Morgunblaðið - 30.07.2011, Side 8

Morgunblaðið - 30.07.2011, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 2011 Sp ör eh f. s: 570 2790www.baendaferdir.is A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R HAUST 3 Í fögru umhverfi inn á milli fjalla í Þýskalandi, Sviss og hinu margrómaða Alsace héraði í Frakklandi munum við dvelja í þessari rómantísku ferð. Flogið til München og þaðan ekið til Füssen í Allgäu, líflegs bæjar á milli Ammergauer og Allgäuer Alpanna, þar sem gist verður í 3 nætur. Við njótum tignar Alpanna, skoðum ævintýrahallirnar Neuschwanstein og Hohenschwangau, sem hafa gert þetta að einu eftirsóttasta ferðamannasvæði landsins. Þaðan verður ekið til Luzern við Luzernvatn í Sviss með viðkomu í Lindau við Bodensee. Luzern er ein skemmtilegasta borg landsins og verður gist þar í 5 nætur. Við förum í siglingu á Luzernvatni með viðkomu í litlum bæjum við vatnið. Förum einnig með kláfi upp á fjallið Pilatus og komum til menningarborgarinnar Zürich. Ljúkum ferðinni á að aka töfrandi leið um Alsace vínslóðina til Strasbourg, með viðkomu í bænum Riquewihr, þar sem eru falleg bindingsverkshús. Gist í Strasbourg í 2 nætur og farið í skoðunarferð um borgina áður en flogið er heim á leið frá Frankfurt. Fararstjóri: Jóhannes Örn Vigfússon Verð: 235.500 kr. á mann í tvíbýli Innifalið: Flug, skattar, hótelgisting, hálft fæði, allar skoðunarferðir með rútu, sigling á Luzernvatni, Gullni hringurinn á Pilatus fjallinu og íslensk fararstjórn. 15. - 25. september Hálftfæðiogallarskoðunarferðirinnifaldar Í hjarta Sviss Fjármálaráðherrar Þýskalandsog Frakklands, þeir Wolfgang Schäuble og François Baroin, rit- uðu grein um vanda Grikklands og evrusvæðisins í FT í fyrradag. Með greininni reyna þeir að senda út tvíþætt skilaboð.    Annars vegar aðaðgerðirnar til bjargar Grikklandi séu trúverðugar og hafi traustan stuðn- ing. Hins vegar að Evrópusambandið þurfi að halda áfram að þróast í átt að meiri samruna á sviði ríkisfjármála.    Fjármálaráð-herrar ríkjanna tveggja sem leiða Evrópu- sambandið segja að aðgerðirnar hafi forðað því að vandi Grikklands skaðaði evrusvæðið og evruna, „en við erum engir einfeldningar,“ segja þeir, og bæta við að til að end- urvekja traust á evrusvæðinu þurfi „þolinmæði, verulegt úthald og framtíðarsýn“.    Og framtíðarsýnin er skýr: Evr-ópusambandið þarf á að halda „stöðugt meiri samstillingu og sam- vinnu á sviði opinberra fjármála að- ildarríkjanna“. Aðeins með því að skylda evruríkin til að taka þátt í þessu sé hægt að takast á við verk- efnin sem framundan eru.    Ráðherrar þessara ráðandi ríkjavilja ekki að neinn velkist í vafa um hvert förinni er heitið: „Við munum ekki setja efnahags- legan og pólitískan samruna Evr- ópu í hættu, því hann er grundvöll- ur okkar eigin hagsældar.“    Þetta er framtíðarsýn þess Evr-ópusambands sem ríkisstjórn Samfylkingar og VG reynir að koma Íslandi inn í. Wolfgang Schäuble Framtíðarsýn ESB STAKSTEINAR François Baroin Veður víða um heim 29.7., kl. 18.00 Reykjavík 12 alskýjað Bolungarvík 14 skýjað Akureyri 17 alskýjað Kirkjubæjarkl. 