Morgunblaðið - 30.07.2011, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.07.2011, Blaðsíða 36
36 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand LÍSA Á EFTIR AÐ FÍLA NÝJU PEYSUNA MÍNA HVERNIG LÍT ÉG ÚT? ÞÚ ERT RAFMAGNAÐUR SVONA NÚ, ÞÚ GETUR EKKI KENNT SPAÐANUM UM ALLT! OFTAST ER ÞAÐ SÁ SEM HELDUR Á SPAÐANUM SEM BER ÁBYRGÐINA! HÆTTU AÐ AFSAKA ÞIG! ÉG HELD SAMT AÐ ÞAÐ SÉ SPAÐINN MANSTU ÞEGAR ÞÚ SAGÐIR AÐ EF ÉG GIFTIST ÞÉR... ...ÞÁ YRÐI LÍF MITT EINS OG DANS Á RÓSUM? JÁ ÉG MYNDI SEGJA AÐ Í STAÐ RÓSA... ...ÞÁ SÉ ÉG BÚIN AÐ VERA DANSANDI Á ARFA!! HÉRNA STENDUR AÐ ÞAÐ EIGI AÐ ENDURÚTGEFA ÖLL BESTU LÖG GÖMLU HLJÓMSVEITARINNAR HANS BUBBA Í TRIP HOP ÚTGÁFU?? ÉG BÝST VIÐ AÐ ÞAÐ VERÐI ÞÁ EGO TRIP PLATA FORELDRAR, ERUÐ ÞIÐ EKKI ORÐIN ÞREYTT Á ÞVÍ AÐ BÖRNIN YKKAR FÁI LÉLEGAN MAT Í HÁDEGINU! Í NÚTÍMA SAMFÉLAGI ER MEIRI ÞÖRF Á HOLLUM MAT EN ÁÐUR VISSUÐ ÞIÐ AÐ BÖRN SEM BORÐA LÍFRÆNAN MAT FÁ AÐ MEÐALTALI HÆRRI EINKUNNIR EN ÖNNUR BÖRN!!? SVONA, HÆRRA!! BETRA MÖTUNEYTI STRAX! HVAR ER WOLVERINE? HANN FÓR ÚT ÚR BÆNUM LÍKT OG ÞÚ ÆTTIR AÐ GERA HVAÐ ER ÉG AÐ SEGJA? EF HANN FINNUR LOGAN... ÞÁ MUN ANNAR ÞEIRRA DEYJA Sylvía er týnd Sylvía er lítil, grábröndótt kisa með skekkju á skottinu og var með rauða ól. Hún sást síðast föstudaginn 22. júlí, hún á heima á Bergstaða- stræti 65, hún gæti hafa lokast einhvers staðar inni. Ef það er einhver staður í hverfinu þar sem köttur gæti hafa lokast inni, vinsamlegast athugið fyrir okkur hvort hún leynist þar. Ef þið sjáið hana á ferðinni, vinsamlegast hringið í síma 848-3190 eða 865-9018. Oddur og Elísabet. Týndur hundur í Grímsnesi Þessi sæti hundur hefur verið á vappi í sumarbústaða- hverfi í Árskógum í Grímsnesi í nokkra daga, blíður og góður íslenskur fjárhundur. Ómerktur, mögulega af ein- hverjum bóndabæ í nágrenninu. Við höfum gefið honum mat og vatn. Endilega ef þið þekkið til í sveitinni, eða hundinn, látið eigendur hans vita um þessa ævintýraför hans. Sigrún Kristín, sími 698-7911. Velvakandi Ást er… … þegar þér finnst alltaf vera vor í hjarta þínu. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Haustið 1977 sýndi Þjóðleikhúsiðleikritið „Stalín er ekki hér“ eftir Véstein Lúðvíksson. Sögusviðið var heimili Þórðar járnsmiðs árið 1957. Hann er í Sósíalistaflokknum og vill ekki viðurkenna, að sósíalism- inn hafi orðið fyrir áföllum við af- hjúpun Stalíns og innrásina í Ung- verjaland. En kona hans heimtar, þegar þau flytjast í nýja íbúð, að hann selji rit sín um marxisma: „Við verðum að fara að gera hreint.“ Sömu dagana og leikritið var fært upp í Þjóðleikhúsinu, hélt Alþýðu- bandalagið landsfund, og sögðu gár- ungarnir, að sama leikritið væri leik- ið samtímis á tveimur stöðum í Reykjavík. Alþýðubandalagið var þá að sverja af sér forvera sína, Sósíal- istaflokkinn og kommúnistaflokkinn, þótt enn laumuðust einstakir for- ystumenn flokksins öðru hverju til Ráðstjórnarríkjanna í boði Kreml- verja. Forystumenn Sósíalistaflokksins voru ekki einir um stalínisma. Ræst- ingakona Þjóðviljans, Elín Ólafs- dóttir, hafði þetta viðkvæði: „Þá minnist ég Bjarna frá Vogi og Josífs Stalíns, er ég heyri góðs manns get- ið.