Morgunblaðið - 23.07.2011, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2011
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Það er einhveróskiljanlegmann-
vonska, svipuð
þeirri sem fékk
kommúnista um
allan heim til að
setja kíkinn fyrir blinda augað
þegar kom að hungursneyðinni
í Sovétríkjunum, sem hefur
orðið til þess að íslamskir öfga-
menn í Sómalíu hafa neitað því
að þar ríki hungursneyð.
Hluti Sómalíu er undir yf-
irráðum íslömsku öfgasamtak-
anna al-Shabab, sem eru tengd
al-Kaída. Þessi samtök hafa í
tvö ár hindrað hjálparstarf á
þeim svæðum Sómalíu sem þau
ráða yfir og á tveimur þessara
svæða er neyðin mest.
Nú hafa þessi samtök lýst
því yfir að tilkynning Samein-
uðu þjóðanna í vikunni um að
hungursneyð ríki í þessum
hlutum Sómalíu sé ekkert ann-
að en áróður. Þar er engin
hungursneyð, að sögn al-
Shabab samtakanna.
Vandinn er mikill á horni
Afríku, ekki aðeins í Sómalíu
heldur einnig í Eþíópíu og
Kenía. Þó er það aðeins í Sóm-
alíu og aðeins á svæðum undir
stjórn al-Shabab samtakanna
sem hungursneyð hefur verið
lýst yfir. Þar er ástandið verst,
enda bætist illvilji valdhafanna
við harðræðið sem fólk hefur
mátt þola af náttúrunnar
hendi.
Þetta þýðir hins vegar ekki
að hungursneyð verði ekki lýst
yfir á öðrum svæðum í náinni
framtíð eða að ástandið sé við-
unandi á þeim svæðum þar sem
hungursneyð hefur
ekki verið lýst yfir.
Mikið þarf til að
Sameinuðu þjóð-
irnar lýsi yfir
hungursneyð og
ástandið er mjög
slæmt áður en til þess kemur,
en hungursneyð er ekki lýst yf-
ir nema meira en 30% barna
þjáist af bráðri vannæringu og
að meira en tveir af hverjum
10.000 deyi úr hungri á hverj-
um degi. Þetta þýðir að á
tveimur mánuðum deyr meira
en 1% íbúa á viðkomandi svæði
úr hungri.
Yfir tíu milljónir íbúa fyrr-
nefndra landa þjást vegna
ástandsins og Ban Ki-moon,
aðalritari Sameinuðu þjóð-
anna, hefur lýst því yfir að 300
milljónir dala, jafnvirði um 35
milljarða króna, þurfi á næstu
tveimur mánuðum til að takast
á við vandann. Sjálfsagt er fyr-
ir almenning og stjórnvöld í
þeim löndum sem eru aflögu
fær að leggja sitt af mörkum til
að draga úr hörmungunum og
bjarga þeim mannslífum sem
nokkur kostur er.
Þetta er það verkefni sem
íbúar heimsins standa frammi
fyrir til skamms tíma og er
ekki óyfirstíganlegt. Til lengri
tíma þarf að finna leið til að
losa Sómali við hryðjuverka-
mennina og stuðla að því að
þeir geti búið við ásættanlegt
stjórnarfar svo að þessi saga
þurfi ekki að endurtaka sig.
Það verkefni er hins vegar mun
flóknara og tekur lengri tíma
en núverandi neyðarástand
leyfir.
Hungursneyðin er
ekki aðeins afleiðing
þurrka heldur líka
öfga og illmennsku}
Mannvonska
Borgarstjórnhefur ekki af-
greitt lögboðna
fjárhagsáætlun og
nú verður hún að
kröfu minnihlutans
að koma saman til að ræða þau
mál. Meirihlutinn í borg-
arstjórn telur eðlilegt að
standa að málum á þennan hátt
ef marka má tilkynningu sem
hann sendi frá sér. Hið sama
má segja um ástandið í lands-
stjórninni, þar sem ráðherrar
ráða engu betur við sín mál en
Jón Gnarr Kristinsson og Dag-
ur B. Eggertsson við stjórn
borgarinnar.
Á vorþingi gleymdu ráð-
herrar ýmsum málum sem
nauðsynlegt hefði verið að af-
greiða sem lög fyrir sumarið.
Stjórnleysið og glundroðinn er
alger, en stjórnarliðum þykir
þetta ástand ekki verra en svo
að þeir neita að koma heim úr
sumarfríi til að afgreiða það
sem út af stendur. Ráðherrar
telja jafnvel í lagi að fara frek-
ar út í skapandi
lögskýringar en að
kalla saman þing
til að leiðrétta mis-
tök.
