Morgunblaðið - 30.07.2011, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.07.2011, Blaðsíða 6
BAKSVIÐ Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is „Við erum að sjálfsögðu mjög hlynntir því að nýta allar þær afurðir sem hægt er að nýta. En hins vegar eru ekki í dag endilega til markaðir fyrir þessar afurðir,“ segir Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri út- gerðasviðs Samherja hf., um nýja reglugerð frá sjávarútvegs- og land- búnaðarráðuneytinu sem skyldar út- gerðir til að koma með allan afla að landi og þar með talið lifur, hausa, hryggi og afskurð. Kristján segir að ef tekið sé dæmi af karfahausum þá sé markaður fyrir þá afskaplega lítill. Aukið framboð af slíkum hausum þýddi aðeins að það verð sem þó fengist fyrir þá mundi lækka verulega. Þá mundi það draga úr afkastagetu skipanna að þurfa að koma með slíkar afurðir að landi og þar með úr kjörum sjómanna. Óarðbær fjárfesting Kristján segist ekki telja að mark- aður sé heldur til staðar fyrir þann karfa sem í dag er frystur um borð ef koma þarf með hann í land og vinna hann þar og langt því frá á þeim verðum sem í dag fáist fyrir hann sjófrystan. Ef áfram eigi að vinna afla um borð, þar sem ekki sé í dag gert ráð fyrir þeirri nýtingu sem gerð er krafa um í reglugerðinni, sé fyrirsjá- anlegt að fara þurfi í miklar fjárfest- ingar og breytingar á skipunum til þess að koma til móts við reglugerð- ina sem síðan séu ólíklegar til þess að skila sér í því verðmæti sem fáist fyrir þessar afurðir. Þröngur tímarammi „Mér þykja tímafyrirvararnir í þessu vera alltof stuttir. Það er sjálf- sagt að horfa til framtíðar í þessum efnum og vinna þá nauðsynlega for- vinnu. Margt af þessu er þegar nýtt eins og grálúðuhausar og grálúðu- sporðar einfaldlega vegna þess að það er hægt að gera góð verðmæti úr þessu. Sama er með þorskhausa og ufsahausa, það er markaður fyrir þá. En það er önnur saga með til að mynda karfahausana og alla lifrina. Það er markaður fyrir ufsalifur en ekki til að mynda úr ýsu og kola. Það verður einhver að vilja þetta og þetta verður að standa undir kostnaði,“ segir Kristján. Gert er ráð fyrir að reglugerð sjávarútvegsráðuneytisins taki gildi 1. september næstkomandi. Frá og með 1. febrúar 2012 er skipum sem vinna afla um borð skylt að koma með helming allra þorsk-, karfa- og grálúðuhausa að landi og 1. septem- ber sama ár mun reglugerðin taka að fullu gildi. Markaðir ekki til staðar fyrir afurðirnar  Gert að koma með allan afla í land Morgunblaðið/Árni Sæberg Veiðar Frystitogarinn Sléttbakur EA á úthafskarfaveiðum. Reglugerð » Útgerðir skyldaðar til þess að koma með allan afla að landi og þar með talið lifur, hausa, hryggi og afskurð. » Gagnrýnt að ekki séu til staðar markaðir fyrir allar þær afurðir sem krafa er gerð um að komið sé með á land. » Reglugerðin tekur gildi 1. september nk. og kemur til fullra framkvæmda að ári. FRÉTTASKÝRING Egill Ólafsson egol@mbl.is Nýju skurðstofurnar á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja hafa verið lokað- ar í eitt ár. Þær voru teknar í notkun sumarið 2008 og hafa því ekki verið mikið notaðar. Kostnaður við upp- byggingu skurðstofanna nam um 170 milljónum. Skurðstofurnar eru í svokallaðri D-álmu sjúkrahússins, en upphaflega var áformað að þar yrði hjúkrunar- deild fyrir sjúka aldraða Suðurnesja- búa. Uppbyggingin gekk hins vegar hægt vegna fjárskorts. Árið 2004 var gert samkomulag um uppbyggingu þjónustu við aldraða á Suðurnesjum. Samkomulagið fól í sér að byggt yrði nýtt 30 rúma hjúkrunarheimili í Reykjanesbæ og gerðar endurbætur á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði. Þegar þetta samkomulag var gert var öll efsta hæð D-álmunnar enn óinnréttuð, en ákveðið var að koma þar upp skurðstofum fyrir Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Skurðstofurnar voru teknar í notk- un 2008, en fjármagn til að reka þær var af skornum skammti og var nýt- ing á þeim slæm. Aðeins leið tæpt ár frá því seinni skurðstofan var tekin í notkun þar til skurðstofunum var lokað. Síðan hefur þessi mikla fjár- festing ekki verið nýtt og tækin ónot- uð. Sjúklingar frá útlöndum Hugmyndir hafa verið uppi um að nýta skurðstofurnar til að taka á móti sjúklingum frá útlöndum sem kæmu hingað til lands í sérhæfðar aðgerðir. Einkaaðilar í heilbrigðisþjónustu hafa sýnt áhuga á að fara út í þessa starfsemi. Andstaða var hins vegar við þessi áform í ríkisstjórninni sem ekki vildi taka skref í átt að einka- væðingu á