Morgunblaðið - 23.07.2011, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 23.07.2011, Qupperneq 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2011 ✝ Guðrún JónaJónsdóttir fæddist á Eyr- arbakka 17 . ágúst 1930. Hún lést á Kumbaravogi 15. júlí 2011. Foreldrar henn- ar voru hjónin Jenný Jóna Jóns- dóttir frá Litlu Há- eyri á Eyrarbakka, f. 16.8. 1900, d. 3.11.1988 og Jón Bjarnason múr- ari frá Simbakoti á Eyrarbakka, f. 21.11. 1889, d. 28.11. 1962. Systir Guðrúnar Jónu er Sigríð- ur Jónsdóttir, f. 3.12. 1934, bú- sett á Álftanesi. Uppeldisbróðir þeirra var Jóhann Benedikt Guð- jónsson, f. 23.1. 1924, hann lést í flugslysinu í Héðinsfirði 29.5. 1947. Guðrún Jóna giftist Baldri Karlssyni skipstjóra frá Stokks- eyri, f. 13.9. 1927, d. 27.10. 1989, þann 4.8. 1949. Börn þeirra eru: 1) Jóhanna, f. Árnadóttir. Börn: Guðrún Arna, maki Bjarni Ragnar Guðmunds- son. Árný Yrsa, barn hennar: Hrafnhildur Anna. Baldur Rafn, Aron Ingvar og Gissur Freyr. Guðrún Jóna og Baldur voru meðal fyrstu íbúa Þorlákshafnar en þangað fluttu þau 3. janúar 1954 og bjuggu þar frá þeim tíma. Guðrún tók þátt í þeirri uppbyggingu sem í Þorlákshöfn átti sér stað á þessum tímum og gegndi þar ýmsum störfum. M.a. var hún handavinnukennari um tíma, vann á símstöðinni og í verslun Kaupfélags Árnesinga ásamt ýmsum öðrum störfum sem hún tók að sér. Hún tók virkan þátt í félagsmálum, var lengi félagi og sat í stjórn Kven- félagsins. Hún var einn af stofn- endum Söngfélags Þorláks- hafnar og söng með kirkjukórnum um nokkurra ára skeið. Útför Guðrúnar Jónu fer fram frá Þorlákskirkju í dag, 23. júlí 2011, og hefst athöfnin kl. 14. 29.5. 1948, var gift Hauki Guðjónssyni en þau slitu sam- vistum. Börn: Bald- ur, sambýliskona Laufey Bjarnadótt- ir. Grétar, maki Eva Ósk Svendsen, börn þeirra, Helga Katr- ín og Rúnar Óli. 2) Guðmundur Karl, f. 12.12. 1949, maki Kim Brigit Sorning. Börn: Magnús Joachim, Gunnar Jón, lést í slysi 2001, Valdís Klara og Guðmundur Karl. 3) Jón Baldursson, f. 22.8. 1952, maki Daníelína Jóna Bjarnadótt- ir. Börn: Kristjón Daníel, maki Kristín Oktavía Hafsteinsdóttir, börn þeirra: Stefanía Katrín og Ísafold Iðunn. Róbert Dan, maki Guðlaug Einarsdóttir, börn þeirra: Sesselía Dan, Berglind Dan og Einar Dan. Erla Dan, börn hennar: Daníel Dan og Díana Dan. 4) Gissur Baldursson, f. 1.5. 1959, maki Anna Guðrún Elsku amma okkar. Ólýsanleg sorg ríkir í hjört- um okkar er við kveðjum þig. Staðreyndin er sú að lífið get- ur verið hverfult, sárt og ósann- gjarnt en á sama tíma fallegt og hamingjusamt. Í dag fylgjum við þér síðasta spölinn, elsku amma. Þau skref eru þung og erfið en á sama tíma kveðjum við þig full af þakklæti og virðingu. Þakklæti fyrir alla þá hamingju sem þú færðir okkur í líf okkar, allar þær stundir sem við áttum sam- an. Virðingu fyrir allan þann lærdóm sem við drógum af þér. Þú kynntir fyrir okkur kostina við jákvæðni og sýndir okkur ávallt fordæmi um styrkleika og góðmennsku. Elsku amma, það var fátt betra en að koma í heimsókn til þín, fá nýbakaða jólaköku, páskaköku já eða ef heppnin var með okkur, sem var jú oftar en ekki, smá ís í skál. Inni í sjón- varpsherbergi lékum við okkur ófáum stundum, bæði að Jóakim önd-púsluspilinu, litabókunum eða fengum að horfa á teikni- myndir og þá helst Sögur úr An- dabæ. Margar góðar minningar tengjast garðinum á Egilsbraut- inni, álfasteininum, fallegu blómunum sem þú varst svo dugleg að hugsa um, öllum leikj- unum sem við systkinin og frændsystkinin lékum okkur í. Það var alltaf gaman að kíkja í heimsókn til þín í búðina þegar þú vannst þar því sjaldan