Morgunblaðið - 13.07.2011, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 2011
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is
Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson,
vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Í umræðum á ársfundi Alþjóðahval-
veiðiráðsins um vísindalegan grund-
völl hvalveiða í atvinnuskyni var Ís-
land gagnrýnt af nokkrum ríkjum
vegna veiða á langreyðum. Meðal
þeirra ríkja voru Bandaríkin sem
vísuðu til þess að þessi hvalategund
væri í útrýmingarhættu.
Ársfundurinn er haldinn á Jersey í
Bretlandi, hófst síðastliðinn mánu-
dag og lýkur á morgun, fimmtudag.
Tómas H. Heiðar, aðalfulltrúi Ís-
lands í Alþjóðahvalveiðiráðinu, segir
Ísland hafa mótmælt þeirri staðhæf-
ingu Bandaríkjamanna á fundinum.
Var bent á að stofn langreyðar á
Norður-Atlantshafi væri í góðu
ástandi. Jafnframt var bent á að eng-
in tengsl væru á milli þess stofns og
stofns sömu tegundar hvala í Suður-
höfum. En sá stofn langreyðar er að
sögn Tómasar í útrýmingarhættu.
Tómas segir veiðar Íslendinga á
langreyði vera fyllilega sjálfbærar. Í
því samhengi benti hann á að árlegur
kvóti á langreyði er 154 dýr. Er sá
kvóti byggður á ráðgjöf Hafrann-
sóknastofnunar. Langreyðarstofn-
inn er að sögn Tómasar um 20 þús-
und dýr. M.a. sökum þessa segir
hann engan fót vera fyrir gagnrýni á
veiðar Íslendinga á langreyði. Í um-
ræðu um vísindalegan grundvöll á
ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins
gagnrýndi Ísland jafnframt Banda-
ríkjamenn fyrir að sýna tvískinnung
í máli sínu. Tómas segir Ísland hafa
bent á að langreyðarveiðar þjóðar-
innar væru ekki síður sjálfbærar en
veiðar Bandaríkjamanna á norður-
hval frá Alaska.
Bent var á að Hafrannsóknastofn-
un hefði gert vísindalegan saman-
burð á veiðum Bandaríkjanna og Ís-
lands. Segir Tómas að í ljós hafi
komið að veiðarnar séu jafn sjálf-
bærar. Nefnir Tómas að í báðum til-
vikum nemi árlegur kvóti úr stofn-
inum 0,65 prósent af stofnstærð.
Tómas segir Ísland styðja hval-
veiðar Bandaríkjanna frá Alaska,
líkt og aðrar sjálfbærar veiðar í
heiminum. Að hans mati er mikil-
vægast að veiðarnar séu sjálfbærar,
hvort sem um ræðir atvinnu-, frum-
byggja- eða vísindaveiðar.
Athygli hefur vakið á fundinum
hve fáir andstæðingar hvalveiða hafa
mætt að þessu sinni. En Bretar hafa
lengi verið helstu andstæðingar
hvalveiða í heiminum. Segir Tómas
að þegar íslenska sendinefndin gekk
inn á ársfundinn í Bretlandi á mánu-
dag hafi þeir einungis talið rétt rúm-
an tug mótmælenda á svæðinu.
Hann segist finna fyrir auknum
skilningi á málstað Íslands um sjálf-
bæra nýtingu lifandi auðlinda í haf-
inu.
Gagnrýni svarað á ársfundi
Ísland gagnrýnir Bandaríkin fyrir að sýna tvískinnung á ársfundi Alþjóðahval-
veiðiráðsins Sendinefndin segist finna fyrir auknum skilningi á málstað Íslands
Almenningur virð-
ist vera að átta sig
á sjálfbærni hval-
veiða.
Tómas H. Heiðar
Sífellt fær miðbær Reykjavíkur á sig sögulegri
blæ. Unnið er að byggingu kvists yfir Lækjargötu
8, þar sem framlenging af veitingastaðnum Thai
Reykjavík mun verða til húsa, og er áætlað að
framkvæmdum ljúki fyrir næsta sumar. Þetta
sögufræga hús var byggt 1870 og þar bjuggu m.a.
Jónas Jónassen landlæknir, Þórunn Jónassen bar-
áttukona fyrir kvenréttindum og Hannes Haf-
stein, skáld og fyrsti ráðherra Íslands.
Lækjargata setur sögulegan svip á miðbæinn
Morgunblaðið/Ómar
Lára Hilmarsdóttir
larah@mbl.is
„Eftir fimm mánaða viðræður hefur
ekkert náðst fram og því grípum við
til þessa vopns,“ segir Ægir Steinn
Steinþórsson hjá Félagi skipstjórn-
armanna en hafnsögumenn innan fé-
lagsins hafa boðað til verkfalls 26. til
30. júlí, 2. til 6. ágúst og svo til ótíma-
bundins verkfalls frá 8. ágúst. Við-
semjandi félagsins er Samband ís-
lenskra sveitarfélaga en niðurstaða í
kjaradeilum þeirra hefur ekki náðst
síðan samningaviðræður hófust í
febrúar. Síðasti fundur félagsins við
ríkissáttasemjara var haldinn 6. júlí
sl. Ægir segir ýmsa hafnarstarfsemi,
m.a. umferð skipa um hafnir, verða
fyrir töluverðri röskun vegna verk-
fallsins, sérstaklega í ljósi þess að
umferð farþegaskipa sé nú afar mik-
il.
