Morgunblaðið - 30.07.2011, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.07.2011, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR Messur á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 2011 AÐVENTKIRKJAN: Aðventkirkjan Reykjavík | Samkoma í dag, laugardag, kl. 11 hefst með biblíufræðslu fyrir börn, unglinga og fullorðna. Einnig er boðið upp á biblíufræðslu á ensku. Guðsþjónusta kl. 12. Vigdís Jack og Adrian Lopez prédika. Aðventkirkjan Vestmannaeyjum | Samkoma í dag, laugardag, kl. 11. Boðið upp á biblíu- fræðslu fyrir börn og fullorðna. Guðsþjónusta kl. 12. Halldór Magnússon prédikar. Aðventsöfnuðurinn Árnesi | Samkoma á Sel- fossi í dag, laugardag, kl. 10, hefst með biblíu- fræðslu fyrir börn og fullorðna. Guðsþjónusta kl. 11. Jóhann Þorvaldsson prédikar. Aðventsöfnuðurinn Hafnarfirði | Samkoma í Loftsalnum í dag, laugardag, hefst með fjöl- skyldusamkomu kl. 11. Eric Guðmundsson pré- dikar. Biblíufræðsla fyrir alla kl. 11.50. Boðið upp á biblíufræðslu á ensku. Samfélag aðventista á Akureyri | Samkoma í Gamla Lundi í dag, laugardag, hefst kl. 11 með biblíufræðslu fyrir alla. Guðsþjónusta kl. 12. ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Barn borið til skírnar. Sr. Sigrún Óskarsdóttir þjónar fyrir altari, félagar úr kirkjukórnum leiða safn- aðarsöng undir stjórn Krisztinu Kalló Szklenárné organista. Kaffisopi á eftir. BESSASTAÐAKIRKJA | Sameiginleg helgi- stund helgarinnar er kl. 20 í Garðakirkju. Sr. Frið- rik J. Hjartar stýrir stundinni. Beðið fyrir ferða- löngum og hátíðum helgarinnar. Organisti Bjartur Logi Guðnason. BOÐUNARKIRKJAN | Samkoma í dag, laug- ardag, kl. 11. BORGARPRESTAKALL | Messa í Borgarkirkju kl. 14. Organisti er Bjarni Valtýr Guðjónsson og prestur er Þorbjörn Hlynur Árnason. BÚSTAÐAKIRKJA | Bent er á messur í öðrum kirkjum prófastsdæmisins. DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11. Ferming. Prestur sr. Íris Kristjánsdóttir, organisti er Teresa Zuchowich og félagar úr kór Digraneskirkju leiða söng. Sjá www.digraneskirkja.is. DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Sr. Anna Sigríð- ur Pálsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari, söng- hópur úr Dómkórnum syngur, organisti er Gróa Hreinsdóttir. EFRA-Núpskirkja Miðfirði | Messa í dag, laug- ardag kl. 14. Þess verður minnst að í ár eru 50 ár síðan kirkjan var vígð og undanfarin misseri hafa hollvinir endurbætt hana og lagfært. Hr. Karl Sigurbjörnsson biskup prédikar, prestar hér- aðsins þjóna fyrir altari. Eftir messu eru veitingar við kirkjuvegg og dagskrá með frásögn af end- urbótum, söng, minningu Skáld-Rósu og fleiru. EGILSSTAÐAKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Prestur er sr. Jóhanna I. Sigmarsdóttir, Stefán Bogi Sveinsson, forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs, flytur hugvekju. Um tónlist sjá Torvald Gjerde og Hjalti Jón Sveinsson. Lands- mótsgestir boðnir velkomnir. EMMANÚELS BAPTISTAKIRKJAN | Guðs- þjónusta og sunnudagaskóli (Mass & Sunday school) kl. 12 í stærðfræðistofu 202 í Fjöl- brautaskólanum í Garðabæ á Skólabraut 6. Á eftir er boðið upp á veitingar. Prestur sr. Robert Andrew Hansen. Guðsþjónusta á ensku og