kom maður með tóman pokann heim eftir þá ferð. Allt eru þetta minningar sem við erum þakklát fyrir. Elsku amma, þú varst svo mikið yndi, fékkst okkur oft að láni til að létta undir með mömmu og pabba, fimm barna foreldrunum og var það aldrei neitt nema sjálfsagt að við fengjum að vera hjá þér, enda þótti okkur það nú ekki leið- inlegt. Þú varst svo góð við okk- ur, alltaf fengum við uppáhalds- matinn okkar af og til hjá þér, skipti ekki máli hversu mörg af okkur værum í mat hjá þér, þá var bara margréttað, lítið mál því þú varst jú alltaf svo jákvæð. Það er okkur systkinunum sérstaklega minnisstætt þegar Gissur Freyr kom heim eftir einn af ófáum dögunum í heim- sókn hjá þér og tilkynnti það að „þegar hann yrði 16 ára þá ætl- aði hann sko að giftast ömmu sinni, flytja heim til hennar og sjá um hana“. Gissur vissi fátt betra en að fá að fara í heim- sókn til þín því þar mátti hann sko þrífa og dunda sér með þér eins lengi og hann vildi, þótt ekki hafi nú verið margt sem þurfti að þrífa. Yrsa er enn að leita svari við spurningunni sem hún spurði mömmu okkar rétt eftir að afi Baldur dó, „hvað símanúmerið hjá Guði væri? – því hún þurfti svo mikið að hringja í afa sinn.“ Nú þarf hún líka að hringja í þig. Elsku amma, mikið söknum við þín sárt. Við elskum þig, elsku amma okkar. Þín barnabörn, Arna, Yrsa, Baldur, Aron og Gissur. Elsku amma Gunna. Það er erfitt að hugsa til þess að nú ertu farin frá okkur. Samt er það ánægjulegt því ég veit að þér líður betur á nýjum stað og ert í góðum félagsskap. Síðustu dagar hafa verið mér og okkur allri fjölskyldunni erfiðir, minn- ingarnar hafa flogið í gegnum hugann og allt sem við áttum saman rifjast upp. Þrátt fyrir þessa erfiðu tíma, þá leitar bros- ið alltaf út. Ég er svo þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast þér og að þú hafir verið amma mín. Ég gleymi aldrei þeim góðu stund- um sem við áttum saman. Hvort sem þær voru í útlöndum, yfir sjónvarpinu að horfa á íþróttir, inni í eldhúsi að baka eða við eldhúsborðið að spila. Bara svo þú vitir það, elsku amma Gunna mín, þá ert þú langlangbesti bakari sem ég hef á ævinni kynnst. Það kemst enginn í hálf- kvisti við þig þegar kemur að haframjölskökunni þinni. Ég sakna þess að geta ekki komið í heimsókn til þín og fengið mér nýbakaða hafra- mjölsköku og ískalt mjólkur- glas. Það var svo gott að vera hjá þér, þú varst svo góð og traust. Ég gat alltaf leitað til þín og þú áttir ráð við öllu. Elsku amma Gunna, ég óska þess að þér líði vel og þú hafir það gott. Ég mun aldrei gleyma þér og ég mun alltaf varðveita þær góðu minningar sem þú skilur eftir þig. Það er við hæfi að enda þetta á setningu úr lagi Neil Young – Keep on rockin‘ in the free world. Góða ferð, elsku amma mín. Sjáumst seinna. Magnús Joachim. Elsku amma. Nú er því miður kominn sá tími að við þurfum að kveðja. Ég á erfitt með að skrifa þessi orð þar sem mér þykir svo rosa- lega vænt um þig. Þú varst allt- af svo góð við okkur krakkana þrátt fyrir mikinn galsa og líf oft á tíðum. Ég veit að þú átt ávallt eftir að fylgjast með og passa að allt fari vel hjá okkur. Þegar ég hugsa til baka þá koma upp svo margar góðar minningar í hugann. Við áttum svo margar góðar stundir sam- an, á jólunum, uppi í sumarbú- stað, útlöndum eða bara heima hjá þér á Egilsbrautinni. Ég á alltaf eftir að muna eftir því þegar þú leyfðir mér að mála grindverkið í garðinum. Mér þótti það alltaf jafn skemmti- legt, þó svo að í málningardós- inni hafi einungis verið vatn og grindverkið þornað jafnóðum, en alltaf bað maður um að fá að mála, aftur og