Þá hafa farmenn hjá Sjómanna-
félagi Íslands boðað til yfirvinnu-
banns sem tekur gildi í dag frá há-
degi. Síðasti fundur félagsins hjá
ríkissáttasemjara var í gær án nokk-
urrar niðurstöðu, en bæði félögin
funda á ný á fimmtudaginn.
Í gærkvöldi náðust samningar
milli sjúkraliða og Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga. Það sem eftir
er viku funda ýmsir aðilar hjá rík-
isáttasemjara, s.s. ljósmæður,
skurðlæknar og slökkviliðsmenn.
Hafnsögumenn boða til
verkfalls á háannatíma
Kjaradeilur hafnsögumanna og farmanna enn óleystar
Ögmundur Jón-
asson innanrík-
isráðherra segist
telja að boða eigi
til þjóð-
aratkvæða-
greiðslu um
framtíð Reykja-
víkurflugvallar í
Vatnsmýri. Ráð-
herra lét orðin
falla í Morg-
unútvarpi Rásar 2 í gær, en hann
segir málið umdeilt þvert á stjórn-
málaflokka og hjá þjóðinni allri.
Sjálfur er hann þeirrar skoðunar að
ekki eigi að flytja völlinn.
Hjálmar Sveinsson, fulltrúi Sam-
fylkingarinnar í skipulagsráði,
kveðst ósammála Ögmundi varðandi
hvort tveggja; flugvöllurinn eigi ekki
að vera áfram þar sem hann sé nú,
og einnig um það að setja eigi mál af
þessu tagi í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Réttast sé að krafa um þjóð-
aratkvæði komi frá almenningi.
einarorn@mbl.is
Vill kjósa
um flug-
völlinn
Ögmundur
Jónasson
Ráðherra stingur
upp á þjóðaratkvæði
Enn er mikil óvissa með framvindu
mála í kjaradeilu flugmanna Ice-
landair. Samninganefnd og stjórn
FÍA, Félags íslenskra atvinnuflug-
manna, funduðu í gær eftir að
kjarasamningur flugmanna var
felldur með 51% meirihluta.
Hafsteinn Pálsson, formaður
FÍA, segir að enn séu ekki komnar
neinar niðurstöður um hvort félag-
ið grípi til einhverra aðgerða, né
gat hann sagt til um hvers vegna fé-
lagsmenn hefðu fellt samninginn.
Fundahöld halda áfram í dag og
liggur því ekki enn fyrir hvaða
framhald verður í kjaramálum
flugmanna. larah@mbl.is
Enn óvissa um við-
brögð flugmanna
Ekkert bendir til þess að eldgos hafi
orðið undir Mýrdalsjökli og valdið
hlaupinu sem reif með sér brúna yfir
Múlakvísl aðfaranótt laugardags, að
sögn Magnúsar Tuma Guðmunds-
sonar, jarðeðlisfræðings. Það þýði
hins vegar ekki að hægt sé að útiloka
það með öllu. „En það var þá ekkert
lykilatriði í að búa til þetta bræðslu-
vatn,“ segir Magnús.
„Það hefur verið jarðhiti sem hef-
ur gert það á undanförnum mán-
uðum.“ Samanburður á mælingum
sem gerðar voru annars vegar á mið-
vikudag í síðustu
viku og nú á
mánudag hins
vegar gefur til
kynna að alls hafi
17-18 milljón
rúmmetrar vatns
ruðst fram, und-
an þremur sig-
kötlum. „Svo
hrynja katlarnir í
miðjunni, að öll-
um líkindum vegna þess að þrýsting-
urinn inni í þeim lækkar svo hratt.“
Ekkert bendir til þess
að gosið hafi undir jökli
Milljónir rúmmetra vatns ruddust fram
Magnús Tumi
Guðmundsson
Karlmaður á sextugsaldri hlaut al-
varlega höfuðáverka er hann missti
stjórn á bifhjóli sínu nyrst á Skaga
síðdegis í gær. Flogið var með
manninn suður til Reykjavíkur með
þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-
LÍF, sem lenti við Landspítalann
um tíuleytið í gærkvöldi.
Gæslunni barst beiðni frá Neyð-
arlínunni um sjöleytið, en þá var
TF-LÍF nýfarin í loftið til æfinga.
Var hún kölluð inn aftur á Reykja-
víkurflugvöll og þyrlulæknir kall-
aður út til viðbótar. Einnig var
fengið blóð frá Blóðbankanum.
Hlaut alvarlega
áverka í bifhjólaslysi