Morgunblaðið - 23.07.2011, Page 24
24 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2011
Bjarni Ólafsson
bjarni@mbl.is
Mál Sparisjóðsins í Keflavík kallar á
skoðun á því hvernig staðið hefur
verið að endurreisn sparisjóðakerf-
isins, að mati tveggja þingmanna.
Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmað-
ur Sjálfstæðisflokksins, segist hafa
reynt að fá upplýsingar um kostnað
ríkisins vegna sparisjóðanna. Tvær
fyrirspurnir liggi fyrir á þinginu en
þeim hafi ekki verið svarað.
„Spurningum mínum hefur til
þessa verið svarað með skætingi og
fjármálaráðherra hefur skýlt sér á
bak við upplýsingafulltrúa ráðu-
neytisins. Frá því að þessi stjórn
tók við völdum þá hefur það verið
ljóst að taka þurfti á málefnum
sparisjóðanna og ríkisstjórnin ber
ábyrgð á því að þessi staða er kom-
in upp núna. Vinnubrögðin í kring-
um þessa tvo sparisjóði og fleiri
kallar á að þessi mál verði rann-
sökuð.“
Munar milljörðum
Fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá
því í gær að staða SpKef væri miklu
verri en menn töldu vera þegar
Landsbankinn tók sparisjóðinn yfir.
Landsbankinn hefur framkvæmt
mat á virði eigna sjóðsins og munar
þar 20 milljörðum frá því mati sem
ríkið kynnti í vor. Í stað þess að
þurfa rúma 19 milljarða til að upp-
fylla kröfur FME um eigið fé mun
SpKef þurfa 38 milljarða króna.
„Það er ótrúlegt að við séum
núna, tveimur og hálfu ári frá því að
stjórnin tók við völdum, að fá þessar
upplýsingar,“ segir Guðlaugur.
„Hvað hefur það kostað að halda
SpKef gangandi allan þennan
tíma?“
Höskuldur Þórhallsson, þingmað-
ur Framsóknarflokksins, tekur í
svipaðan streng. „Ljóst er af þessu
máli sem og því hvernig staðið var
að sölunni á Byr sparisjóði að ým-
islegt þarf að skoða varðandi það
hvernig stjórnin hefur haldið á end-
urreisn sparisjóðanna.“
Vill rannsókn á mál-
efnum sparisjóðanna
Staða Sparisjóðsins í Keflavík mun verri en talið var
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sparisjóður Landsbankinn keypti SpKef í vor en nú er ljóst að staða hans
er raunverulega mun verri talið var á þeim tíma sem kaupin áttu sér stað.
SpKef
» Í vor var álitið að eigið fé
SpKef væri neikvætt um 11,2
milljarða króna og að um 19,4
milljarða þyrfti til að hann
stæðist kröfur FME.
» Nú hefur komið í ljós að eig-
ið fé sjóðsins er neikvætt um
30 milljarða króna og að 38
milljarða þarf til að hann upp-
fylli kröfurnar.
Fjármálaeft-
irlitið hefur gert
alvarlegar at-
hugasemdir við
starfsemi
Rekstrarfélags
verðbréfasjóða
hjá Íslenskum
verðbréfum, að
því er kemur
fram á vefsíðu eftirlitsins. Þetta
kemur í framhaldi af athugun sem
eftirlitið gerði á félaginu.
Á vefsíðu FME segir að gerðar
hafi verið athugasemdir við
áhættustýringu verðbréfasjóðanna
en öll áhættustýring virðist vera á
hendi sjóðsstjóra.
Þá voru gerðar alvarlegar at-
hugasemdir við úttekt og skýrslu
innri endurskoðanda en hvort
tveggja þótti ófullnægjandi.
Þá telur FME að útvist-
unarsamningur félagsins við Ís-
lensk verðbréf hf. um útvistun á
tækniþjónustu sé villandi, en Ís-
lensk verðbréf hf. útvista allri
slíkri þjónustu áfram til þriðja að-
ila. Samkvæmt lögum um verð-
bréfasjóði og fjárfestingarsjóði er
rekstrarfélagi heimilt að útvista
verkefnum sem tengjast rekstri
verðbréfasjóða að fengnu sam-
þykki Fjármálaeftirlitsins.
Mikilvægt sé að FME viti hvaða
aðili það er sem mun fara með út-
vistuð verkefni.
