Morgunblaðið - 23.07.2011, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.07.2011, Blaðsíða 44
LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 204. DAGUR ÁRSINS 2011 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 649 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Slökkvistarfi er lokið 2. Aðkoman var hrikaleg 3. Sprenging í miðborg Óslóar 4. Geta hvorki keypt né leigt  Bandaríski tónlistarmaðurinn Kelly Joe Phelps er væntanlegur hingað til lands í október og heldur tónleika á Rósenberg með tónlistarkonunni Corinne West. Kelly Joe Phelps væntanlegur  Árni Johnsen sendir frá sér tvö- falda breiðskífu með sjómanna- lögum frá ýmsum tímum á næstu dögum. Á plötunni verður 41 lag. Ýmsir koma að gerð plötunnar með Árna, undirleik annast hjómsveitin Hrafnarnir og með Árna syngja meðal annarra Kristján Jóhannsson og Ragnar Bjarnason. Árni Johnsen syngur sjómannalög  Wacken Open Air-hátíðin fer fram í Þýskalandi og mun íslenska sveitin Atrum koma fram á henni. Í tengslum við það hefur henni einnig boðist að spila á tónleikum í Danmörku ásamt hljómsveitinni Darknote. Til þess að allt gangi upp hafa sveitirnar ákveðið að efna til fjáröflunartónleika á Só- dómu í kvöld og hefjast þeir kl. 22.30. Hljómsveitirnar Wistaria, Ophidian I og Ingó Severed stíga einnig á svið. Miða- verð er 1.000 krónur. Darknote og Atrum til Kaupmannahafnar FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan 5-10 m/s sunnan- og vestantil, en 8-15 við ströndina síðdegis. Skýjað og úrkomulítið. Hægari suðlæg átt norðan- og austantil og bjartviðri. Á sunnudag Suðaustan 8-15 m/s sunnan- og vestanlands fram yfir hádegi, en annars hægari suðlæg átt. Rigning, fyrst suðvestantil, en þurrt norðan- og austanlands fram á kvöld. Hiti 13 til 22 stig, hlýjast norðaustantil. Á mánudag Fremur hæg vestlæg átt. Skúrir á víð og dreif og hiti 10 til 17 stig. Íslandsmeistarar FH halda áfram að fá liðsstyrk fyrir átökin sem fram- undan eru í úrvalsdeild karla, N1- deildinni, á komandi hausti. Hjalti Pálmason, sem á liðinni leiktíð lék með Gróttu, hefur gengið frá sam- komulagi við FH-inga og fleiri leik- menn virðast vera á leiðinni til meist- aranna sem einnig hafa séð á bak sterkum leikmönnum. »1 Meistararnir safna að sér liði fyrir titilvörnina Bikarmeistarar Vals leika til úrslita við KR í bikarkeppni kvenna í knattspyrnu, Valitor-bikarnum, á Laug- ardalsvelli laugardag- inn 20. ágúst. Það varð ljóst í gærkvöldi eftir að Valur lagði Aftureldingu, 1:0, og Katrín Ásbjörnsdóttir tryggði KR sigur á Fylki, 2:1, með marki á síðustu mínútu leiksins. »3 Valskonur verja bikarinn Fjögur efstu lið Pepsi-deildarinnar, úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, KR, Valur, ÍBV og Stjarnan, eiga tvo fulltrúa hvert í úr- valsliði Morgun- blaðsins að loknum fyrri helmingi deildarkeppn- innar, en liðið er birt í blaðinu í dag. Liðið er valið sam- kvæmt niðurstöðu einkunnagjafar blaðamanna eftir leiki liðanna. Kristinn Steindórsson, Breiða- bliki, er sem fyrr langefstur í M- gjöfinni. »4 Toppliðin eiga tvo fulltrúa hvert Kristel Finnbogadóttir kristel@mbl.is Hér á landi er staddur hópur ung- linga frá Dallas í Texas í Bandaríkj- unum ásamt fararstjóra sínum en krakkarnir eru þátttakendur í ung- lingaskiptum á vegum CISV, Child- ren’s