Morgunblaðið - 23.07.2011, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 23.07.2011, Qupperneq 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2011 Endurfundir prófessors við nemendur sína Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Í það minnsta fimm áhrifamiklir íslenskir kvikmyndagerðarmenn námu hjá hinum þekkta fram- úrstefnu-kvikmyndagerðarmanni Lynn Kirby í California College of Arts í San Francisco. Nú hefur Kirby verið boðið til landsins til að sýna og fjalla um eigin kvikmyndir í Bíó Paradís á mánudagskvöldið klukkan 20:00. Þá verða endur- fundir þessara nemenda og pró- fessorsins. Þessir fimm nemendur eru Þorfinnur Guðnason sem fékk meðal annars Edduverðlaun fyrir heimildarmynd sína Draumalandið, Hrafnhildur Gunnarsdóttir sem er formaður Félags íslenskra kvik- myndagerðarmanna, Þorgeir Guð- mundsson sem meðal annars gerði rokkmyndina með Rúnari Gunn- arssyni, Kári Schram.... og Sig- urður Matthíasson kvikmynda- tökumaður hjá North by Northwest. Gera mynd saman Þorfinnur tók á móti Kirby þeg- ar hún kom til landsins fyrr í vik- unni og fóru þau síðan að gera til- raunamynd saman sem verður sýnd á meðal annarra verka Kirby á mánudagskvöldið. „Já, það var gaman að hitta hana aftur,“ segir Þorfinnur í sam- tali við Morgunblaðið. „Þetta eru orðin 25 ár síðan ég var í námi hjá henni og hún hafði mikil áhrif á mann. Hún var mjög vinsæll pró- fessor og opnaði huga manns um eðli og áferð kvikmynda,“ segir hann. Aðspurður hvort hann geti nefnt nákvæm dæmi um áhrif hennar á sig segir hann erfitt að telja það upp en hún hafi haft áhrif á sýn hans. Hann bendir til dæmis á það hvernig hann hafi handleikið efni- við sinn í myndinni um hagamús- ina. „Það var ekki samkvæmt venju heimildamynda á þeim tíma að persónugera músina með þeim hætti sem ég gerði í þeirri mynd, það mætti segja að það væri fyrir áhrif frá henni að maður leit á það yfirhöfuð sem möguleika,“ segir Þorfinnur. „Hún þvingaði okkur til að reyna að taka þetta hefðbundna form myndanna og ýta því lengra. Það sem smitaði mig var hvað hún gerði mann að miklum leitanda. Maður hefði getað selt sig ein- hverri tegund myndgerðar en vegna hennar gerði maður það ekki. Ég hef reynt að ýta þessum landamærum lengra í kvikmynda- gerð minni. Hún innrætti manni listræna hugsun,“ segir hann. Aðspurður um hvað þessi til- raunamynd þeirra fjalli segir hann að þemað sé ævintýraferð hennar til landsins. „Hluti af myndinni verður svo sýndur á mánudags- kvöldið þegar hún sýnir aðrar myndir sínar. Hún er þekkt fyrir húmor og kvenlegt innsæi í mynd- um sínum. Hún hefur gert mjög heimspekilegar myndir líka og er þekkt fyrir að brjóta allar reglur bransans. Hún og hennar kvik- myndagerð er oftast kennd við San Francisco-senuna sem vakti mikla athygli á áttunda og níunda áratugnum,“ segir Þorfinnur.  „Hún innrætti mér listræna hugs- un,“ segir Þorfinnur Guðnason Morgunblaðið/Ernir Nemandinn Þorfinnur Guðnason er einn nemenda Kirby. Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Hinn landsþekkti leikari, söngvari og sjónvarpsmaður, Felix Bergs- son, er að taka upp sína fyrstu sólóplötu þessa dagana en platan á að koma út í september. „Já, við byrjuðum í upptökum núna um daginn og erum komnir á fullt,“ segir Felix. Aðspurður hvers vegna hann hafi ekki gert sólóplötu fyrr segir hann að það hafi alltaf verið á dag- skránni en dregist að framkvæma það. „Ég hef ætlað mér að gera þetta í mörg ár. En ég hef í gegn- um ferilinn ekki ræktað mikið í mér söngvarann þótt ég hafi byrj- að í faginu sem slíkur. Núna eru 25 ár síðan ég byrjaði sem poppari. Það var þegar Greifarnir unnu Músíktilraunir. En þá var ég búinn að þekkja þá í tvær vikur. Ég hafði sungið mikið í Versló og víðar en þetta byrjaði eiginlega ekki af al- vöru fyrr en þarna á Músíktilraun- unum. Þeir í bandinu höfðu frétt af mér og ætluðu að breyta aðeins um stíl og fengu mig til liðs við þá. Þeir höfðu alltaf verið að