Morgunblaðið - 13.07.2011, Blaðsíða 18
Þurrkar og skortur
eru dauðans alvara
FRÉTTASKÝRING
Hjalti Geir Erlendsson
hjaltigeir@mbl.is
M
iklir þurrkar hafa
lagst þungt á þjóðir
Austur-Afríku að
undanförnu og vald-
ið búsifjum í Sómal-
íu, Keníu, Eþíópíu og Djibouti. Til að
auka á neyðina hefur hækkandi mat-
vælaverð, samfara þurrkunum, leitt
til mikillar hungursneyðar. Sam-
kvæmt Barnahjálp Sameinuðu þjóð-
anna, UNICEF, eru fleiri en 2 millj-
ónir ungra barna vannærð og hálf
milljón þeirra er í bráðri lífshættu
vegna vannæringar. Þar sem ástand-
ið er verst er vannæring fimm sinn-
um tíðari en viðmiðunarmörk neyðar-
ástands gera ráð fyrir. Þurrkarnir
eru þeir verstu á svæðinu í 60 ár og
hafa áhrif á daglegt líf um 12 milljóna
manna. Einna verst er ástandið í
Sómalíu þar sem stöðug átök hafa
staðið yfir í tvo áratugi og stjórnsýsla
landsins er gjörsamlega í molum.
Fjöldi vannærðra barna á þurrka-
svæðum Sómalíu hefur tvöfaldast síð-
an í janúar og Sameinuðu Þjóðirnar
telja að eitt af hverjum þremur börn-
um í Suður- og Mið-Sómalíu þjáist af
vannæringu. Vegna vannæringar eru
börnin berskjölduð fyrir banvænum
sjúkdómum á borð við malaríu og nið-
urgang. Dag hvern flýja um 3000
manns í örvæntingu frá Sómalíu til
nágrannaríkjanna Keníu og Eþíópíu
og setjast að í flóttamannabúðum.
Fjölmennustu flóttamannabúðirnar
eru í Dadaab á landamærum Keníu
og Sómalíu en þar hafast um 367 þús-
und manns við. Í flóttamannabúð-
unum er ástandið lítið skárra en
heima fyrir þar sem Kenía og Eþíópía
eru ekki í stakk búin til að takast á við
neyðina.
270% hækkun matvælaverðs
Síðustu tvö regntímabil voru
langt undir meðalári í Austur-Afríku
og það bitnaði harkalega á uppsker-
unni. Uppskerubrestur leiddi um-
svifalaust til hækkandi matvæla-
verðs. Til dæmis hefur matvælaverð
hækkað um 270% á einu ári í Sómalíu.
Verð á korni og maís hefur sér-
staklega hækkað. Umræddar hækk-
anir, auk mikilla hækkana á eldsneyt-
isverði, hafa þvingað fjölmarga
bændur til að bregða búi þar sem þeir
geta hvorki brauðfætt fjölskyldur
sínar né fóðrað skepnurnar. Skepn-
urnar eru dýrmætustu eignir bænda
og hirðingja en án þeirra eru fjöl-
skyldurnar allslausar. Samkvæmt
tímaritinu The Economist hafa allt að
60% nautgripa og geita drepist þar
sem ástandið er verst. Hart er barist
um bestu beitarlöndin og menn hika
ekki við að grípa til vopna. Um 100
hirðingjar hafa látið lífið í Keníu, það
sem af er ári, við það eitt að verja
beitarlönd. Margar fjölskyldur neyð-
ast því til að ganga langar vegalengd-
ir með það fyrir augum að leita hjálp-
ar í flóttamannabúðum sem reknar
eru af hjálparsamtökum. Vopnuð
átök í Sómalíu hafa þó gert hjálp-
arsamtökum erfitt fyrir. Dæmi eru
um að herskáir uppreisnarmenn hafi
meinað hjálparstarfsmönnum um að-
gengi að mestu hörmungarsvæð-
unum í Sómalíu. Talið er að ástandið
fari snarversnandi verði ekkert að
gert. Samkvæmt UNICEF þarf að
lágmarki 31,8 milljónir bandaríkja-
dala til að mæta ýtrustu neyðinni.
Nauðsynlegt sé að tryggja öllum lág-
marks-neyðaraðstoð og koma þannig
í veg fyrir dauðsföll vegna vannær-
ingar.
Hjálparsamtök leggja nú allt
kapp á að tryggja neyðaraðstoð í
löndunum. UNICEF hóf nýverið
söfnun til styrktar hjálparstarfi. Þá
hefur Barnaheill, Save the Children á
Íslandi og Rauði kross Íslands sömu-
leiðis hafið söfnun vegna þurrkanna í
Austur-Afríku.
Reuters
Hungursneyð Íslendingar geta meðal annars lagt sitt af mörkum með því
að leggja til fé í hjálparsafnanir UNICEF, Barnaheilla og Rauða krossins.