“ Kunningi minn sagði við annan sannfærðan stalínista, Bóas Em- ilsson, trésmið á Selfossi, að hann gæti nú ekki neitað því, að Stalín hefði látið drepa milljónir manna á valdatíma sínum. Bóas var snöggur til svars: „Ja, hvað drepur Guð marga á hverjum degi?“ Jens Figved, sem var í þjálf- unarbúðum fyrir byltingarmenn í Moskvu, var líklega eini Íslending- urinn, sem talaði við Stalín. Var það símleiðis, og leyfði Stalín þýðingu á einu verki sínu, væntanlega „Nokk- ur atriði úr sögu bolsévismans“, sem birst hafði haustið 1931 í Rússlandi (en hér í Bolsjevikkanum 1934). Nokkrir Íslendingar sáu Stalín þó álengdar, oftast á hersýningum á Rauða torginu. Halldór Kiljan Lax- ness virti hann fyrir sér á sviði í Bolshoj-leikhúsinu 11. desember 1937. Í Gerska æfintýrinu skrifaði Laxness síðan, að Stalín væri í hærra meðallagi á vöxt, grannur og vel limaður. Þetta var fráleitt. Stalín var mjög stuttur, nánast dvergur, þrekinn og bólugrafinn. Raunar breytti Laxness þessu í annarri út- gáfu 1983, og var Stalín þá „í með- allagi á vöxt“. Hér gerði aldrei þessu vant fjarlægðin manninn minni. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Stalín var hér Karlinn á Laugaveginum komgangandi niður Vegamóta- stíginn. Hann fór strax að tala um Sigga tukt og Skildinganesættina og það góða fólk og gamla tukt- húsið, sem væri með fallegustu hús- um í Reykjavík, en nú væru breyttir tímar: Dýrtíð skæð oss yfir æðir eftir fræðum græningjanna, í austan næðing Ögmund mæðir einkavæðing fangelsanna. Og tautaði ofan í barminn „Tukt hf, Tukt hf.“ um leið og hann hvarf inn í Laugavegsapótek. Mikið er rætt um afkomu rík- issjóðs um þessar mundir og er í því sambandi hyggilegt að hafa jafnan í huga: Ef ætlar þú að reikna rétt reyndu þetta að muna: tölur geta tekið sprett, torkennt útkomuna. Ég fann þessa vísu á miða hjá mér og læt hana fljóta með vegna helgarinnar: Alla vega, ástin mín, ævinlega svona fer’ða geturðu ekki, góða mín, gert svo vel og lofað mér’ða. Það er hollt að rifja upp limrur Kristjáns Karlssonar stöku sinnum: Stór og sterkur er Binni og stendur á virðing sinni. Hún óhreinkast mikið og oft fyrir vikið og eins sér talsvert á þinni. Þessi vísa er frá 1980 og „Hallur undan Fæti“ höfundurinn: Gvendi jaka gremst af því og grætur tárum stokkinn – að geta ekki gengið í gáfumannaflokkinn. Og má vera að margur vinstri sinnaður verkalýðsforingi í dag finni til skyldleikans. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Einkavæðing fangelsanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.