Og enn bætist í
ástæðurnar fyrir því að þing
komi saman. Fyrir nokkru var
full ástæða til að þingnefnd
hittist til að ræða ummæli ut-
anríkisráðherra um kröfur Ís-
lands vegna aðildarumsóknar
að ESB og nú stendur rík-
issjóður skyndilega frammi
fyrir því að fjármálaráðherra
virðist hafa vanmetið stórkost-
lega kostnað af Sparisjóði
Keflavíkur.
Sigmundur Davíð Gunn-
laugsson, formaður Framsókn-
arflokksins, hefur hvatt til þess
að þing verði kallað saman
vegna þess máls, auk þeirra
sem urðu útundan í vor. Þetta
er sjálfsögð krafa og ekkert er
því til fyrirstöðu að þing komi
saman í nokkra daga. Nema ef
til vill ótti stjórnarliða við um-
ræður um störf sín.
Stjórnarliðar hræð-
ast umræður á þingi
meira en lögleysur }
Þingið þarf að koma saman
H
ver gerði þetta? Hvers vegna?
Ekki er nema von að Norðmenn
spyrji sig. Norðurlandabúar all-
ir og auðvitað margir aðrir.
Hver hefði trúað því í gærmorg-
un að þessi kyrrláti bær, Ósló, yrði næsta skot-
mark hryðjuverkamanna?
Hryllilegur atburður er staðreynd. Margir
frændur okkar látnir eftir viðurstyggilega árás
og Íslendingar eins og aðrir senda sínar dýpstu
samúðarkveðjur.
Strax í gær lýstu einhver samtök voðaverk-
inu á hendur sér eins og við var að búast og þau
gætu orðið fleiri. Ekki er þó víst að sannleik-
urinn komi endilega í ljós á næstunni. Vonandi
fæst þó botn í rannsóknina sem fyrst og sá eða
þeir hljóti makleg málagjöld sem ábyrgðina
bera.
Hvað sem því líður er óhjákvæmilegt að velta því fyrir
sér hvað átti sér þarna stað. Vildi einhver hefna fyrir
þátttöku Norðmanna í hernaði annars staðar í veröld-
inni? Eða var ef til vill „bara“ einhver óður heimamaður
að verki?
Er hugsanlega satt, eins og haldið var fram í gær, að
Stoltenberg forsætisráðherra hafi átt að vera kominn á
Utøya þar sem skotárásin átti sér stað? Og að spreng-
ingin öfluga í miðbæ Óslóar hafi ekki síst verið til þess að
beina sjónum lögreglu þangað og þar með yrði auðveld-
ara að komast út á þessa fallegu eyju þar sem ungmenna-
hreyfing Verkamannaflokksins var með sumarbúðir?
Norðmenn og aðrar þjóðir sem vanar eru
að lifa í ró og næði heima í dalnum verða nú
því miður að hugsa dæmið upp á nýtt. Ís-
lendingar þar á meðal.
Ekki eru mörg ár síðan forseti Íslands
gekk einn síns liðs úr Stjórnarráðshúsinu
við Lækjartorg út í matvöruverslun í mið-
bænum. Stjórnmálamenn hafa sem betur fer
að mestu fengið að vera í friði á almanna-
færi. Meira að segja heimsfrægir listamenn
eða íþróttamenn hafa flestir geta notið Ís-
landsdvalar án þess að abbast sé upp á þá.
Meðal annars þess vegna er Ísland paradís á
jörð.
Við berum þá von í brjósti að áfram verði
hægt að ganga um götur hér á norðurslóðum
án þess að vera í lífshættu. Ég segi norður-
slóðum, en á auðvitað við alla heimsbyggðina; slíkt væri
óskandi en er því miður algjörlega óraunhæft eins og er,
hefur verið lengi og verður um langa ókomna tíð. Því
miður.
En þrátt fyrir áföll eins í gær verður hinn frjálsi mað-
ur að halda áfram að lifa. Ekki má láta hinn óþekkta,
hvort sem það eru glæpasamtök eða sjúkir einstaklingar,
eyðileggja fyrir fjöldanum.
Fólk verður að sameinast í baráttu gegn þessum djöfli
eins og öðrum sem herja á heiminn. Elskum friðinn, efl-
um vináttu og væntumþykja.
Ekki má stöðva sýninguna þótt á bjáti. Lífið verður að
halda áfram þrátt fyrir allt. skapti@mbl.is
Skapti
Hallgrímsson
Pistill
Hver? Hvers vegna?
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Flugvallarstarfs-
menn í lausu lofti
sent fækkun farþega eftir því til
hvaða áfangastaðar horft er. Við
sjáum því ekki mikla framtíð í því
núna að fara með innanlandsflugið til
Keflavíkur,“ segir Árni.
