Morgunblaðið - 13.07.2011, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 13.07.2011, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 2011 Björn Bjarnason ritar á vef sinn ítilefni af frétt Ríkisútvarpsins af fundi Jóhönnu Sigurðardóttur og Angelu Merkel. Í fréttinni segir: „Eitt helsta markmið fundarins var að kynna samnings- markmið Íslendinga í aðildarviðræðum við Evrópusam- bandið.“    Björn bendir á aðsamkvæmt þessu sé Angela Merkel betur að sér um stöðu íslenskra stjórnvalda gagn- vart ESB en Íslend- ingar. „Ríkisstjórnin hefur ekki kynnt nein samningsmark- mið opinberlega. Hvaða markmið kynnti Jóhanna?“    Og Björn heldur áfram: „StefánHaukur Jóhannesson, formað- ur íslensku viðræðunefndarinnar, hefur sagt að samningsmarkmið verði mótuð eftir hendinni af nefnd sinni. Í þeim orðum felst að nefndin ætli að gæta þess að ekki slitni upp úr viðræðunum heldur takist sam- eiginlega að setja orð á blað sem síð- an verði borin undir Íslendinga í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta er eina markmið íslensku nefnd- arinnar og vissulega má kalla það samningsmarkmið. Var það þetta markmið sem Jóhanna kynnti fyrir Merkel?“    Auðvitað er það gagnrýnivert efJóhanna segir annað við kansl- ara Þýskalands en við Íslendinga, en það væri svo sem í samræmi við annað í upplýsingagjöf stjórnvalda.    Enn alvarlegra er að samninga-nefndin hefur í raun það eina markmið frá ríkisstjórninni að ná samningi hvað sem í honum stend- ur. Og að mæla með honum hvað sem það kostar. Jóhanna Sigurðardóttir Samningurinn er eina markmiðið STAKSTEINAR Björn Bjarnason Veður víða um heim 12.7., kl. 18.00 Reykjavík 13 skýjað Bolungarvík 13 skýjað Akureyri 18 skýjað Kirkjubæjarkl. 12 skýjað Vestmannaeyjar 10 alskýjað Nuuk 11 léttskýjað Þórshöfn 10 alskýjað Ósló 17 heiðskírt Kaupmannahöfn 20 léttskýjað Stokkhólmur 22 léttskýjað Helsinki 22 léttskýjað Lúxemborg 22 heiðskírt Brussel 20 skúrir Dublin 17 léttskýjað Glasgow 17 skýjað London 18 léttskýjað París 23 skýjað Amsterdam 21 heiðskírt Hamborg 22 léttskýjað Berlín 26 heiðskírt Vín 27 heiðskírt Moskva 27 heiðskírt Algarve 23 léttskýjað Madríd 32 léttskýjað Barcelona 25 léttskýjað Mallorca 27 léttskýjað Róm 33 léttskýjað Aþena 32 heiðskírt Winnipeg 20 léttskýjað Montreal 26 léttskýjað New York 31 heiðskírt Chicago 30 léttskýjað Orlando 31 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 13. júlí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:35 23:33 ÍSAFJÖRÐUR 2:57 24:21 SIGLUFJÖRÐUR 2:38 24:06 DJÚPIVOGUR 2:55 23:12 Gunnlaugur Auðunn Árnason Stykkishólmur | Öllum héraðsdýra- læknum hefur verið sagt upp störf- um frá og með 1. nóvember en þá verða stöður þeirra lagðar niður. Það er gert samkvæmt nýjum lög- um um Matvælastofnun þar sem ákveðið er að skilja til fulls á milli þjónustu við dýraeigendur og eft- irlits. Með þessum breytingum verða lagðar niður ellefu og hálf staða héraðsdýralækna í dreifbýli og í staðinn koma þrjár nýjar stöður dýralækna sem eingöngu sinna eft- irlitsþjónustu. Nýju eftirlitsstörfin hafa starfs- stöð í Búðardal, á Sauðárkróki og Egilsstöðum. Dýralæknar skulu eft- irleiðis vera sjálfstætt starfandi. Það getur reynst erfitt og lítið freistandi að starfa sem dýralæknir í hinum dreifðu byggðum, sem þó er nauðsynlegt að þjóna, án tryggrar afkomu. Ríkisvaldið