Morgunblaðið - 23.07.2011, Qupperneq 28
28 UMRÆÐAN
Bréf til blaðsins
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2011
Nýverið fór utanrík-
isráðherra í heimsókn
til Palestínu til að lýsa
yfir stuðningi Íslands
við sjálfstæðisbaráttu
Palestínumanna eftir
áratuga herkví Ísraela.
Þetta var afar athygl-
isverð ferð ráðherra til
Miðausturlanda, sem
virtist ekki hafa annan
tilgang en að heim-
sækja hið umdeilda stríðshrjáða
landsvæði. Það vekur hins vegar at-
hygli að í ferðinni gerði ráðherrann
enga tilraun til að heimsækja stjórn-
völd í Ísrael. Það hefði hann átt að
gera, þótt ekki hefði verið til annars
en að hvetja þau til að ganga end-
anlega frá friðarsamningum við Pal-
estínumenn. Ísland hefur haft
stjórnmálasamband við Ísrael síðan
1950 og þess vegna var bæði eðlilegt
og nauðsynlegt að ráðherra gerði
Ísraelum skýra grein fyrir afstöðu
Íslands til deilumála Ísraels og Pal-
estínu og hvetti til friðsamlegrar
lausnar deilunnar sem fyrst.
Í tilefni þessarar sérstöku ferðar
má rifja upp að Ísland tryggði Ísrael
sæti hjá Sameinuðu þjóðunum árið
1949. Frá þeim tíma hafa verið sterk
vináttubönd milli þessara tveggja
þjóða. Í ævisögu Abba Ebans, þá-
verandi utanríkisráðherra Ísraels,
Personal Witness: Israel Through
My Eyes, er sagt frá þessum sögu-
lega atburði. Abba Eban var mjög
virtur á alþjóðavett-
vangi og naut virðingar
jafnt andstæðinga sem
samherja. Ég man ekki
betur en að hann hafi
heimsótt Ísland í eina
tíð, rétt eins og stjórn-
málaforingjarnir Ben
Gurion og Golda Meir,
sem komu gagngert til
að þakka Íslendingum
fyrir stuðninginn. Í
bókinni segir Eban frá
því að margt benti til
þess að umsókn Ísraels
yrði felld á alsherjarþinginu. Hann
gekk snemma morguns daginn sem
atkvæðagreiðslan fór fram á fund
Thors Thors, sendiherra Íslands hjá
SÞ. Thor var talsmaður nefndar SÞ
um stofnun Palestínu og Ísraels,
sem bæði voru að berjast fyrir sjálf-
stæði sínu. Eban segir að það hafi
verið undarlegt að ganga á fund
sendiherra minnsta ríkis heims til
að biðja um skilning á brothættri
stöðu Ísraels. Hann sagði það hafa
verið skrýtna tilfinningu að minnsta
ríki heims réði úrslitum um hvort
Gyðingar eignuðust sitt eigið sjálf-
stæða ríki eða ekki. Eban sagði að
Thor hefði margendurtekið:
„Hvernig má það vera að okkar litla
eyja geti haft svo afdrifarík áhrif á
sögu þessa merka fólks.“
Atkvæðagreiðslan fór fram 29.
nóvember 1948. Þingforseti var
Brasilíumaðurinn Oswaldo Aranha
en framkvæmdastjóri SÞ var Norð-
maðurinn Tryggvi Lee. Thor flutti
magnþrungna og sögufræga ræðu,
en hann var á þessum tíma mjög
virtur maður á vettvangi SÞ. Thor
sagði m.a. í ræðunni, að sögn Ebans,
að það væri engin ástæða fyrir SÞ
að hörfa frá ábyrgð sinni. Meirihluti
þingsins hefði þegar samþykkt að
stofnuð yrðu tvö ríki, annað Palest-
ína og hitt Ísrael. Thor sagði að al-
herjarþingið yrði að taka afdrátt-
arlausa afstöðu til málsins.
