Morgunblaðið - 23.07.2011, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2011
Ólafur Bernódusson
Skagaströnd | Yfirlitssýning á verk-
um Sveinbjörns Blöndal stendur nú
yfir í íþróttahúsinu á Skagaströnd.
Sveitarfélagið Skagaströnd stendur
að sýningunni með styrk frá Menn-
ingarsjóði Norðurlands vestra.
Á sýningunni er hluti af ævistarfi
Sveinbjörns eða rúmlega 60 verk,
olíu- og akrílmálverk, skopmyndir,
teikningar og vatnslitamyndir. Sýna
verkin glöggt þróun hans sem lista-
manns og fjölhæfni hans í efnistök-
um og vali á myndefnum.
Sveinbjörn, sem lést í apríl 2010,
starfaði stóran hluta ævi sinnar á
Skagaströnd. Hann ólst upp á Siglu-
firði en hélt þaðan til náms í Mynd-
lista- og handíðaskóla Íslands í
Reykjavík þaðan sem hann braut-
skráðist af listmálunardeild. Hann
stundaði list sína í frístundum og
hélt henni lítt á lofti enda ákaflega
gagnrýninn á eigin verk. Þó hélt
Sveinbjörn nokkrar einkasýningar
og tók þátt í samsýningum bæði á Ís-
landi og erlendis.
Yfirlitssýningin er sett upp í sam-
starfi við fjölskyldu Sveinbjörns en
fjölmargir einstaklingar, stofnanir
og sveitarfélög lánuðu myndir til að
hún gæti orðið að veruleika.
Sýningin í íþróttahúsinu verður
opin daglega milli klukkan 13 og 17
tímabilið 23. júlí til 14. ágúst.
Verk Sveinbjörns
Blöndal á sýningu
Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson
Dóttirin Elsa Lára Blöndal, dóttir listamannsins, vann að uppsetningu
ásamt fleirum. Sveinbjörn starfaði stóran hluta ævi sinnar á Skagaströnd.
Alþjóða Rauði krossinn eykur nú
jafnt og þétt við neyðaraðstoð sína í
Austur-Afríku. Verst er ástandið í
Sómalíu og er unnið að því að opna
10 nýjar næringarmiðstöðvar fyrir
börn í suðurhluta landsins til við-
bótar við þær 18 sem hafa verið
starfræktar um árabil.
Þá sendi Alþjóða Rauði krossinn í
gær út neyðarbeiðni vegna þurrk-
anna í Kenía sem eru þeir verstu í
60 ár. Kallað er eftir 2 milljörðum
íslenskra króna til að aðstoða um
eina milljón manna.
Söfnunarsími Rauða kross Ís-
lands er 904 1500. Þegar hringt er í
númerið bætast 1.500 krónur við
næsta símreikning. Einnig er hægt
að leggja fé inn á bankareikning
Rauða krossins, 0342-26-000012.
Kennitalan er 530269-2649.
Ljósmynd/Jakob Dall - Rauði Kross Danmerkur
Neyðaraðstoð aukin
Skattskrár verða lagðar fram á
mánudaginn. Álagningarseðlar ein-
staklinga verða aðgengilegir á
www.skattur.is. Seðlar verða póst-
lagðir þann dag til þeirra sem ekki
hafa afþakkað að fá þá á pappír.
Inneignir, svo sem vegna barna-
bóta, vaxtabóta og ofgreiddrar
staðgreiðslu, verða greiddar út 29.
júlí. Þær verða lagðar inn á banka-
reikninga gjaldenda. Engar ávís-
anir verða sendar út og þurfa þeir
sem ekki hafa tilkynnt um banka-
reikning að sækja inneignir sínar
til innheimtumanns, sem eru Toll-
stjórinn í Reykjavík og sýslumenn
um land allt.
Kærufrestur vegna álagningar
opinberra gjalda er 30 dagar.
sisi@mbl.is
Skattskrár lagðar
fram á mánudag
Tæplega þrjú hundruð ökumenn
voru stöðvaðir í miðborginni í
fyrrakvöld og nótt í sérstöku um-
ferðareftirliti lögreglunnar.
Tveir ökumenn reyndust ölvaðir
við stýrið og eiga þeir ökuleyfis-
sviptingu yfir höfði sér. Fimm til
viðbótar var gert að hætta akstri
sökum þess að þeir höfðu neytt
áfengis en voru þó undir leyfilegum
mörkum.
Tveir misstu leyfin
Dyngju-
fjallaleið, veg-
ur F910 milli
Nýjadals og
Öskju, var
opnuð fyrir
umferð síðdeg-
is í gær.
Allar helstu
hálendisleiðir
eru nú færar.
Akstur er þó enn bannaður á slóð-
um á Stórasandi vegna mikillar
bleytu þar.
Vegna kuldanna í vor og fyrri
hluta sumars hafa hálendisvegir
verið opnaðir mun seinna en und-
anfarin ár. Ekki eru nema nokkrir
dagar síðan leiðin um Sprengisand
var opnuð.
Mikil umferð hefur verið á há-
lendinu að undanförnu.
Allir hálendisvegir
hafa verið opnaðir
STUTT
Miðsvæðis í Flórída er Orlando, sannkölluð ævintýraveröld fyrir börn
og fullorðna. Njóttu þess að flatmaga í sólinni við sundlaugina, farðu
á ströndina eða skelltu þér með fjölskyldunni í næsta skemmtigarð.
Í Orlando er ævintýralegt úrval afþreyingar og hægt að velja úr fjölda
frábærra veitingastaða auk þess sem alltaf má stytta sér stundir
í einhverjum hinna 350 verslana og verslunarmiðstöðva á svæðinu.
Punktaðu niður ferðalagið
Hægt er að nýta 10.000 Vildarpunkta sem 6.000 króna inneign
upp í pakkaferð til allra áfangastaða Icelandair.
+ Bókaðu á www.icelandair.is
ORLANDO
FRÁ 16. SEPTEMBER 2011 TIL 18. MAÍ 2012
VERÐ FRÁ 84.300* KR.
HUGURINN BER ÞIG
AÐEINS HÁLFA LEIÐ
* Verð á mann í tvíbýli í 4 nætur. Innifalið: Flug, flugvallarskattar og gisting.