hefur lýst því yfir að dýralækningaþjónusta verði tryggð í dreifðum byggðum, en hvernig hún verði útfærð liggur ekki fyrir þó að gildistíminn sé skammt undan. Nú bíða héraðsdýralæknar í óvissu eftir hvernig ríkisvaldið komi að þessum málum og á meðan vita þeir ekki hvað bíður þeirra. Gott kerfi eyðilagt Einn þeirra dýralækna, sem hafa lengstan starfsaldur, er Rúnar Gíslason, héraðsdýralæknir í Stykk- ishólmi. Hann hefur starfað sem héraðsdýralæknir á Snæfellsnesi frá árinu 1980 og hættir sem slíkur 1. nóvember þegar embætti hans verð- ur lagt niður. Rúnar er ekki ánægð- ur með breytingarnar sem í vænd- um eru. „Við höfum búið við gott kerfi varðandi dýralækningar í dreifbýli. Það hefur virkað mjög vel og hefur reynst ódýrt en með nýjum lögum verður það eyðilagt. Það er búið og gert og við því er ekkert hægt að gera. Það sem ég er ósáttur við er seinagangurinn við að kynna hvernig ríkisvaldið ætli að tryggja dýralækningaþjónustu í dreifðum byggðum. Það veit enginn hvernig sá stuðningur kemur til með að líta út,“ segir Rúnar. Héraðsdýralæknar hafa sinnt þjónustu við bændur og aðra dýra- eigendur og jafnframt opinberu eft- irliti sem felur í sér fjósaskoðun, dýraverndarmál og ýmsar sýnatök- ur. Auk þess heilbrigðisskoðun slát- urafurða ef sláturhús er í umdæm- inu. „Dýralækningar eru mitt aðalstarf og gæti ég trúað að eft- irlitið væri u.þ.b. 10% ef það nær því. En nú á að aðskilja þessi störf sem verður mun dýrara þar sem fá- mennið er mikið og vegalengdir langar,“ segir Rúnar. Það liggur ljóst fyrir hvernig eftirlitinu verður háttað hjá nýjum héraðsdýralækn- um sem eiga að sinna því starfi. Varðandi þjónustu við bændur er annað upp á teningnum. Stöður nýju héraðsdýralæknanna hafa verið auglýstar til umsóknar, en enginn dýralæknir hefur sótt um tvö emb- ætti af þrem. Þar er um allt annað starf að ræða. Þeir sem sinna því og hafa starfað við dýralækningar mega þá ekki lengur lækna dýr eða veita ráð, heldur aðeins sinna op- inberu eftirliti. Í hinum dreifðu byggðum er enginn fjárhagslegur grundvöllur fyrir starfsemi sjálf- stætt starfandi dýralækna. Til að tryggja starfsgrundvöll dýralækna í dreifbýli tel ég óhjákvæmilegt að þeir verði áfram opinberir starfs- menn og þeim tryggð föst laun.“ Að lokum segist Rúnar óttast þjónustufall við dýraeigendur í dreifbýli. „Ég hef starfað sem dýra- læknir í dreifbýli allan minn starfs- tíma, haft mikla gleði af því starfi og átt ánægjulegt samstarf við bænd- ur. Nú óttast ég að við blasi þjón- ustufall við dýraeigendur í dreifbýli og þykir mér miður að verða vitni að því við starfslok,“ segir Rúnar Gísla- son. Hætta á að þjónustan hrynji þegar embætti verða lögð af  Óvissa um hvernig dýralækningum í dreifbýli verður háttað eftir 1. nóvember nk. Morgunblaðið/Gunnlaugur A. Árnason Á vaktinni Rúnar Gíslason dýralæknir hlynnir að hestinum Lúkasi og Jón Ingi Hjaltalín fylgist með í kvöldblíðunni. Störfin lögð niður » Rúnar Gíslason hefur starf- að sem dýralæknir frá árinu 1976 og verið dýralæknir í Snæfellsnesumdæmi með bú- setu í Stykkishólmi frá því 1980. » Öllum héraðsdýralæknum í dreifbýli hefur verið sagt upp starfi frá og með 1. nóv., þar sem leggja á niður störf þeirra. » Alger óvissa er um fram- kvæmd dýralækninga í dreifð- um byggðum landsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.