Morgunblaðið - 30.07.2011, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.07.2011, Blaðsíða 21
S pá r 2010 2011 100 milljarðar dala 200 milljarðar dala október nóvember desember janúar febrúar mars apríl maí júní júlí SKULDAKREPPAN Í BANDARÍKJUNUM - ATBURÐARÁSIN Í TÍMARÖÐ Heimildir: Reuters-fréttaskeyti, bandaríska fjármálaráðuneytið, Hugveitan Bipartisan Policy Center 2. nóvember 2010 Repúblikanar vinna meirihluta í fulltrúa- deildinni með loforði um að draga úr umsvifum ríkisins og taka á miklum fjárlagahalla 19. febrúar 2011 Fulltrúadeildin samþykkir fjárlagafrumvarp sem myndi fela í sér niðurskurð um 61 milljarð dala frá síðasta fjárlagaári 22. júlí Boehner, forseti fulltrúadeildar, slítur viðræðum við Obama forseta 19. júlí „Sexmenningarnir“ snúa aftur með áætlun um lækkun skulda ríkisins um 5 billjónir dala með hagræðingu og nýjum tekjustofnum 16. maí Bandaríkin rekast undir 14,3 billjóna dala skuldaþak 17. maí Umleitanir „sexmenn- inganna“ renna út í sandinn 13. júlí Lánshæfisfyrirtækið Moody's hótar að lækka lánshæfismat Bandaríkjanna 9. apríl Stjórnkerfið rambar á barmi lokunar áður en leiðtogar þingsins sammælast um að skera niður um 38 milljarða dala á fjárlagaárinu 15. apríl Fulltrúadeildin samþykkir fjárlög fyrir næsta ár sem fela í sér að skorið verður niður um 6 billjónir dala í ríkisrekstrinum á næstu tíu árum Janúar Sex repúblikanar og öld- ungadeildarþingmenn úr röðum demókrata, „sex- menningarnir“, hefja við- ræður um langtímaáætlun um að ná niður hallanum 2. ágúst Heimild til lántöku rennur út (að því er spáð er) 3. júlí Obama forseti og John Boehner, forseti fulltrúa- deildar, funda um „stóra samkomulagið“ sem spara myndi 4 billjónir dala í ríkisrekstrinum á 10 árum LAUSAFJÁRSTAÐA BANDARÍSKS RÍKISSJÓÐS í milljörðum bandaríkjadala Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ánægja með störf Baracks Obama Bandaríkjaforseta náði nýjum lægð- um fyrir helgi þegar aðeins 40% að- spurðra kváðust ánægð með störf hans í reglulegri könnun Gallups, en spurt var dag- ana 26. til 28. júlí. Í gær voru liðn- ir 920 dagar síðan Obama sór emb- ættiseið 20. jan- úar 2009. For- setatíð hans hefur einkennst af glímum við mikla erfiðleika í efna- hagsmálum og bendir könnun Gall- ups til að viðvörunarljós séu farin að loga hjá demókrötum. Kemur niður á forsetanum Snjóhengjan ógurlega í ríkisfjár- málunum vegur þar án efa þyngst en þegar þetta var ritað í gærkvöldi benti fátt til að skuldahnútur demó- krata og repúblikana væri að leysast. Vissulega er langt þar til Obama fær tækifæri til að endurnýja umboð sitt, í forsetakosningunum haustið 2012, og gæti því margt orðið til að reisa við fylgið við hann að nýju. Demókratar hljóta hins vegar að vera farnir að hafa áhyggjur af fylgishruninu, ekki síst í ljósi þess að aðeins 34% óháðra kjósenda segjast nú ánægð með störf hans, að því er kemur fram á vef Gallups, borið sam- an við 72% demókrata og 13% repú- blikana. Vangaveltur komnar af stað Bandarískir stjórnmálaskýrendur eru þegar farnir að velta fyrir sér hvort rembihnúturinn í skuldadeil- unni hafi minnkað möguleika Obama á að ná endurkjöri. Það styður þessar vangaveltur að ný könnun Pew- stofnunarinnar bendir til að aðeins 41% skráðra kjósenda vilji að Obama nái aftur kjöri, samanborið við þau 40% sem vilji nú að repúblikani setj- ist í forsetastólinn. Eru þetta mikil umskipti síðan í maí þegar 11% fleiri skráðir kjósendur vildu Obama áfram í embætti forseta. Þá kemur fram á vef Pew-stofnunarinnar að í maí hafi 42% óháðra kjósenda stutt Obama en nú aðeins 31% þeirra. Sigurlíkur Obamas minnka Hefur 7% forskot Obama á ímynd- aðan frambjóðanda repúblikana hjá óháðum kjósendum gufað upp