Morgunblaðið - 30.07.2011, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.07.2011, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 2011 Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Það er í raun engin áætlun komin um uppbyggingu,“ segir Aldís Haf- steinsdóttir, bæjarstjóri í Hvera- gerði, aðspurð hvað tekur við eftir stórbrunann í Eden 22. júlí síðast- liðinn. Hún segir málið enn vera í höndum tryggingafyrirtækis og að eigandi lóðarinnar hafi ekki komið fram með neina framtíðaráætlun fyrir svæðið að svo stöddu. Ekki verður byggt í sumar Unnið hefur verið að niðurrifi gamla Eden að undanförnu með stórvirkum vinnuvélum og er sú framkvæmd langt á veg komin. Seg- ir Aldís það alveg ljóst að ekkert verði byggt á lóðinni í sumar. Eden stóð í miðbæ Hveragerðis og því ljóst að um er að ræða svöðu- sár í blómhnappi bæjarins. „Draum- urinn er að eitthvað verði komið þarna næsta sumar,“ segir Aldís og bætir við að ekki liggi fyrir hvers- konar rekstur taki við á lóðinni. „Bærinn getur auðvitað ekki farið og gripið fram fyrir hendurnar á þeim sem þarna eiga lóðaréttindi og voru með rekstur.“ Að sögn vonast hún til að uppbygging geti hafist sem fyrst. Um fullnustueign að ræða Eigandi lóðarinnar er Sparisjóður Vestmannaeyja, sem einnig rekur útibú á Suðurlandi. „Staðan er bara sú að við sem eigendur að þessu tjóni í sjálfu sér, erum að hefja við- ræður við okkar tryggingafélag um þessa stöðu sem upp er komin,“ segir Ólafur Elísson, sparisjóðs- stjóri Sparisjóðs Vestmannaeyja. Hann segir sparisjóðinn hafa ver- ið í ágætum samskiptum við bæj- arskrifstofu Hveragerðis varðandi stöðu mála og segir hann framvindu máls verða áfram unna í góðri sátt. „Lóðin og þessi eign er tilkomin í grunninn sem fullnustueign,“ segir Ólafur og bendir á að eignirnar hafi verið til sölu í talsverðan tíma og ekki hafi staðið til að sparisjóðurinn yrði framtíðareigandi að þeim. Á meðan eignin var til sölu var hún jafnframt til útleigu hjá rekstrarað- ilum sem önnuðust rekstur á eigin vegum. „Í sjálfu sér hefur þessi grundvallarmynd ekkert breyst. Þessi verðmæti eru til sölu.“ Hann segir ljóst að uppbygging gæti tekið á sig breytta mynd frá fyrra hús- næði. „Við munum leita eftir aðilum til að annast þessa uppbyggingu.“ Að sögn mun sparisjóðurinn ekki fara einn og sér í uppbyggingu og rekstur á svæðinu. Morgunblaðið/Ómar Brunarúst Lítið sem ekkert stóð eftir stórbruna sem gjöreyðilagði Eden í Hveragerði. Sem stendur er engin áætlun komin um uppbyggingu. Svöðusár í hjarta Hveragerðis Morgunblaðið/Ómar Auðn Dapurt er um að litast þar sem áður stóðu hýsakynni gamla Eden eftir að stórvirkar vinnuvélar hafa fjarlægt nær allt brak eftir brunann fyrir rúmri viku. Vonir standa til uppbyggingar á lóðinni næsta sumar.  