Morgunblaðið - 30.07.2011, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.07.2011, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ínóvember ífyrra hélt rík-isstjórnin fund á Suður- nesjum og skýrði af því tilefni frá því að þetta væri „í fyrsta sinn sem ríkisstjórn Ís- lands fundar á Suðurnesjum“. Mikið stóð til að sögn tals- manna ríkisstjórnarinnar og mikið gert úr fundinum. Til- gangur hans væri að bæta at- vinnuástandið á Suðurnesjum, sem eins og kunnugt er hefur verið enn lakara en annars staðar á landinu á liðnum misserum. Á fundinum samþykkti rík- isstjórnin áætlun um þau verkefni sem ráðast skyldi í og var settur saman vinnuhópur til að hrinda þeim í fram- kvæmd. Í maí sl. var tilkynnt að hópurinn hefði lokið störf- um og birtur listi yfir verk- efnin. Sá listi sýndi að allt til- standið í kringum ríkisstjórnarfundinn á Suður- nesjum skilaði litlu öðru en myndbirtingum af ráðherrum í fjölmiðlum. Upptalningin á árangrinum var með ólíkindum dapurleg þó að reynt væri að láta líta út fyrir að árangur hefði náðst með því að segja að mál væru „í ferli“ eða að „lokaskýrsla“ lægi fyrir til að breiða yfir að svo að segja ekkert hefði gerst. En það er ekki síður dap- urlegt sem ríkisstjórnin hefur „afrekað“ í atvinnumálum á Suðurnesjum og var ekki á listanum eftir hinn merka rík- isstjórnarfund. Í Morgun- blaðinu í gær var sagt frá því að ríkisstjórnin hefði klúðrað tækifærum til að nýta skurð- stofur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja með því að leigja þær til einkaaðila. Niður- skurður í heilbrigðiskerfinu hefur valdið því að þessi að- staða hefur ekki verið nýtt en einkaaðilar höfðu áhuga á að nýta hana og hefja starfsemi sem byggði á þessari aðstöðu. Ríkiskaup buðu skurðstofurnar til leigu í des- ember sl. og fengu tilboð. Þau runnu hins vegar út í mars, en það var ekki fyrr en í þessum mánuði sem velferðarráðherra heimilaði útleiguna. Tilboðið sem hægt hefði verið að taka var þess vegna löngu runnið úr gildi og bjóðendur ekki bundnir af því lengur. For- stjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja óttast að stofnunin sé búin að missa af tækifærinu til að leigja skurðstofurnar út vegna þessa seinagangs. Það er með ólíkindum að vinnubrögð ríkisstjórnarinnar séu með þessum hætti í hverju málinu á fætur öðru. Enn sér- kennilegri verður þessi eilífi seinagangur og klúður í at- vinnumálum þegar rík- isstjórnin heldur á sama tíma skrautsýningar um sjálfa sig og þykist vera að vinna hörð- um höndum að uppbyggingu atvinnumála. Ríkisstjórnin er með fjölda mála „í ferli“ og hefur sett á laggirnar marga starfshópa og látið skrifa mikið af skýrslum. Ráðherrar tala mikið um at- vinnumál en vandinn í at- vinnumálum er að þeir gera fátt. Og það sem þeir þó gera verður yfirleitt til þess að fækka atvinnutækifærum en ekki að fjölga þeim, að hindra fjárfestingu í stað þess að ýta undir hana, að draga úr fólki kjarkinn þegar ástæða væri til að örva og hvetja. Hversu lengi fær ríkis- stjórnin tækifæri til að klúðra þeim tækifærum sem reynt er að skapa í atvinnumálum þjóð- arinnar? Í miðri skrautsýn- ingunni klúðrar rík- isstjórnin tækifæri til atvinnusköpunar} Ríkisstjórn hinna glötuðu tækifæra Sigmundur Dav-íð Gunnlaugs- son, formaður Framsóknar- flokksins, bendir á í grein í Morgun- blaðinu í gær, að hlutfall fjárfestingar af lands- framleiðslu sé nú hið lægsta frá því að mælingar hófust. Ennfremur að meðal skýringa séu háir skattar og óvissa um skattkerfið, „en fátt er betur til þess fallið að fæla frá fjár- festa,“ segir Sigmundur Dav- íð. Þetta er hárrétt og einnig sú ábending að hinir háu skattar hafa ekki skilað sér á tekjuhliðinni hjá ríkinu. Þeir hafa lamandi áhrif á efnahagslífið og