Morgunblaðið - 23.07.2011, Síða 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2011
✝ Kolbrún Egg-ertsdóttir
fæddist á Siglufirði
9. nóvember 1936.
Hún lést á heimili
dóttur sinnar í
Reykjavík 10. júlí
2011.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Egg-
ert Páll Theódórs-
son, f. 1. júní 1907,
d. 9. mars 1984, og
Elsa Sigurbjörg Þorbergsdóttir,
f. 29. maí 1914, d. 3. október
1994. Systkini Kolbrúnar eru:
Svanhildur Ólöf, f. 28. ágúst
1931, d. 21. mars 2009, Sigríður
Þóra, f. 6. maí 1933, Theodór
Sævar, f. 18. janúar 1940, Kristín
María, f. 10. maí 1945, Svava, f.
2. október 1947, og Guðbjörg
Sjöfn, f. 3. október 1949.
Þann 15. september 1957 gift-
ist Kolbrún Viðari Magnússyni,
f. 9. september 1933, d. 7. febr-
úar 1977. Foreldrar hans voru
Magnús Þorláksson, f. 2. apríl
1903, d. 30. mars 1976, og Guðný
Ólöf Stefándóttir, f. 4. apríl
1911, d. 24. september 2000. Kol-
brún og Viðar eignuðust sex
börn. Þau eru: 1) Magnús Sævar,
f. 2. desember 1953, d. 7. mars
var gift Hólmari Stefánssyni.
Þau áttu fjögur börn sem eru:
Jóna Dóra, f. 14. janúar 1994,
Viðar Magnús, f. 14. apríl 1995,
d. 15. apríl 1995, Adda Margrét,
f. 4. maí 1996, og Stefán Óskar, f.
15. ágúst 2000. Fyrir átti Þóra
einn son, Arnar Inga Reynisson,
f. 20. september 1986. Þóra er í
fjarbúð með Michael Lund. Kol-
brún og Viðar skildu árið 1967.
Kolbrún vann á sínum yngri
árum heimavið við nælonsokka-
viðgerðir og prjónaskap. Hún
vann einnig við þrif og ýmis
verslunarstörf. Síðar kenndi hún
handmennt við Grunnskóla
Siglufjarðar og Grunnskólann í
Njarðvík. Kolbrún hélt nokkur
námskeið í bútasaumi í Njarðvík
á meðan hún starfaði þar. Kol-
brún bjó um tíma í Reykjavík,
Reykjanesbæ og Mosfellsbæ.
Hún flutti aftur til Siglufjarðar
en dvaldi um vetrartímann hjá
dætrum sínum í Reykjavík.
Kolbrún átti sæti í Barna-
verndarnefnd Siglufjarðar um
langt skeið. Hún starfaði með
Kvenfélaginu Von og Systra-
félagi Siglufjarðarkirku. Meðan
Kolbrún bjó sunnan heiða tók
hún þátt í starfi eldri borgara í
Hlaðhömrum í Mosfellsbæ. Hún
var alla tíð dyggur stuðnings-
maður og baráttukona Alþýðu-
bandalagsins, síðar Samfylking-
arinnar.
Útför Kolbrúnar fer fram frá
Siglufjarðarkirkju í dag, 23. júlí
2011, og hefst athöfnin kl. 14.
1976; 2) stúlkubarn,
andvana fætt 24.
mars 1955; 3) Jóna
Theodóra, f. 22.
júní 1957, var gift
Magnúsi Jónatans-
syni. Þeirra sonur
er Magnús Sævar, f.
3. ágúst 1976. Jóna
átti fyrir dóttur,
Kolbrúnu Björns-
dóttur, f. 9. febrúar
1974. Jóna á sjö
barnabörn, sem eru: Sólveig
María, Lára Theodóra, Ísak N.