FME með
aðfinnslur
við ÍV
Öll áhættustýring
hjá sjóðsstjóra
Fyrsta greiðslufallið frá lokum
seinni heimstyrjaldar
Þetta samkomulag felur í sér tak-
markað greiðslufall gríska ríkisins
og er það í fyrsta sinn frá seinni
heimstyrjöld sem evrópskt ríki
stendur ekki undir skuldbindingum
sínum. Þrátt fyrir að lenging lána og
breytingar á skilmálum útgefinna
skuldabréfa gríska ríkisins verði
skilgreint sem takmarkað greiðslu-
fall hjá matsfyrirtækjunum mun
Evrópski seðlabankinn eftir sem áð-
ur taka þau gild í veðlánaviðskiptum
gegn eigin reglum. Er þessi undan-
tekning gerð til þess að forða við
bankahruni í Grikklandi vegna
greiðslufalls ríkisins.
Jafnframt markar samkomulagið
tímamót þar sem aukið vægi ESFS
er ótvírætt skref í átt að því að evru-
svæðið umbreytist í einhverskonar
skuldabandalag aðildarríkjanna. Það
er að segja að evruríkin ábyrgist
skuldir hvert annars. Þetta fyrir-
komulag þýðir augljóslega á borði að
verst stöddu ríkin í suðri auk Írlands
eiga að njóta góðs af ríkisábyrgð
Þýskalands og annarra ríkra hag-
kerfa í norðri. Fjármálamarkaðir
hafa endurspeglað þetta síðustu tvo
daga: Áhættuálagið á þýska ríkið
hefur hækkað meðan það hefur
lækkað á verst stöddu evruríkin.
En þar með er björninn ekki unn-
inn. Frá því er langur vegur. Í fyrsta
lagi verður ekki séð að afskriftir
skulda gríska ríkisins gangi nógu
langt til þess að gera stöðuna sjálf-
bæra. Ef áætlunin nær fram að
ganga yrði hlutfall skulda gríska rík-
isins af landsframleiðslu 130% eftir
FRÉTTASKÝRING
Örn Arnarson
ornarnar@mbl.is
Enn og aftur hefur verið efnt til
lúðrablásturs á mörkuðum í kjölfar
þess að leiðtogar evruríkjanna hafa
komið sér saman um aðgerðir vegna
skuldakreppunnar. Hætt er við því
að fögnuðurinn nú verði einnig
skammvinnur. Þó að aðgerðirnar
sem samið var um á fimmtudag
marki um margt tímamót í samruna-
sögu Evrópu verður ekki séð að þær
leysi þann vanda sem við er að etja
vegna stöðunnar í hagkerfum Grikk-
lands, Portúgal og Írlands og útiloki
þar með að sami vandi gjósi upp í
stærri hagkerfum á borð við Ítalíu
og Spán.
Í einföldu máli eru aðgerðirnar
þríþættar: Í fyrsta lagi fela þær í sér
afskriftir á hluta skulda gríska rík-
isins meðal annars með þátttöku eig-
enda krafna úr einkageiranum; í
öðru lagi verða neyðarlán björgunar-
sjóðsins sem Evrópusambandið setti
á laggirnar vegna skuldakreppunnar
(e. The European Financial Stability
Facility – ESFS) lengd auk þess sem
vaxtakjör á lánunum sem veitt hafa
verið Grikklandi, Írlandi og Portúgal
verður lækkuð umtalsvert. Í þriðja
lagi fær ESFS heimild til þess að
verja hluta af þeim 440 milljörðum
evra sem sjóðurinn getur dregið til
að veita skammtímalán til ríkja, end-
urfjármagna banka og undir „sér-
stökum kringumstæðum“ getur
hann hafið endurkaup á útgefnum
ríkisskuldabréfum illra staddra
evruríkja.
greiðslufall. Með öðrum orðum verð-
ur það hærra en það var í fyrravetur
þegar fjárfestar fóru að missa alla
trú á stöðu mála þar syðra. Sam-
komulagið leysir engin af þeim
vandamálum sem Grikkir standa
frammi fyrir varðandi endurreisn
samkeppnishæfni hagkerfisins.
Byrðar þýska hagkerfisins
Einnig hafa sérfræðingar bent á
að núverandi stærð ESFS dugi að-
eins til þess að fjármagna neyðar-
fjármögnun og aðra fyrirgreiðslu til
Grikklands, Portúgals og Írlands.