syngja á ensku, en vildu núna syngja á ís- lensku. Ég var síðasti naglinn í það hús og við unnum Músíktilraunir og urðum alveg ógeðslega vinsælir alveg rosalega hratt. Stundum ger- ist þetta of hratt einsog í þessu til- viki, en svona var þetta bara. Ég söng með þeim bara í tæpt eitt og hálft ár. Annars var ég ekkert í Greifunum eftir það. En ég hef verið að syngja allan minn leik- húsferil. Ég hef mikið verið að syngja í söngleikjum og sungið á einum 30 plötum, mest með Gunn- ari Helgasyni,“ segir Felix. En hann og Gunnar Helgason útskrif- uðust úr leiklistarskóla á sama tíma, árið 1991, Felix í Skotlandi en Gunnar á Íslandi. Þeir hafa unnið mikið saman síðan þá og voru meðal annars með Stundina okkar í mörg ár. „Ég hafði eitthvað verið að reyna að semja sjálfur en var aldr- ei ánægður með það,“ segir Felix. „Svo datt ég á bók eftir Þórarinn Hjartarson frá Tjörn í Svarf- aðardal. Í þessa bók hafði hann safnað saman ástarljóðum Páls Ólafssonar sem er kannski þekkt- astur fyrir að hafa samið ljóðið Ló- an er komin. Ég féll algjörlega fyr- ir þessum ljóðum. Fékk vini mína til að taka þátt í þessu með mér og nú erum við komnir í tökur. En lagahöfundar á plötunni eru Jón Ólafsson, Stefán Már Magn- ússon, Magnús Þór Sigmundsson, Sveinbjörn Grétarsson, Tómas Hermannsson, Hróðmar Ingi Sig- urbjörnsson og Hörður Torfason. Flest lögin hafa ekki heyrst áður,“ segir hann. Felix og Jón Ólafsson hafa líka starfað mjög lengi saman eða allt frá því þeir unnu saman í Nem- endamóti Verzlunarskóla Íslands sem unglingar. Jón hefur meðal annars unnið með í flestum barna- plötunum sem Felix hefur gefið út. Sveinbjörn Grétarsson er gamall félagi Felixar úr Greifunum og Stefán Már sem er sonur Magn- úsar Eiríkssonar er kannski ekki orðinn jafn þekktur og faðir hans en hann hefur verið mjög vinsæll í upptökur á annarra manna plötum en hefur einnig samið mikið sjálfur og spilar með þeirri skemmtilegu hljómsveit sem kallast Geirfugl- arnir. Magnús Þór Sigmundsson er landsfrægur höfundur en hans frægustu lög eru líklegast „Eru álfar kannski menn“ og síðan lagið „Ást“ sem Ragnheiður Gröndal gerði mjög vinsælt um árið. Tómas Hermannsson, plötu- og bókaút- gefandi, hefur síðan átt nokkur Eurovisjón-lög og mun gefa þessa plötu hans Felixar út hjá forlaginu sínu; Sögur. Akústísk poppplata „Þetta eru ákaflega falleg ljóð og rómantísk en það er heilmikil melankólía í þeim. Þetta var erf- iður tími á Íslandi á 19.öldinni. Það er engin spurning að þessi ljóð höfða mjög til nútímamanna og við leggjum áherslu á þau, við erum að gera akústíska poppplötu,“ segir Felix. „Þetta er popptónlist, ég er að reyna að gera ekki vísnaplötu, mér finnst sú plata vera til. Þetta er rosalega gaman, svo gott að vinna með þessu fólki og ætli við klárum þetta ekki um miðjan ágúst. Ég söng nokkur lög í dag og svo munum við dedúa við þetta. Þannig að núna er maður bara að vernda röddina og fara varlega með hana, núna má maður ekkert rífast eða hrópa neitt,“ segir Felix. Morgunblaðið/Eggert Pælingar Felix Bergsson og Jón Ólafsson eru í miklu stuði að taka upp fyrstu sólóplötu Felixar sem er gerð eftir ástarljóðum skáldsins Páls Ólafssonar. Felix rífst ekki við neinn  Felix Bergsson verndar röddina því hann er í upptökum á fyrstu sólóplötunni sinni  Platan er gerð eftir ástarljóðum 19. aldar skáldsins Páls Ólafssonar  Platan kemur út í september Ó, hvað nóttin nú er kyr og nóg af ást í brjósti mínu. Eg er sestur enn sem fyr, ástin mín, hjá rúmi þínu. Hér er fundin hjartans ró, hvíldarlaust sem að ég leita. Hér er augna fögur fró, frelsi, von og ástin heita. Hvað er þorstinn hjartans sár? Hér er eilíf sæla fundin, gott að fella gleðitár, gott að vakna‘ og hníga í blundinn. Ó, hvað nóttin nú er kyr og nóg af ást í brjósti mínu. Eg er sestur enn sem fyr, ástin mín, hjá rúmi þínu. Páll Ólafsson (1827 - 1905) Hjá rúmi þínu SKÁLDIÐ PÁLL ÓLAFSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.