Thorberg, Theodóra, Arnór
Blær, Matthías Thorberg og Hel-
ena; 4) Guðný Ólöf, f. 30. sept-
ember 1959, gift Gísla Viðari
Þórissyni og eru börn þeirra
þrjú: Hrafnhildur, f. 15. sept-
ember 1981, Kolbrún, f. 3. des-
ember 1985, og Gísli Viðar, f. 23.
júní 1990. Guðný á tvö barna-
börn: Perlu Sól og Lúkas Sean;
5) Vilborg Rut, f. 27. október
1964, gift Aðalsteini Þór Arnars-
syni og eiga þau fimm börn. Þau
eru: Viðar, f. 8. september 1983,
Marteinn Örn, f. 30. apríl 1989,
Steinunn Þóra, f. 15. maí 1993,
Hjörvar Már, f. 10. október 2000,
Bjartmar Ari, f. 2. nóvember
2003; 6) Þóra, f. 8. október 1965,
Okkar yndislega mamma og
amma, takk fyrir allt sem þú
gert og kennt okkur. Sporin þín
eru mikils metin í hjarta okkar.
Orð og tilfinningar okkar til þín
komast ekki fyrir á blaði, því
það er svo ótal margt og mikið
sem þú gafst af þér. Bók þín
verður lesin fyrir okkur og alla
þá sem verða á okkar vegi til að
heiðra minningu þína. Sé dæmi
nefnt þá varst það þú sem varst
alltaf til staðar á réttum tíma
og á réttum stað. Alltaf varst
þú með réttu orðin til að hugga
og gleðja okkur. Takk fyrir að
hafa verið mamma og amma
okkar og sýnt okkur heiminn
með þínum augum, kennt okkur
muninn á réttu og röngu og
varast allar hættur í lífinu.
Góða ferð og við biðjum að
heilsa.
Amma Kolla mín,
Hvíldu þig nú í fyrsta sinn
eftir erfiða lífsbaráttu.
Kyssi ég nú þína kinn
í síðasta sinn.
Ég er þér svo þakklát, amma,
að hafa fengið að kynnast þér.
Myndin af þér og mér
er nú komin í ramma.
Aldrei hvarf þín von
um friðarlíf,
að hitta Viðar og þinn son
í seinna líf.
Fallegan engil á ég nú
sem ávallt mun vaka yfir mér
Nú ber ég þína trú
í minningu mína sér.
(Jóna Dóra Hólmarsdóttir)
Við elskum þig og þú munt
ávallt verða í minningu okkar.
Nú vitnum við í þína setningu:
Guð vermi þín og okkar spor
um ókomna tíð.
Þín dóttir og þín ömmubörn,
Þóra Viðarsdóttir, Arnar
Ingi, Jóna Dóra, Adda
Margrét og Stefán Óskar.
Elsku amma Kolla er borin
til grafar í dag. Hún er komin
heim. Ekki bara til Siglufjarðar
heldur einnig í faðm ástvina
sem hún hefur saknað svo
ósköp lengi. Ég trúi því vart
enn þótt ljóst hafi verið hvert
stefndi undanfarna mánuði. Eða
öllu heldur vil ekki trúa því þar
sem tilhugsunin um að faðma
hana aldrei aftur er hræðileg.
En þótt undanfarnar vikur hafi
verið fylltar sorg þá mun þakk-
lætið verða ofan á. Þakklæti
fyrir að hafa átt þessa mögnuðu
ömmu sem fékk ekkert upp í
hendurnar og þurfti að berjast
fyrir öllu. Hún var nagli. En þó
svo óskaplega ljúfur nagli. Um-
hyggjan sem hún bar, ekki bara
fyrir sínum, heldur einnig
mörgum sem tengdust henni á
einn eða annan hátt fór ekki
framhjá neinum. Hún stóð með
sínum. Hún hlúði að mér og
studdi frá því ég fæddist og þar
til hún dó líkt og ég væri dóttir
hennar. Henni fannst hún
reyndar eiga mig enda bjó ég
hjá henni tvö fyrstu árin mín og
eyddi mörgum sumrum hjá
henni eftir það. Ég er þakklát
fyrir allar minningarnar sem ég
á frá okkar tíma saman og mun
varðveita þær vandlega.
Amma mín Kolla var við-
stödd fæðingu mína og ég var
hjá henni þegar hún kvaddi
þennan heim. Við fylgdum því
hvor annarri eins lengi og við
gátum. Ég er þakklát fyrir það.
Og ég er þakklát og jafnframt
stolt af því að bera nafn ömmu.
Hennar síðustu orðum við mig
mun ég aldrei gleyma. Mundu
mig, ég man þig. Ég á þig.