síðan í maí og snúist við í 8% forskot repú- blikana, að sögn vefjar Pew. Blaðamaðurinn Josh Kraushaar fjallar um stöðu forsetans í frétta- skýringu á vef National Journal og bendir þar á að fleiri séu nú óánægðir með störf forsetans í Ohio, einu mikilvægasta sambandsríkinu á kosningakorti demókrata, en þeir sem lýsa sig ánægða með Obama. Sama er uppi á teningnum í Mich- igan og Iowa en bæði ríki eru demó- krötum mikilvæg. Því sé ekki gefið að Obama nái endurkjöri. Skuldakreppan íþyngir Obama Heimild: Thomson Reuters Gengi miðast við aðfaranótt miðvikudags 27. júlí *Gengi miðað við hver 100 jen (gengi jensins var um 1,5 kr. í gær) GENGI BANDARÍKJADALS VEIKIST Gengi nokkurra gjaldmiðla gagnvart dalnum $1,50 1,40 1,30 1,20 1,10 1,00 0,90 SVISSNESKUR FRANKI A S O N D J 2010 2011 F M A M J J Lægsta gildi hér 11. ágúst eða $0,9421 27. júlí $1,2470 12. júlí $1,2066 22. júlí $1,2219 A S O N D J 2010 2011 F M A M J J Lægsta gildi hér 2. ágúst eða $1,1562 27. júlí $1,285 7. júlí $1,2312 12. júlí $1,2702 100 JEN* A S O N D J 2010 2011 F M A M J J 3. maí $1,4826 27. júlí $1,4503 12. júlí $1,3976 18. júlí $1,4109 EVRAN  Stuðningur óháðra kjósenda minnkar Reuters Harður Eindreginn hægrimaður varar við efnahagsstefnu Obama. Barack Obama FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 2011 Sorgarferlið í Noregi hélt áfram í gær þegar fyrsta fórnarlamb ódæðisverkanna var borið til grafar. Jonas Gahr Støre, utanríkisráð- herra Noregs, var viðstaddur útför Bano Abobakar Rashid, 18 ára stúlku sem Anders Behring Breivik skaut til bana í blóðbaðinu á Útey. Fór athöfnin fram í Nesodden í út- jaðri Ósló. Stúlkan var ungliði í Verkamannaflokknum og spilaði knattspyrnu með Nedodden HK. Stóð hugur hennar til að lesa lög. Rashid fékk þau grimmu örlög að falla fyrir hatursmanni innflytjenda en sjálf hafði hún reglulega sett hugsanir sínar um hættuna af kyn- þáttahatri og útskúfun niður á blað. Fjölskylduharmleikur Þá eykur það á grimmd örlaganna að foreldrar Rashid flúðu ógnar- stjórn Saddams Hussein í Írak árið 1996 og settust að í friðsældinni í Noregi. Yngri systir Rashid, sem ekki var nafngreind, var með henni á Útey en komst lífs af úr hildarleikn- um. Samhugur einkenndi útför stúlkunnar og fóru tveir prestar, kristinn og íslamskur, með bænir. Einn hinna særðu lést í gær. Var dánartalan úr ódæðunum því komin í 76 í gær. baldura@mbl.is Hóf nýtt líf í Noregi eftir að fjölskyldan flúði frá Írak Reuters Sorg Ástvinur Bano Rashid heldur á mynd af stúlkunni við útförina í gær. Fáni kúrda og fáni Noregs voru á kistunni.  Utanríkisráðherra Noregs fylgir íslömsku fórnarlambi Breiviks til grafar Breski þjóðarflokkurinn for- dæmir vestræna fjölmiðla fyrir að tengja flokkinn við lífs- skoðun Anders Behring Breivik, fjöldamorðingjans sem taldi sig eiga skoðanabræður á meðal hægriöfgamanna í Bretlandi. Flokkurinn hefur sérstöðu í breskum stjórnmálum en inn- takið í stefnunni er að innflytj- endur ógni breskri menningu. Fordæmingunni er komið á framfæri í álitsgrein á vef flokksins en athygli vekur að orðræðunni þar svipar mjög til málflutnings Breiviks. Er þannig farið hörðum orðum um vinstri- sinnaða fjölmiðla á Vestur- löndum og meintan marxískan áróður í háskólum. Stjórnmálaelítan í Evrópu er sögð hafa tekið sér stöðu gegn Evrópubúum með því að styðja straum fólks frá öðrum menn- ingarsvæðum til álfunnar. Þá er rykið dustað af um- ræðu um kenningar Samuels Huntington um árekstur menn- ingarheima, kristinna og múslíma, ásamt því sem látið er að því í liggja í aðsendri grein að Breivik hafi ekki verið einn að verki. Sverja af sér tengsl BRESK VIÐBRÖGÐ Anders Behring Breivik

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.