þessu sviði. Engu að síður var Ríkiskaupum falið að efna til út- boðs til að kanna áhuga á málinu. Til- boðum var skilað í desember. Frest- ur til að taka tilboðum rann út 9. mars, en 11. júlí sl. tilkynnti ráðherra að Heilbrigðisstofnunin mætti leigja skurðstofurnar út. Flest bendir hins vegar til að áhugi á að leigja stofurn- ar sé ekki lengur fyrir hendi, a.m.k. eru tilboðin ekki lengur í gildi. Ráku stofurnar í skamman tíma  Nýjar skurðstofur á Suðurnesjum kostuðu 170 milljónir Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Uppbygging Vorið 2008 var verið að byggja upp á spítalanum en þá gaf Krabbameinsfélag Suðurnesja Heilbrigðis- stofnuninni ristilspeglunartæki. Viðstaddir voru heilbrigðisráðherra og stjórnendur Heilbrigðisstofnunarinnar. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 2011 Egill Ólafsson egol@mbl.is „Ég var að tala við mann í morgun sem fékk skuldalækkun upp á 900 þúsund á grundvelli 110% leið- arinnar. Höfuðstóll lánsins hefur hins vegar hækkað um 1.200 þúsund bara það sem af er þessu ári. Fjár- hagsstaða hans er því áfram mjög veik.“ Þetta segir ráðgjafi sem starf- ar í fjármálageiranum, en hann ótt- ast að aukin verðbólga eigi eftir að fara illa með skuldug heimili. Verðbólga var 12,4% árið 2008 og 12% árið eftir. Þetta hafði mjög slæm áhrif á verðtryggðar skuldir heimilanna en höfuðstóll þeirra hækkar í takt við verðbólguna. Í vetur minnkaði 12 mánaða verð- bólga hratt og var komin niður í 1,8% í janúar. Þar með var hún kom- in niður fyrir verðbólgumarkmið Seðlabankans sem eru 2,5%. Síðan hefur verð- bólgan farið vax- andi. Heimilin skulduðu um síð- ustu áramót yfir 1.700 milljarða, en mest af skuld- unum er verð- tryggt. Að gefn- um þessum forsenum hækkar höfuðstóll lána heimilanna um meira en 100 milljarða ef ársverðbólgan er 6%. Spáir 6% verðbólgu í vetur Í síðustu spá Íslandsbanka er reiknað með að verðbólgan fari í 6% þegar líður á haustið og verði á þeim nótum yfir vetrarmánuðina. Bank- inn hefur ekki endurnýjað spá sína eftir að Hagstofan birti nýjustu töl- ur sínar, en Ingólfur Bender, hag- fræðingur á greiningardeild Ís- landsbanka, segir tölurnar ríma alveg við spá bankans. Ingólfur segir að það séu fjórir þættir sem skýri aðallega aukna verðbólgu. Í fyrsta lagi geng- islækkun krónunnar, í öðru lagi inn- fluttar kostnaðarhækkanir, í þriðja lagi nýgerðir kjarasamningar og í fjórða lagi hækkun á húsnæðisverði. „Þetta er ekki eftirspurn- ardrifin verðbólga. Þetta er ekki vegna þess að hagkerfið sé að taka skarpt við sér, þ.e. að við séum kom- in með þenslu frekar en slaka. Það er enn mikill slaki í hagkerfinu sem lýsir sé í þessu atvinnuleysi sem við erum með og er söguleg mjög hátt.“ Ingólfur segir erfitt fyrir Seðla- bankann að hafa áhrif á þróunina. Bankinn hækkar vexti til að slá á þenslu en hún er ekki til staðar núna. „Aukin verðbólga er auðvitað slæmt tíðindi fyrir þá sem eru með verðtryggð lán, en meirihluti ís- lenskra heimila eru með slík lán. Þetta er líka slæmt fyrir allan al- menning sem vonaðist eftir að kjarasamningarnir færðu þeim auk- inn kaupmátt.“ Már Guðmundsson seðla- bankastjóri sagði í samtali við er- lenda fjölmiðla fyrr í þessum mán- uði að líkur á vaxtahækkunum í haust væru mun meiri en fyrir nokkrum mánuðum. Verðbólgan fer illa með fjárhag heimilanna Fasteignir Verðbólgan er versti óvinur heimilanna í landinu.  Verðtryggðar skuldir heimilanna aukast mikið með meiri verðbólgu  Dæmi eru um að höfuðstóll lána hafi á nokkrum mánuðum hækkað meira en sem nemur skuldalækkun samkvæmt 110% leið Fasteignaverð á uppleið » Lækkandi fasteignaverð hefur stuðlað að minni verð- bólgu, en nú er fasteignaverð á uppleið. » Gengi krónunnar hækkaði í fyrra en er núna á niðurleið. Það stuðlar að aukinni verð- bólgu. Ingólfur Bender Eftir hrun þurfti ríkissjóður að skera niður útgjöld. Heilbrigð- ismálin taka til sín mjög stóran hluta ríkisútgjalda og því hafa stjórnvöld horft til þess hvort hægt sé að spara þar. Segja má að stjórnvöld hafi markað þá stefnu að færa skurðaðgerðir sem mest yfir á Landspítalann en draga úr þjónustu á minni spítölum utan höfuðborgar- svæðisins. Bættar samgöngur stuðli að þessari þróun. Íbúar á Suðurnesjum hafa hins vegar gagnrýnt þessar ákvarðanir og segja að þetta þýði aukinn kostnað við sjúkra- flutninga og minni þjónustu við íbúa. Á Suðurnesjunum búa um 21 þúsund manns. Minni spít- alar skertir HEILBRIGÐISKERFIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.