Morgunblaðið - 13.07.2011, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 2011
✝ Gyða Bjarna-dóttir fæddist
á Akureyri 19. júní
1925. Hún lést á
Hrafnistu í Hafn-
arfirði 5. júlí 2011.
Foreldrar Gyðu
voru hjónin Bjarni
Jónsson, f. á
Myrká í Hörgárdal
1. ágúst 1891, d.
26. febrúar 1947
og Svanfríður
Hrólfsdóttir, f. á Tjörnum í
Öngulsstaðahreppi 15. maí
1886, d. 20. mars 1969. Gyða
var næstyngst af fjórum systr-
um. Elst þeirra er Laufey Matt-
hildur, f. 22. júní 1922, gift Ey-
steini Sigfússyni og er hún ein
eftirlifandi þeirra systra. Næst-
elst var Inga Bergrós, f. 19.
maí 1924, d. 8. mars 1988, gift
Bjarna Skagfjörð Svavarssyni
sem lést árið 1989. Yngst var
Valgerður Sigurjóna, f. 26.
október 1927, d. 20. júní 1945.
Gyða giftist Jóni Baldvin
Laufey Svanfríður, f. 9. júní
1955, gift Daða Erni Jónssyni,
f. 19. nóvember 1954. Þeirra
börn eru a) Ingibjörg, f. 12.
desember 1976, b) Ívar Már, f.
26. okt. 1978, c) Hjörtur Þór, f.
10. ágúst 1981 og d) Jón Frið-
rik, f. 11. mars 1984. Þegar
Gyða lést voru langömmubörn-
in orðin 10 talsins og veittu þau
henni mikla gleði.
Framan af hjúskaparárum
sínum bjuggu Gyða og Jón á
Akureyri en fluttust síðar til
Reykjavíkur árið 1963, ekki
síst til að geta verið nær
Bjarna syni sínum sem vegna
alvarlegra veikinda Gyðu
skömmu eftir fæðingu hans og
óvissu um batahorfur á þeim
tíma var settur í fóstur til föð-
urbróður síns Hallgríms
Björnssonar og konu hans Ing-
rid Agathe Björnsson (f. Mikk-
elsen) en þau eru nú bæði látin.
Eftir að Gyða komst á eft-
irlaunaaldur bjó hún í þjón-
ustuíbúðum fyrir aldraða í
Furugerði 1 þar til hún, sökum
heilsubrests, flutti á Hrafnistu í
Hafnarfirði þar sem hún dvaldi
síðustu mánuðina.
Útför Gyðu fer fram í Foss-
vogskapellu í dag, 13. júlí 2011,
kl. 15.
Björnssyni hús-
gagnasmíðameist-
ara, f. 11. júní
1917, d. 3. júlí
1992, ættuðum úr
Svarfaðardal. Þau
skildu. Börn Gyðu
og Jóns eru 1)
Anna Guðrún, f. 12.
maí 1948. Anna var
gift Óttari Guð-
mundssyni, f. 28.
febrúar 1948, en
þau skildu. Börn Önnu og Ótt-
ars eru a) Guðjón, f. 24 apríl
1973, b) Jóna Björk, f. 5. nóv.
1974 og c) Sóley Ósk, f. 21. júlí
1982. Fyrir átti Anna dótturina
Gyðu Laufeyju Kristinsdóttur,
f. 17. nóvember 1969. 2) Bjarni,
f. 26. september 1949, kvæntur
Marianne Olsen, f. 27. október
1958 og eiga þau 4 börn, a)
Ingu Birnu, f. 17. september
1986, b) Önnu Maríu, f. 11.
október 1987, c) Lindu Björk, f.
10. desember 1989 og d) Bjarna
Hallgrím, f. 14. janúar 1994. 3)
Elsku mamma. Nú er komið
að leiðarlokum og kveðjustundin
runnin upp. Heilsu þinni hafði
hrakað mikið síðustu árin og
þótt við vissum hvert stefndi
grunaði engan að andlát þitt
myndi bera að með jafn skjótum
og óvæntum hætti og raun varð
á. Þegar ég var lítil sagðist ég
ætla að passa þig þegar þú yrðir
gömul og veik eins og þú pass-
aðir ömmu Fríðu, mömmu þína
sem bjó hjá okkur þegar ég var
að alast upp. Veikindi þín síðustu
árin urðu hins vegar þess
valdandi að þú þurftir meiri
umönnun og stuðning en við gát-
um veitt þér heima og síðustu
mánuðina dvaldist þú á Hrafn-
istu í Hafnarfirði þar sem þú
undir hag þínum vel. Ung veikt-
ist þú af berklum og þurftir að
dveljast um lengri tíma á Land-
spítalanum, langt frá fjölskyldu
þinni og ungum börnum. Nokkr-
um árum áður hafðir þú misst
yngstu systur þína og föður úr
sama sjúkdómi en sem betur fer
voru ný lyf að koma á markaðinn
um svipað leyti og þú veiktist og
líklega má þakka þeim og öðrum
nýjungum á sviði læknisfræðinn-
ar á sama tíma að þér tókst að
ná bata. Þú varst líka þrautseig
og dugleg og neitaðir að gefast
upp fyrr en í fulla hnefana því þú
þráðir að komast heim til litlu
barnanna þinna og fjölskyldunn-
ar sem beið þín fyrir norðan.