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 2011
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Vandræða-gangur Jó-hönnu Sig-
urðardóttur vegna
kínaklúðursins fer
versnandi. Eins og
greint hefur verið
frá hefur hún ekki treyst sér til
að svara spurningum blaða-
manna um klúðrið dögum og
vikum saman. Hún hefur fellt
niður hefðbundinn aðgang
blaðamanna að ráðherrum eftir
ríkisstjórnarfundi vegna þess
að hún hefur verið á sífelldum
flótta. Eftir langa þögn lætur
hún hins vegar hafa eftir sér í
Fréttablaði þeirra baugsmanna
eftirfarandi: „Jóhanna segir at-
hugasemdum hafa verið komið
á framfæri við Morgunblaðið en
ekki hafi verið tekið tillit til
þeirra. Þá hafi Kínverjar sent
Morgunblaðinu staðfestingu á
að heimboðinu hafi ekki verið
hafnað, en hún hafi ekki heldur
birst á síðum blaðsins. „Þetta
er ótrúleg blaðamennska, ég
hef aldrei séð annað eins.““
Aðstoðarmaður sama ráð-
herra hefur staðið fyrir miklu
skítkasti að Morgunblaðinu á
vefnum vegna kínaklúðursins
við góðar undirtektir nokkurra
sálufélaga sinna úr Samfylking-
unni. En inn á milli glitti þó í
þessa setningu frá aðstoð-
armanninum: „Fréttin“ hefur
bara birst í Mogganum fram að
þessu og þar hefur, þrátt fyrir
allt, líka birst það sem forsæt-
isráðuneytið hefur
sent frá sér vegna
málsins.“ En að-
stoðarmaðurinn
hefði getað bætt
því við að blaða-
menn Morg-
unblaðsins hefðu mörgum sinn-
um á dag reynt að fá skýringar
á framgöngu forsætisráðherra
og ráðuneytisins frá ráðherran-
um og aðstoðarmanninum sjálf-
um en hvorugum hefur þóknast
að láta ná í sig.
Hvernig stendur á því? Ekki
er það vegna tímaskorts eða
vinnuálags sem slík framkoma
er sýnd, eins og áróðurinn og
slúðrið sem aðstoðarmaðurinn
stendur fyrir á netinu sannar.
Morgunblaðið hefur að sjálf-
sögðu birt allt það um þetta
dæmalausa klúðurmál sem að-
ilar sem málið snerta hafa ósk-
að eftir að birt væri. En Morg-
unblaðið er ekki eins og
„fréttastofa“ Ríkisútvarpsins
sem lætur forystumenn Sam-
fylkingarinnar meta það ein-
hliða hvort frétt sé á ferðinni
eða ekki og eiga um það síðasta
orðið. Forsætisráðuneytið gat
ekki notað þá „fréttastofu“ til
að koma „leiðréttingu“ sinni á
framfæri, því RÚV hafði ekki
frétt neitt um hneykslið. Hún
varð því að víkja sér undan er-
indisrekstrinum að þessu sinni.
En baugsmiðillinn lét sig hafa
það. Það getur ekki hafa komið
nokkrum manni á óvart.
Vondur málstaður
versnar bara ef
ósannindi eru meg-
invopnin í vörninni}
Afhverju þessi ósannindi?
Ólgan semblossað hefur
upp í ítölsku efna-
hagslífi hefur
komið mörgum í
opna skjöldu. Rík-
isskuldir eru
vissulega mjög miklar og er
landið í næstefsta sæti skuld-
ugra Evrópuríkja á eftir
Grikklandi. En bent hefur ver-
ið á að kröfuhafar á ríkissjóð
Ítalíu eru að stórum hluta úr
hópi landsmanna sjálfra og því
má ætla að þeir séu ekki eins
kvikir kröfuhafar og til að
mynda erlendir vogunarsjóðir.
Eins er gjarnan bent á að
almennur rekstur ítalska rík-
isins er ekki háður lánsfé eins
og hinn gríski. Lánsfjárþörf
Ítalíu er að mestu bundin end-
urfjármögnunarþörf. Með öðr-
um orðum fremur gamlar
syndir en nýjar. En þótt
vantrúin á ítölsku efnahagslífi
sé að hluta til ósanngjörn er
hún til staðar og veikir til
muna trúna á hina sameig-
inlegu mynt.
Þegar nóbelsverðlaunahaf-
inn Paul Krugman er spurður
af hverju Ítalía lendi í vanda
en ekki t.a.m. Bandaríkin, sem
skarta ekki upplífgandi efna-
hagslegum ein-
kunnum heldur,
svarar hann:
Bandaríkin hafa
sína eigin mynt.