ís- lensku (in English & Icelandic). Þurfi að sækja má hringja í síma 847-0081. GARÐAKIRKJA | Helgistund kl. 20. Sr. Friðrik J. Hjartar stýrir stundinni. Beðið fyrir ferðalöng- um og hátíðum helgarinnar. Organisti er Bjartur Logi Guðnason. GLERÁRKIRKJA | Gönguguðsþjónusta verður mánudaginn 1. ágúst kl. 20. Prestur er sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir. Gengið verður frá Gler- árkirkju, um Glerárhverfi, staldrað við á ýmsum stöðum, íhugun og bænagjörð. Molasopi í lokin í Glerárkirkju. GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason prédikar og þjónar fyrir altari, forsöngvari er Einar Clausen og organisti er Hákon Leifsson. GRENSÁSKIRKJA | Kirkjan er lokuð alla vik- una vegna sumarleyfa. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Birgir Ásgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari, messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja, organisti er Hörður Ás- kelsson. Sögustund er fyrir börnin. Ensk messa kl. 14 í umsjá sr. Bjarna Þórs Bjarnasonar. For- söngvari er Guðrún Finnbjarnardóttir og org- anisti Hörður Áskelsson. Alþjóðlegt orgelsumar: Tónleikar kl. 17. Christoph Schoener frá Þýska- landi leikur. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Organisti er Douglas Brotchie, prestur er sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Samstarf þjóð- kirkjusafnaðanna í Kópavogi. Bent er á helgi- hald í Digraneskirkju kl. 11 og í Kópavogskirkju kl. 14. Sjá einnig á www.hjallakirkja.is. HJÁLPRÆÐISHERINN Reykjavík | Sam- koma kl. 20. Umsjón Paul William Marti. HÓLADÓMKIRKJA | Messa kl. 11, sr. Gunnar Jóhannesson messar og organisti er Jóhann Bjarnason. Tónleikar kl. 14. Ave Maríur og Händel-aríur fluttar af Helenu Guðlaugu Bjarna- dóttur sópran, Margréti Sigurðardóttur flautu- leikara og Sigrúnu Magneu Þórsteinsdóttur á orgel. KAÞÓLSKA kirkjan: | Péturskirkja, Akureyri | Messa kl. 11 og laugardag kl. 18. Þorlákskapella, Reyðarf. | Messa kl. 11 og 19. Virka daga er messa kl. 18. Jósefskirkja, Hafnarfirði | Messa kl. 10.30 og virka daga kl. 18.30 (nema föstudaga). Karmelklaustur, Hafnarfirði | Messa kl. 8.30 og virka daga kl. 8. Barbörukapella, Keflavík | Messa kl. 14. Kristskirkja, Landakoti | Messa kl. 10.30 og á ensku kl. 18. Virka daga er messa kl. 18. Maríukirkja við Raufarsel, Rvk | Messa kl. 11 og virka daga kl. 18.30. Laugardaga er messa á ensku kl. 18.30. Stykkishólmur | Messa kl. 10 og virka daga kl. 18.30. Riftún í Ölfusi | Messa kl. 16. LANGHOLTSKIRKJA | Bent er á messur í Há- teigskirkju og fleiri kirkjum í nágrenninu. Sjá www.langholtskirkja.is. LINDAKIRKJA Kópavogi | Sumarsamstarf safnaða Þjóðkirkjunnar í Kópavogi. Guðsþjón- usta kl. 14. Sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar. MOSFELLSKIRKJA | Kyrrðar- og bænastund kl. 20. NESKIRKJA | Messa kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng, organisti er Kári Allanson og sr. Sigurvin Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kaffi á eftir. REYNIVALLAKIRKJA í Kjós | Fermingarguðs- þjónusta kl. 11 í dag, laugardag. Guðsþjónusta kl. 14 er tileinkuð útvist og hestamennsku. Kaffi á eftir. Gunnar Kristjánsson sókn- arprestur. SALT kristið samfélag | Samvera kl. 17 í safnaðarheimili Grensáskirkju. SELTJARNARNESKIRKJA | Sameiginleg guðsþjónusta kl. 11 í Neskirkju. Prestur er Sig- urvin Jónsson. