsum hætti innflytjendalög síðustu árin. Glæpa- mennirnir brottrækir  Danir setja lög um útlenda brotamenn Forsetafrúnni bandarísku, Michelle Obama, var fagnað í Botsvana í gær, hún er hér með móður sinni, Marian Robinson (t.v.) og Gloriu Somolekae, aðstoðarfjármálaráðherra Botsvana, í höfuðstaðnum Gaborone. Obama var áður í Suður-Afríku, þar var henni líka tekið með kostum og kynjum. Reuters Vel tekið í Botsvana Skortur á ómenguðu drykkjarvatni er mikið vandamál í mörgum þróun- arríkjum. Þótt til séu einföld tæki til að hreinsa vatn kosta þau yfirleitt of mikið fyrir bláfátæka íbúana. En nú hefur teymi vísindamanna við Rice- háskóla í Texas fundið leið til að breyta venjulegum sandi og nota hann við síunina, að sögn BBC. Grafítoxíði er blandað saman við grófan sand og vatn og blandan hit- uð í tvær stundir upp í 105 gráður á selsíus til að losna við vatnið. Mynd- ast þá grafíthúð á sandkornunum sem draga nú í sig margvísleg að- skotaefni í vatninu. Grafít er ekki dýrt efni og bent er á að mikið af efninu verði eftir í úrgangi frá graf- ítnámum í Ástralíu. Nú sé fundin leið til að nýta það. Sé notaður venjulegur, fíngerður sandur til að hreinsa vatn, eins og lengi hefur verið gert í mörgum löndum, virkar hann betur en grófur ef ætlunin er að fjarlægja sjúkdóms- valdandi efni, lífræna meng- unarvalda og leifar af þungmálmum sem eru oft baneitraðir. En venju- legur sandur, fínn eða grófur, þarf miklu meiri tíma til að hreinsa vatn- ið en grafítsandurinn. Bent er á að aðferðin sé ákaflega ódýr þar sem líklega verði hægt að framleiða sandinn við venjulegan húshita og nota námuúrgang. Og sandurinn virðist gefa jafn góðan ár- angur og önnur, mun dýrari kolefn- issambönd á markaði. kjon@mbl.is Endurbættur sand- ur hreinsar vatn  Gæti gagnast vel fátækum þjóðum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.