Morgunblaðið - 23.07.2011, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2011
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
• www.hjahrafnhildi.is
40% afsláttur af öllum vörum
Stórútsala
St. 36 - 52
www.gisting.dk
499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími)
Ódýr og góð gisting
í hjarta Kaupmannahafnar
Laugavegi 63 • S: 551 4422
Sjá
sýnisho
rn á
www.l
axdal.i
s
GREENSTONE GLÆSIKÁPUR
NÚ ÁTILBOÐSVERÐI
Lára Hilmarsdóttir
larah@mbl.is
„Ég fann hann inni á gólfinu á
vængjunum og hann var svartur
með klær,“ segir Haraldur Brynj-
ólfsson, fimm ára dýra- og skor-
dýraáhugamaður sem fann varma-
smið á dögunum í Kópavoginum.
Hann er með stærri „smiðum“ sem
finnast bæði hérlendis og í Evrópu,
eða u.þ.b. 22 millimetrar að lengd.
„Ég setti hann í blað og setti
hann svo í kassa,“ segir Haraldur
um fundinn en varmasmiðurinn var
þá enn lifandi. Móðir Haraldar, Jó-
hanna Kristín Birgisdóttir, bætir
því við að hann hafi litið heldur
ógnvekjandi út enda hafi sumir
haldið að þarna væri kakkalakki á
ferð. „Ég var ekkert hræddur,“
segir Haraldur þá.
Gera má ráð fyrir að varmasmið-
ur muni sjást í auknum mæli í görð-
um höfuðborgarbúa á komandi ár-
um, að því er fram kemur á síðu
Náttúrufræðistofnunar Íslands. Í
fyrstu var um sjaldséð skordýr að
ræða og sást fyrst til varmasmiða
hér 1990 en næst ekki fyrr en níu
árum síðar. Síðan þá hafa varma-
smiðir sést í síauknum mæli í
Hveragerði, Keflavík, Reykjavík,
Akureyri og Kópavogi. Ef til vill er
þessi fundur enn ein vísbending um
fjölgun varmasmiða á Íslandi.
Aukningin er þó ekki áhyggju-
efni garðræktenda því landneminn
„gæti orðið virkur í baráttunni við
að halda sniglum í skefjum,“ að því
er fram kemur á heimasíðu Nátt-
úrufræðistofnunar.
„Stór, en ekki svo stór“
Haraldur hefur enn ekki rekist á
varmasmið á Akureyri, þar sem
hann á heima, en er engu að síður
glöggur á skordýr í kringum sig og
segir vera „jafntefli“ hvað varðar
skordýr á Akureyri og í Kópavogi.
„Ég hef fundið orma, járnsmiði og
kóngulær, og svo hef ég fundið
lengsta ánamaðk í heimi,“ segir
Haraldur en honum þótti ekki mik-
ið til koma þegar hann rakst á
varmasmiðinn. „Hann var stór, en
ekki svo stór,“ segir hann.
Morgunblaðið/Ómar
Varmasmiður Haraldur fann hann í Kópavogi og kom honum síðan fyrir í kassa. Þar gaf hann upp öndina.
Tók „smiðinn“ upp
og setti hann í kassa
Haraldur Ungur en glöggur skor-
dýraskoðandi á Akureyri.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Janus Arn Guðmunsson
janus@mbl.is
„Ég get aldrei fengið þessi 33 ár af lífi
mínu bætt. En það er komin sátt í
málið, þetta var mjög tilfinningaríkur
og yndislegur fundur,“ segir Sigrún
Pálína Ingvarsdóttir, ein kvennanna
sem sökuðu Ólaf Skúlason, fyrrum
biskups, um kynferðisbrot.
Í gær var undirrituð sátt á milli
þjóðkirkjunnar annarsvegar og Sig-
rúnar, Dagbjartar Guðmundsdóttur
og Stefaníu Þorgrímsdóttur hins veg-
ar.