Og hann bætir því
við að evruríkin
séu í svona miklum vandræð-
um því með upptöku þeirra á
evrunni hafi þau kastað frá
sér öllum aðgengilegum að-
ferðum til að bregðast við ból-
unni, undanfara hrunsins
2008.Til að öðlast bærilega
samkeppnisstöðu á ný þyrftu
ríkin að ganga í gegnum
harkalega verðhjöðnun með
miklu atvinnuleysi. Þunginn af
útistandandi skuldum yrði þá
enn óbærilegri. „Ríki sem
ráða enn yfir eigin mynt lenda
ekki í sömu vandræðum,“ seg-
ir Krugman.
Það er kannski von að
stuðningur Breta við að taka
upp evruna mælist 8 prósent
um þessar mundir. En Íslend-
ingar sitja uppi með það að
Samfylkingunni tókst að fífla
Vinstri græna til að sam-
þykkja að nú væri einmitt
rétti tíminn til að sóa stór-
kostlegum fjármunum þjóð-
arinnar í bjarmalandsför til
Brussel.
Aðvörunarbjöllurnar
glymja hvarvetna en
áfram er haldið
samt}
Erfiðleikarnir eiga rót í evrunni
Þ
úsundir ungmenna safnast saman
á engi um mitt sumar og hefja
frjósemishátíð. – „Það angaði allt
af kynlífi í loftinu. Það voru allir
að gera það. Þetta var snilld,“
segir einn viðstaddra í útvarpinu. Annar
stígur á stokk og ávarpar samkomuna:
„Góða kvöldið, herrar og hórur.“
Tungumál er verkfæri, tjáningartæki, leið
til að miðla hugsun og tilfinningum. Börnin
læra að tala, að segja hug sinn allan, segja
satt og svo smám saman að segja ósatt.
Minnisstætt er það að sjá barn segja ósatt í
fyrsta sinn, sjá það grípa fyrir munninn um
leið og ósannindin duttu út, það er nefnilega
óþægilegt að ljúga þó sumir nái býsna góð-
um tökum á því. (Það er svo annað mál að
eftir því sem aldurinn færist yfir menn, er
mér sagt, þá verða þeir sólgnari í sannleika.)
Það er þó líka hægt að segja ósatt án þess að ljúga,
nota hálfsannleika til að fela sannleikann. Það eru ekki
bara stjórnmálamenn sem snúa svo upp á tunguna,
heldur er það nánast orðið alsiða að beita málinu í póli-
tískum tilgangi, menningarpólitískum og verkalýðs-
pólitískum. Tungumálið er nefnilega líka valdatæki,
tæki sem notað er til að viðhalda ríkjandi viðhorfum og
gildum, tæki til að halda þeim niðri sem við viljum ekki
að vaði uppi, til að mynda konum.
Tungan snýr upp á sig og tekur breytingum; flest
það sem ekki mátti segja í gær er talið viðeigandi á
morgun. Sumt verður þó vonandi aldrei við-
urkennt, til að mynda það að kalla allar kon-
ur hórur. Í því orðavali, þó það sé gert til
gamans, felst nefnilega fyrirlitning og sú
fyrirlitning er ekki betri fyrir það að vera
ómeðvituð eða til gamans, hún er eiginlega
verri þannig því þá er erfiðara að uppræta
hana.
Ýmsir hafa tekið upp hanskann fyrir tón-
listarmanninn sem kallaði 5.000 stúlkur hór-
ur um daginn, benda á það að rapparar eigi
það til að taka sér þau orð í munn, rappi og
syngi um að þeir „elski þessar mellur“:
Hvað höfðingjarnir hafast að, hinir meina
sér leyfist það. Þeir sem bregða þeim rök-
semdum fyrir sig gleyma því þó að rapp-
ararnir eru að leika hlutverk, þeir eru eins
og leikarar á sviði eða í kvikmynd, og það
sem er í plati er ekki í alvöru.
Tungumál getur verið kúgunartæki og í því eimir
lengi eftir af gömlum fordómum, ekki síst í garð minni-
hlutahópa, en líka í garð meirihlutans, kvenna, sem eru
náttúrlega skaðræðisgripir í augum karlanna sem finna
að völd eru að renna þeim úr greipum. Vopn í þeim
átökum eru orð, niðrandi og meiðandi orð og máls-
hættir sem strákarnir skjóta hver á annan og punda
stundum á stelpurnar. Það er ekkert við því að segja,
það er ekkert að því að vera krakkakjáni, en verra þeg-
ar kjánahátturinn eldist ekki af mönnum.
arnim@mbl.is
Árni
Matthíasson
Pistill
Niðrandi og meiðandi orð
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
2.000.000
ungra barna eru vannærð í löndum
Austur-Afríku í kjölfar mikilla þurrka
500.000
ung börn eru í bráðri lífshættu
vegna vannæringar
12.000.000
manna líða skort vegna afleiðinga
uppskerubrests og vopnaðra átaka
3.000
flóttamenn streyma á hverjum degi
frá Sómalíu til Keníu og Eþíópíu þar
sem ástandið er þó lítið skárra
‹ HÖRMUNGARÁSTAND ›
»