International Summer Villag- es. Unglingaskipti eru ætluð unglingum á aldrinum 12-15 ára og standa yfir í fjórar vikur. Íslenskir krakkar, sem einnig taka þátt í skiptunum, byrjuðu á því að fara til Dallas í tvær vikur þar sem þeir dvöldu hjá krökkunum sem nú eru staddir í heimsókn á Íslandi og fjöl- skyldum þeirra. Þátttakan góð reynsla Þegar blaðamaður hitti hópinn í gær var hann á leið í ratleik um miðbæ Reykjavíkur en það eru far- arstjórar sem útbúa dagskrá fyrir vikurnar í samvinnu við fjölskyldur krakkanna. Markmiðið með ung- lingaskiptunum er að gefa ungling- um tækifæri til að kynnast menn- ingu og siðum annarra landa. Jón Ragnar Björgvinsson er þrettán ára og er að taka þátt í ung- lingaskiptum í fyrsta sinn nú í ár. „Þetta var ótrúlega gaman,“ segir Jón Ragnar um ferðina til Dallas í Bandaríkjunum fyrr í sumar. „Það er eiginlega allt skemmtilegt við þetta, maður kynnist nýjum krökk- um og nýrri menningu. Þetta er mjög góð reynsla,“ segir Jón Ragnar um unglingaskiptin. Hann sagði að hópurinn næði vel saman og að ólík tungumál væru ekki vandamál í samskiptum þeirra á milli. Taylor Sanders er tólf ára og kemur frá Texas í Bandaríkjunum. Hún hafði aldrei komið til Íslands áður en líkaði dvölin hér vel. „Það er mjög skemmtilegt að taka þátt í unglingaskiptunum og þetta er góð reynsla. Ég hef eignast marga al- þjóðlega vini,“ segir Taylor. Banda- rísku krakkarnir halda heim á sunnudag. Í heimsókninni hér fóru þau meðal annars í Bláa lónið, á Ár- bæjarsafn og til Vestmannaeyja. Taylor sagðist hafa gert ýmislegt með íslenskri vinkonu sinni í Dallas sem ekki væri hægt að gera hér, til dæmis að fara í rússíbana í stórum skemmtigörðum. Fararstjórar sjá um hópinn Með hópnum eru tveir farar- stjórar, frá Íslandi og Bandaríkj- unum. „Hlutverk okkar er fyrst og fremst að sjá um börnin ásamt því að skipuleggja dagskrána,“ segir Guðmundur Lárus Guðmundsson fararstjóri. Hann segir að hluti dag- skrárinnar séu leikir þar sem börnin vinna með upplifun sína í löndunum sem þau heimsækja. „Ég frétti af þessu í febrúar og ákvað að sækja um. Ég er búinn að læra mikið á þessu sjálfur og mér finnst ég hafa þroskast,“ segir Guðmundur Lárus um starfið. Sækja Dallas og Reykjavík heim  Hópur bandarískra og íslenskra unglinga styrkir vináttuböndin Morgunblaðið/Sigurgeir S. Unglingaskipti Taylor Sanders og Jón Ragnar Björgvinsson hafa góða reynslu af unglingaskiptunum. Hér sjást þau ásamt öðrum þátttakendum í skipt- unum en hópurinn fór í ratleik um miðbæ Reykjavíkur í gær. Íslenskir krakkar heimsóttu fyrr í sumar bandaríska jafnaldra sína í Dallas í Bandaríkjunum. Hugmyndin að CISV (Children’s International Summer Villages) var þróuð af barnasálfræð- ingnum dr. Doris Allen árið 1946. Hún vildi leiða saman börn frá öllum heimshornum til að þau gætu lært að bera virðingu fyrir sameiginlegum og ólíkum gild- um hvers og eins en þannig mætti stuðla að friði í heiminum. Árið 1951 varð sá draumur henn- ar að veruleika þegar þátttak- endur frá átta löndum tóku þátt í fyrstu alþjóðlegu sumarbúð- unum í Bandaríkjunum. Síðan þá hafa samtökin stækkað, fjöldi þátttakenda aukist og starfsemi samtakanna er nú fjölbreytt um heim allan. Stuðla að heimsfriði ALÞJÓÐLEG SAMTÖK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.