Morgunblaðið - 30.07.2011, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.07.2011, Blaðsíða 2
FRÉTTASKÝRING Önundur Páll Ragnarsson onundur@mbl.is Meira álag verður á sérfræðingum í nýrnalækningum á Landspít- alanum á næstunni, eftir að einn þeirra nýrnasérfræðinga sem þar hafa starfað ákvað að flytja af landi brott og dvelja í að minnsta kosti eitt ár. Hann er einn af aðeins sjö nýrnasérfræðingum sem starfa á öllu landinu, en sex þeirra eru á LSH. Þar hefur læknirinn verið í hálfu starfi, auk þess að sinna störf- um á einkarekinni stofu utan spít- alans. Hann hefur nú ársleyfi frá spít- alanum en hefur ekki sagt upp störfum. „Það kemur enginn í stað- inn,“ segir Runólfur Pálsson, yf- irlæknir nýrnalækninga á LSH. „Þá taka hinir að sér þá vinnu sem hann hefur sinnt. Það hefur sín áhrif, það er nóg af verkefnum fyrir,“ segir Runólfur, sem vill þó alls ekki taka svo djúpt í árinni að það myndist einhvers konar neyðarástand vegna þessa. Róðurinn þyngist „Það er samt ekki þannig að þetta hafi grundvallaráhrif, svo að það fari allt í uppnám hér. Þetta er bara eitt af mörgu sem veldur því að hjá okkur fer álagið vaxandi. Það verður þá þyngri róður, þó svo að öllum verkefnum verði sinnt á sama hátt og áður,“ segir Runólfur. Læknirinn sem um ræðir mun áfram koma til landsins einu sinni í mánuði til að sinna eftirliti með sjúklingum á einkareknu stofunni. Almennt segir Ólafur Baldurs- son, lækningaforstjóri LSH, um spítalann að mönnun þar sé í svip- uðu horfi og hún hefur verið síð- ustu árin. „Við höfum gert ítarlega úttekt á mönnuninni yfir síðustu ár og hún sýnir að það er mjög lítill munur á mönnuninni miðað við það sem hún var 2006 og 2007. Það er einhverjum örfáum læknum færra núna en var þá,“ segir Ólafur. Inn í þetta spilar þó einnig að fleiri læknar velja að starfa hluta úr mánuði erlendis en eru samt formlega ráðnir áfram hjá Land- spítalanum. Lítið þarf til svo staðan breytist „Hitt er svo annað áhyggjuefni hversu margir læknar hafa hug á atvinnu erlendis og fara þangað í hlutastörf. Margir íslenskir læknar eru með góð tengsl við sjúkrahús erlendis og því þarf ekki nema dá- litla hugarfarsbreytingu til við- bótar og þá förum við að missa fólk. Það má segja að tilhneigingin sé til staðar en við sjáum þess ekki stað nema að mjög litlu leyti í tölulegu uppgjöri,“ segir Ólafur. Í tilteknum sérgreinum Hann kveðst vissulega hafa áhyggjur af mönnun á stöðum fyrir sérfræðilækna í tilteknum sér- greinum, en helst hefur verið rætt um krabbameinslækningar og bráðalækningar í því samhengi. En heilt á litið hafi mönnunin hins veg- ar haldið nokkurn veginn í horfinu, þegar fjöldi lækna á spítalanum er annars vegar. Nýrnasérfræðingur af landi brott  Einn af sjö starfandi nýrnasérfræðingum flytur af landi brott og álag á nýrnalækna fer vaxandi  Mönnun Landspítalans almennt ekki breyst mikið frá því fyrir hrun, segir lækningaforstjóri LSH Runólfur Pálsson Ólafur Baldursson 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 2011 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Konunglega fleyið Dannebrog er nú í Reykjavík- urhöfn. Skipið er í eigu dönsku konungsfjöl- skyldunnar og er nýtt bæði sem formlegur og persónulegur íverustaður drottningar í heim- sóknum hennar innan danskrar lögsögu. Þess á milli