Atkvæðagreiðslan sem á eftir fylgdi
fór þannig að 33 ríki sögðu „já“,13
„nei“ og 10 sátu hjá. Ísland hafði
tryggt aðild Ísraels að SÞ og við
vorum stolt af framlagi okkar til
friðarmála í Miðausturlöndum, sem
því miður dugði skammt.
Ég átti þess kost að kynnast Thor
heitnum Thors þegar ég var um
tíma í starfsþjálfun á fréttastofu
Christian Science Monitor í Wash-
ington. Við sátum saman nokkur
kvöld og ræddum um utanríkismál
Íslands og starf hans sem sendi-
herra hjá SÞ og í Washington.
Ég var þá búinn að heyra oft
minnst á ræðu Thors vestra en hún
þótti á sínum tíma vera magn-
þrungin og stórmerkileg. Okkar
maður var annálaður ræðuskör-
ungur og hæfileikaríkur diplómat.
Ég spurði hann um þennan sögu-
lega fund og vild hann ekki gera
mikið úr sínu hlutverki, en við-
urkenndi samt þátt sinn í málinu og
sagði mér frá þessari sögulegu
stund.
Það er hollt fyrir Íslendinga að
rifja þessa sögu upp. Auðvitað eig-
um við að styðja sjálfstæðisbaráttu
Palestínu rétt eins og við studdum
Ísrael. Af þeim sökum hefði utanrík-
isráðherra átt að ræða við báða
deiluaðila, hvetja þá til að leggja
niður vopn og semja varanlegan frið
til framtíðar. Því miður fór það góða
tækifæri forgörðum.
Ísland tryggði Ísrael sæti
hjá Sameinuðu þjóðunum
Eftir Jón Hákon
Magnússon » Það vekur hins vegarathygli að í ferðinni
gerði ráðherrann enga
tilraun til að heimsækja
stjórnvöld í Ísrael.
Jón Hákon Magnússon
Höfundur er framkvæmdastjóri
KOM almannatengsla ehf.
Allt frá því að núver-
andi vinstristjórn tók
til starfa hafa gjöld og
skattar ríkisins hækk-
að geigvænlega hvert
sem litið er. Allir skatt-
ar hafa hækkað og hef-
ur ímyndunaraflið ver-
ið notað óspart til að
leita uppi fleiri skatt-
stofna. Er málum nú
svo háttað að gjöld og
skattar Jóhönnu Sigurðardóttur og
Steingríms J. Sigfússonar á eldsneyti
nema um helmingi bensínverðs.
Bensíngjöldin eru flókin og marg-
þætt. Fyrst er lagt kolefnisgjald á
hvern lítra, 3,8 krónur, síðan svokall-
að vörugjald, 23,86 krónur, þar á eftir
sérstakt 38,55 króna bensíngjald og
loks bætist 25,5% virðisaukaskattur
við. Ef miðað er við að bensínlítrinn
kosti 237 krónur sést að rúmlega 48%
af bensínverðinu eru skattar. Þetta
eru uggvænlegar tölur. Annað merki-
legt hefur komið í ljós: Ofurskattar
vinstristjórnarinnar hafa ekki borið
tilætlaðan árangur.
Þrátt fyrir þessar gríðarlegu
skattahækkanir stjórnvalda á bensín
og olíu hafa skatttekjurnar staðið í
stað. Það er bæði gömul saga og ný. Í
líkönum reiknimeistara vinstristjórn-
arinnar er ekki gert ráð fyrir þeirri
einföldu staðreynd að hátt eldsneyt-
isverð dragi úr kaupum á eldsneyti og
minnki þar með skatttekjurnar. Við
bætist svo sírýrnandi kaupmáttur
ökumanna rétt eins og annarra sam-
borgara. Í núverandi árferði er ótækt
að sitja fast við sama heygarðshornið.