14 rigning Vestmannaeyjar 11 rigning Nuuk 12 léttskýjað Þórshöfn 12 alskýjað Ósló 23 léttskýjað Kaupmannahöfn 22 skýjað Stokkhólmur 23 heiðskírt Helsinki 22 skýjað Lúxemborg 21 skúrir Brussel 18 léttskýjað Dublin 16 skýjað Glasgow 20 léttskýjað London 20 skýjað París 22 skýjað Amsterdam 16 léttskýjað Hamborg 17 skýjað Berlín 15 skúrir Vín 21 skýjað Moskva 27 skýjað Algarve 22 skýjað Madríd 30 skúrir Barcelona 25 léttskýjað Mallorca 27 léttskýjað Róm 27 léttskýjað Aþena 32 léttskýjað Winnipeg 23 léttskýjað Montreal 25 alskýjað New York 25 alskýjað Chicago 26 alskýjað Orlando 30 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 30. júlí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:28 22:41 ÍSAFJÖRÐUR 4:10 23:10 SIGLUFJÖRÐUR 3:52 22:53 DJÚPIVOGUR 3:52 22:16 Hjalti Geir Erlendsson hjaltigeir@mbl.is Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Benedikt Pálmason í þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefna- brot. Þá voru gerð upptæk rúmlega 3,8 kílógrömm af amfetamíni. Einnig þarf hann að borga rúmlega 650 þús- und í sakarkostnað. Þar með talda 445 þúsund króna þóknun til skipaðs verjanda síns, Leifs Runólfssonar héraðsdómslögmanns. Efnin ætluð til sölu Benedikt var háseti á flutninga- skipinu Goðafossi og notfærði sér að- stöðu sína til að flytja inn amfeta- mínið. Efnin voru ætluð til söludreifingar í ágóðaskyni. Hann tók á móti efnunum af óþekktum að- ila í Rotterdam í Hollandi mánudag- inn 6. júní síðastliðinn. Benedikt faldi efnin í Goðafossi og þegar skipið lagði að höfn í Reykja- vík hinn 13. júní síðastliðinn flutti hann efnin yfir í bifreið. Lögregla stöðvaði bifreiðina skömmu síðar og fann efnin í bílnum. Benedikt gerðist einnig sekur um umferðarlagabrot þar sem hann hafði ekki gilt ökuleyfi. Benedikt játaði brot sitt skýlaust og var það metið honum til hagsbóta. Játningin og önnur gögn málsins þóttu sanna að hann hefði gerst sek- ur um þá refsiverðu háttsemi sem honum hafði verið gefin að sök. Mjög hreint efni Við ákvörðun refsingar var litið til þess að um var að ræða mikið magn hættulegra fíkniefna af miklum styrkleika. Samkvæmt matsgerðum rannsóknarstofu Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræði var styrkur amfetamínbasa í efnasýnum á bilinu 68 til 70% sem samsvarar 92-98% af amfetamínsúlfati. Þá leit dómurinn til þess að ekki hefði komið fram í málinu að Bene- dikt væri svokallað burðardýr og að hann hefði áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Benedikt krafð- ist vægustu refsingar sem lög leyfa og að hún yrði skilorðsbundin að öllu leyti eða að hluta. Í dómi héraðsdóms segir að vegna alvarleika brotsins sé ekki hægt að fallast á kröfu Benedikts og því var hann dæmdur í óskilorðsbundið fangelsi til þriggja ára. Til frádráttar kom þó gæsluvarðhald sem hann þurfti að sæta frá handtöku 13. júní síðastliðinn. Háseti nýtti að- stöðu sína til fíkniefnasmygls  Dæmdur í þriggja ára fangelsi Morgunblaðið/Ómar Amfetamínsmygl » Benedikt Pálmason fékk þriggja ára dóm fyrir stór- felldan fíkniefnainnflutning. » Flutti rúmlega 3,8 kg af am- fetamíni til landsins með Goðafossi þar sem hann var háseti. » Efnin voru af mjög miklum styrkleika. » Hefur áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stef- ánsson gerði jafntefli við rússneska stórmeistarann Alexandre Danin í áttundu og næstsíðustu umferð Opna tékkneska sem fram fór í Pardubice í Tékklandi í gær. Fyrir lokaumferðina er Hannes efstur með 7 vinninga. Fjórir stór- meistarar koma humátt á eftir Hannesi með 6,5 vinning. Í lokaumferðinni, sem fram fer í dag, teflir Hannes við úkraínska stórmeistarann Dmitry Kononenko, sem er með 2593 Elo-stig. Hannes er með 2546 stig. Skákin, sem hefst kl. 13, verð- ur sýnd beint á heimasíðu móts- ins. Hægt er að komast á heima- síðuna með því að fara inn á skák.is, sem er jafnframt að finna á Moggablogginu. Hannes Hlífar er í efsta sæti fyrir lokaumferðina Hannes Hlífar Stefánsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.