Starfsemin dytti alveg niður
Það ætti enginn að velkjast í vafa
um nauðsyn Reykjavíkurflugvallar,
segir Hörður Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Flugfélagsins Ernis,
en hjá því starfa um 40-45 manns á
vellinum. Tekur hann undir orð Árna
um slæm áhrif á innanlandsflugið ef
flugvöllurinn yrði fluttur um set.
Hörður bendir á áhrifin sem
flutningur til Keflavíkur hefði á ferðir
félagsins fyrir erlenda ferðamenn
sem koma til höfuðborgarinnar með
skemmtiferðaskipunum. Fyrirtækið
bjóði bæði upp á dagsferðir á áfanga-
staði félagsins með áætlunarflugi en
auk þess sé það með útsýnisferðir yfir
landið.
„Þetta er þjónusta sem er mikil-
væg til að auka fjölbreytni og mögu-
leika erlendra ferðamanna til að sjá
Ísland á meðan skipin eru í höfn. Það
myndi algerlega detta niður ef starf-
semin væri færð eitthvað út fyrir
borgina,“ segir hann.
Hörður segir málið koma reglu-
lega upp í umræðum þegar afvega-
leiða þurfi aðrar umræður í borginni
eins og í aðdraganda kosninga. „Þessi
aðferð til að afvegaleiða umræðuna er
búin að vera viðvarandi lengi.“
Morgunblaðið/Þorkell
Vatnsmýri Um fimmhundruð starfsmenn vinna við Reykjavíkurflugvöll við
ýmsa starfsemi. Framtíðarstaðsetning vallarins er þeim hagsmunamál.
FRÉTTASKÝRING
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
F
ramtíð Reykjavík-
urflugvallar í Vatnsmýr-
inni hefur verið deilu-
efni í marga áratugi, en
staðsetning hans er aug-
ljóslega mikið hagsmunamál fyrir
borgina jafnt sem landsbyggðina og
hefur gengið illa að samræma ólík
sjónarmið þar.
Það eru þó ekki síður starfs-
menn á flugvellinum sem eiga hags-
muna að gæta, en þeir eru alls um
fimm hundruð talsins hjá fjölda fyr-
irtækja samkvæmt upplýsingum frá
Isavia sem annast rekstur vallarins.
Vinna þeir flestir sérhæfð störf við
flugvallarrekstur, flugrekstur,
sjúkraflug, gæsluflug, þyrluflug, flug-
kennslu og þjónustu við erlend flug-
félög.
Tvö áætlunarflugfélög, Flug-
félag Íslands og Flugfélagið Ernir,
fljúga frá Reykjavíkurflugvelli.
Fljúga þau til ellefu staða innan-
lands í reglubundnu áætlunarflugi
auk Færeyja og fimm áfangastaða á
Grænlandi. Undanfarið hafa á milli
400 og 500 þúsund farþegar farið um
flugvöllinn á ári hverju, þar af um 50
þúsund í Grænlands- og Færeyja-
flugi.
Þá eru þrír flugskólar, viðhalds-
stöðvar og þjónustufyrirtæki starf-
rækt á vellinum auk þess sem Land-
helgisgæslan er með starfsemi þar.
Nota um sjötíu einka- og kennslu-
vélar sér flugvöllinn samkvæmt upp-
lýsingum frá Isavia. Umfang starf-
seminnar á Reykjavíkurflugvelli er
því töluvert og hefði mögulegur flutn-
ingur hans því mikil áhrif, bæði á
starfsfólk og borgina.
Sjá ekki framtíð í Keflavík
Um 250 stöðugildi eru hjá Flug-
félagi Íslands á Reykjavíkurflugvelli
að sögn Árna Gunnarssonar, fram-
kvæmdastjóra fyrirtækisins. Þar er
um að ræða flugmenn, flugvirkja,
hlað-, innritunar-, skrifstofu- og þjón-
ustufólk.
Hann segir Keflavík eina skyn-
samlega kostinn sem nefndur hafi
verið sem hugsanlega staðsetningu
fyrir flugvöllinn, en það hefði þó al-
varlegar afleiðingar í för með sér fyr-
ir innanlandsflugið. „Miðað við þær
rannsóknir sem hafa verið gerðar
hefði það veruleg áhrif á fjölda far-
þega. Það myndi þýða allt að 40 pró-
500
starfsmenn á ýmsum sviðum starfa
við Reykjavíkurflugvöll.
400-
500.000
farþegar hafa farið um flugvöllinn á
ári hverju undanfarin ár.
60-80.000
flughreyfingar eru á ári hverju á
vellinum eftir árferði.
12
flugvélar sinna áætlunarflugi til ell-
efu áfangastaða innanlands.
‹ FLUGVÖLLUR Í TÖLUM ›
»