Morgunblaðið - 23.07.2011, Page 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2011
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
É
g ólst upp hér á þess-
um slóðum og mér
þykir vænt um um-
hverfið við Tjörnina.
Ég á sterkar og djúpar
rætur hér í Þingholtunum og lék mér
oft í þessum garði sem barn og gekk í
Miðbæjarskólann. Ég kann af-
skaplega vel við að vera kominn hing-
að aftur,“ segir Guðmundur Erlends-
son matreiðslumaður sem á og rekur
matarvagninn Grænt og grillað en
vagninn sá er staðsettur í Mæðra-
garðinum í miðbæ Reykjavíkur. „Við
hjónin byrjuðum með vagninn heima
á Selfossi fyrir tveimur árum og
gerðum það mjög gott þar, áttum
okkar fasta kúnnahóp sem var mjög
ánægður með að geta nálgast hollan
skyndibita.“
Allt heimalagað og hollt
„Þetta hefur verið mikið ævintýr
en fólk var alltaf að hvetja okkur til
að fara með vagninn í bæinn, því þar
væri meiri markaður fyrir grænan
mat. Við slógum því til og erum búin
Græni vagninn í
Mæðragarðinum
Matreiðslumaðurinn sem stendur vaktina í vagninum í Mæðragarðinum leggur
mikla áherslu á hollustu. Grænt og grillað byrjaði á Selfossi en hefur flutt sig til
höfuðborgarinnar og stendur við Reykjavíkurtjörn.
Morgunblaðið/Ómar
Stoltur Guðmundur Erlendsson er stoltur af matnum sem hann býður upp á
í vagninum sínum, enda má hann vera það, hann er bæði hollur og góður.
Bloggsíður eru af ýmsum toga og
skemmtilegar að skoða margar hverj-
ar. Vefsíðan badbanana.typepad.com
ber skemmtilegt nafn en innihald síð-
unnar á þó lítið skylt við skemmda
banana. Nema að höfundur síðunnar,
Tim Siedell, segir hið sama eiga við
um hugmyndir og skemmda banana.
Blandað saman verða brúnir bananar
og mjólk sem er búin að vera opin ei-
lítið of lengi að bananabrauði. Hið
sama eigi við um hugmyndir sem
virðist gjörsamlega tilgangslausar.
Sé þeim blandað saman geti útkom-
an orðið góð. Þannig lýsir Siedell
innihaldi bloggsíðu sinnar sem er full
af skemmtilegum færslum um hönn-
un, tónlist, auglýsingar og ýmislegt
annað. Engin röð og regla heldur
skemmtileg óreiða af því sem höf-
undi þykir áhugavert hverju sinni.
Vefsíðan www.badbanana.typepad.com
Nýting Þegar bananar eru orðnir gamlir má gera úr þeim bananabrauð.
Slæmar hugmyndir verða góðar
Pálína frá Grund frumflytur gjörning
sinn Hverra Manna í Gerðarsafni á
sunnudaginn kl. 16. Hann er saminn
í tilefni sýningar Árna Páls Jóhanns-
sonar og Finnboga Péturssonar,
Góðir Íslendingar, sem nú stendur
yfir í safninu.
Pálína frá Grund er þekkt fyrir
Grímuverðlaunaverk sitt Völvu sem
sýnt var í Þjóðleikhúsinu og fyrir
einleik sinn í The Secret Face.
Sýningin Góðir Íslendingar stend-
ur til 31. júlí og er opin kl. 11-17 alla
virka daga nema mánudaga. Að-
gangseyrir 500 kr. en ókeypis á
miðvikudögum
Endilega...
... sjáðu gjörning
í Gerðarsafni
Morgunblaðið/Jim Smart
Pálína Lék í The Secret Face.
„Á morgun verður óvenju mikið að
gera svona yfir einn laugardag en við
förum og klárum uppsetningu fyrir
ballið klukkan 10,“ segir Gunnar Þór
Einarsson skipuleggjandi stríðs-
áraballs sem haldið verður á Bar46 á
Hverfisgötu í kvöld.
„Um morguninn skreytum við sal-
inn og förum yfir dansana frá leik-
urunum. En þarna verða skemmti-
atriði, danssýning frá Lindy Ravers
og stuttmyndasýning frá Fut-
ureShortsOne. Á ballinu verða líka
leikarar í hlutverkum, meðal annars
njósnarar og svartamarkaðsbrask-
arar en við leggjum allt upp úr því að
gera þetta sem mest ekta. Þér á að
finnast þú vera komin/n aftur í tím-
ann og við hvetjum fólk til að mæta í
viðeigandi klæðnaði,“ segir Gunnar
Þór sem sjálfur er leyndardómsfullur
um það sem hann muni klæðast og
segir það koma í ljós í kvöld. Eftir
annasaman laugardag ætlar Gunnar
Þór að slappa vel af á sunnudaginn
yfir góðri bíómynd. Nánari upplýs-
ingar um viðburðinn má nálgast á Fa-
cebook undir Stríðsáraball.
Hvað ætlar þú að gera um helgina?
Eyðir kvöldinu dansandi með
svartamarkaðsbröskurum
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Það verður líf og fjör á Árbæjarsafn-
inu en þá verður hin árlega harm-
onikuhátíð haldin með pomp og
prakt.
„Hátíðin hefur verið haldin í ein 15
ár og verið fjölsótt af fólki á öllum
aldri. Stór hluti gesta er fjöl-
skyldufólk enda safnið mjög krakka-
vænt en þetta höfðar líka til eldri
kynslóðarinnar. Það er líka gaman að
segja frá því að á sjöunda áratugnum
voru harmonikuböll haldin hér. Þá
var farið í sveit, að þótti þá, og farið á
harmonikuball á Árbæjarsafni. Á há-
tíðinni í ár spila bæði gamlir reynslu-
boltar eins og hann Karl Jónatansson
en líka yngri harmonikuleikarar,
meðal annars eitthvað af nemendun
hans. Það er enn vinsælt að spila á
harmoniku enda frábært hljóðfæri,“
Guðbrandur Benediktsson deild-
arstjóri á Árbæjarsafni.
Neistar koma saman
Dagskráin verður vegleg að vanda
og munu gestir fá að sjá og hlýða á
marga af okkar fremstu harmoniku-
leikurum. Þeirra á meðal má nefna
Karl Jónatansson ásamt hinum sögu-
frægu Neistum, sem koma saman í
tilefni hátíðarinnar eftir langt hlé.
Einnig stórsveit frá Harmoniku-
félaginu Hljómi úr Reykjavík, Sigurð
Alfonsson, Reyni Jónasson, Grétar
Geirsson, Jónu Einarsdóttur, Gunn-
ar Kvaran, Hrein Vilhjálmsson og
Þór Halldórsson, auk fleiri hópa og
einleikara. Dagskráin hefst kl. 13.00
og lýkur með sameiginlegum tón-
leikum í lok dags. Það er um að gera
að nýta ferðina og skoða í leiðinni
þann fjölda sýninga sem sjá má í Ár-
bæjarsafni og varpa ljósi á sögu
Reykjavíkur. En þar er einnig fólk að
störfum við handverk og búskap.
Sem fyrr verður heitt á könnunni í
Dillonshúsi og hægt að kaupa sér þar
kaffi og meðlæti fyrir þá sem verða
svangir. Ættu allir að geta skemmt
sér vel á harmonikuhátíð og velkomið
að fólk stígi dans ef svo ber undir.
Tónlist
Harmonikuhátíð