Elsku amma, ég mun aldrei
gleyma þér. Þótt þú sért farin
verður þú alltaf hjá mér. Og já,
þú átt mig svo sannarlega.
Þín
Kolbrún.
Það er eins og það hafi gerst
í gær að ég hitti ömmu Kollu í
fyrsta skipti. Ungur sveinn frá
Akureyri kom við á Siglufirði til
að sækja elskuna sína, nöfnu
hennar, í fermingarveislu sem
þar stóð yfir. Það er rétt að
taka það fram strax að sveinn-
inn hafði fram að þessum tíma
ekki hitt ömmuna, mömmuna
né yfirhöfuð neitt skyldmenn-
anna áður. En amma Kolla setti
það nú ekki fyrir sig, tók svein-
inum opnum örmum og ætlaði
að drífa hann upp til gestanna
og færa honum bakkelsi af þeim
dug og þeirri elsku sem alla
jafna einkenndi hana. Það var
bara snarræði barnabarns
hennar, elskunnar fyrrnefndu,
sem bjargaði sveininum úr
þessum skemmtilegu aðstæð-
um.
Síðan eru liðin talsvert mörg
ár og auðvitað kynntist ég
ömmu Kollu betur eftir þetta
skemmtilega atvik sem þó var
skýr vísbending um það sem
koma skyldi. Nefnilega kraft-
urinn, dugnaðurinn, elskan og
hlýjan sem alltaf einkenndi
hana hvar sem hún fór. Nú
leggst hún til hinstu hvíldar
heima, á staðnum sem hún bar
alla tíð svo sterkt í hjarta sínu.
Við sem eftir sitjum erum betri
og margfalt ríkari að hafa átt
hana að og munum bera minn-
ingu hennar í hjarta okkar um
ókomna tíð.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
(Bubbi Morthens.)
Þinn
Árni.
Það er svo skrýtið að vera að
skrifa minningargrein um
ömmu Kollu sem var eilíf í aug-
um mínum.
Amma sem var alltaf svo
sterk og góð og sá um að öllum
liði vel nema sér sjálfri. Hún
var sú sem allir leituðu til, til að
fá bestu ráð sem maður fann.
Ég man eftir öllum sögunum
sem hún sagði mér, frá lífinu
hennar, gleðinni, sorginni og
meira að segja leyndarmál sem
bara við áttum. Ég held að við
munum öll að það er alltaf
besta veðrið á Siglufirði, sama
hvernig veður er, ég held að
það verði sú setning sem ég
mun muna þangað til ég hitti
hana næst. Ég mun alltaf hafa
þessar frábæru minningar í
hjarta mínu.
Að eilífu þín langömmustelpa
Theodóra.
Elsku amma.
Það eru ákveðnir hlutir sem
ég náði ekki að segja þér áður
en þú fórst. Ég ákvað því að
setja það sem mér er ofarlega í
huga í grein vegna þess að ég
veit að þú lest alltaf minning-
argreinarnar.
Mikið er ég ánægður að hafa
verið ferðafélagi þinn í lífinu.
Mín elsta minning um þig er frá
þeim tíma sem ég lék mér á
svölunum í gamla húsinu á
Sigló. Þá var ég í fríi. Mamma
keypti handa mér Playmobil
geimferju sem ég lék mér með
stundunum saman í sólinni á
svölunum. Ég var bara gutti.
Ég var vel í holdum því ég fékk
nóg að borða hjá þér. Manstu
þegar ég hékk fyrir utan
gluggann í Kaupfélaginu, í
þrjóskukasti, og vildi ekki
hreyfa mig? Það var trommu-
settið sem fangaði hug minn. Þú
áttir ekki mikinn aur en keyptir
samt trommusettið handa mér.
Þér fannst alltaf sælla að gefa
en að þiggja. Þannig ert þú
bara, amma mín. Í afmælum
var afmælissöngurinn sunginn,
þú passaðir upp á það. Enginn
fór heim án þess að skrifa í
gestabók. Þú sást til þess að af-
mælisbarnið yrði myndað. Þú
varst í því að skapa minningar
fyrir fjölskylduna, ég sé það í
dag. Þetta kann ég að meta.