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 17. Sr. Egill Hallgrímsson sóknarprestur annast prests- þjónustuna, organisti er Glúmur Gylfason, flutt verður tónlist frá sumartónleikum helgarinnar. VÍDALÍNSKIRKJA | Helgistund kl. 20 í Garða- kirkju. Sr. Friðrik J. Hjartar stýrir stundinni. Beð- ið fyrir ferðalöngum og hátíðum helgarinnar. Organisti Bjartur Logi Guðnason. ÞINGVALLAKIRKJA | Útimessa í Skógarkoti kl. 14, ef veður leyfir. Gengið er frá Efrivöllum um merktan stíg í Skógarkot um hálfa klukku- stund. Guðmundur Vilhjálmsson organisti leikur á básúnu og Bragi Vilhjálmsson á saxófón. Sr. Gunnþór Ingason prédikar og prestur er Kristján Valur Ingólfsson. Ef rignir ótæpilega verður messan flutt í Þingvallakirkju. ORÐ DAGSINS: Sjá ég er með yður. (Matt. 28) Morgunblaðið/Ómar Kirkja Samúels Jónssonar í Selárdal. ✝ Þuríður Krist-ín Ragn- arsdóttir fæddist 10. maí 1934 í Reykjavík. Hún andaðist á dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Grund 8. júlí 2011. Foreldrar henn- ar voru Ruth Frið- finnsdóttir, hús- freyja, f. 16.2. 1909, d. 18.1.1937 og Ragnar H. B. Kristinsson, kaupsýslumaður og iðnrekandi, f. 17.2. 1906, d. 16.3. 1983, var kvæntur Sigríði Ingv- arsdóttur. Síðari kona Ragnars var Matthildur Edwaldína Jóns- dóttir, blaðamaður, f. 16.3. 1909, d. 22.8. 1975, sem ætt- leiddi Þuríði og Ruth. Sambýlismaður Þuríðar var Guðbjörn Snæbjörnsson, f. 15.5. 1927, d. 27.9. 1999. Sonur þeirra er Ragnar, f. 18.4. 1956. Þuríður ólst upp á Frakkastíg 12 í Reykjavík. Hún gekk í Aust- urbæjarskólann. Hún bjó alla tíð í Reykjavík. Þuríður var að mestu heimavinnandi en vann í nokkur ár ásamt Guðbirni hjá Kjötvinnslunni Búrfelli. Þuríður gekk í Hjálpræðisherinn og tók virkan þátt í störfum hans á meðan heilsa hennar endist. Útför Þuríðar fór fram í kyrrþey frá Fossvogskapellu 22. júlí 2011. 1963. Systkini Þur- íðar eru: 1) Ruth Ragnarsdóttir, f. 28.11. 1936, maki Sigurþór Tóm- asson. Systkini samfeðra eru: 2) Ragna Lára Ragn- arsdóttir, f. 16.10. 1942, maki Brynj- ólfur Björnsson. 3) Kristinn Ragn- arsson, f. 12.9. 1944, maki Hulda Ólafsdóttir. Fósturbróðir: 4) Jón E. Ragn- arsson, f. 24.12. 1936, d. 10.6. Hinn 8. júlí sl. fengum við hjón- in símhringingu þar sem okkur voru færðar þær fréttir að Þur- íður, elsta systir mín, væri látin. Undanfarna mánuði dvaldi hún á hjúkrunarheimilinu Grund. Okk- ur var það öllum ljóst í hvaða átt stefndi og að nú væri að hefjast lokakafli í hennar jarðvistarlífi. Hún mundi ekki hverfa aftur til síns heimilis í Blikahólum. Þegar ég hugsa aftur til upp- vaxtarára minna á Frakkastíg 12, fyrir rúmum 60 árum þar sem ég var einn af stórum systkinahópi, þá koma hugljúfar minningar fram um elstu systur mína, Þurí, eins og hún var ávallt kölluð. Milli okkar var 10 ára aldursmunur sem orsakaði viss skil. Við vorum aldrei neinir leikfélagar. Þurí var ein af þeim fullorðnu og við Ragna Lára vorum börnin. Í endurminningunni frá þess- um uppvaxtarárum var Þurí í mínum huga þessi góða og hjarta- hlýja stóra systir sem