Til þess að geta veitt Ítalíu og Spáni
sambærilega fyrirgreiðslu og hin
ríkin þrjú hafa fengið þyrfti stærð
sjóðsins að tvöfaldast eða þrefaldast
að mati sérfróðra. Þar með myndi
ábyrgð þýska ríkisins aukast veru-
lega en fjármögnun ESFS á lánum
til þeirra evruríkja sem geta ekki
fjármagnað sig lengur á markaði
hvílir fyrst og fremst á traustu láns-
hæfi þýska hagkerfisins.
Þar sem áætlunin sem samþykkt
var á fimmtudag snertir á engan veg
þann vanda sem felst í skorti á sam-
keppnishæfni verst stöddu evruríkj-
anna og dökkum efnahagshorfum
samhliða niðurskurði þá er óvarlegt
að álykta sem svo að það versta sé nú
yfirstaðið í þeirri skuldakreppu sem
plagað hefur evrusvæðið á liðnum
árum.
Vandinn tjóðraður með lánalínum
Fjármögnun vandans vegna skuldakreppunnar í Evrópu tryggð um tíma Skuldir
gríska ríkisins verða 130% af VLF Evruríkin tryggja skuldir hvert annars
Kátir George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, og Jose Manuel
Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB.
● Norska sementsfyrirtækið NORCEM
hefur eignast 20% hlut í Björgun ehf.
en fyrirtækið hefur mjög sterka mark-
aðsstöðu í Noregi og er hluti af Heidel-
berg Cement Group, sem er einn
stærsti sementsframleiðandi í heimi.
Samkvæmt heimildum mbl.is urðu
eigendaskipti á Björgun ehf. í júní þegar
Landsbankinn setti fyrirtækið í sölu-
ferli. NORCEM var aðili að því tilboði í
fyrirtækið sem tekið var.
Gunnlaugur Kristjánsson, forstjóri
Björgunar ehf., segist í samtali við
mbl.is geta staðfest að NORCEM hafi
keypt 20% hlut í fyrirtækinu. Norska
fyrirtækið hafi verið í samstarfi við
Björgun lengi og verið á íslenska mark-
aðinum í átta ár. Fjárfestingin nú sé
væntanlega einfaldlega til marks um að
NORCEM hafi áhuga á að vera þar
áfram. Hann geti að öðru leyti ekki tjáð
sig um málið.
Norðmenn með
fimmtung í Björgun
Sanddæluskip Björgunar að störfum.
● Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði
um 0,21 prósent í viðskiptum gærdags-
ins og endaði í 209,48 stigum. Verð-
tryggði hluti vísitölunnar hækkaði um
0,29 prósent og sá óverðtryggði um
0,03 prósent. Velta var með minna
móti, eða um 5,1 milljarður króna.
Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækk-
aði um 1,69 prósent í gær. Gengi bréfa
BankNordik lækkaði um ein 10,17 pró-
sent og bréf Össurar lækkuðu um 2,7
prósent. bjarni@mbl.is
BankNordik fellur
Stuttar fréttir…
!"# $% " &'( )* '$*
++,-.+
+/0-1
+2+-,3
22-+..
2+-343
+/-25/
+3.-.5
+-,531
+/,-2/
+51-,0
++1-+/
+/0-.5
+2+-0.
22-25,
2+-355
+/-322
+,4-31
+-,50/
+/,-/3
+51-.3
22+-0/,.
++1-,1
+//-,2
+22-+1
22-32.
2+-,2.
+/-305
+,4-0,
+-,02+
+/1-3/
+55-3.
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Samkeppniseft-
irlitið hefur ógilt
samruna Stjörnu-
gríss við Rekstr-
arfélagið Braut og
LS2.
Í ákvörðun
Samkeppniseft-
irlitsins frá því fyrr
á árinu heimilaði
Samkeppniseft-
irlitið yfirtöku Stjörnugríss á tilteknum
eignum félaganna, sem hafa farið með
rekstur svínabúanna Brautarholts og
Grísagarðs. Taldi Samkeppniseftirlitið
ekki unnt að grípa til íhlutunar í samrun-
ann vegna reglna samkeppnisréttarins
um félög á fallanda fæti.
Áfrýjunarnefnd samkeppnismála taldi
hins vegar ósannað að skilyrði um fyr-
irtæki á fallanda fæti væru fyrir hendi
og vísaði málinu aftur til eftirlitsins.
Samkeppniseftirlitið hefur nú rann-
sakað málið að nýju. Með hliðsjón af
gagnaöflun og úrskurði áfrýjunar-
nefndar hefur eftirlitið ógilt samruna fyr-
irtækjanna.
Samkeppniseftirlit
ógildir samrunann