Morgunblaðið - 23.07.2011, Side 27

Morgunblaðið - 23.07.2011, Side 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2011 Græn gata Á Austurstræti kennir margra grasa og fjölskrúðugt mannlífið þar höfðar jafnt til ungra sem ald- inna. Grashólar hafa verið settir upp á götunni. Dagblöðum var raðað yfir vörubretti og síðan tyrft yfir þau. Ómar Nú er komið að því að móta samningsskil- yrði Íslands í aðild- arviðræðum við Evr- ópusambandið. Fögur fyrirheit voru gefin um að allir gætu komið að þessari vinnu og mik- ilvægt væri að víðtæk sátt næðist um að standa fast á hags- munum Íslands í stærstu málaflokkunum. Það vekur því furðu að þeir sem veita ESB-umsókn- inni forystu skuli með öllum tiltækum ráðum halda þessu í þröngum hópi og meina jafnvel einstökum ráðherrum, alþingismönnum og hagsmuna- samtökum sem þekkingu hafa á málum að taka þátt í mótun samningsskilyrð- anna. Hvenær á að funda? Þann 5. júlí óskaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eftir fundi í Utanrík- ismálanefnd Alþingis til að ræða yf- irlýsingar utanríkisráðherra þess efnis að Íslendingar þyrftu engar und- anþágur frá sameiginlegri sjáv- arútvegsstefnu ESB. Auk þess var ósk- að eftir því að ræða þann mikla efnahagsvanda sem ESB stendur frammi fyrir, aukna miðstýringu sem af honum hlýst og áhrif þess á aðild- arviðræður Íslands að ESB. Þann 12. júlí óskaði Sigurður Ingi Jó- hannsson eftir fundi í Sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd til að ræða ýmislegt er varðar ESB-umsóknina. Þar vildi hann ræða yfirlýsingar utanríkisráðu- neytis um að ekki þurfi að bera samn- ingsskilyrðin undir ríkisstjórn og Al- þingi, ástæður þess að samningahópar um sjávarútveg og landbúnað funda lít- ið sem ekkert og ástæður þess að þing- nefndum, hagsmunasamtökum o.fl. er meinað að taka þátt í mótun samnings- skilyrða. Jafnframt var óskað eftir því að fundinum yrði sjónvarpað enda væri slíkt í samræmi við þau loforð sem gef- in voru um opna og gegnsæja umræðu. Það er auðvitað hægt að bera því við að vegna sumarleyfa sé ekki hægt að funda í nefndum. Það er þó sérstaklega tekið fram í þingsköpum að ríkisstjórn skuli hafa samráð við utanrík- ismálanefnd jafnt á þingtíma sem í þinghléum. Þrátt fyrir þessar umboðs- lausu yfirlýsingar utanríkisráðherra þá hafnar Árni Þór Sigurðsson, þingmað- ur VG, því að halda fund í nefndinni og ber við sumarleyfum. Það er hinsvegar ekki að sjá að sumarleyfin aftri á öðrum sviðum eins og ferðalög og yfirlýsingar sumarsins bera með sér. Fleiri spyrja um samráðið Evrópuvefurinn er nýr vefur þar sem almenningur getur sent inn spurningar um ESB og starfsmenn leit- ast við að svara þeim á hlut- lausan hátt. Fyrirspurn var beint til vefsins nýverið um það hverjir það væru sem ákvarða samningsmarkmið Íslands í aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Í svari til fyrirspyrjanda segir að rík- isstjórn beri að hafa samráð líkt og fram kemur í nefndaráliti utanrík- ismálanefndar. Ákvarðanir um samn- ingsafstöðu Íslands á einstökum svið- um skulu samþykktar í ríkisstjórn að loknu samráðsferli en stjórnskipuleg ábyrgð á viðræðunum liggur hjá utan- ríkisráðherra. Í svarinu var einnig fjallað um hlutverk Alþingis og að tryggja verði að þingið standi ekki frammi fyrir orðnum hlut heldur sé virkur þátttakandi og eftirlitsaðili, enda sé það á endanum hlutverk Al- þingis að fjalla um aðildarsamninginn. Evrópuvefurinn furðar sig á því að slík- ur samráðshópur hafi enn ekki verið skipaður. Hvað tefur þá félaga? Reynslan úr Icesave-málinu sýndi okkur að þeir sem ráða för í utanrík- ismálum þjóðarinnar eru tilbúnir að fórna öllu fyrir ESB og jafnvel þó sam- bandið logi stafna á milli. Það er áhyggjuefni að markvisst skuli vera unnið að því að halda sem flestum frá mótun samningsskilyrða Íslands. Stundum finnst manni eins og það sé gleymt að stærsta krafan eftir hrun var breytt og bætt vinnubrögð. Hvenær ætla þeir félagar, utanríkisráðherra hæstvirtur og formaður utanríkismála- nefndar, að tileinka sér þessi nýju vinnubrögð? Hyggjast þeir hefja sam- ráð um mótun samningsskilyrða líkt og kveðið er á um? Eru þeir kannski í skjóli leyndarinnar að reyna það sama og gert var í Icesave, að gefa allt eftir áður en lagt er af stað? Eftir Ásmund Einar Daðason » Það er áhyggjuefni að markvisst skuli vera unnið að því að halda sem flestum frá mótun samningsskil- yrða Íslands. Ásmundur Einar Daðason Höfundur er alþingismaður Framsóknarflokksins. Hvenær? Flestir átta sig á sögulegri nauðsyn þess að leggja grundvöll að varanlegum friði í Evr- ópu. Evrópusamstarfið naut því frá upphafi víðast hvar skilnings og