vildi minn hag ávallt bestan. Þegar ég skrifa þessa minning- argrein birtast ýmsar myndir frá þessum árum mínum þar sem Þurí kom við sögu. Án þess að fara út í einstök atriði þá eru þessar myndir allar bjartar og fallegar hvort sem sviðið var á Frakka- stígnum eða uppi í sumarbústað sem fjölskyldan á við Reykjalund í Mosfellssveit. Ég hef verið eitthvað 10 eða 11 ára gamall þegar Guðbjörn Snæ- björnsson, ungur maður ættaður frá Vestannaeyjum, kom til sög- unar. Þurí og Guðbjörn felldu hugi saman og fóru að búa. Þau eignuðust einkasoninn Ragnar. Litla fjölskyldan eignaðist sitt fyrsta heimili í Samtúni. Með því var Þurí orðin ráðsett húsmóðir, sem annaðist heimilið af kost- gæfni. Frá þessum árum man ég eftir heimsóknum mínum þar sem Guðbjörn bauð mér oft upp í skák. Þurí bar þá ávallt fram kaffi með góðu meðlæti. Ég held að henni hafi hugnast vel að veita, því þeg- ar ein sneiðin var búin þá átti önn- ur að taka við. Frá Samtúni fluttist fjölskyld- an að Vesturgötu og bjó þar í ára- tug. Þaðan lá leiðin síðan í Fann- arfell. Guðbjörn andaðist árið 1999 og skömmu síðar fluttu þau Ragnar í íbúð að Blikahólum. Við andlát Guðbjörns tók Ragnar við hlutverki föður síns að annast móður sína. Það sem einkenndi fjölskylduna var viss samheldni, snyrtimennska og manngæska. Þurí hallaði sér á síðari árum æ meira að trúmálum. Hún sótti samkomur Hjálpræðishersins heim. Í trúnni fann hún frið. Með ár- unum urðu okkar samverustundir sjaldgæfari. Við hittumst í kring- um fjölskylduhátíðir á jólum svo og í kringum stóratburði í fjöl- skyldunni. Önnur tjáskipti voru í gegnum síma. Heyrn Þuríar hrak- aði mjög og var oft erfitt að tjá sig í gegnum þetta tæki. Innihald samræðna okkar síðustu árin voru aðallega trúarlegs eðlis. Þegar ég kveð þig elsku systir mín þá er ég þess fullviss að þú býrð nú við betri kjör en þér buð- ust hér á þessari jörð og bið ég al- góðan guð að vera með þér á þinni braut. Ég bið góðan guð að veita Ragnari styrk í sinni sorg. Starfsfólki Heimahjúkrunar í Breiðholti og Hjúkrunarheimilis- ins Grundar eru færðar sérstakar þakkir fyrir einstaka aðstoð og að- hlynningu. Kristinn Ragnarsson. Þuríður Kristín Ragnarsdóttir Sárt er vinar að sakna. Sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna. Margar úr gleymsku rakna. Svo var þín samfylgd góð. Daprast hugur og hjarta. Húmskuggi féll á brá. Ása Líney Sigurðardóttir ✝ Ása Líney Sig-urðardóttir fæddist í Kópavogi 1. júní 1959. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 20. júlí 2011. Útför Ásu Lín- eyjar fór fram frá Selfosskirkju 28. júlí 2011. Lifir þó ljósið bjarta, lýsir upp myrkrið svarta. Vinur þó félli frá. Góða minning að geyma gefur syrgjendum fró. Til þín munu þakkir streyma. Þér munum við ei gleyma. Sofðu í sælli ró. (Höf. ók.) Með þessum orðum kveðjum við Ásu Líneyju samstarfskonu okkar og biðjum góðan Guð að styrkja Þorgrím Óla, börnin og fjölskyldu í þeirra miklu sorg. Fyrir hönd stelpnanna á sýsló, Magnea Magnúsdóttir. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, "Senda inn minningargrein", valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður grein- in að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.