aftur. Minning- arnar eru svo margar og góðar, þú varst frábær í einu og öllu. Elsku amma Gunna, ég veit að þér líður vel núna því nú ertu búin að hitta afa Baldur og Gunnar Jón. Ég elska þig svo mikið, amma mín, takk fyrir allt. Guðmundur Karl. Elsku amma Þú varst svo yndisleg, hlý og góð. Ávallt til taks og vildir allt fyrir mann gera. Þegar ég hugsa til baka og rifja upp allar notalegu og góðu stundirnar sem ég átti með þér get ég ekki annað en brosað. Þegar ég var yngri var alltaf jafn skemmtilegt að koma í heimsókn til þín því maður gat ávallt verið viss um það að það yrði hugsað extra vel um mann. Jólakakan og spólan með Max og Moritz stóðu svo sannarlega fyrir sínu svo ég tali nú ekki um þegar árin liðu og ég varð örlítið eldri þegar við sátum bara við eldhúsborðið, lögðum kapal og spjölluðum um heima og geima. Mér eru minnisstæðar ferðirnar okkar í afmæli til Yrsu þegar ég var lítil, ósköp var nú gaman að fara í helgarferð með þér, þó það væri nú ekki nema bara til Hafnarfjarðar. Utanlandsferð- irnar sem þú fórst með okkur fjölskyldunni eru mér ofarlega í minni. Að sjálfsögðu deildum við tvær ávallt saman herbergi. Það var mjög fullorðins að fá að vera með þér í stúdíó-íbúð og dúll- uðum við „konurnar“ okkur gjarnan við hitt og þetta og ræddum hin ýmsu málefni, bæði alvarleg og svo léttari mál líka (t.d. hvernig ég gæti náð sem mestri brúnku á fótleggina í ferðinni – sem var hið mesta vandamál). Elsku amma, ég kveð þig hér með miklum söknuði en ég veit að þér líður betur nú og ert komin á góðan stað þar sem afi Baldur og Gunnar Jón taka þig í sína faðma. Guð blessi þig Valdís Klara. Guðrún, sem við kveðjum hér í dag, var ávallt kölluð Gunna hans Baldurs og í æsku lágu sporin oft heim til þeirra, því við Nonni sonur þeirra erum jafn- gamlir og litlu eldri var bróðir hans, hann Guðmundur. Það var gott að koma á A-götu 6, þeir bræður áttu flott safn af tindát- um og gátum við dundað okkur á rigningardögum í tindátaleik og að leik loknum var gott að fá mjólkurglas og eitthvað gott með hjá henni Gunnu. Gunna var myndarkona, bar sig vel og var ávallt vel klædd og jafnan var stutt í brosið hjá henni. Það má segja að heimili þeirra bar sterkan keim af Gunnu, fallegt og ávallt allt í röð og reglu. Á mínum sveitarstjórnarár- um þurfti ég oft að taka á móti blaðamönnum, jafnt innlendum sem erlendum. Einhverju sinni voru erlendir blaðamenn á ferð, sem voru að heyja að sér efni um lífið og tilveruna í sjávar- byggðum. Ég fór með þeim um bæinn, sýndi þeim helstu staði og rakti sögu staðarins. Er við ókum um A-götuna sýndu þeir mikinn áhuga á að fá að skoða heimili og fá að taka myndir. Fyrirvarinn var enginn, en frá fyrri kynnum vissi ég að ef ein- hver gæti tekið við fólki með svo skömmum fyrirvara, þá væri það hún Gunna, því á þeim bæn- um var ekki bara gert hreint á laugardögum. Heimilið bar hennar svip og var ávallt til fyr- irmyndar. Enda áttu þessir er- lendu blaðamenn ekki til orð yf- ir hve vel var tekið á móti þeim og hvað heimili þeirra Baldurs og Guðrúnar var glæsilegt. Þau Baldur og Guðrún voru meðal frumbyggja Þorlákshafnar, reistu sér hús við A-götu 6 og bjuggu þar ávallt síðan. Baldur sem var aflasæll og farsæll skip- stjóri, lést fyrir allmörgum ár- um og bjó Gunna áfram í húsi sínu, allt þar til að veikindi hennar komu í veg fyrir að hún gæti búið ein. Síðustu ár hafa verið erfið, en gæfa hennar var að hún átti góða að sem hafa hugsað vel um hana. Ég sendi Jóhönnu, Guð- mundi, Jóni, Gissuri og fjöl- skyldum þeirra mínar dýpstu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Guðrúnar