Ekki liggur enn fyrir hvað reist verður á lóðinni SAFNIÐ Á HNJÓTI Í ÖRLYGSHÖFN Smíði árabáts Verkefnið er fólgið í hefðbundnum vinnuaðferðum og smíðað verður eftir gömlum trébát, sem var smíðaður rétt eftir aldamótin 1900, á Bíldudal. Hefst um miðjan maí 2012. Áhugasömum er boðin þátttaka gegn hóflegu gjaldi. Upplýsingar gefur Kristinn þór Egilsson í síma 456-1591. Senda má fyrirspurn inn á www.hnjoturtravel.is Í minningargrein um Svein R. Jónsson sem birt var í Morg- unblaðinu 27. júlí 2011 féll niður í handriti höfundar nafn eins barna- barna hans sem er Eiríkur Ari Pét- ursson, sonur Péturs R. Sveins- sonar. Þeir feðgar eru beðnir velvirðingar á þeim mistökum höfundar. LEIÐRÉTT Nafn eins barna- barns vantaði Vikan fyrir verslunarmannahelgi hjá ÁTVR/Vínbúðum er ein anna- samasta vika ársins í sölu á áfengi. Heldur færri viðskiptavin- ir munu versla við ÁTVR í ár ef marka má sölutölur og tölur um fjölda viðskiptavina síðustu daga. Salan á áfengi hefur dregist saman um 15% nú í vikunni fyrir verslunarmannahelgi, miðað við á sama tíma í fyrra og viðskiptavin- um hefur fækkað. „Samanborið við í fyrra erum við með um 7,4% færri við- skiptavini frá mánudegi til fimmtudags,“segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR í samtali við mbl.is í gær. Um 60.440 viðskiptavinir höfðu komið í verslanir ÁTVR á sama tíma í fyrra, en um 56.260 í ár, þar munar um 4.118 viðskiptavin- um. Ekki lágu fyrir tölur um fjölda viðskiptavina í gær, föstu- dag, sem jafnan er annasamasti dagur í vikunni fyrir versl- unarmannahelgi. Í fyrra komu um 43 þúsund viðskiptavinir í vínbúð- irnar þann dag. Í fyrra seldust um 359.000 lítrar á fyrstu fjórum dögunum sam- anborið við 312.000 lítra í ár. Sigrún segist gera ráð fyrir því að áfengissalan í heildina verði heldur minni en á sama tíma í fyrra. Rólegt hefur verið í Ríkinu Morgunblaðið/Heiddi Guðlaugur Þór Þórðarson, alþing- ismaður, gagnrýnir söluna á Sjóvá og segir að hægt hefði verið að fá hærra verð fyrir hlut ríkisins í Sjóvá. Hann hefur óskað eftir því að viðskiptanefnd Alþingis verði kölluð saman til að fjalla um málið. „Ekki var farið eftir verklags- reglum sem lagt var upp með í byrjun. Aldrei hafa fengist nein svör við neinum spurningum sem upp komu á með- an unnið var að málinu,“ segir Guðlaugur. Guðlaugur seg- ist furða sig á því að ríkisstjórnin fari ekki eftir verklagi sem hún hafi lýst marg- sinnis yfir í stefnu sinni. „Sam- kvæmt þeim upplýsingum sem hafa komið fram er tilboðið ekki jafn gott og hæsta tilboðið sem af ein- hverjum óskilgreindum ástæðum var ekki tekið.“ Fyrir tveimur árum kom ríkið Sjóvá til bjargar og lagði fram tólf milljarða króna inn í félagið. Í fyrradag seldi Seðlabankinn svo helmings hlut ríkisins í Sjóvá fyrir tæpa fimm milljarða króna til líf- eyrissjóða og fjárfesta. Ríkið tapar 4,3 milljörðum „Þeir sem keyptu hlutina nú, hafa nú forkaupsrétt á þeim tutt- ugu prósenta hlut sem Seðlabank- inn sér um að selja. Seðlabankinn verður því áfram virkur þátttakandi á samkeppnismarkaði,“ segir Guð- laugur. Hann segir að ef þetta gangi eftir fái ríkið 7,3 milljarða króna í rík- iskassann og tapið muni nema um 4,3 milljörðum króna. Guðlaugur Þór segir að miðað við þær upplýsingar sem komið hefðu fram hefðu skattgreiðendur komist mun betur frá þessu ef hæsta til- boðinu hefði verið tekið. „Nú liggur það fyrir að hæsta til- boðinu hafi ekki verið tekið í Sjóvá og engar skýringar hafa fengist á því af hverju svo er,“ segir Guð- laugur. Hægt var að fá hærra verð fyrir Sjóvá Guðlaugur Þór Þórðarson Hefur óskað eftir fundi í viðskiptanefnd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.