Morgunblaðið - 30.07.2011, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 30.07.2011, Blaðsíða 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 2011 Fátt er hollara ungum mönn-um en að spila blús og þarftil hvorki mikla fimi nértækni, aðalatriðið er að kunna að skrúfa frá treganum, að geta miðlað mæðunni. Undanfarna mánuði og ár hafa æ fleiri fengist við blúsinn og nálgast hann úr ýmsum áttum. Bergþór Smári, eða bara Beggi Smári, sem hefur spilað blús síðast áratuginn eða svo, sendi fyrir stuttu frá sér skífu með rafmögn- uðum og fáguðum blús. Beggi Smári er þrælfínn gítarleik- ari, heyr til að mynda spettina í Moody Rudy, en full varfærinn á skíf- unni, mér finnst eins og hann sé að vanda sig of mikið, að reyna að spila of hreint. Fyrir vikið er hann full fjar- lægur og tilfinningin skilar sér ekki fyllilega. Að því leyti er hann til að mynda mun nær Eric Clapton, en Byther Smith, svo dæmi séu tekin um tvo góða gítarleikara, það vantar í spilamennskuna smá hita og ekki síst smá skammt af kæruleysi. Beggi bregður aðeins útaf formúl- unni í Hurts Me Too, sannarlega ný- stárleg útsetning, en gengur ekki vel upp – enginn tregi og engin sorg. Víst fer enginn í spor Elmore James, sem kallar fram tárin hjá hverjum sem er, en Beggi virkar frekar leiður en tregafullur. Ég kann betur að meta fjörið í I Want You Back, sem hann semur sjálfur, þar er meiri þungi í flutningnum. Beggi Smári er og fínn lagasmiður og mörg dæmi um það á skífunni; Warm and Strong er þannig fínt lag, þó ekki sé í því mikill blús. No Sense er líka mjög flott lag með skemmtilegri útsetningu og eins finnst mér Wait for Me vel samið lag sem fer óvæntar leiðir, en skalaæf- ingin í lokin gerir ekki mikið fyrir lag- ið, það verður mun skemmtilegra þegar hann fer að teygja aðeins á strengjunum. Gítar Beggi Smári teygir á strengnum á sólóskífu sinni. Meiri trega, takk Beggi Smári - Mood bbmnn Sólóskífa Bergþórs Smára sem hann gefur sjálfur út. Bergþór spilar á gítar og syngur, en með honum spila Ingi S. Skúlason á bassa, Friðrik Geirdal Júl- íusson á trommur og Tómas Jónsson á hljómborð. ÁRNI MATTHÍASSON TÓNLIST Róbert B. Róbertsson robert@mbl.is Tónlistarmaðurinn Binni Rögnvalds, eða Brynjar Páll Rögnvaldsson, gaf nýverið út plötuna A little Trip, en platan er EP-plata sem inniheldur sex lög eftir hann. Platan er tekin upp að hluta til í Reykjavík og að hluta til á Sauðárkróki, en Brynjar er fæddur og uppalinn í Skagafirðinum. Aðaláhersla plötunnar er á fallegar melódíur og einfalda textasmíði. Brynjar hóf tónlist- arferil sinn sem trúbador á Sauðárkróki og eftir að hann tók þátt í Söngvakeppni framhaldsskólanna ákvað hann að einbeita sér að sinni eigin tónlist og nú er þessi EP-plata komin út. ,,Tónlistin á plötunni er svona „folk, rock, easy lis- tening“. Þetta er allt svona hugljúft og rólegt. Ég myndi segja að Pink Floyd væri mesti áhrifavaldurinn þó að það heyrist kannski ekki, og svo David Bowie. Þetta er samsafn af lögum sem ég hef samið í gegnum tíðina eða frá því ég var 18 ára gamall,“ segir Brynjar Páll Rögnvaldsson tónlistarmaður. ,,Þetta er eitthvað sem er búið að safnast saman hjá mér og ég þurfti að koma frá mér. Efnið á plötunni er samið hér og þar, meðal annars í