Ég hugsa oft um tímann sem
við eyddum saman á Síldaræv-
intýrinu 2010. Við hjónin ásamt
Matthíasi gistum í „svítunni“ í
húsinu þínu. Ég veit að þú hafð-
ir mikið fyrir því að gera allt
klárt fyrir komu okkar. Við vor-
um eins og kóngafólk. Það var
uppábúið rúm og morgunmatur.
„Það er nóg til.“ Þetta heyrði
ég alltaf þegar ég settist niður
við matarborðið. Þú vissir alveg
hvernig átti að heilla Matthías.
Leiðin að hjartanu hans er í
gegnum magann og þú varst
fljót að átta þig á því. Manstu
þegar við spiluðum gömul lög
og dilluðum okkur? Manstu
þegar þú flaggaðir íslenska fán-
anum? Þetta voru góðar stundir
og lifa í minningum okkar allra.
Fjölskyldan þín, vinir og dýr
voru alltaf í fyrsta sæti hjá þér.
Það tala allir vel um þig, amma.
Það áttu svo margir góðar
stundir með þér. Börnin mín
elska þig vegna þess að þú
tókst þeim alltaf fagnandi. Þú
faðmaðir þau og kysstir. Þú
sýndir þeim áhuga og hvattir
þau til dáða. Þú varst fyrir-
myndar-amma.
Amma, við vorum alltaf góðir
vinir. Við gátum talað saman og
hlegið. Það lumaðir alltaf á góð-
um ráðum. Ég á eftir að sakna
þessara stunda. Ég veit að þú
ert á góðum stað í dag. Ég veit
að þú ert með mér og hnippir í
mig ef eitthvað er ekki í lagi.
Hafðu það gott, amma mín.
Magnús Sævar Magnússon
og fjölskylda.
Það er alltaf erfitt að kveðja
einhvern sem maður elskar og
er manni kær. Langamma Kolla
var ein yndislegasta kona sem
ég hef kynnst og mér þótti al-
veg ólýsanlega vænt um hana.
Hún tók mér opnum örmum
strax fyrsta daginn sem við
hittumst og leit strax á mig sem
eitt af langömmubörnum sínum.
Ég á margar góðar minningar
um þig, elsku amma, sem munu
lifa hjá mér um ókomna tíð. Ég
minnist þess til dæmis þegar
Theodóra var að keppa á Pæju-
mótinu og ég heimsótti þig í
fyrsta skiptið til Siglufjarðar.
Það var ótrúlega skemmtileg
helgi og ég man svo vel eftir
þér niðri í eldhúsi, spilandi tón-
list, dansandi, brosandi og svo
ótrúlega glöð.
Ég sakna þín mikið og mér
finnst erfitt að geta aldrei knús-
að ömmu Kollu aftur. Ég veit
þó fyrir víst að núna hefur þú
það alveg ótrúlega gott, þér líð-
ur vel og ert eflaust syngjandi
og dansandi á sama tíma og þú
brosir niður til okkar.
Takk fyrir stundirnar sem
við áttum saman, minning þín
er ljós í lífi okkar allra.
Þín,
Sólveig María Árnadóttir.
Kolbrún
Eggertsdóttir
Fleiri minningargreinar
um Kolbrúnu Eggertsdótt-
ur bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
✝
Okkar innilegustu ástarþakkir til allra sem
sýnt hafa okkur samúð, hlýhug og veitt
stuðning við andlát og útför yndislega litla
stráksins okkar,
ALEXANDER LIND GÉSSÉ,
Núpalind 8,
Kópavogi.
Við viljum þakka öllum þeim sem önnuðust Alexander af kær-
leika og alúð bæði í daglegu lífi og í gegnum veikindi hans. Við
þökkum öllum sem lögðu hart að sér við að auka lífsgæði og
vellíða hans hverju sinni. Við þökkum öllum sem hugsuðu fallega
til Alexanders og okkar í veikindum hans og þeim sem sendu
honum og okkur ljós á erfiðum tímum. Takk allir þeir sem komu
og heimsóttu okkur á spítalann og styttu langa erfiða daga.