Brýnt er að leita lausna og að þessu
sinni blasir lausnarorðið við.
Í stað þess að hækka bensínskatta
enn frekar, eins og vinnuhópur fjár-
málaráðherra lagði nýverið til, ætti að
stefna í öndverða átt og lækka bæði
gjöldin sem og skattana. Veik króna í
fjötrum gjaldeyrishafta og hækkandi
heimsmarkaðsverð á eldsneyti er
nægur skellur fyrir ökumenn. Stjórn-
völd hljóta að vilja létta byrðarnar á
bíleigendum sem eiga sér nú vart við-
reisnar von. Skattalækkanir geta að
auki skilað meiri tekjum í ríkissjóð en
núverandi skattheimta. Um leið og
létt er af álögum ökumanna eykst
akstur, eldsneytiskaup verða meiri og
gósentíð ferðaþjónust-
unnar mun líta dagsins
ljós. Ný stefna stjórn-
valda í skattamálum
myndi því án alls vafa
drepa höft og hindranir
bíleigenda úr dróma.
Bensínskattar hafa
oft verið réttlættir með
því að þeir fari til vega-
gerðar. Sú er þó ekki
alls kostar raunin.
Skatttekjurnar fara
mestmegnis í hendur
misviturra stjórnmálamanna sem
deila síðan fénu milli vildarvina sinna
og gæluverkefna. Mikill minnihluti
bensínskattsins fer í vegamál og er
því greiddur sem þjónustugjald.
Segjum skilið við þessa óráðsíu og
lækkum bensínskattinn!
Lækkum
bensínskattinn
Eftir Kristin Inga
Jónsson
Kristinn Ingi Jónsson
» Veik króna í fjötrum
gjaldeyrishafta og
hækkandi heimsmark-
aðsverð á eldsneyti er
nægur skellur fyrir öku-
menn.
Höfundur er menntaskólanemi og
stjórnarmaður í Ungum frjáls-
hyggjumönnum.
Undarleg er sú hneigð sumra manna
sem þó bera sagnfræðingstitil að
gera öðrum upp skoðanir, hnika orð-
um þeirra til eða túlka þau eftir eigin
hentugleikum. Vesalingur minn hefur
tvívegis orðið fyrir þessu nýlega.
1.
Í Sunnudagsmogganum 3. júlí sl. á
bls. 28-29 segir Hannes Hólmsteinn
Gissurarson í viðtali (ef rétt er eftir
haft) að ég hefði sagt í grein í tímarit-
inu Rétti 1973 að Kremlverjar ‘hefðu
ekki farið inn í hernaðarlega veik
lönd og nefndi Afganistan sem dæmi
ásamt fleiri löndum. --- Sex árum síð-
ar, á jólum 1979, réðst Rauði herinn
inn í Afganistan.’
Ætla mætti af þessari framsetn-
ingu að ég hefði haldið því fram að
Kremlverjar hlífðu einkum hern-
aðarlega veikum löndum. Sá veikleiki
skipti hinsvegar engu máli í þessu
samhengi, heldur hitt sem ég sagði
orðrétt [s. 79]:
‘Í lok stríðsins, einkum á ráðstefn-
unni í Jalta í febrúar 1945, komu stór-
veldin sér saman um skiptingu Evr-
ópu í áhrifasvæði --- og út fyrir þau
mörk hafa þau [Sovétríkin] aldrei
hreyft sig.’
Ekki var sérstaklega samið um
aðra heimshluta í Jalta.
2.
Í bókinni Sovét-Ísland óskalandið
sem út kom á sl. hausti segir Þór
Whitehead á bls. 277-278 að ég hafi
ályktað í minningargrein um Einar
Olgeirsson
‘að Einar hefði ekki orðið langlífur
á Sovét-Íslandi. Þessi ályktun sýnist
rökrétt í ljósi heimilda, sem hér hafa
verið dregnar fram, enda þekkti Árni
ýmsa mótstöðumenn Einars í Sósíal-
istaflokknum. Hann vissi hve hættu-
legir þeir hefðu getað verið sjálfum
sér og öðrum.’