Jónu Jónsdóttur. Þorsteinn Garðarsson. Guðrún Jóna Jónsdóttir ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi , langafi , langalangafi og langalangalangafi, HARALDUR SVEINSSON (BÓI) Bláhömrum 4 lést þann 18. júlí á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut. Jarðarförin fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 27. júlí kl. 13.00. Stella Lange Sveinsson, Reynir Haraldsson, Esther Halldórsdóttir, Gunnar Haraldsson, Unnur Einarsdóttir, Einar Haraldsson, Rosemarie Hermilla, Sonja Haraldsdóttir, Þorlákur Guðbrandsson, Stefán Örn Haraldsson, Xin Liu, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. ✝ Elskulegur unnusti minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi. ÍVAR ÁRNASON Smiðjustíg 6, Grundarfirði, lést miðvikudaginn 20. júlí á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut. Ívar verður jarðsunginn frá Grundarfjarðarkirkju fimmtudaginn 28. júlí kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á MND félagið á Íslandi. Bryndís Rósinkranz Sigurðardóttir, Gústav Ívarsson, Herdís Gróa Tómasdóttir, Árni Ívar Ívarsson, Arna Böðvarsdóttir, Benedikt Gunnar Ívarsson, Iðunn Kjartansdóttir, Marvin Ívarsson, Inga Björk Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma BIRNA GUÐRÚN FRIÐRIKSDÓTTIR fyrrum húsfreyja á Melum í Svarfaðardal verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánudaginn 25. júlí kl. 13.30 Svana Friðbjörg Halldórsdóttir, Arngrímur V. Baldursson, Anna Kristín Halldórsdóttir, Grétar Baldursson, Soffía Halldórsdóttir, Friðrik Heiðar Halldórsson, Þóra Vordís Halldórsdóttir, ömmu og langömmubörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systir og amma, STEFANÍA AUÐBJÖRG HALLDÓRSDÓTTIR frá Stykkishólmi Laugateigi 36, Reykjavík andaðist á Hjúkrunarheimilinu Skjóli 9. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Innilegar kveðjur og þakkir sendum við starfsfólkinu á Hjúkrunarheimilinu Skjóli fyrir hlýhug og umhyggju í hennar garð. Dagbjört Hafsteinsdóttir, Sveinn Jónsson, Halldór Hafsteinsson, Lilja Hannibalsdóttir, Edda Hafsteinsdóttir, Svanhvít Hafsteinsdóttir, Níels Ingólfsson, Kristján Jón Hafsteinsson, Rósa Guðný Gestsdóttir, Vilhjálmur Hafsteinsson, Þórdís Guðmundsdóttir, Hilmar Hafsteinsson, Guðbjörg Hákonardóttir, Ingibjörg Hafsteinsdóttir, Bjarni Ágústsson, Lilja Halldórsdóttir, barnabörn og fjölskyldur Elskulegur faðir minn, sonur, unnusti, bróðir og vinur. ALFRED J. N. STYRKÁRSSON Víðihvammi 16, lést á heimili sínu miðvikudaginn 20. júlí. útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 28. júlí kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeir sem vilja min- nast hans er bent á minningasjóð Kiwanisklúbbsins Eldeyjar bankanr. 1135-26-550419 kt. 571178-0449. Alexandra Inga Alfredsdóttir, Laila Andrésson, Kristrún Júlíusdóttir, Sigurður E. Styrkársson, Elísabet J. Þórisdóttir, Bjarki og Kjartan Karlssynir. ✝ Yndisleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma, dóttir, tengdadóttir og systir, ÁSA LÍNEY SIGURÐARDÓTTIR Viðskiptafræðingur, Árbakka 9, Selfossi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi aðfaranótt miðvikudagsins 20. júlí. Útförin fer fram frá Selfosskirkju fimmtudaginn 28. júlí kl. 13.30. Þorgrímur Óli Sigurðsson, Linda Rós Pálsdóttir, Dagur Gunnarsson Sigrún Hanna Þorgrímsdóttir, Anton Scheel Birgisson, Sigurður Ingi Þorgrímsson, Særós Ester Leifsdóttir, Kristófer Dagsson, Tómas Dagsson, Líney Hekla Antonsdóttir, Pálína Jóhannesdóttir, Ingibjörg Þorgrímsdóttir, og systkini hinnar látnu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.