nýtir danski flotinn skipið til eftirlits á hafi. Dannebrog var smíðað í Danmörku á árunum 1931 til 1932 og dregur nafn sitt af danska fán- anum. Skipið heldur úr höfn á morgun. Drottningarskipið Dannebrog í Reykjavíkurhöfn Morgunblaðið/Ómar Skortur er á lambakjöti og því hefst sláturtíðin óvenju- snemma að þessu sinni. Sigmundur Ófeigsson, fram- kvæmdastjóri Norðlenska, segir farið að bera á skorti á bestu bitunum svo sem rib eye og prime. Norðlenska mun bjóða álag á grunnverð til bænda til að hvetja þá til að koma fyrr með féð í slátrun. Lélegt tíðarfar í sumar geri það að verkum að lömbin séu minni en vant er um miðjan ágúst, því sé kjötið verðminna. Til að mæta því verði bændum boðnar beingreiðslur. „Við ætluðum ekki að hefja slátrun fyrr en 30. ágúst en fyrst Landssamband sauðfjárbænda ætlar að koma til móts við bændur getum við ekki skorast undan og munum bjóða álag: 15% fyrstu vikuna og svo trappast þetta niður. Þetta álag er hugsað til að mæta því að lambið hefur er ekki náð venjulegri sláturstærð þegar við erum að slátra því,“ segir Sig- mundur. Sláturtíðin sé einnig mjög háð göngum, því nýt- ist þetta aðeins þeim bændum sem hafi nærhaga. Hvetja bændur til að koma fyrr með féð í sláturhús Morgunblaðið/Kristinn Sauðfé Skortur veldur því að slátrun hefst fyrr.  Norðlenska býður bænd- um 15% álag á grunnverð „Þetta var ótrú- lega fallegt og gott en ofboðs- lega erfitt líka,“ segir Guðrún Jóna Jónsdóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna, um minning- arathöfn um fórnarlömb árás- anna í Útey og miðborg Oslóar, sem norski Verka- mannaflokkurinn stóð fyrir í gær. Að sögn Guðrúnar sóttu yfir þús- und manns athöfnina og í stað lófa- taks lyftu viðstaddir rósum þegar við átti, svo við blasti rósahaf þegar litið var yfir. „Við sátum þarna formenn ungra jafnaðarmanna á Norðurlöndunum á fremsta bekk, við hliðina á félögum okkar í Noregi, og maður skilur ekki hvar þau fá þennan mikla styrk,“ segir Guðrún, „það er ennþá verið að takast á við svo mikla sorg“. Guðrún á vini sem lentu í árásinni og eru ennþá í hjólastól og á hækj- um. Hún segir að þrátt fyrir allt sé enginn uggur í fólki og vonin sé að árásirnar muni heldur auka þátttöku ungs fólks í pólitísku starfi en hitt. holmfridur@mbl.is Rósirnar enn á lofti í Osló Guðrún Jóna Jónsdóttir  Falleg en átakan- leg minningarathöfn Flest bendir til þess að hlaup sé haf- ið í Skaftá en Óðinn Þórarinsson hjá Veðurstofu Íslands sagði að mæl- ingar frá hádegi í gær hefðu sýnt mjög brattan vöxt árinnar, sem þyk- ir benda til þess að áin sé að bregða út af venjubundinni hegðun. Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum í Skaftártungu, sagðist í gær ekki sjá að mikið væri farið að vaxa í ánni. „Maður sér þó að hlaupa- liturinn er kominn í Skaftá,“ bætti hann við en hlaup í ánni hafa oftsinn- is kaffært gróið land við Ytri-Ása. Jón Grétar Sigurðsson, flugmaður hjá Atlantsflugi, er með útsýn- isflugferðir úr Skaftafelli í Öræfum og fann megna brennisteinslykt fyr- ir ofan Langasjó þegar hann flaug þar yfir í gær. Hann sagði engum blöðum um það að fletta að nú hlypi úr vestari Skaftárkatli. Sterkar vísbendingar um að hlaup sé hafið  Brennisteinslykt ofan við Langasjó Morgunblaðið/RAX

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.