Gaf Stígamótum eina milljón
Sigrún segist upplifa sig sátta og
hefur nú afhent þjóðkirkjunni stein
sem er táknrænt merki um þá byrðar
sem hún hefur þurft að bera á öxlum
sér árum saman. „Kirkjan mun þurfa
að vinna í sínum málum áfram til að
vinna traust almennings á ný.“
Í sama streng tók Magnús E.
Kristjánsson, formaður nefndar
kirkjuþings. „Þetta eru í sjálfu sér
ekki lok, heldur stór áfangi á vegferð,
við munum halda áfram okkar vinnu.
Kirkjan mun halda áfram þeirri
vinnu að forvörnum hvað þetta mál
varðar.“
Sigrún Pálína fékk sex milljónir
króna í bætur frá þjóðkirkjunni og
gaf eina milljón af þeim bótum til
Stígamóta til að vinna áfram að því
starfi sem þar hefur verið unnið. Dag-
björt Guðmundsdóttir og Stefanía
Þorgrímsdóttir fengu hvor um sig
fimm milljónir.
„Ég er afar ánægður með að það
skulu hafa náðst sættir í afar við-
kvæmu og sársaukafullu máli. Ég er
þakklátur þeim sem unnið hafa að
þessari lausn málsins. Hér eru kafla-
skil sem gefa vonir um að við getum
einbeitt okkur að því að leysa önnur
mikilvæg mál sem við er að etja,“ seg-
ir Karl Sigurbjörnsson, biskup Ís-
lands.
Hann bætir því við að það skuli
hafið yfir allan vafa að kynferðis-
afbrot séu ekki liðin á vettvangi kirkj-
unnar. „Við höfum einsett okkur að
læra af dýrkeyptri reynslu,“ segir
biskup.
„Mjög tilfinningaríkur og
yndislegur fundur“
Biskup Íslands þakklátur þeim sem unnið hafa að lausn
Morgunblaðið/Eggert
Stolt Sigrún segist upplifa sig sátta og hefur nú afhent þjóðkirkjunni stein
sem er táknrænt merki um þá byrðar sem hún hafi þurft að bera.
Önundur Páll Ragnarsson
onundur@mbl.is
Toppfiskur ehf. hefur dregið tilboð
sitt í eignir þrotabús fiskvinnslunnar
Eyrarodda á Flateyri til baka. „Það
var bara þannig að skiptastjóri hafði
úrslitavald í þessu, hann lét minni
hagsmuni gilda fyrir meiri,“ segir
Jón Steinn Elíasson, framkvæmda-
stjóri Toppfisks, en fyrirtækið vildi
kaupa allar eignir þrotabúsins eins
og þær lögðu sig, að gefnum
ákveðnum forsendum um að geta
hafist handa fljótlega og að hafa
byggðakvóta á krókaaflamarksbátn-
um Stjána Ebba á næsta ári. Jón
Steinn segir að á meðan beðið hafi
verið eftir ákvörðun um sölu eign-
anna hafi þær rýrnað og forsendurn-
ar fyrir tilboðinu því runnið út í
sandinn.
Jón Steinn vill að öðru leyti ekki
tjá sig um málið, sem gengur í gróf-
um dráttum út á það samkvæmt
heimildum að
byggðakvótinn á
Stjána Ebba hef-
ur fyrnst þar sem
hann hefur ekki
verið gerður út á
meðan málið hef-
ur verið í bið-
stöðu. Þá hafði
Toppfiskur hug á
að endurnýja
húsakostinn á
Flateyri í sumar og koma þar upp
aðstöðu fyrir veturinn en sá tími hef-
ur tapast í tafir og því yrði ekki hægt
að klára undirbúning nógu snemma.
Hefur málið samkvæmt heimild-
um valdið vonbrigðum hjá forsvars-
mönnum Toppfisks, þar sem þeir
höfðu hug á að fiskvinnslan sjálf
hefði yfir aflaheimildum að ráða og
yrði sjálfbær um fisk til vinnslu í 8-9
mánuði ári, með yfir sextíu manns í
vinnu. Ekkert hafi nú orðið úr þeim
áformum. onundur@mbl.is
Tilboð Toppfisks
dregið til baka
Jón Steinn
Elíasson