Þessi veikindi áttu þó eftir að
setja mark sitt á líf þitt og heilsu
um ókomna ævi. Það má segja að
baráttuandinn hafi einkennt þig
allt þitt líf og þú lagðir mikla
áherslu á að vera sjálfbjarga í at-
höfnum daglegs lífs þótt getan til
þess væri farin að minnka mikið
undir það síðasta. Dugnaður
þinn og þrautseigja munu verða
okkur sem eftir lifum hvatning
til þess að gefast ekki upp þótt
móti blási. Þú varst líka trúuð og
leitaðir huggunar í trúnni á erf-
iðum stundum. Mér er einkum
minnisstætt hvað þú hafðir mikið
dálæti á Passíusálmunum og
lagðir mikla áherslu á að missa
ekki af upplestri þeirra í útvarp-
inu þegar páskarnir voru í nánd.
Við eigum öll eftir að sakna
þín sárt en okkur er huggun að
vita að þjáningum þínum er lok-
ið. Þér leið vel á Hrafnistu og
sagðir að þarna vildir þú vera
þar til yfir lyki. Um leið og ég og
fjölskylda mín þökkum þér fyrir
samveruna langar mig að koma á
framfæri þakklæti til starfsfólks
í Furugerði 1 þar sem þú hafðir
búið í nær 20 ár og svo til starfs-
fólks á 3.h B á Hrafnistu í Hafn-
arfirði og allra þeirra sem önn-
uðust þig í veikindum þínum og
veittu okkur stuðning í kringum
andlát þitt.
Hvíldu í friði, elsku mamma.
Blessuð sé minning þín.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Þín dóttir,
Laufey.
Elsku amma. Það er svo
skrýtið hvað lífið getur verið
hverfult. Aðeins örfáum dögum
áður en þú kvaddir okkur sat ég
á rúmstokknum hjá þér og við
ræddum um gamla og góða
daga. Þá varst þú staðráðin í að
hrista af þér slenið sem hafði
verið að hrjá þig síðustu dagana
en raunin var þó sú að það var
aðeins byrjunin á skammvinnum
veikindum sem áttu eftir að taka
sinn toll.
Þú varst mjög barngóð og það
var fátt sem veitti þér eins mikla
gleði og öll barnabörnin þín og
langömmubörnin. Þú hafðir líka
endalausa þolinmæði fyrir öllu
því sem börnunum í kringum þig
datt í hug. Ég gleymi því aldrei
þegar ég var ung stelpa og dró
þig á eftir mér út á miðja um-
ferðareyju í Hlíðunum. Þar sett-
umst við niður í glampandi sól-
skini og ég makaði fíflamjólk yfir
andlitið á þér þar sem ég þóttist
hafa heyrt að fíflamjólk gerði
húðina fallega. Þér datt ekki í
hug að stoppa mig af heldur
brostir þú blítt og tókst þessu
uppátæki af stóískri ró.
Alltaf varst þú svo fín, elsku
amma mín, og hafðir gaman af
því að hafa þig til. Ég man að
þegar ég var lítil gat ég gleymt
mér endalaust við að skoða og
máta allar perlufestarnar þínar
og skartgripina sem þú geymdir
í skál á fallega snyrtiborðinu
sem þér þótti svo vænt um.
Suma skartgripina gerðir þú
sjálf, enda varst þú með ein-
dæmum handlagin og hafðir
mjög gaman af því að föndra. Ég
mun alltaf halda upp á stytturn-
ar sem þú málaðir og gafst mér
og hálsfestarnar sem þú bjóst til
fyrir mig.
Elsku amma, minning þín
mun ávallt lifa björt og hlý í
huga okkar.
Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta.
Á grænum grundum
lætur hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég langa ævi.
(23. Davíðssálmur)
Ingibjörg, Kjartan
og Haraldur Daði
Gyða
Bjarnadóttir
Þegar síminn
hringir og á endanum er gamall
vinur og grallaraspói frá því á
unglingsárum og talar gætilega
þá veit maður að það er eitthvað
að. Þegar hann tilkynnir svo lát
sameiginlegs vinar, þá verður
manni það fyrst til að skammast
sín. Tíminn var búinn, tímanum
sem alltaf hafði verið rutt á undan
og ætlaður hafði verið til að end-
urnýja gömul kynni og forvitnast
um hagi, hann var allt í einu lið-
inn.