draga þannig úr skatttekjunum. Að auki ýta þeir undir svarta atvinnustarfsemi, eins og fram kom í umfjöllun Morg- unblaðsins í gær. Afleiðingar skattastefnu ríkisstjórnarinnar eru minni fjárfesting, minni umsvif í at- vinnulífinu og meiri neðan- jarðarstarfsemi. Íslendingar eiga betra skilið en þess háttar hagkerfi. Stöðnun og skatt- svik eru afleiðingar skattastefnu ríkis- stjórnarinnar} Afleiðing skattastefnunnar U m 700 þúsund börn, sem er meira en tvöfaldur íbúafjöldi Íslands, eru nú þegar lífshættulega van- nærð í Austur-Afríku. Hjálp- arsamtök telja að í heildina sé lífi um tveggja milljóna barna ógnað vegna hungurs og skelfilegs aðbúnaðar. Við þekkjum ekki þessi börn og við munum líklega aldrei hitta þau. Þau búa á framandi stöðum sem heita óskiljanlegum nöfnum. En þetta kemur okkur við. Hryllilegar myndir birtast í blöðum, á sjón- varps- og tölvuskjám. Í fréttum segir frá mæðrum, sem þurfa að skilja börnin sín eftir til að deyja í brennheitum eyðimerkursandi. Þar segir líka frá hræðilegum og ómann- úðlegum aðstæðum í yfirfullum flótta- mannabúðum, þar sem lífshættulegir sjúk- dómar eira engu, þar sem þeir yngstu og viðkvæmustu falla fyrstir. Ekki er með nokkru móti hægt að gera sér í hugarlund baráttuna sem þetta fólk þarf að heyja á hverjum einasta degi svo að það geti lifað daginn af, enda eru þær að- stæður svo óralangt frá daglegum veruleika okkar. Mis- skipting gæða jarðar er svo óskapleg og virðist aukast heldur en hitt, þrátt fyrir að alls konar áætlanir séu samd- ar með miklum tilkostnaði, dýrar ráðstefnur séu haldnar og allskyns nefndir og ráð séu skipuð. Ekkert eitt okkar getur leiðrétt þetta óréttlæti. En við getum sýnt að okkur standi ekki á sama. Eiga ekki allir sama rétt á að lifa? Eiga ekki öll börn rétt á að fá að verða fullorðin? Í Austur-Afríku deyr fólk úr sjúkdómum eins og mislingum, sem hefur verið útrýmt fyrir löngu í okkar heimshluta. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem slík neyð ríkir í þessum heimshluta. Þarna má fátt út af bregða, annars er voðinn vís eins og nú þegar ekki hefur rignt um tíma og afleiðingarnar eru verstu þurrkar í áratugi. Við eigum samtökum á borð við Rauða krossinn og UNICEF, barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, mikið að þakka fyrir að hafa milli- göngu um að koma framlögum okkar í réttar hendur. Vissulega erum við misjafnlega í stakk búin til að rétta hjálparhönd; sama hvort það er yfir í fjarlægar heimsálfur eða í næsta hús. En sem betur fer erum við flest aflögufær og það þarf ekki að grafa djúpt í vasana til að geta hjálpað. UNICEF stendur nú fyrir neyðarsöfnun, þar sem okk- ur gefst tækifæri til að styrkja starf samtakanna í Austur- Afríku. Með því að styrkja samtökin gefst okkur kostur á að bjarga barni, jafnvel börnum. Þannig fá þau næring- arríkan mat, bólusetningar og hreint vatn. Þetta finnst okkur svo sjálfsagt og eðlilegt að búa við í okkar lífi að við leiðum ekki einu sinni hugann að því í dagsins önn. Við búum við þau forréttindi að vera í aðstöðu til að bjarga börnum. Grípum tækifærið áður en það verður of seint. annalilja@mbl.is Anna Lilja Þórisdóttir Pistill Forréttindi að bjarga barni STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Þ ótt þróun heimsmark- aðsverðs á áli sé skrykkj- ótt hefur langtíma- þróunin undanfarin ár verið nokkuð ákveðið upp á við. Eitt tonn af áli kostar nú rúmlega 2.600 Bandaríkjadali, um 300 þúsund krónur, og hefur hækkað um ríflega 6 prósent frá áramótum. Verðið er hins vegar lægra en það var um miðbik ársins, en þá kostaði tonn- ið tæpa 2.800 dali. Þróun álverðs hef- ur eins og gefur að skilja áhrif á af- komu álframleiðenda. Vegna tenginga orkusölusamninga við ál- verð hefur