Ég tók reyndar svo til orða: ‘Og þá
er hætt við að Einar hefði ekki orðið
níræður.’ En af orðalagi Þórs mætti
ætla að ég hefði ekki talið ólíklegt að
íslenskir flokksfjendur Einars dræpu
hann. Slíkur hugarburður hefur vita-
skuld aldrei hvarflað að mér. Mér
hefði hinsvegar ekki komið á óvart að
sovéskir ‘félagar’ hans byðu honum til
dæmis á heilsuhæli þaðan sem hann
hefði aldrei snúið lifandi aftur.
ÁRNI BJÖRNSSON,
þjóðháttafræðingur.
Leiðrétting
Frá Árna Björnssyni
Húsnæðið er fallega innréttað og
með glæsilegu útsýni. Húsnæðið er
127,4 fm með þremur rúmgóðum
skrifstofum auk herbergis með
ljósritunaraðstöðu og tæknirými. Að auki er stórt fundarherbergi og
miðrými sem áður var móttaka, og eldhúskrókur til hliðar. Skrifstofuhús-
næðið er allt hið glæsilegasta og innréttað á vandaðan hátt. Frábær stað-
setning, góð aðkoma og næg bílastæði í bílakjallara og við Kringluna.
Húsnæðið gæti verið afhent fljótlega eða skv. nánara samkomulagi.
Uppl. veitir Hákon í síma 898-9396
Til sölu
Skrifstofuhúsnæði á 9. hæð
í Kringlunni 4-6. Laust strax
Hákon Svavarsson, löggiltur fasteigna-, fyrirtækja og skipasali
Kirkjubraut 5, 300 Akranesi, Sími 570-4824, fax 570-4820, gsm 898-9396, www.valfell.is
Til sölu landnámsjörðin Holt og hálf jörðin Efsta Kot. Á jörðinni er meðal
annars steinsteypt 307,2 fm íbúðarhús byggt eftir teikningu Guðjóns
Samúaelssonar, húsið hefur verið töluvert endurnýjað. Áfast íbúðahúsinu
eru eldri útihús. Sunnan við íbuðarhúsið er steinsteypt hlaða 294 fm.
Landstærð um 246 ha allt á láglendi. Lítilsháttar veiðihlunnindi í Holtsósi.
Jörðinni fylgir upprekstrarréttur á Holtsheiði. Jörðin gæti til dæmis hentað
hestamönnum mjög vel eða fyrir ferðaþjónustu. Holt er vel í sveit sett og
ein landmesta jörðin undir Eyjafjöllum.
Áhugaverð jörð sem vert er að skoða.
Nánari upplýsingar á skrifstofu Fasteignamiðstöðvarinnar
eða á fasteignamidstodin.is
Jörðin Holt undir Eyjafjöllum
Til sölu er lögbýlið Tröð í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Um er að ræða
annars vegar tvær landspildur úr jörðinni Réttarholti við þéttbýlið Árnes
ásamt eldri 117,6 fm fjárhúsum. Landspildurnar eru 50 ha samtals (9 ha
og 41 ha). Hins vegar er um að ræða 183,7 fm einbýlishús og tvöfaldan
bílskúr á 0,2 ha eignarlóð í jaðri þéttbýlisins í Árnesi. Húsakostur þarfnast
einhvers viðhalds. Áhugasamir eru hvattir sérstaklega til að kynna sér
afmörkun landspildnanna og fleiri atriði sem þær varða. Mögulegt er að
selja einbýlishúsið ásamt framangreindri 0,2 ha eignarlóð sér.
Nánari upplýsingar á skrifstofu Fasteignamiðstöðvarinnar
eða á fasteignamidstodin.is
Lögbýlið Tröð í Skeiða- og
Gnúpverjahreppi