Það lá aldrei illa á Páli Birgi
Símonarsyni í minni grennd og
hann var sannur vinur vina sinna.
Í gamla vinahópnum var hann á
stundum nefndur Biggi stóri því
nafni hans, vinnufélagi og sameig-
inlegur vinur okkar var nokkru
lægri. Birgir var laginn, útsjón-
arsamur og gagnið var honum
meira virði en útlitið.
Einhverju sinni vorum við að
brasa við einhvern vélbúnað uppi
á Setbergi og Birgir sendi mig á
bílnum sínum að sækja verkfæri
en ekki tókst betur til en svo að ég
ók á fullri ferð út í hraun og við
það snérist upp á grindina á þess-
um ágæta breska bíl, þannig að
hann varð svolítið asnalegur í
framan. Þegar ég var svo að
reyna að stama útúr mér lýsing-
um á atvikum og tjóni, þá greip
Birgir frammí og spurði: Meidd-
ist einhver? Nei, sagði ég og hugs-
aði um það hvað hefði gerst ef
hraundrangurinn hefði brotist
upp úr gólfinu. Þá fór Birgir að
Páll Birgir
Símonarson
✝ Páll BirgirSímonarson
fæddist 26. febrúar
1939 í Melbrún,
Búðum í Fáskrúðs-
firði.
Hann lést 13.
júní 2011.
Útförin fór fram
í Hveragerðis-
kirkju 2. júlí 2011.
hlæja og sagði þetta
ekki skipta neinu
máli, það væri ekk-
ert mál að snú ofan
af þessu með skaft-
talíu, en komstu með
verkfærin? Við luk-
um svo þessu verki
og það var komin
nótt.
Daginn eftir, sem
var sunnudagur þá
fór ég eftir hádegi til
Bigga til að kynnast því hvernig
hann ætlaði að snúa ofanaf grind-
inni. Á hlaðinu í Garðshorni stóð
Prefektinn og mér létti þegar ég
sá að hann var ekki svo snúinn í
framan eins og mig minnti hann
hafa verið í gærkvöldi. Birgir kom
til dyra og var ljóslega að koma á
fætur. Við fengum kaffisopa hjá
henni Dúnu og Birgir fór að ræða
um Húsafellshelluna og sagði það
aðalmálið að þekkja hana og
kunna á hana þá væri þetta ekk-
ert mál svo sem hann hafði sann-
að fyrir mér þremur vikum áður.
En mér var ekki Húsafellshell-
an í huga heldur tjónið sem ég
hafði orðið valdur að og spurði
hvort ég ætti ekki að sækja skaft-
talíu og önnur verkfæri til að snúa
ofan af grindinni. Blessaður
vertu, ég kláraði það í nótt, var
búinn kl. fimm. Sástu það ekki?
Mér vafðist tunga um tönn og
svelgdist á kaffinu og hóstaði því
yfir borðið hennar Dúnu og Birgir
sló á bak mér og sagði: Þolir þú
ekki kaffi strákur? Þegar ég var
búinn að þurrka framan úr mér
kaffið og tárin úr augunum, Dúna
búin að þurrka af borðinu og hlát-
urskrunkið í Bigga að fjara út þá
varð mér skyndilega ljóst hvers-
konar fólki ég var hjá. Þrátt fyrir
hrjúft yfirborð þá var þarna inn-
undir ekkert nema einlægni, vel-
vild og æðruleysi sem var undir-
staða þeirra lífshamingju.
Hrólfur Hraundal.
Meira: mbl.is/minningar
Í dag kveð ég hinstu kveðju
pabba minn sem dó að mínu
mati langt fyrir aldur fram. Í
hjarta mínu á ég ótal margar
minningar um föður minn sem
var mér svo mikið og var svo
stór hluti af lífi mínu að erfitt
verður að átta sig á lífinu án
hans. Í barnæsku eru það rútu-
ferðirnar þar sem ég þvældist
með pabba út og suður, hann
hafði gaman af því að segja mér
frá hinu og þessu sem fyrir augu
bar á Suðausturlandinu enda
þekkti hann þar hvern hól og
hverja þúfu. Margar voru sund-
ferðirnar, utanlandsferðirnar,
útilegurnar svo fátt eitt sé nefnt.
Sigmundur
Sigurgeirsson
✝ SigmundurSigurgeirsson
fæddist í Reykjavík
4. júní 1935. Hann
lést á
blóðlækningadeild
Landspítalans 28.
júní 2011.