Takk allir þeir sem gáfu sér tíma til að hlusta. Sérstakar þakkir til
fjölskyldu okkar, til Áslaugar systur fyrir alla hennar hjálp, til
Stinna og Halldórs fyrir að koma og dvelja hjá okkur, Siggu
frænku fyrir allt nuddið, Dúddu og Gúa fyrir fallegu tónlistina við
jarðarförina og Eyglóar frænku.
Við viljum þakka vinum okkar, klappsystrum fyrir að vera alltaf til
staðar, Unni Björk, Sigrúnu Önnu, Þóru og Ninnu, og Þórunni G.
Þórarinsdóttur fyrir allt ljósið. Við viljum sérstaklega þakka Ýr og
Gillian fyrir allt, séra Vigfúsi og séra Braga fyrir ómetanlegan
stuðning, starfsfólki Barnaspítala Hringsins deild 22E sérstak-
lega Gullu, Ingibjörgu, Gerðu, Guðrúnu, Eygló, Önnu Þórunni,
Oddnýju og Ólöfu Petrínu. Þökkum Gróu og Sibbu á
leikstofunni fyrir alla yndislegu hjálpina og hlýtt viðmót. Við
viljum þakka starfsfólki gjörgæsludeildar við Hringbraut fyrir
góða umönnun sérstaklega Áslaugu, Guðrúnu J., Kristínu og
Kristínu, Tótu, Rannveigu og Sólveigu. Einnig viljum við þakka
Lilju, Eygló og Gerðu í heimahjúkrun og starfsfólki Rjóðursins
fyrir þeirra miklu hjálp á erfiðum tímum. Við viljum þakka
sjúkraþjálfurum Unu, Birnu og Helgu. Að lokum viljum við þakka
Ingu Birnu hjá Sjónarhóli fyrir ómetanlegan stuðning,
Margréti Blöndal og Margréti Grímsdóttur, Berglindi
Arnþórsdóttur dagmömmu og starfsfólki leikskólanum Núpi.
Fritzgerald Géssé, Jóhanna Lind Géssé,
Christian Lind Géssé,
Paul Anthony Trubiano,
Guðmundur Lind Egilsson,
Jacqueline Géssé.
✝
Okkar innilegustu þakkir til þeirra er sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærar eiginkonu, móður, tengdamóður,
systur, mágkonu, ömmu og langömmu,
EDDU SIGRÚNU SVAVARSDÓTTUR,
Illugagötu 50,
Vestmannaeyjum.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Heilb-
rigðisstofnunar Vestmannaeyja fyrir einstaka
góðvild og natni í ummönnun.
Garðar Þ. Gíslason,
Svavar Garðarsson, Valdís Stefánsdóttir,
Gísli Þór Garðarsson, Elva Ragnarsdóttir,
Eggert Garðarsson, Svava Johnsen,
Sigríður Garðarsdóttir, Hjalti Hávarðsson,
Lára Ósk Garðarsdóttir, Jósúa Steinar Óskarsson,
Garðar Rúnar Garðarsson, Rinda Rissakorn,
Halldór Pálsson,
Friðrikka Svavarsdóttir, Hrafn Oddsson,
Áslaug Svavarsdóttir, Ingvar Vigfússon,
Svava Svavarsdóttir, Egill Ásgrímsson,
Sif Svavarsdóttir, Sævar Guðjónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir,
mágur og afi,
GUÐMUNDUR HELGASON
Sæbólsbraut 23,
Kópavogi
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
fimmtudaginn 21. júlí.
Útförin verður auglýst síðar.
Helgi Ragnar Guðmundsson, Jóna Heiða Hjálmarsdóttir,
Sölvi Rúnar Guðmundsson,
Þorsteinn Rafn Guðmundsson,
Þorsteinn Helgason, Ástfríður Árnadóttir,
og barnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HERDÍS GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR,
Brúnavegi 9,
Reykjavík,
andaðist fimmtudaginn 21. júlí á
Landspítalanum við Hringbraut.
Viðar Gunnarsson, Guðbjörg Bergs,
Ómar Þór Gunnarsson, Guðný Ólafsdóttir,
Ástríður Ólöf Gunnarsdóttir, Kjartan Hrafn Helgason,
Bjarni Matthias Gunnarsson, Hulda Björk Erlingsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.