þróunin einnig töluverð áhrif á afkomu orkufyrirtækja, þó að skref hafi verið tekið í átt af þeirri braut í fyrra og eggjunum í „álkörf- unni“ þannig fækkað. Álverð breytist og annað með Líkt og sjá má á meðfylgjandi línu- riti, sem sýnir meðaltal kaup- og sölu- tilboða í ál með þriggja mánaða af- hendingartíma frá áramótum til júníloka, hefur heimsmarkaðsverð lægst farið í tæpa 2.400 dali á þessu ári. Verðið sveiflaðist mun meira í fyrra og fór þá í tvígang niður fyrir 2.000 dali á tonn. Álframleiðendur hafa vitaskuld notið góðs af þessari hækkun, en nýverið var greint frá methagnaði Alcoa, sem meðal annars á og rekur Fjarðarál, í Morgun- blaðinu. Fyrirtækið hagnaðist um litl- ar 322 milljónir dala á öðrum árs- fjórðungi, og jókst hagnaðurinn um 137% á milli ára. En þó að afkoman sé vissulega með besta móti, er það ekki svo að álfyr- irtækin hlæi alla leiðina í bankann þegar álverð hækkar. Í tilfelli ál- framleiðendanna á Íslandi, að Alcan á Íslandi undanskildu, hækkar orku- verðið með hækkandi álverði. Þá breytist kostnaður ýmissa aðfanga að nokkru leyti í takt við álverð. Þar vega súrál og skautin sem notuð eru við greiningu þyngst. Verðbreytingar á skautum og súr- áli eru um þremur mánuðum á eftir álverðsþróuninni. Álframleiðendur njóta þannig þessa þriggja mánaða bils, þegar álverðið er á uppleið en að- föng sitja eftir. Þegar álverð hins veg- ar lækkar getur aðlögunartíminn ver- ið sársaukafullur þar sem lækkun kostnaðar við kaup á aðföngum fylgir ekki beint í kjölfarið. Eins er til þess að líta að olíuverð hefur hækkað mikið undanfarin misseri, það skilar sér óhjákvæmilega í auknum flutnings- kostnaði inn- og útflytjenda og hefur þannig neikvæð áhrif á afkomu þeirra. Bæta tök sín á afkomunni Afkoma Landsvirkjunar er mjög háð þróun gjaldmiðla, vaxta og ál- verðs, þátta sem fyrirtækið getur engin áhrif haft á. Samningur Lands- virkjunar við Alcan á Íslandi á síðasta ári markaði því nokkur þáttaskil. Þótt skilmálar samningsins hafi ekki verið gefnir upp er það þó vitað að með honum var klippt á tengsl raforku- verðs og álverðs. Hækkun heims- markaðsverðs á þessu ári hefði lík- lega gert það að verkum að Lands- virkjun fengi meira í sinn hlut, en út frá því var vitaskuld ekki hægt að ganga. Raunar er það jákvætt að Landsvirkjun hafi með þessum hætti dregið úr áhættunni sem álverðsteng- ingunni fylgir, en verðið getur vita- skuld lækkað og tekjur fyrirtæksisins af orkusölu þar með líka. Matsfyr- irtæki litu samninginn jákvæðum augum, en afkoma fyrirtækisins er eftir sem áður að stóru leyti háð áð- urnefndum þáttum. Rétt eins og segja má að Lands- virkjun hafi orðið af tekjuaukanum nýtur Alcan á Íslandi góðs af. Ábatinn af hinu breytta fyrirkomulagi skilar sér hins vegar, að öðru óbreyttu, að einhverju leyti til hins opinbera í gegnum auknar skattgreiðslur. Heimsmarkaðsverð á áli mjakast upp á við Heimsmarkaðsverð á áli Verð á tonni, í Bandaríkjadölum 3.000 2.900 2.800 2.700 2.600 2.500 2.400 2.300 2.200 2.100 2.000 U S D /t on n 2.476 2.539 30. júní4. janúar Heimsmarkaðsverð á áli hrundi á síðari hluta árs 2008, um það leyti sem hin alþjóðlega fjár- málakreppa skall á. Stærstu álkaupendur heims eru framleiðendur neysluvara og því eðlileg viðbrögð við fyr- irséðum neyslusamdrætti að halda að sér höndum á álmark- aði. Spákaupmenn hafa vænt- anlega haft töluverð áhrif og tekið til fótanna þegar ljóst var í hvað stefndi. Til samanburðar, að því er fram hefur komið í Peningamálum Seðlabankans, eru mun minni tengsl á milli verðs sjávarafurða og alþjóðahagsveiflunnar en ál- verðs og alþjóðahagsveiflunnar. Botninn und- an álverði HRUNIÐ 2008 Hrun Örvæntingarfullur miðlari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.