Útför Sigmund-
ar fór fram frá Frí-
kirkjunni í Hafn-
arfirði 7. júlí 2011.
Þegar ég eltist
byggðum við saman
sumarbústað í
Fljótshlíðinni og
hef ég átt þar
margar góðar
stundir með pabba
mínum. Þar leið
honum vel og gat
dundað sér við hitt
og þetta. Það má
með sanni segja að
Fljótshlíðin hafi
verið hans líf og yndi síðustu ár-
in. Hann spurði mig að því ekki
fyrir svo löngu hvenær ég héldi
að hann kæmist aftur í sveitina
og ég sagði honum að hann
kæmist þangað von bráðar. Nú
hugga ég mig við það að hann
komst í sveitina sína en það eru
aðrar grænar grundir sem hann
pabbi minn hvílir sig á en í okk-
ar sveit.
Við fengum áhuga á golfi á
svipuðum tíma og áttum við eftir
að eyða mörgum dögum saman á
golfvellinum. Þrátt fyrir að
pabbi væri kominn á sjötugsald-
urinn þegar hann byrjaði að
spila golf var hann ótrúlega
lunkinn við að hitta kúluna og
hann hafði mjög gaman af því að
fara hring á vellinum. Mikið á ég
eftir að sakna þess að geta ekki
hringt í pabba minn og beðið
hann um að koma með mér í
golf, því svarið hans var alltaf
eins: Já, ég er alveg til. Pabbi
hafði alltaf áhuga á öllu því sem
ég tók mér fyrir hendur hvort
sem það var nám, vinna eða
áhugamál og alltaf hvatti hann
mig til dáða, en vildi þó alltaf að
maður tæki ekki neina óþarfa
áhættu, þannig var pabbi minn.
Ég er svo þakklát fyrir allar
góðu minningarnar og fyrir allt
það sem hann pabbi minn var
mér og börnunum mínum.
Pabbi greindist með krabba-
mein fyrir næstum tveimur ár-
um. Hann var búinn að ganga til
heimilislæknisins í langan tíma
með verki en fékk bara af-
greiðslu á verkjalyf og sjúkra-
þjálfun. Loks fékk hann rétta
greiningu og fór í hendur lækna
sem vissu sínu viti. Allan þennan
tíma hefur pabbi viljað hafa mig
við hlið sér og í dag er ég þakk-
lát fyrir að hafa getað gert hon-
um þann greiða að ganga þessa
þrautagöngu með honum. Hann
stóð sig svo ótrúlega vel í þess-
ari baráttu en því miður beið
hann ósigur.
Elsku besti pabbi minn, ég
þakka þér fyrir allt það sem þú
hefur verið mér og fyrir allt það
sem þú hefur gert fyrir mig í
gegnum árin, ég mun í hjarta
mínu geyma minningu um pabba
minn sem var mér svo mikið og
mér þótti svo vænt um. Daginn
sem þú varst kistulagður hljóm-
aði þetta lag eftir Magnús Ei-
ríksson í bílnum mínum og læt
ég það verða lokaorðin, elsku
besti pabbi minn.
Farðu í friði góði vinur
þér fylgir hugsun góð og hlý.
Sama hvað á okkur dynur
aftur hittumst við á ný
Úr hjarta mínu hverfur treginn
er ég hugsa um hlátur þinn.
Bros þitt veitti birtu veginn
betri um stund varð heimurinn.
Þín dóttir,
Margrét.
HINSTA KVEÐJA
Á hljóðri kveðjustundu í heitri
þökk og trega,
er hjartans bænin okkar að
drottinn launi þér.
Það allt sem okkur veittirðu,
kæri tengdapabbi,
en ástkær minning lifir, sem
björt og dýrmæt er.
Guð blessi góðan mann.
Þín tengdadóttir,
Kristín Arnarsdóttir
✝
Einlægar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur hlýju og vinarhug við andlát og útför
elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og
langafa,
JÓHANNS PÁLSSONAR
fyrrv. forstöðumanns
Hvítasunnusafnaðarins á Akureyri.
Sérstakar þakkir fær Snorri Óskarsson, safnaðarhirðir og
Hvítasunnusöfnuðurinn á Akureyri fyrir einstaka hlýju og vinarþel.
Samúel Jóhannsson, Ragnhildur Ingólfsdóttir,
Rut Sigurós Jóhannsdóttir, Guðmundur Konráðsson,
Hanna Rúna Jóhannsdóttir,
Ágústa Jóhannsdóttir, Ellert B. Schram,
barnabörn og barnabarnabörn.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt
á reitinn Senda inn efni á forsíðu mbl.is og viðeigandi efnisliður valinn.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur.
Minningargreinar