Stokkhólmi, Sauðárkróki og í Kópavog- inum. Þessi plata er það fyrsta sem kemur frá mér, en ég hef hinsvegar verið að spila með öðrum á plötum. Ég spilaði til dæmis á gítar og söng á plötunni Óska- barn þjóðarinnar sem rapparinn Ramses gaf út. Platan er tekin upp í stúdíóinu hjá föður mínum, honum Rögn- valdi Valbergssyni, organista og tónlistarkennara á Sauðárkróki, og hjá Helga Sæmundi, meðlimi hljóm- sveitarinnar Bróður Svartúlfs,“ segir Brynjar. Melodica Brynjar og trúbadorinn Svavar Knútur eru upphafs- menn Melodica-festivalsins á Íslandi, en í ár er hátíðin haldin síðustu helgina í ágúst. ,,Á hátíðinni koma inn- lendir sem erlendir trúbadorar og spila, en hátíðin er í rauninni trúbadora-festival. Að vísu koma hljómsveitir stundum og spila, en þá er það órafmagnað. Staðirnir sem spilað verður á eru Café Rosenberg, Kaffi Hljóma- lind og hjá Hemma og Valda.“ Brynjar spilar á tónlistarhátíðinni Gærunni, sem haldin verður um miðjan ágúst á Sauðárkróki, og á Melodica-festival í lok ágúst, en þeir síðarnefndu verða hinir eiginlegu útgáfutónleikar. Brynjar selur diskinn sjálfur í gegnum Facebook, þar sem hægt er að finna hann undir ,,Binni Rögnvalds- Music“. Annars er hægt er að nálgast diskinn á Tattoo- stofunni í Hafnargötunni í Keflavík og í Kaupfélagi Skagfirðinga. Pink Floyd og David Bowie áhrifavaldarnir  Fyrsta plata tónlistar- mannsins Binna Rögnvalds Trúbador Brynjar Rögnvaldsson eða Binni Rögnvalds gaf nýverið út sína fyrstu plötu, A little trip. JENNFIER ANNISTON CHARLIE DAY COLIN FARRELL JASON SUDEIKIS CAPTAIN AMERICA 3D kl. 5:30 - 8 - 10:45 12 HORRIBLE BOSSES kl. 5:30 - 8 - 9 - 10:20 - 11 12 HARRY POTTER 7 - PART 2 3D kl. 2:30 - 8 - 10:45 12 BÍLAR 2 3D Með ísl. tali kl. 2:30 - 5 L BÍLAR 2 Með ísl. tali kl. 2:30 L TRANSFORMERS 3D kl. 6 12 KUNG FU PANDA 2 3D Með ísl. tali kl. 2:30 L / ÁLFABAKKA / EGILSHÖLL HORRIBLE BOSSES kl. 5:45 - 8 - 10:15 12 HARRYPOTTER7-PART23D kl.2:45-5:20-8-10:40 12 HORRIBLE BOSSES kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:15 VIP HARRYPOTTER7-PART2 kl.2:45-5:20-8-10:40 12 BÍLAR 2 3D Með ísl. tali kl. 3 - 5:30 L TRANSFORMERS 3 kl. 8 12 BÍLAR 2 Með ísl. tali kl. 3 - 3:15 - 5:30 L THE HANGOVER 2 kl. 5:30 12 CARS 2 Með ensku tali kl. 8 - 10:30 L KUNG FU PANDA 2 Með ísl. tali kl. 3 L SÝND Í KRINGLUNNI „THE BEST 3D SINCE AVATAR“ - SCOTT MANTZ, ACCESS HOLLYWOOD H H H -T.V. KVIKMYNDIR.IS/ - SÉÐ OG HEYRT SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA OG EGILSHÖLL EIN BESTA ÆVINTÝRA/SPENNUMYND ÁRSINS FRÁÁ ÁBÆ R GAM ANM YND SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI ÞAÐ GETUR VERIÐ ERFITT AÐ LOSA SIG VIÐ LEIÐINLEGAN YFIRMANN EN ÞEIR ÆTLA AÐ REYNA... SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI ATHUGIÐ GLÆNÝ STUTTMYND SÝND Á UNDAN CARS 2 FRÁ HÖFUNDUM "SVALARI BÍLAR OG MEIRI HASAR" - T.D. -HOLLYWOOD REPORTER H H H H - J.C. -VARIETY H H H H - P.T. -ROLLING STONES H H H H LEIFTUR MCQUEEN OG KRÓKUR ERU AFTUR MÆTTIR, BETRI EN NOKKURN TÍMANN KEVIN SPACEY JASON BATEMAN 100/100 - ST.PETERSBURG TIMES 91/100 - ENTERTAINMENT WEEKLY 88/100 - CHICAGO SUN-TIMES á allar sýningar merktar með grænuSPARBÍÓ 3D 1.000 kr. GILDIR LAUGARDAG, SUNNUDAGOG MÁNUDAG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.