velvildar. Eftir því sem skýrari línur koma fram um krók- ótta vegferð sam- bandsins í átt til sam- eiginlegrar ríkisheildar, eða Bandaríkja Evrópu, hefur afstaða almennings til ESB orðið flóknari. Ein afdrifaríkasta ákvörðunin, sem tekin var í sameiningarátt var upptaka evrunnar. Þeirri ákvörðun var yfirleitt fagnað. Íbúar evru- svæðisins, en einnig þjóðir utan þess, fundu til þæginda af sameig- inlegri mynt. Stofnun sameiginlegs gjaldmiðils átti langan aðdraganda og var afar flókið viðfangsefni. Margar þjóðir eyddu umtalsverðum tíma og mannafla í að átta sig á hugs- anlegum áhrifum nýja gjaldmiðils- ins. Undirritaður fékk um tíma að- gang að vönduðum skýrslum sem Sviss- lendingar létu semja um þessi álitamál. Ótt- aðist sú gamalreynda fjármálaþjóð of sterka evru, en þó enn meir of veika evru. Bakland evrunnar var nægilega óstöðugt til að Sviss- lendingar hefðu af því áhyggjur hve óútreikn- anleg þróun þessa gjaldmiðils yrði. Hér lá meira undir en þegar Ítalir voru að fella líruna, eða Spán- verjar pesetann. Slíkar athafnir hrófluðu ekki við stöðugleika sviss- neska frankans að ráði. Með evrunni væru mál kominn í annan farveg. Svisslendingar höfðu af því reynslu að meiri háttar óstöðugleiki gæti leitt til spákaupmennsku með svissneska frankann, sem myndi gera þeim erfitt fyrir að stýra gjald- eyrismálum sínum. Á árum áður höfðu utanaðkomandi aðilar gefið út verðbréf í svissneskum frönkum og var sú útgáfa nánast jafngildi pen- ingaprentunar. Var Svisslendingum með þessum hætti gert erfitt að stunda þá gætni og jafnvægislist í efnahagsmálum sem þeir eru þekkt- ir fyrir. Þeir óttuðust að þeir gætu misst stjórn á jafn mikilvægum verkfærum sem peningaprentun er, þegar aðrar þjóðir voru farnar að stunda fjárhættuspil með svissneska frankann. Einn af fyrrverandi for- ystumönnum í frönskum og alþjóð- legum fjármálum skýrði mér frá því, að fyrir nokkrum áratugum hefðu Svisslendingar lent í því að mikil spákaupmennska með svissneska frankann hefði ógnað efnahags- stjórn þjóðarinnar. Þeir hefðu brugðist við með því að skattleggja útgáfu skuldabréfa í svissneskum frönkum. Þegar ég aflaði mér upp- lýsinga um árangur þeirrar ráðstöf- unar, virtist hann hafa verið tak- markaður. Íslendingar kynntust háþróuðu fjárhættuspili í gjaldeyrismálum, þegar erlendar fjármálastofnanir og ríkisstjórnir sáu hag sinn í því að gefa út verðbréf í íslenskum krón- um. Heitir braskið á móðurmáli æðri fjármálagjörninga „Currency Carry Trade“. Á sama tíma átti rík- isstjórn Geirs Haarde erfitt með að glíma við falska styrkingu íslensku krónunnar og illviðráðanlegan við- skiptahalla. Áður en sameiginleg mynt var tekin upp 1999, hafði ESB búið við mikil átök um gjaldeyrismál. Marg- ar ESB-þjóðir stunduðu það að fella gjaldeyri sinn til að bæta samkeppn- isstöðu viðkomandi lands. Olli þetta sveiflum og óróleika á markaði, sem átti að vera sameiginlegur. Var slíkt ástand að líkum illa séð af þeim sem við stöðugara gengi bjuggu. Að vísu voru gengisfellingar að- eins formleg viðurkenning á veiku efnahagslífi. Viðskiptahalli, erlend skuldasöfnun og verðbólga valda ástandi sem gengisfelling er við- urkenning á en ekki orsök, innan hvaða gjaldeyrissvæðis sem er. Þeg- ar þar við bætist mikið og langvar- andi atvinnuleysi, sem er einkenni á Evrópusambandinu, og ekki síst á evrusvæðinu, flokkast það undir kraftaverk, ef gjaldmiðillinn stenst þá áraun til lengdar. Þetta lögmál átti þó greinilega ekki við um evruna, eftir að sá gjald- miðill hélt innreið sína í evrópskt efnahagslíf. Evran virtist furðu ónæm fyrir staðreyndum, eins og t.d. þeirri að stór ríki á evrusvæðinu ráku í senn ríkissjóð með inn- byggðum halla, bjuggu við langvar- andi og að því er virtist ólæknandi viðskiptahalla og fjármögnuðu sukk- ið með lántökum. Samkvæmt hagfræði hinnar hyggnu húsmóður var það ekki góð latína að byggja styrkleika evrunnar á ríkissjóðshalla, viðskiptahalla, lág- um vöxtum, skuldasöfnun og viðvar- andi atvinnuleysi. Aðhalds var þörf og varúðar. Það hlaut að vera tíma- spursmál hvenær brestir evrunnar kæmu í ljós. Þeir voru ekki margir, sem mæltu varnaðarorð. En þeir voru til. Minn- ir mig að þeir hafi þótt skipa sér á bekk með úrtölumönnum og ein- angrunarsinnum. Eftir Tómas Inga Olrich » Þegar þar við bætist mikið og langvar- andi atvinnuleysi, sem er einkenni á Evrópu- sambandinu, og ekki síst á evrusvæðinu, flokkast það undir kraftaverk, ef gjaldmið- illinn stenst þá áraun til lengdar.Tómas Ingi Olrich Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra. Gjaldmiðill utan og ofan raunveruleikans

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.