Morgunblaðið - 13.07.2011, Side 13
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 2011
Ferðamálastofa og Slysavarna-
félagið Landsbjörg hafa gert með
sér samstarfssamning til þriggja
ára. Meginmarkmið samstarfsins
er að tryggja viðgang og gæði
ferðavefjarins safetravel.is og
tyggja þar með aðgang íslenskra
og erlendra ferðamanna að bestu
mögulegu upplýsingum um ferða-
mennsku á Íslandi hverju sinni.
Slysavarnafélagið Landsbjörg
vinnur jafnframt að öryggi ferða-
manna á hálendinu og aðstoðar
þá eftir mætti, með því m.a. að
halda úti hálendisvakt sjálf-
boðaliða björgunarsveita frá 24.
júní til 14. ágúst.
Kristinn Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri Landsbjargar, og
Ólöf Ýrr Atladóttir ferða-
málastjóri skrifuðu undir samn-
inginn.
Aðgangur tryggður
Á föstudag nk.
kl. 14 verður
opnaður græn-
metismark-
aður á bíla-
stæði
Leikfélags
Hveragerðis
við hliðina á
Eden. Opið
verður allar
helgar fram á haust. Föstudaga
verður opið frá kl. 14-18 og
laugardaga og sunnudaga frá
kl. 12-18.
Boðið verður upp á nýtt
grænmeti úr gróðurhúsum og
nýupptekið útigrænmeti verður
í boði um leið og það þroskast. Í
boði verða tómatar, gúrkur,
paprika, salat, kál, rófur, gul-
rætur, kartöflur hnúðkál, púrra,
sellerí og fleira. Þá er hugs-
anlegt að bleikja og heimagerð
hrossabjúgu fái að fljóta með.
Grænmetismark-
aður í Hveragerði
Borgarbókasafn Reykjavíkur
stendur fyrir fjölskyldugöngu
fimmtudagskvöldið 14. júlí kl. 20.
Sigrún Jóna Kristjánsdóttir og
Sunna Björk Þórarinsdóttir leiða
gönguna, en í henni verða spenn-
andi nýlegar bækur fyrir börn
kynntar á söguslóðum sínum víðs
vegar í miðbænum. Einnig munu
rithöfundarnir Þórarinn Leifsson
og Margrét Örnólfsdóttir hitta
göngugesti, Þórarinn á slóðum
ömmu Huldar og Margrét á Hótel
Borg, þar sem Aþena – ekki höf-
uðborgin í Grikklandi – kemur við á
ferðum sínum í samnefndri sögu.
Gangan tekur ríflega klukku-
stund. Lagt verður af stað frá Borg-
arbókasafni í Grófarhúsi á slaginu
kl. 20 og er þátttaka ókeypis.
Kvosarganga
Morgunblaðið/Árni Sæberg
STUTT
Íslensk jarðarber eru á boðstólum í verslunum lands-
manna. Svava Kristjánsdóttir, starfsmaður hjá Garð-
yrkjustöðinni Silfurtúni á Flúðum, sést hér tína jarð-
arber. Hún vinnur hjá þeim hjónum Olgu Lind
Guðmundsdóttur og Eiríki Ágústssyni en þau rækta
jarðarber á um 3.500 fermetrum. Þau segja að markaður
sér góður fyrir þessa afurð. Jarðarber hafa verið ræktuð
í Silfurtúni ásamt ýmsum fleiri tegundum síðan 1997.
Góður markaður fyrir íslensk jarðarber
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Héraðsdómur Suðurlands hefur vísað
frá dómi máli gegn einstakling sem
var ákærður fyrir líkamsárás á
skemmtistað á Selfossi í maí í fyrra.
Ástæðan fyrir því að málinu var vísað
frá dómi er sú að ákæruvaldinu láðist
að gera kröfu um að viðkomandi yrði
látinn sæta refsingu og að greiða sak-
arkostnað. Segir í úrskurði héraðs-
dóms að við þingfestingu hafi lög-
reglustjóraembættið á Selfossi gefið
út framhaldsákæru dagsetta þann 16.
júní sl. Þar kemur fram að breyta
þurfi ákærunni á þann hátt að þess sé
krafist að ákærði sæti refsingu og til
greiðslu sakarkostnaðar.
Dómarinn féllst hins vegar ekki á
það þar sem ekki liggi nýjar upplýs-
ingar frammi varðandi málið en í
þessu tilviki hafi ákæruvaldið upp-
götvað það á síðari stigum að láðst
hafi að greina frá kröfugerð ákæru-
valdsins. Af þessum sökum sé óhjá-
kvæmilegt að vísa málinu frá.
Gleymdist að krefjast refsingar
norra na husid
e
-
-